Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1986, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1986, Blaðsíða 7
mikið' undan langvarandi löngunum verða undrandi þegar þeim er ráðlagt að skrá hjá sér löngunarfríu tímabilin því að þau eru mun fleiri og lengri en löngunartímabil- in, jafnvel í verstu kveisunum. A að ákveða að hætta fyrir lífstíð eða taka hvem dag fyrir sig? Það er algerlega einstakingsbundið hvað hentar hverjum og einum í þessu tilliti. Sumir vilja ákveða strax að hætta að reykja fyir lífstíð og reynslan hefur sýnt að slíkum einstaklingum vegnar að jafnaði betur en þeim sem taka hvem dag fyrir sig. Hins vegar er það að hætta að reykja nánast eins og ástvinamissir fyrir suma og erfitt að horfast í augu við þá staðreynd að yfir- gefa „vin“ sinn að eilífu. Slíkir einstaklingar ættu að setja sér einhver mörk, helst þó meira en dag í einu, byrja t.d. á viku og ef það gengur þá að hafa næsta reyklausa tímabil tvær vikur, eða enn lengri tíma. Sumir ákveða t.d. að byija aftur á elliheimil- inu. NOKKURHEILRÆÐI • Safnið „bjakki" í krukku: Áður en þið hættið skuluð þig safna stubbum og ösku í gegnsæja krukku (t.d. sultukmkku). Hafið kmkkuna því sem næst fulla og bleytið lítil- lega í góðgætinu. Þegar löngunin sækir á getið þið skrúfað lokið af krúsinni og lyktað. Þá finnið þið hvemig þið lyktuðuð sjálf áður en þið hættuð að reykja. • Skiptið um tóbakstegund: Á meðan þið emð að búa ykkur undir að hætta er ráðlegt að skipta um tóbakstegund. Veljið ykkur tóbakstegund sem ykkur þykir vond. Farið t.d. úr sígarettum yfir í pípu og veljið þá það tóbak sem þið hafið mesta óbeit á. Ef ykkur fínnst allt tóbak gott, veljið þá a.m.k. það sem ykkur þykir síst. Munið að þið ætlið að hætta að reykja. • Jákvætt sjálfstal: Mikilvægt er að leggja stund á jákvætt sjálfstal. í hvert skipti sem ykkur dettur eitthvað neikvætt í hug varðandi þá ákvörðun ykkur að hætta að reykja skuluð þið skrifa andstæðu þess á blað. Ef þið hugsið t.d. eitthvað á þessa leið: „Þetta verður alltof erfítt, ég held ég geti aldrei hætt að reykja," þá skrifíð þið upp setninguna: „Þetta verður ekkert mál, það verður gaman að takast á við að hætta að reykja." • Sjálfráður svefn: Áður en þið farið að sofa á kvöldin getur verið gott að þylja upp listann með jákvæða sjálfstalinu og rifja upp ástæðumar sem lágu því til gmndvallar að þú ákvaðst að hætta að reylga (skrá 1). Látið heilann síðan um það að gleypa þetta í minni ykkar á meðan þið sofið. Lokaorð. Reynið að verða ykkur út um sem mest af efni um skaðsemi reykinga. Sitthvað má fá á heilsugæslustöðvum um land allt, og hjá Krabbameinsfélaginu að Skógarhlíð 8, Reykjavík. Bæklingurinn „Ekki fóm heldur frelsun" sem Krabbameinsfélagið gefur út, hefur og reynst mörgum vel í baráttunni gegn eigin reykingum. Efþið fallið þá er eina ráðið að byrja upp á nýtt og hlýða út í ystu æsar þeim ráðum sem hér hafa verið gefin. Gangi ykkur vel. Ásgeir R. Helgason er fræðslufulltrúi Krabbameins- félagsins. vikur. í verstu tilvikum svefnleysis getur reynst nauðsynlegt að fara á stuttan svefn- lyflakúr í samráði við lækni. Reynið þó að forðast það í lengstu lög og drekkið frekar flóaða mjólk og hunang fyrir svefninn. 9 Er hægt að stytta tímabil fráhvarfs- einkenna? Þó að engin leið sé til að fyrirbyggja með vissu að fráhvarfseinkenna verði vart, er hægt að stytta það tímabil sem fráhvarfsein- kennin standa yfír um allt að helming. Ráðið er matarlaus vökvakúr í 24 til 48 tíma. Drekkið eins mikið af hreinum ávaxtasafa og þið getið í ykkur látið og reynið að hafa hann fjölbreyttan. Einnig er gott að drekka jurtaseyði og að sjálfsögðu eins mikið af blávatni og þið viljið. Sjálfsagt er að borða t.d. magnamfn á meðan á kúmum stendur. Farið á kúrinn um leið og fráhvarfseinkenna verður vart en verið alls ekki lengur en 48 tíma í senn á þessum kúr. • Fráhvarfsþunglyndi Sú tilfínning að lífíð sé ekki lengur þess virði að lifa því, ekkert gaman að borða góðan mat lengur, ekkert gaman að setjast niður og spjalla og annað í þeim dúr, er nokkuð algengur fylgifiskur þess að hætta að reykja. Þessi tilfínning hverfur yfírleitt á nokkmm dögum en tengist löngunarkveis- um og getur því komið upp á yfirborðið aftur síðar. Hins vegar ber að hafa það í huga að við göngum öll gegnum þunglyndis- tímabil með jöftiu millibili og því erfitt að segja hvað er orsök og hvað er afleiðing. Þannig er mun líklegra að þann sem hættir að reykja langi í reyk þegar hann (hún) er í þunglyndi, frekar en að sú staðreynd að hann (hún) sé hættur að reykja framkalli þunglyndi þó að slíkt sé vissulega mögulegt á fyrstu dögum og vikum reykleysis. Mundu að þó að þér fínnist í augnablikinu að það sé ekkert gaman að lifa lengur vegna þess að þú getur ekki reykt þá er aðeins um tíma- bilsástand að ræða. Fáeinir dagar eða vikur í erfíði og þunglyndi er lítið gjald að greiða fyrir lengra líf mælanlegt í ámm eða jafnvel áratugum og stórminnkaðar líkur á lang- vinnri vanheilsu síðari hluta ævinnar. Hvað er löngunarkveisa? Með orðinu löngunarkveisa er átt við tímabil þar sem margar og sterkar langanir í reyk skjóta upp kollinum. Hver löngunar- kveisa er því samsett úr mörgum aðskildum löngunum sem koma með jöfnu millibili. Tímabilið milli langana er kallað löngunar- frítt tímabil og tíminn sem hver löngun stendur yfír er kallað tímabil hverrar löng- unar. • Hvenær hverfur löngunin alveg? Flestir sem hætta að reykja segja að maður losni aldrei fullkomlega við löngun í reyk. Það þýðir þó ekki að iöngunin sé stöðug og varanleg heldur að löngunarkveis- ur geti skollið á hvenær sem er undir vissum kringumstæðum. Það sem hefur áhrif á það hvort löngunarkveisur geri vart við sig er eftirfarandi: Eitthvað í umhverfínu sem áður hefur tengst reykingum viðkomandi sterk- um böndum. Sálarástand þess sem í hlut á. Ein tegund reykingamanna er í sérstakri hættu hvað varðar löngunarkveisur. Það eru þeir sem seilast í tóbakið hveiju sinni sem eitthvað bjátar á og einhver spenna er í kringum þá. Slíkir einstaklingar eiga oft auðvelt með að hætta þegar allt leikur í lyndi, en um leið og einhverjir erfíðleikar skjóta upp kollinum þá fellur þetta fólk oft mjög auðveldlega. Slíkir einstaklingar verða því að vera vel á varðbergi og muna að fyrsta erfiðleikatímbilið er erfiðast og standi menn það af sér eru horfumar á reyklausri framtíð mjög góðar. Segja má með nokkrum sanni að best sé fyrir þessa tegund reykinga- manna að hætta þegar allt er í hnút því þá taka menn út erfiðasta tímabilið strax í upphafi. Þetta verður þó hver og einn að gera upp við sig. Það skal tekið fram að u.þ.b. nfutíu af hundraði (þ.e. 90%) þeirra sem eiga mjög erfítt með að hætta að reykja til frambúðar eru fþessum hópi. 9 Eru allar löngunarkveisur jafn erfið- ar? Nei, fyrstu kveisumar em að öllu jöfnu þær erfíðustu og standa lengst. Þannig getur fyrsta alvarlega löngunarkveisan komið t.d. viku eftir að hætt er og staðið allt að 10 daga. Tímabil hverrar löngunar í fyrstu alvarlegu kveisunni er mislangt en styttist er frá líður og löngunarfríu tímabilin verða lengri. Þó að slíkar kveisur geti komið aftur síðar, t.d. þegar utanaðkomandi erfíð- leikar steðja að eða eðlilegt þunglyndi sækir að mönnum, er regian sú að tímabil hverrar löngunar dregst jafnt og þétt saman og er komið úr nokkmm mínútum niður í nokkrar sekúndur innan þriggja mánaða. Þannig getur fjöldi langana í kveisu sem kemur t.d. fimm mánuðum eftir að hætt er, verið allt að því sá sami og í fyrstu erfiðu kveis- unni, en tímabil hverrar löngunar er hins vegar að jafnaði mun styttra eða nokkrar sekúndur í stað mínútna áður og kveisan stendur að jafnaði skemur. Reyndu að hugsa meira um löngunarfríu tímabilin en kveisumar. Flestir sem kvarta allir menn séu í eðli sínu lista- menn. Ég vil gera þá síðamefndu að minni. Því ég neita að trúa að Maðurinn heiti Neandertal að eftimafni heldur sé hans raun- veralega nafn Hómó Artistikus. Við getum líklega öll skrifað undir að það sé stundum vandlifað, og það er sannarlega hreinasta list að gera það vel — og ég iield að allir vilji gera það vel; sumum tekst það, öðmm ekki einsog gengur; sumir em eðli sínu trúir aðrir ekki. En það kemur afturá- móti fyrir aftur og aftur, hvar sem er og hvenær að hið ægilega skrímsli Ytri Aðstæður kastar sér yfír óviðbúin og varnarlaus fórn- arlömb sín og tætir þau í sig, sýgur merg og bryður bein. Og þá er ekkert um það að ræða að vera trúr þessu eðlinu eða hinu; maður hefur nóg með að halda Myndin er eftirJón Engilberts og hér er hinn beygði maður kreppunnar. En hún gætieins átt við margan þann nú á dögum, sem hefur verið að koma sér upp þaki yfir höfuðið ogsérframá nauðungaruppboð. lífi. Heyrði ég einhvem spyija „hveijar em svo þessar Ytri Að- stæður góurinn?" Og ég svara: Það em til dæmis þær aðstæður sem neyða sannan lífslistamann til að afneita eðli sínu og steypa sér með höfuð á undan útí eitthvað sem er honum algjörlega fram- andi ókunnugt flandsamlegt: Brauð-STRITIÐ. og það er strit þegar þarf að leggja svo hart að sér til að lenda ekki á vergang að allt — bókstaflega allt — annað verður að víkja; margir em að vísu komnir á vergang í nýjum skilrt- ingi þess orðs — þeim er skammt- að lífsviðurværi; þetta fólk hefur ekki efni á að spyija „hvað fagurt ætla ég að gera í dag" því á því brennur önnur spuming heitar. Verður eitthvað í matinn í dag? Svo em aðrir sem hafa nóg að tyggja og skotsilfur til allra sinna þarfa; einnig þeim er att útí dansinn þar sem þeir mega hringsnúast með hinum og krafan er einsog steinn um hálsinn á þeim: Ég verð að FÁ! Þetta er blákaldur vemleikinn á þessu bláa og kalda landi. Hver er hún svo þessi dularfulla skepna nútímamaðurinn? Ja, það liggur kannski nokkuð beint við að álykta sem svo af stærðfræði- legri nákvæmni að þetta fyrir- brigði megi segja upp í einfalda jöfnu: Nútímamaðurinn = fmm- maðurinn + tími; niðurstaðan verður þó e.t.v. ennþá gleggri sé jöfnunni snúið við: Nútímamað- durinn — tími = fmmmaðurinn sem útleggst: Ef nútímamaðurinn er sviftur öllum tíma sínum og látinn þræla myrkranna á milli til að geta fullnægt fmmþörfunum má vel fara að kalla hann Neand- ertal, Kró-Magnon eða Habíl á ný — en það verður síður hægt að kalla hann Hómó Erektus sem þýðir „hinn upprétti maður“ því nútímamaðurinn hefur verið beygður. En em þetta örlög sem þessari undarlegu vem hafa verið sköpuð — eða ástand, umbreytaniegt ástand? Sá maður sem eitt sinn var festur upp á tré fyrir að segja mannskepnuna ekki lifa á brauði einu saman, lét sér ekki nægja að deyja drottni sínum. Hann reis upp. Kjartan Árnason stundar nám i íslensku við Háskóla Islands LES0OK MORGUNBLAÐSINS 31.MAI1986 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.