Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1982, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1982, Blaðsíða 8
JNÆyndir Edvarðs Sigurgeirs- sonar frá ferðalögum á hreindýra- slóðir Edvarð mundar Leica-vélina í einni ferðinni. Hreintarfar á beit. Myndin að neðan: Leiðangursmenn á Brú: HREINDÝRIN nÍttúruprý Hvers vegna flutti enginn landnámsmaður á íslandi með sér hreindýr frá heim- kynnum sínum í Noregi þeg- ar hann hugðist setjast hér að, á öldum áður? Stórgripir voru þó með í farteskinu. Einhverjum þeirra hlýtur að hafa verið kunnugt um hreindýrabúskap á norðlæg- um slóðum og ekki hefur bithaginn upp til heiða verið lélegri hér á landi þá en nú. Sennilega þekkja þó fróðir menn eðlilegar skýringar á þessu, þótt leikmaður komi ekki auga á þær í fljótu bragði. En hvað um það. Hreindýr voru fyrst flutt til íslands seint á 18. öld frá Noregi og hreindýrastofninn sem nú lifir á Islandi er talinn kom- inn af dýrum sem hingað voru send frá Finnmörku ár- ið 1787 til Austurlands og skyldi vera búhnykkur fyrir bændastéttina. Það voru alls 30 kýr og 5 tarfar. Um tíma voru hreindýr einnig á Reykjanesskaga og í Þingeyjarsýslu, en þar dóu þau út á þriðja og fjórða ára- tug þessarar aldar. Einu heimkynni hreindýra nú hér á landi eru á Austurlandi eða eins og segir í grein Skarp- héðins Þórissonar í riti „Landverndar“ um villt spendýr á Islandi er út kom 1980, eru útbreiðslumörk dýranna við Hornafjarð- arfljót að sunnan, í vestri Jökulsá á Fjöllum og Haugs- öræfi að norðan. Allt frá síðustu aldamót- um voru menn farnir að hafa áhyggjur af viðgangi stofns- ins, en það var ekki fyrr en árið 1939 að viðskiptamála- ráðuneytið veitti þeim Helga Valtýssyni, rithöfundi, sem hafði lengi barist fyrir málstað hreindýra í ræðu og riti, og Edvarð Sigurgeirs- syni, ljósmyndara á Akur- eyri, styrk til að ferðast á hreindýraslóðir og kanna hvernig högum þeirra væri háttað. í fylgd með þeim var Frið- rik Stefánsson, bóndi á Hóli í Fljótsdal, en hann hafði þá verið skipaður sérstakur eft- irlitsmaður með hreindýrun- um. Ferðast var auðvitað eingöngu á hestum, þar sem ekki var farið á tveim jafn- fljótum. Þeir félagar Helgi og Edvarð fóru síðan fjórar ferðir alis — næstu ferð vor- ið 1943 í Kringilsárranna og aftur um haustið, en síðustu ferðina 1944. Með þeim

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.