Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1983, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1983, Blaðsíða 8
Matargerð er tómstundagaman Guðmundar og hann er listakokkur og á 500 matreiðslubækur. En hann mailar fleira en stendur í bókunum: „Ég bý líka til skyr, ábrysti, iundabagga og rúllupylsu." Frank Lloyd Wright réð því að ég ílentist hér vestra — segir Guðmundur Marteinsson arkitekt, lífskúnstner og fyrrum leyniþjónustumaður frá Stykkishólmi 8 Þegar okkur bar að garði hjá Guðmundi Marteinssyni Snæ- feilingi, arkitekt og lffslista- manni í Tucson í Arisona, lagði að okkur dásamlegan matarilm. Guðmundur bauð okkur inn og var fyrr en varði horfinn inn í eldhús. Þetta kom okkur engan veginn á óvart. Við fréttum nefnilega fyrst af Guðmundi vegna matargerðar. Þegar vin- kona okkar, íslensk, búsett hér vestra, heyrði að við værum á ieið til Tucson, sagði hún að við yrðum að hafa upp á Guðmundi. Henni hafði fyrir tilviljun borist blaðaviðtal við Guðmund í hend- ur, þar sem harm var að kenna Tucson-búum að brúna kartöfl- ur' og steikja lambalæri á ís- lenska vísu. Þegar við settumst að krás- unum, sem voru mexíkanskar í þetta sinn, í hlýlegri stofu þeirra hjóna, hafði María kona Guðmundar, sem ættuð er frá Illinois, orð á því að hana hefði aldrei í sínum villtustu draum- um dreymt að hún ætti eftir að giftast íslendingi. „Þegar ég var stelpa, talaði ég uppúr svefni mál sem enginn skildi. Mamma stríddi mér á því seinna meir að það hlyti að hafa verið íslenska." „Ég var lengi á báðum áttum um hvort ég ætti að giftast manni frá fjarlægri smáeyju í Atlantshafinu. Það gerði útslag- íð þegar hann lofaði mér, að þótt hjónaband okkar gæti orðið stormasamt, þá ætlaði hann að sjá fyrir því að það yrði aldrei leiðinlegt. Hann hefur svo sann- arlega staðið við það.“ Hver er svo maðurinn Guð- mundur Marteinsson, sem tekist hefur að forða konu sinni frá leiðindum í tæp þrjátíu ár? Guðmundur er fæddur og uppalinn í Stykkishólmi, sonur hjónanna Önnu Björnsdóttur og Marteins Lárussonar, búðar- manns. Ég þurfti að fara nokkrar krókaleiðir til að komast að aldri Guðmundar. Aðspurður er hann 31 árs. „Það er algjör fjar- stæða að mæla aldur manna eft- ir því hvað líkaminn er gamall," sagði Guðmundur, þegar María reyndi að fá hann til að vera kurteis og svara gestunum skýrt og skilmerkilega. „Það er andinn einn sem skiptir máli og minn hefur ekki elst agnarögn síðan ég var 31 árs.“ Þegar Guðmund- ur brá sér fram í eldhús til að ná í ábæti, læddist ég í bókina „Men of Accomplishment" og þar sá ég að hann var fæddur 1925. „Þegar ég var 14 ára hélt ég til Reykjavíkur í framaleit; ætlaði að komast í læri hjá bygginga- meistara. En kreppan var þá ekki búin og lítið sem ekkert byggt svo ég fékk mér vinnu hjá manni, sem smíðaði skíði og búsáhöld. Svo kom stríðið og hernámið og allt breyttist. Ég komst á samning hjá bygg- ingameistara, settist í Iðnskól- ann á kvöldin og vann sem túlk- ur fyrir herinn í frítímum. Þar kynntist ég bandarískum liðs- foringja, miklum öðlingsmanni og með aðstoð hans komst ég í nám í arkitektúr við Minne- sota-háskóla. Ég hélt til Banda- ríkjanna haustið 1944 og hef bú- ið hér allar götur síðan.“ Sungið í útvarp Við sátum langt fram eftir | kvöldi, gæddum okkur á krás- i um og hlustuðum á Guðmund segja frá ferli sínum hér vest- ] ra, sem hefur verið æði litríkur á köflum, jafnvel ævintýra- legur, — ótrúlegt samspil til- viljana og láns. „Þegar ég var í Minnesota sá ég auglýsingu um kennslu á „Hawaii-gítar" frá The Hawaii- an Conservatory of Music. Mér hafði alltaf þótt það skemmti- legt hljóðfæri og ákvað að slá til. „The Hawaiian Conservatory of Music“ reyndist vera eitt herbergi heima hjá konu frá Hawaii, en hún var góður kenn- ari og um vorið var nemendum hennar boðið að koma og spila í útvarpsstöð í Minneapolis. Ég var mikið í vestratónlist á þeim árum og ákvað að syngja og spila nokkra söngva. Það var undarleg samsuða það. Hawaii- gítar, kúrekasöngvar og íslensk- ur framburður. En viti menn, söngur minn gerði alveg storm- andi lukku. Aðdáendabréfin streymdu inn og í hálft ár var ég með þátt á laugardögum. Fékk hvorki meira né minna en 25 dali fyrir hvern þátt sem var góður skildingur í þá daga. Þeir komu sér líka vel því náms- styrkurinn var útrunninn." Þetta var ekki í síðasta sinn sem verk Guðmundar vöktu óvænta athygli. Vorið 1948 var haldinn sýning á verkum nem- enda í arkitektúr við Minne- sota-háskólann. Frank Lloyd Wright, einn virtasti arkitekt Bandaríkjanna fyrr og síðar, átti leið um Minneapolis á þeim tíma og leit við á sýning- unni. Hann varð yfír sig hrifínn af verkum Guðmundar og lét samstundis senda eftir honum. „Ég var heima þegar skólafé- laga minn bar að garði með önd- ina í hálsinum og stamaði upp úr sér að meistarinn sjálfur vildi tala við mig. Ég fór upp í skóla og hann bauð mér vinnu um leið og þrem vikum síðar var ég kominn til Spring Green í Wisconsin, en þar hafði Frank sumarskrifstofu. Á veturna vor- um við í Phoenix í Arisona. Vetrarkuldar voru honum ekki að skapi fremur en mér. „Vitið þið að þegar ég var heima sumarið 1970, þá skal ég allan tímann" — og það fór hrollur um Guðmund við til- hugsunina. „Ég get ekki hugsað mér að búa annars staðar en í hitanum í Tucson. En hvað um það — við vorum að tala um Frank Lloyd Wright. Hann var alveg stórkostlegur maður. Við náðum vel saman og vorum góð- ir vinir. En hann átti sér marga óvini og öfundarmenn. Þeir gerðu lítið úr hugmyndum hans og uppfinningum en notuðu þær síðan í eigin verkum. Frank var mjög hugmyndaríkur maður. Hann átti t.d. hugmyndina að því að búa til múrsteina úr steinsteypu. Menn gerðu óspart

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.