Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1983, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1983, Blaðsíða 2
Alnienn- ings- tölvan í 55 ár hefur bandaríska vikublaðið Time skreytt forsíðu sína í ársbyrjun með Manni ársins sem leið, nema fjórum sinnum með hópi manna, sem tákni fjöldahreyfinga, sem verið höfðu atkvæða- miklir á árinu. Time brá nú útaf venju sinni í fyrsta tölublaði ársins 1983 og yfirgaf mannfólkið og valdi ekki mann ársins, heldur vél ársins og það reyndist ekki hægt að eigna smíði vélarinnar nein- um einum manni, og því varð það að ráði, að vélin sjálf trónaði á forsíðunni. Mikill hluti þessa tölu- blaðs var svo lagður undir frásögn af þessari vél, sem talin var meiri áhrifavaldur í mannheiminum en nokkur einstakur maður eða mannfélagshópur á árinu sem gekk um garð. Þessi hin mikla vél ársins, er ný tölvugerð, sem valið hefur verið sameiginlegt heiti á enskunni „The Personal Computer“ eða á íslenzku einka- tölvur, en mætti allt eins heita á okkar máli einu nafni almenningstölvan. Almenningstölvan er þrátt fyrir sameiginlegt heiti á enskunni margrar gerðar, misstór, misdýr og misklár, en allar gerðir hennar greinast glöggt frá risatölvunum, sem verið hafa í gangi og haft mikil áhrif í veröld okkar um aldarfjórðungs skeið en verið of dýrar og fyrirferðarmiklar til að verða almenningseign. Almenningstölvur, það má allt eins nota fleirtöluna, eru almenningi viðráðanlegar bæði til kaupa og geymslu í híbýlum sínum og tölvan er þar með að ryðjast inn á almennings- markað og af því kalla menn að upp sé runnin tölvuöld. er komin með fótinn inn úr gætt- inni — Vél árs- ins — vél framtíðar- innar — Samantekt með innskot- um og hug- leiðingum eftir Ásgeir Jakobsson í greinasafninu í Time velta tölvufróðir menn hlutverki al- menningstölvunnar fyrir sér á ýmsa vegu og tæknilegur fróð- leikur er þannig tilreiddur og svo hæfilega skammtaður, að jafnvel sá sem hér er að verki og ekki hefur til þessa skilið prím- us, fannst hann fá nasasjón af því, hvað um væri að ræða. Þá er og í Time-greinunum gott yf- irlit yfir það, sem þegar er orðið í framleiðslu, sölu og almennum notum þessarar tölvugerðar. Enn er að nefna ýmsar hugleið- ingar um áhrif tölvunnar á manninn og mannlífið. Greinaflokkurinn í Time er þannig notaður í þessari Les- bókargerð, að sumt er þýtt, ann- að endursagt, víða fært til í texta frá því sem er í Time, oft stytt málið og mörgu sleppt, sem ekki þótti ýkja forvitnilegt hérlendingum, en allt þetta varð að gerast, þar sem greinasafnið í Time er lengra mál en Lesbók- arsamantektin, auk þess sem í Lesbókargerðina er blandað ís- lenzkri nátturugreind frá ára- bátatímanum. Time-verjar eru hinir vísustu menn, en íslenzk náttúrugreind vill samt hafa sitt að segja, þótt hún sé ekki nema svipur hjá sjón hjá því sem var, áður en íslenzk hámenning lagði hana undir sig. Náttúrugreindin er öll innan hornklofa eða sviga til að- greiningar frá hugleiðingum Time-verja. Allt annaö efni en það, sem er innan hornklofa eða sviga er sótt í Time-blaðið, 3. jan. 1983. Rétt er að benda þeim á sem vilja komast til botns í tölvu- tækninni, að til er á íslensku bókin Tölvur að starfí. John O.E. Clark, Páll Theodórsson þýddi en AB gaf út. Einnig gefa tölvu- 2 Stóra spurningin er: Mun tölvan heimska manninn, þegar hann þarf sífellt minna og minna að nota höfuðið og getur treyst þessari frábæru vél sinni? umboð út ítarlega bæklinga með sinni tölvugerð. Þar sem íslensk framleiðsla á jafnan að hafa forgang, sé þess nokkur kostur, þá fær íslenzk náttúrugreind orðið fyrst. Mun tölvan heimska manninn? [Endur fyrir löngu týndi mað- urinn sjálfum sér einhvers stað- ar á leið sinni og er síðan í stöð- ugri leit. Hann vildi gjarnan geta rakið spor sín til baka til móður jarðar, en er kominn of langt inn í eigin heim til þess að geta það. Maðurinn réðist nefnilega í það vafasama fyrirtæki að búa til sinn eigin heim, ef hann kynni að finna sjálfan sig í þeim heimi, sem hann hefði sjálfur skapað. Nú er honum ekkert far- ið að lítast á þessa heimsbygg- ingu sína — hann kemur engu sköpulagi á hana og sér ekki betur en hún sé að verða alger óskapnaður og stendur nú ráð- villtur í þessu ófullgerða hrófa- tildri sínu, dauðhræddur um að það hrynji einn daginn ofan yfir sig. Byggingin er farin að riða ískyggilega á grunninum. Maðurinn heldur þó áfram að smíða sér vélar til að byggja með þvíað hann vill hraða bygg- ingunni sem mest öfugt við guð, sem gaf sérgóðan tíma, en nú er hver ný vél farin að valda hon- um allt eins mikilli skelfingu sem fagnaði. Hann veit ekki orð- ið hyort hin nýja vél muni styrkja bygginguna eða velta henni. Auk þess er önnur hugsun farin að sækja á manninn. Hann er sem sé farinn að óttast, að þetta vélastúss hans endi með því að hann og vélin verði eitt. Hann smíði loks svo fullkomna vél að hún gleypi hann sjálfan og hann samlagist henni. Þetta væri náttúrlega Iausn út af fyrir sig; leit mannsins að sjálfum sér væri þar með lokið, en það þarf mikinn véladýrkanda til að gleðjast yfir þeirri lausn. Þegar menn ræða um nýjustu vélina og fullkomnustu, sem maðurinn hefur smíðað, tölv- una, þá velta menn fyrir sér þessum tveimur ógnvekjandi spurningum: Missum við stjórn á tölvunni og hún veltir þá allri heimsbyggingu okkar, eða er hún upphaf þeirrar þróunar að maðurinn og vélin verði eitt. Síðari spurningin tilheyrir náttúrlega óraframtíð og menn velta henni fyrir sér fremur sem spennandi hrollvekju en nær- tækum möguleika. Hins vegar er það eflaust, að tölvan á eftir að verða miklu fullkomnari en hún er nú og þá hljótum við að spyrja sjálf okkur í hljóði, hvað þarf hún að verða miklu full- komnari til þess að fara að stjórna sjálf og hver verður þá hlutur mannsins? Fyrri spurningin er nærtæk og við verðum reyndar að svara henni á stundinni, og við höfum svarið á valdi okkar. Tölvan er enn undir okkar stjórn og því er það undir okkur sjálfum komið hvort hún styrkir heimsbygg- ingu okkar eða veltir henni. En það er á lofti þriðja spurningin, sem felur í sér hinar tvær: Heimskar tölvan manninn eða vitkar hún hann ? Það er þessari almennu spurningu, sem þeir velta fyrir sér í Time án þess að hugleiða hvar það endar, ef tölvan heimskar manninn. Þeir reyna ekki að ímynda sér neitt um til hvers sú þróun muni leiða um síðir, heldur aðeins spyrja, hvort heldur verði að maðurinn heimskist eða vitkist. „Þegar maðurinn fer að treysta á tölv- una til að vinna verk, sem hann áður vann með höfðinu, hvað gerist þá í höfði hans? (And as

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.