Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1986, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1986, Blaðsíða 2
Mikiðrit hlaðið frumorku Seint á 11. öld hefur orðið til sérkennilegasta rit íslenskrar tungu í óbundnu máli og fjallaði það -um landnám á íslandi eða hvernig landið skipt- ist upphaflega milli einstaklinga og ætta og komst í einkaeign. Landnáma eða Landnámabók er bæði nefnd í Flóamannasögu og Hauks- bók, en þær munu báðar ritaðar um 1300. Bókin er varðveitt í 5 mismunandi gerðum, 3 frá 13. og 14. öld og tveimur frá 17. öld. Hauksbók mun skrifuð á fyrsta áratug 14. aldar og er að miklu leyti varðveitt í frumriti.11 Þar segir höfundur, Haukur Erlendsson (d. 1334) m.a., að fróðir menn hafi skrifað um landnám á íslandi, „fyrst Ari prestur hinn fróði Þorgilsson og Kolskeggur hinn vitri, en þessa bók ritaði ég, Haukur Erlendsson, eftir þeirri bók, sem ritað hafði herra Sturla lögmaður, hinn fróðasti maður, og eftir þeirri bók annarri, er ritað hafði Styrmir hinn fróði, og hafði ég þar úr hvorri sem framar greindi." Þetta er einstæð heimild um ritun Land- námu. Um Kolskegg vitra er ekkert vitað umfram það sem segir í Landnámabókum, en þar er hann sagður Ásbjarnarson og borinn fyrir stuttorðum frásögnum um land- nám á Austfjörðum. Sá landshluti hefur sjaldan talist til forystusveita, svo að menn hafa væntanlega ekki tekið að skrifa þar um landnám fyrr en þeir voru önnum kafnir við þá iðju í öðrum landshlutum. Samkvæmt ættstuðlum virðist Kolskeggur hafa verið uppi um 1100 og heldur eldri en Ari. Á dögum Hauks, um 1300, hafa menn líklega haft fyrir satt, að Ari fróði og Kolskeggur vitri hafi verið brautryðjendur í ritun Land- námu, en þess sjást engin merki að Haukur hafi haft Landnámabók þeirra fyrir sér, þegar hann vann að riti sínu. SprottinAf Ættarmetnaði Landnáma er mikið rit og hlaðið slíkri frumorku að menn karpa um merkingu þess og gildi enn í dag. Sögnin að nema merkir að slá eign sinni á, sbr. eignamám og fjámám. Samstofna er nehmen á þýsku, sem merkir að taka, en náma á íslensku er staður, þar sem hægt er að taka mikið af einhverju eftirsóknarverðu efni. Landnám er m.a. sú athöfn að slá eign sinni á land, sem enginn á. Það merkir einnig tímann, þegar Island var numið, og svæðið, sem landnámsmaður helgaði sér, sbr. landnám Ingólfs. Ari fróði bókfesti orðið landnámsmaður Ljóst er að Landnama hefur verið til á 13. og 14. öld í a.m.k. fjórum gerðum: Styrmisbók, Sturlubók, Melabók og Hauksbók. Aðeins þrjár síðustu gerðirnar hafa varðveist að meira eða minna leyti til vorra daga EFTIR BJÖRN ÞOR- STEINSSON SAGN- FRÆÐING og landnámamaður í íslendingabók (3. og 4. kap.), og getur þar helsta landnáms- mannsins í hverjum ijórðungi. Þriðji kapítuli bókarinnar sýnir að allmikið hefur verið Qallað um landnám á íslandi áður en hún var rituð, kaflinn er auðsæilega útdráttur úr riti um landnám. landnáma er mikið rit og margslungið. Tilvera hennar virðist sprottin af ættarmetnaði og aldalöngu stríði um jarðeignir, auk annarra hvata. Hún er til í mörgum gerðum. í samsteyputexta frá 17. öld segir að bókarlokum: „Það er margra manna mál, að það sé óskyldur fróðleikur að rita landnám. En vér þykjumst heldur svara kunna útlendum mönnum, þá er þeir bregða oss því, að vér séum komnir af þrælum éða illmennum, ef vér vitum víst vorar kynferðir sannar, svo og þeim mönnum er vita vilja fom fræði eða rekja ættartölur, að taka heldur að upphafi til en höggvast í mitt mál, enda eru svo allar vitrar þjóðir að vita vilja upphaf sinna landsbyggða eða hversu hvergi (sér- hveijir) til hefjast eða kynslóðir." Höfundur þessarar klausu, einhver klerk- lærður maður, hefur heyrt marga hafa á orði, að honum bæri meiri skylda til að rita eitthvað guðskristni til eflingar en hlaupa eftir sögnum um landnám. Áhuga sinn á þessu veraldlega efni réttlætir hann með því að hann sé að afsanna erlendan (norsk- an) óhróður um uppruna íslendinga, setja saman grundvallarrit um ættfræði og fara að dæmi viturra þjóða, sem vilja vita „upp- haf sinna landsbyggða" og hvernig allt á sér upphaf. Þess vegna ræðst hann í það stórvirki að rita Landnámu. Klausan um markmiðin virðist skrifuð snemma á dögum Landnámuritunar, því að svo lítur út að sú iðja sé þá nýtilkomið afþreyingarefni hjá fræðimönnum, sem voru að föndra við að skrifa bókina allt frá dögum Ara fróða, þangað til Haukur lögmaður lagði síðustu hönd á miðaldatexta hennar skömmu eftir 1300. Fræðimenn hófu starfið í tíð Gissurar biskups, sem gerði mönnum að telja fram og greiða skatt af eigum sín- um, en þurrkuðu úr pennanum, þegar jarð- eignir voru orðnar skjalfestar eignir, og réttarríki konungs hafði leyst aflsmunasam- félag goðaveldisins af hólmi með gildum lögbókum. Gamli sáttmáli var frelsisskrá bænda undan lögleysum og áþján goða- valdsins, enda nefndu þeir konunginn Magnús lagabæti, sem afnam goðaveldið og sendi þeim nýjar lögbækur. LOKIÐ VlÐ FRUMGERÐINA FyrirEyðingu Þjórsárdals Vegna orða Hauks lögmanns hafa menn viljað gera Ara að frumhöfundi Landnámu og látið hann taka Kolskegg vitra sér til aðstoðar um landnám í fjarlægu héraði. Landnáma er svo fjölfróð um staðhætti víðs- vegar um land, að óhugsandi er fyrir daga kortagerðar að einn maður hafi samið bók- ina án þess að hafa ferðast um landið árum saman. Þá iðju stundaði Gissur biskup, sem visiteraði landsfjórðung á sumri, en hætti ferðum nyrðra eftir að biskupsstóll var stofnaður á Hólum 1106. Sennilega hefur Ari fróði oft verið í fylgdarliði biskups og getað safnað efni í Landnámu og öðrum fróðleik að vild. Þá hittust menn einnig hvaðanæva af landinu árlega á Þingvelli og gátu borið þar saman bækur sínar um lög, landnám og annað, sem efst var á baugi hverju sinni. Með aðstoð Kolskeggs vitra og annarra fróðra manna hefur Ari eða einhver annar úr hópi biskups líklega lokið við frumgerð Landnámu fyrir 1104 eða eyðingu Þjórsárdals', en þeirra hamfara er hvergi getið í bókinni, þótt þar sé greint frá ýmsum eldgosum. Verið getur að þau tímamörk séu ekki' marktæk, af því að mönnum hafí þótt þau of ný af nálinni, þegar þeir luku við frumgerð ritsins um 1100. Við höfum orð Hauks lögmanns fyrir því, að hin fyrsta Landnáma hafi verið samin af þeim Ara og Kolskeggi. Um þetta efni segir Jón prófessor Helgason: „Hafi þvílíkt verk (þ.e. ritun Frum- Landnámu) verið unnið á dögum Ara er nálega óhugsandi að hann hafi ekki átt þátt í því. Hafi frumkvæðið að því komið frá einum manni eða þröngum hópi, eins og gera verður ráð fyrir, þekkjum við engan sem líklegri væri til þess en einmitt Ari.“ — Verið getur að Gissur biskup hafi verið engu minni áhugamaður um ritun Land- námu en Ari fróði og upphafs Landnámu mun að leita í undirbúningi að gerð tíundar- laganna. Eftir þá Ara og Kolskegg telur Haukur lögmaður næsta Landnámahöfund vera Styrmi fróða. Hann var Kárason prestur og lögsögumaður (1210-14, 1232—35), príor í Viðey 1235 og andaðist 1245. Styrmir var prestur í Reykholti hjá Snorra Sturlusyni um 1230 og trúnaðarmaður hans og vitnar um fólgsnarjarls nafngiftina 1239. Þriðji höfundur Landnámu, að sögn Hauks, var Sturla lögmaður, en hann var Þórðarson (1214—84) og bróðursonur Snorra Sturlusonar. Landnáma hans, Sturlubók, er sæmilega varðveitt í afriti frá 17. öld. Styrmisbók er glötuð, en efni hennar hefur bæði verið notað af höfundi Melabókar, Sturlu, og Hauki Erlendssyni, en bók hans, Hauksbók, er að nokkru varðveitt í frumriti. Melamenn Gera Bragarbót Tvö biöð frá öndverðri 15. öld eru varð- veitt og á þeim er brot af sérstakri Land- námagerð sem kennd er við Mela í Mela- sveit. Um 1300 hefur Melamönnum þótt hlutur sinn rýr í Landnámu, svo að þeir gerðu á henni bragarbót. Þeir, eða líklega Snorri lögmaður Markússon á Melum (d. 1313), hafa tekið Styrmisbók og aukið hana ættliðum og ættartölum og efni úr íslend- inga sögum (Esphælinga sögu og Vatns- dælu). Melabók var til fram á 17. öld, en þá notaði Þórður Jónsson í Hítardal (1609—70) hana við uppskrift á Landnámu, sem hann fékk frá Birni á Skarðsá, Skarðs- árbók, en breytti efnisskipan eftir Melabók, sem er besti fulltrúi fyrir Styrmisbók af varðveittum gerðum Landnámu. Sam- steyputextinn, sem til varð, nefnist Þórðar- bók. Af þessum fróðleik er ljóst að Landnáma hefur verið til á 13. og 14. öld a.m.k. í 4 gerðum: Styrmisbók, Sturlubók, Melabók og Hauksbók. Aðeins þtjár síðustu gerðimar hafa varðveist að meira eða minna leyti til vorra daga, en þær eru að stofni frá því um 1100 og hafa sameiginlegan kjarna, sem sýnir að bókinni hefur verið ætlað frá upp- hafi að fjalla um fyrstu byggð á landinu öllu. Kaflar þeir, sem Kolskeggi eru eignað- ir, eru snubbóttir og minna á landnáms- frásagnir Ara í íslendingabók: „Ketilbjörn Ketilsson, maður norrænn, byggði suður að Mosfelli hinu efra; þaðan eru Mosfellingar komnir." „Þorsteinn kleggi nam fyrstur Húsavík og bjó þar; hans son var Án, er Húsvíkingar eru frá komnir." Annars er Húsvíkinga hvergi getið. Styrmir fróði mun fæddur um 100 árum síðar en Ari fróði. Á þeirri öld sem skildi að þessa fræðaþuli hafa eflaust orðið til nokkrar gerðir af Landnámu, en um tölu þeirra og sundurgerð hafa fræðimenn ekki orðið á eitt sáttir. Hins vegar hefur Land- náma orðið mjög vinsæl bók, sem menn töldu sér heimilt að breyta eftir þörfum og sannfæringu. Nýríkar Ættir Stóðu Að Síðustu Gerðunum Landnáma var full af fyrirheitum um margs konar rit, þegar tímar liðu. Þar var lagður grunnur að ritun íslendinga sagna, sem hefjast flestar á landnámsfrásögnum, sem ýmist eru sóttar í einhverja gerð Land- námu eða ný frásögn er birt um landnám í héraðinu, sem um er íjalað. Yfírleitt þjón- uðu breyttir textar stjómarstefnu ráðandi ætta, þegar þeir voru samdir. Fræðimenn færðu breytingamar síðar inn í nýjar Land- námugerðir án þess að hirða um „sann- fræðina", því að góð, rökrétt frásögn var „sönn“ að þeirra mati, þótt jafnan væri skylt að hafa það heldur, er sannara reynd- ist. „Landnámurannsóknir" hafa verið stund- aðar frá því seint á 11. öld og oft verið fólgnar í örnefnaskýringum, sem fólust einkum í því að lesa mannahöfn út úr nátt- úrunöfnum á dölum, fjöllum og firnindum. Breytingar urðu fáar á þeirri iðju fyrr en Þórhallur Vilmundarson kom fram með náttúrunafnakenningu sínaárið 1966. Síðustu miðaldagerðir Landnámu urðu til á vegum nýríkra ætta, Sturlunga, Mela- manna og Erlendunga, sem þótti eflaust sinn hlutur rýr í eldri gerðum hennar. Snemma á 13. öld gerðust synir Hvamm- Sturlu aðsópsmestir höfðingjar í landinu og komu fram með storkandi bókmenntir eins og Eglu og síðar nýja gerð af Landnámu, Sturlubók. Þar eru landnám stækkuð í hér- uðum Sturlunga og aukið við ættartölur. Bókin hefst á frásögnum um Thule og papa, uns ísland fannst og byggðist af Noregi, getið er um Naddodd, Garðar og Flóka og loks Ingólf landnámsmann, í stað þess að hefjast á Sunniendingafjórðungi eins og Styrmisbók; auk þess er þar sótt efni í 20 íslendinga sögur. Hekla séð úr ÞjórsArdal. Hér eyddist byggð 1104 í Heklugosi, en Landnáma getur ekki um þær náttúruhamfarir, svo ætla má, að frumgerð Landnámu sé lokið fyrir þann tíma.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.