Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1988, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1988, Blaðsíða 6
Um INGMAR BERGMAN og sjálfsævisögu hans Bergman fer á koatum - Ég þekki ekki þá peraónu aem ég var fyrir 40 árum dómur einkenndi ekki síður líf átrúnaðar- goðsins Strindbergs og tók í Strindbergs tilfelli jafnvel ennþá hörmulegri tilbrigði. Stundum finnst manni að Strindberg hafi af tillitsleysi og furðulegri mannvonsku troð- ið á tilfinningum og lífi annarra til þess eins að fá efnivið í sniildarverk. Tilgangur- inn helgaði meðalið. En Bergman var rekinn áfram af djöflum og illum öndum og gat ekki gert að því hvernig samlífi hans við aðra var háttað. í leiðinni skapaði hann lista- verk, hann gat ekki annað. Amman Og Uppeldið Lýsingar, ekki síst á atvikum og reynslu bemsku og æskuáranna, eru furðu magnað- ar. Höfundur flettir þar miskunnarlaust ofan af sjálfum sér, en samt verður frásögnin ekki gróf eða ótrúleg. Þar kemur fram inn- sæi þess sem þekkir og snilld leikstjórans að taka eftir aðalatriðum og koma þeim á framfæri þannig að þau verka ekta. Hér kemur einnig fram hugrekki þess sem skrá- ir. Hann er í senn sá sem upplifir og túlkar. Það er einkenni á þessari bók hversu „tillits- laust“ eða „hlutlægt“ Bergman getur greint sára reynslu sína og komið henni á fram- færi, án tilgerðar, án undanbragða að því er virðist. Sjálfsævisaga Ingincirs Bergmans fjallar eins og við var að búast um líf hans og list. Þetta tvennt er óaðskiljanlegt, ekki aðeins eftir að hann komst til vits og ára og fór sjálfur að setja verk á svið og skrifa kvik- myndahandrit, heldur einnig fyrstu bemsku- árin — og einnig líf fjölskyldunnar áður en hann fæddist. Móðuramman giftist ung að árum miklu eldri athafnamanni með þrjá stálpaða syni. Þar byijar saga fjölskyldunn- ar. Hún varð ekkja eftir nokkurra ára hjónaband og gekk eftir það í svörtum kjól, en hárið var hvítt. Hún bjó yfir einbeittum vilja, sem með kostum og göllum varð mik- ill örlagavaldur í lífi næstu kynslóða ættarinnar. Ingmar dvelur hjá ömmunni í Uppsölum löngum stundum, í fríum og þeg- ar lífið á prestsetrinu í Stokkhólmi er í upplausn. Þar fær hann frelsi og skilningar- vitin blómstra. Þar getur hann gefið ímyndunaraflinu lausan tauminn. Hann lifir í draumaheimi en ræðir reglulega eftir kvöldmatinn við ömmuna um lífið og tilver- una eins og fullorðinn maður. Það færist ofvöxtur í tilfinningalífið. Margt af því sem hinn ungi Bergman upplifir og margar per- sónur sem koma inn á sviðið í ævisögunni birtast á einn eða annan hátt í kvikmyndun- um, ekki síst í myndinni Fanny og Alexand- er. En hér verður það ekki rakið nánar. Þeim sem lesa bókina og hafa séð myndir Bergmans sá sambandið sjálfir, það liggur í augum uppi. Margir ritdómarar, kvikmyndagagnrýnendur og bókmenntafræðingar hafa sóst í það að skrifa um sambandið milli lífs og listar hjá sænska höfundinum, leikstjóranum og kvik- myndagerðarmanninum Ingmar Bergman. Eftir PÉTUR PÉTURSSON Bergman hefur sjálfur í viðtölum gefið þeim í smáskömmtun en án samhengis innsýn í líf sitt, uppeldi og þroskaferil. Þetta hefur orðið ritdómurum efni til misgáfulegra út- skýringa á ýmsum þemum í verkum hans, einkum kvikmyndunum. Bergman hefur bæði beint og óbeint gefíð í skyn hvemig atvik í lífi hans sjálfs, eirlkum í bemsku og æsku, og lífsreynsla hans almennt, birtast aftur og aftur í mismunandi tilbrigðum í verkum hans. En nú hefur hann sjálfur gefið eftirkomandi rýnendum lykil sem opn- ar margan leyndardóminn í sköpunarsögu hinna margflóknu kvikinynda, sem menn hafa rætt um fram og aftur í áratugi. Ifyrir nokkmm vikum kom sjálfsævisaga Bergmans út hér í Svíþjóð, sem ber heitið Latema magica. Heitið er vei valið eins og ég mun leitast við að sýna fram á í þessari grein. Latema magica er þykk bók, á fjórða hundrað síður, gefin út af Norstedts forlag- inu í Stokkhólmi. Mikið hefur verið skrifað um hana hér í Svíþjóð allt frá því snemma í sumar er blöðin tóku að birta einstaka kafla úr henni bæði með og án leyfis frá útgefendum. Bergman hefur lýst því yfir að hann sé hættur að gera kvikmyndir, sé orðinn of gamall (kominn fast að sjötugu), og vilji hætta meðan hann enn er dómbær á sín eigin verk og hæfileika. Honum fannst hann í „ellinni" geta skrifað ævisögu eins og hvað annað og það má með sanni segja að þeim tíma hefur verið vel varið. Atvinnusjúkdómur Bókin er upp byggð eins og handrit að kvikmynd. A þetta hafa mér fróðari rit- dómarar um kvikmyndir og leikhús bent. Það eru ekki nein ákveðin kaflaskifti eða fyrirsagnir, senumar koma hver af annarri. Tímans rás ræður ekki framsetningunni, en þræðinum er fylgt eftir því sem höfundi finnst henta hveiju sinni. Þetta gerir það að verkum að maður sér líf hans og list í meiri vídd, þræðimir liggja hver yfir annan. Myndimar verða kvikar og höfundurinn opnar sýn inn í eigið líf á þann hátt sem fáum er gefíð. Honum tekst um leið að miðla algildum sannleika, um mannveruna, angist sálarinnar, samviskuna, breyskleika og afbrýðisemi. Um þessi sker í sálarlífinu siglir bókin með furðulegu öryggi. Yfir lífssögunni er eitthvert jafnvægi sem atvik- in, reynslan og sagan gefur ekki tilefni til og hlýtur að eiga sér upptök í þeim „atvinnu- sjúkdómi" sem Bergman segist vera haldinn af, sem ásamt mörgu öðm hefur hindrað hann í að lifa eðlilegu lífi. Hér er um að ræða þá tilhneigingu hans að sífellt leitast við skoða eigin reynslu og viðbrögð með gleraugum leikstjórans, jafnvel þegar hann er á barmi örvæntingar. Þessi atvinnusjúk- DULRÆNN VEFUR MANN- legraMistaka Ingmar heldur því fram að hann hafí skaðast í uppeldinu, orðið falskur draumóra- maður til að geta lifað af. Hans eigin fölsun, lygar og draumórar gleyptu hann með húð og hári og þetta hindraði hann síðarmeir sem listamann og sem persónu í því að mynda varanlegt samband við annað fólk, ekki síst konur. Ég held samt sem áður að hér liggi lykillinn að sköpunargáfu Berg- mans og skilningi á gmnnþræðinum í mörgum mynda hans. Þegar hann gerir upp við föðurhúsin (sem endaði með slagsmálum milli hans og föður- ins), hellir hann sér út í listina og vill umsvifalaust verða leikstjóri. Hann er þá haldinn óstöðvandi hungri eftir kynlífi án þess að úr því geti orðið varanlegt sam- band. Þetta leiðir hann út í endurtekið framhjáhald, svik, samviskubit og átok. Heltekinn af ótta og öryggisleysi er hann sífellt að Ieita að sjálfum sér bæði í sam- neyti sínu við konur og listina, enda vora konur hans oft leikkonur. PRESTSONUR Missir TRÚNA ÁGUÐ Bam að aldri er hann, prestsonurinn, farinn að lesa Strindberg, sem fylgir honum eftir það. Hann hættir að trúa á guð og Jesú og verður útsmoginn í því að falsa og ljúga til að koma sér undan vendi föðurins,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.