Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1986, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1986, Blaðsíða 4
/ uppha.fi starfsárs bjá Leikfélagi Akureyrar (Jólaævintýri). Er listmenning óþörf utan Reykj avíkur ? Margt er gert í Reykjavík, sem landsmenn kosta allir jafnt og á að heita fyrir landið allt, en íbúar dreifðu byggðanna geta engan veginn notið. Núna á tímum rafeindamiðlanna einangrast stór hluti íslenzkrar menningar innan Elliðaáa í Reykjavík. Eru þetta framfarir. Eða eru hér slík nátttröll að þau færi sér ekki framfarimar í nyt? EFTIR SIGNÝJU PÁLSDÓTTUR ini þínum/ver þú aldregi/fyrri að flaumslitum, segir í Loddfáfnismálum Hávamála. Orðið flaumslit fól í sér að höggvið væri á þau bönd, sem bundu vini saman. Þótti slíkt ávallt hinn versti atburður sem komið gat fyrir góða menn, enda verða slík bönd aldrei hnýtt saman aftur. I þessum fornu bókmenntum er okkur þannig ráðlagt að verða aldrei fyrri til að slíta vináttu við góðan vin. Öll þekkjum við fóstbræðralagið, eitt innilegasta vináttusamband, sem tíðkaðist til foma. Fóstbræður áttu allt til helminga ef um tvo var að ræða, en annars að jöfnum hlut, ef fleiri voru. Þeir skildu aldrei skilja nema með samþykki beggja. Vináttuslit fóstbræðra gátu þó til dæmis orðið, ef annar þeirra vildi fara í mannjöfnuð, líkt og þegar Þorgeir Hávarsson stakk upp á því við vin sinn Þormóð Kolbrúnarskáld að þeir reyndu með sér. Þormóður brást þannig við að hann sieit vináttunni, þó Þorgeir vildi draga í land. „í hug kom þér, meðan þú mæltir, og munum við skilja félagið," sagði Þormóð- ur þá. Það var honum nóg. Mannjöfnuður milli byggðarlaga og þá einkum Reykjavíkur og „hins íslandsins" gengur langt á köflum. Þykir okkur Iands- byggðarmönnum oft auðmýkjandi hvemig borgarbúar klappa okkur á kollinn, ef þeim virðist við vera með einhveija tilburði í átt til menningar. En öll geturn við lært hvert aföðru. Það gæti verið nærtækt að álíta í fljót- heitum, að stjómvöld hérlendis stunduðu mjog meðvitaða menningarstefnu og hefðn allt fmmkvæði, af ýmsum auknum styrkjum ríkis og bæjarfélaga til menningar utan höfuðborgarsvæðisins að dæma. En það er hins vegar sönnu nær að flest menningar- starfsemi landsbyggðarinnar sé orðin til fyrir fmmkvæði einstaklinga á viðkomandi stöðum og að ekki hafi fengist opinberir styrkir fyrr en fæðingarhríðimar vom af- staðnar og starfsemin búin að sanna gildi sitt. Til að bregða ljósi á þetta vil ég taka dæmi úr sterkasta byggðarkjama utan höfuðborgarsvæðisins. A Akureyri er eink- um um þrjár listastofnanir að ræða og ætla ég aðeins að rekja tilurð þeirra og þróun hér á eftir. Þær em Myndlistarskólinn á Akureyri, Tónlistarskólinn á Akureyri og Leikfélag Akureyrar. Á undanfömum fjómm ámm hef ég í starfi mínu sem leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar stundum fengið bréf utan úr heimi og utanáskriftin hljóðað í þessa vem: Mr. Signý Pálsdóttir, Artistic Director of the National Theatre, Akureyri. Sendendur bréfanna virðast ekki aðeins ganga að því vísu að „stjórinn" sé karlmaður, heldur líka að eina atvinnuleikhúsið utan höfuðborgar- svæðisins hljóti að vera útibú frá Þjóðleik- húsi íslendinga og njóti þar með sjálfkrafa þeirrar tækni, mannafla og fjármuna sem eitt þjóðleikhús hefur yfir að ráða. Ekki síst em Norðurlandabúar vanir þess konar fyrir- komulagi. Sumum hérlendis þætti kannski ekki ónýtt að vera „öruggir" á ríkisjötunni í listsköpun sinni, en ætli það sé í raun æskilegra að menningunni utan höfuðborg- arsvæðisins væri miðstýrt í einu og öllu? Hvað yrði þá um söguna og sérkennin, áhug- ann og samkenndina, sem oft em svo yfir- gnæfandi úti á landinu? Því miður er reyndin hins vegar æði oft sú, að hæfir og vaxandi listamenn úr öllum greinum flykkjast úr sínum heimahögum, þegar þeir finna ekki kröftum viðnám heima. En það vill kannski gleymast að búið er að mennta þetta fólk með fyrirhöfn og metnaði bæði heima og heiman. Og við viljum gjaman sjá fram á þann dag að listir sem önnur mennig geti dafnað fullgild á heimaslóðum listamanns- ins. Það er ástæðulaust að leggja árar í bát, þótt „ríkið" komi ekki þarna umsvifalaust til skjalanna. Dæmi nokkurra aðila, hvers í sínu lagi, frá þjóðhátíðarárinu, ætti að sanna þetta. Árið 1974 virðist nefnilega marka nokkur tímamót í sögu listastofnana á Akureyri. Það ár var Myndlistarskólinn endurreistur, Leikfélag Akureyrar gerðist atvinnuleikhús og Jón Hlöðver Áskelsson tók við stjórn Tónlistarskólans eftir 24 ára farsæla stjórn- un Jakobs Tryggvasonar. Myndlistarskólinn á AKUREYRI Árið 1973 stofnaði Myndlistarfélag Akur- eyrar myndlistarskóla, Myndsmiðjuna, sem Guðmundur Ármann veitti forstöðu í byijun. Ári seinna ákvað þó stjóm Myndlistarfélags- ins að leggja skólann niður og fór þess á leit við Akureyrarbæ, að hann tæki við rekstri skólans, en því var synjað. Þá ákváðu myndlistarmennimir Helgi Vilberg, núverandi skólastjóri, og Aðalsteinn Vestmann, málari, að stofna Myndlistarskól- ann á Akureyri og halda starfinu áfram. Smástyrkur fékkst frá bæjarfélaginu í byij- un, rétt fyrir húsaleigu og hita. En þegar skólinn fór að sanna ágæti sitt stóð ekki á bæjarfélaginu. í byijun var alls ekki veittur nokkur ríkisstyrkur, en nú greiðir Akur- eyrarbær 50% af rekstri skólans, ríkið 35% 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.