Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.1984, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.1984, Blaðsíða 3
E I.FgRÉlK @®H@®®®EH®®[I]®® Otgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavlk. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthlas Jo- hannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnar- fulltr.: Glsli Sigurösson. Auglýsingar: Baldvin Jónsson. Ritstjórn: Aöalstræti 6. Slmi 10100. Smábíllinn er sífellt að verða þróaðra farartæki og stundum er hann jafnvel rúmbetri að innan en stórir drekar voru fyrir fáum árum. Hér segir frá reynslu- akstri á Ítalíu á nýjum Fiat Uno SX, sem er íburðarmeiri og kraftmeiri en sá sem áður hefur staðið til boða Forsíðan er af helgimynd, sem nýlega hefur bor- izt til íslands, nefnilega eftirmynd af Svörtu madonnunni, sem er fræg helgi- mynd i Póllandi og mikill þjóðardýr- gripur. Það eru pólsku nunnurnar í Hafnarfirði, sem hafa fengið þessa eft- irmynd og af því tilefni hefur Lesbók hitt nunnurnar að máli. Leyndardómar hins forna Egyptalands halda áfram að koma manni á óvart og Guðmundur Daníelsson heldur áfram að rekja eitthvað af þeim; til dæmis líkþvotta- mönnunum, sem skáru undan ríkis- stjórnarmönnum og seldu galdra- mönnum eða bjuggu til úr þessari af- urð kynorkulyf. Baslarinn býr einsamall og hann getur einnig verið farmari og leggur þá harness á hestana, rípar kroppið og kannski á hann uxateam, póna og cutter. Undarleg íslenzka, enda er þetta vestur-íslenzka og Haraldur Bessason prófessor skrifar um það fyrirbæri. GUTTORMUR J. GUTTORMSSON Winnipeg lcelander Ég fór o’n í Main street meö fimm dala cheque og forty-eight riffil mér kaupti og ride út í country með farmara fékk, svo fresh út í brushin eg hlaupti. En þá sá eg moose, úti’ í marshi það lá, o my, — eina sticku ég brjótti! Þá fór það á gallop, not good anyhow, var gone, þegar loksins ég skjótti. Að repeata aftur eg reyndi’ ekki at all, en ran like a dog heim til Watkins. En þar var þá Nickie með hot alcohol. Ja, hart er að. beata Nick Ottins. Hann startaði singing, sá söngur var queer og soundaði funny, I tell you. Eg ’tendaði meira hans brandy og beer, — you bet, Nick er liberal fellow. Og sick á að tracka hann settist við booze, be sure, að hann Nickie sig staupti. Hann hafði’ ekki lukku í mánuð við moose, af Mathews hann rjúpu því kaupti. — í Winnipeg seg’r ’ann, að talsverðan trick það taki að fíra á rjúpu og sportsmann að gagni að gefa ’enni lick, en God — hún sé stuffið í súpu. Við tókum til Winnipeg trainið — a fly. Nick treataði always so kindly. Hann lofaði mér rjúpuna’ að bera upp í bæ. Ég borgaði fyrir það, mind ye. Svo dressaði Nick hana ’ í dinnerinn sinn og duglega upp 'ana stoppti, bauð Dana McMilIan í dinnerinn inn. „Égdrepti’ ’ana,“ sagði’ ’ann, „á lofti." Guttormur var eitt af fremstu skáldum Vestur-islendinga og bjó I Riverton viö Winnipegvatn. Ljóöið er birt til fróðleiks og Ihugunar þeim, sem vilja láta reka á reiðanum og tunguna þróast án viðnáms — eins og I Vesturheimi. Sjá einnig grein Haraldar Bessasonar um vesturislenzku hér í blaðinu. Máliö og notkun þess Umræður um íslenskt mál hafa verið líflegar síð- ustu mánuði. Margt er gagnrýnt og þingmenn hafa ályktað um nauð- syn gagnaðgerða. Víða hefur verið gripið í taumana. Fréttamenn útvarps og sjónvarps hafa verið sendir á framsagnarnámskeið og fyrirtæki í öðrum greinum hvetja starfsfólk sitt til þess að tileinka sér fallegt mál. Síðast þegar ég kom heim frá útlöndum þótti okkur ferða- félögunum við hæfi að þakka flugfreyjunni hve smekklega hún flutti farþegunum hefðbundnar tilkynningar og hið sama hefðum við gert við flugstjórann hefðum við náð tali af honum. Sá sem notar þann kjörgrip sem tungan er frá degi til dags til að lýsa skoðunum sínum og annarra þarf að huga að mörgu áður en hann festir orðin á blað. Hann hlýtur meðal annars að velta því fyrir sér hvaða skilning menn leggja í hugtök og orð og hvort honum sé í raun fært að koma því til skila sem hann vill með því að nota ákveðin orð. Ekki er brotinn neinn trúnaður þótt skýrt sé frá því að á fundum Öryggismála- nefndar, sem meðal annars hefur það hlut- verk að gefa út ritgerðir um herfræðileg málefni, er jafnan varið nokkrum tíma í umræður um hvaða orð sé best að nota á íslensku um hugtök sem hafa viðurkennda merkingu á erlendum tungum. Nefndin fjallar þó um mál sem eru ofarlega á baugi í almennum fréttum og skipta miklu máli til dæmis þegar gengið er að kjörborðinu. Vígbúnaðarkapphlaupið og tilraunir til að ná samkomulagi um afvopnun setja mik- inn'svip á opinberar umræður en mér er til efs að allir þættir þeirra mála komist til skila vegna þess hve oft er erfitt að orða lýsingar á þeim á íslensku. Öryggismála- nefnd hefur valið þann kost aö birta orða- lista með ritum sínum til að auðvelda les- andanum skilninginn. Lesendur blaða sjá það fljótt hvort sá sem lýsir máli á prenti skilur það sjálfur eða ekki. Þær kröfur eru ekki gerðar til íslenskra blaðamanna að þeir séu sérfræð- ingar í einstökum málaflokkum. En fram hjá þeirri staðreynd komast þeir ekki frek- ar en aðrir að menn geta ekki lýst því fyrir öðrum sem þeir skilja ekki sjálfir. Hitt er jafnframt staðreynd að fréttatilkynningar samdar af sérfræðingum sem þekkja allar hliðar viðfangsefnisins geta verið þannig úr garði gerðar að þær líta út eins og dulmálsskeyti í augum venjulegs lesanda. Unnt er að semja texta á kórréttu máli sem er svo flókinn eða óljós að lesandinn er engu nær um efnið. Þess er ekki að vænta að í almennum fréttum sé einföldum grundvallaratriðum haldið að lesandanum í tíma og ótíma en þó verður að gera þá kröfu til þeirra sem fréttir semja að lesandinn geti skilið þær án þess að hafa eldri fréttir um sama efni eða einhvers konar alfræðisafn við hend- ina. Sömu kröfu verður að gera til þeirra er rita opinberar fréttatilkynningar er varða allan almenning. Þeir verða að var- ast ofnotkun á tækniorðum eða tilvísanir til tæknilegra atriða án þess að þau séu skilgreind með viðunandi hætti. Umræður um stríð og frið og um efna- hagsmál ber einna hæst í fjölmiðlum um þessar mundir. Ég held að einmitt á þess- um sviðum hætti mönnum helst til að setja skoðanir sínar fram með þeim hætti að þær fara fyrir ofan garð og neðan hjá öllum þorra fólks. Oft er þetta gert af ásettu ráði til að rugla almenning í ríminu. Menn slá um sig með orðum eins og „frið- arhreyfingar“ og „kjarnorkuvopnalaus svæði“ og segjast vera að berjast fyrir friði í þeim heimshluta þar sem friður hef- ur ríkt í áratugi og tala um lönd þar sem ekki eru nein kjarnorkuvopn, þegar þeir gera kröfu um „kjarnorkuvopnaleysi". Og sérfræðingar bankanna telja víst að orð eins og „bindiskylda", „endurkaupalán", „afurðalán" og „skuldbreytingarlán" renni jafn ljúflega inn í huga lesenda og orðin „sumar", „vetur", „vor“ og „haust". í útlöndum segja þeir sem þykjast hafa kannað samtíðina best að iðnbyltingin sé gengin um garð og öld upplýsinganna runnin upp, þeim þjóðum muni vegna best sem geti með hagkvæmasta skjótasta hætti fært sér nýja fjarskipta- og tölvu- tækni í nyt. En ekki er nóg að fá upplýs- ingar ef engin not eru af þeim vegna skiln- ingsleysis. Samhliða varðstöðunni um ís- lenska tungu verðum við því að sjá til þess með meiri hraða en áður að hún sé hag- kvæmt og þjált tæki til að koma þeim boð- um á milli manna sem nauðsynleg eru til að þjóðin dragist ekki aftur úr öðrum á sviði þekkingar, tækni og vísinda. BJÖKN bjarnason LESBOK MORGUNBLAÐSINS 16. JONl 1984 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.