Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1982, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1982, Blaðsíða 7
I hvert skipti sem hún gengur framhjá símanum, lítur hún á hann rétt sem snöggvast. Heyrnartólið er á sínum stað, enginn tekiö tengilinn úr sambandi. Hún lítur á klukkuna. Fleygir sér í sóff- ann, stingur fótunum ofan í ullarábreið- una, lítur á knén, horfir á þau á víxl. Milli læranna kemur hún auga á móður sína meö kaffibollann og vínarbrauöið. Mamma hennar er alltaf að fá sér eitt- hvaö, kökur, brauðsneiöar, miðdagsleif- ar. Hún tyggur vínarbrauö og lítur út um gluggann, ávalt er hún að þurrka brauðmola úr munnvikunum og týna upp agnir af dúknum. Tone þrýstir hendinni á magann, henni líður illa í honum. Lærvöðvarnir eru stífir og harðir. Þrír dagar síðan, og síminn hringir ekki. Hún losar um hnappinn og dregur rennilásinn hálfa leiö niöur á apaskinnsbuxunum, reynir að anda rólegar. — Hefurðu ekkert að gera, segir móðirin. Tone heyrir aö hún sýgur upp í munnvikiö. — Þarftu ekki að lesa? Þú ættir að þvo gluggann í herberginu þínu. Og þvo nærföt. Þú ert svo stór að þú ættir að þvo nærfötin þín sjálf. Tone horfir á neglur sínar, sú stærsta er brotin. Móðir hennar masar í sífellu um nærfötin, að Tone eigi að þvo þau sjálf. Hún fær einskonar gæsahúð í hvert skipti sem mamma hennar rausar um þetta. Hana langar að aöhafast eitthvað, æpa, klóra, eöa þá eitthvað annað. Haustmyrkrið fellur yfir götuna fyrir utan, óslitinn bílahávaði og allt í einu sjúkravagn. Móðirin stendur viö glugg- ann, teygir hálsinn. — Hamingjan hjálpi mér, nú hefur aft- ur oröið slys. Hún horfir út full eftirvænt- ingar, klórar sér á upphandleggnum, stendur kyrr við gluggann. Tone lokar augunum. Ef til vill hefur hann veikzt, veriö ekið yfir hann. Hún sér sjálfa sig með blóm og ávexti viö sjúkra- beðinn, langa dökka hárið hans á kodd- anum, hún vill halla höfðinu á þaö. — Glenntu þig ekki svona, segir móö- irin, ekki liggja svona ósiölega. Tone rís á fætur, gengur inn í her- bergið, skellir hurðinni á eftir sér. Hún klifrar upp á skrifborðið, hniprar sig saman vegna sársaukans í maganum, horfir út um gluggann, hlustar, hlustar á þögulan símann. Gömul hjón rangla niður eftir stéttinni. Konan er með plastpoka með tómum flöskum sem glamrar í, hún er i inniskóm. í búðinni á horninu er haustútsala, gulir auglýs- ingamiðar lýsa sem merki í rökkrinu. Þarna er golftreyja, sítrónugul, hún á enga peninga fyrir henni. Hún hoppar ofan af skrifborðinu, sezt á rúmiö. Veggurinn er alsettur auglýs- ingaspjöldum og myndum, mest and- litsmyndum, hún er ekki svo einmana hvað þetta snertir. Hún lítur á litla folald- iö sem hún mótaði í skólanum, brenndur leir, þaö stendur þarna, spriklar óstöö- ugt, og er aö sjá eitthvað hrætt. Hún hefur líka búið til pappírsblóm, í vetur dundaði hún við að skeyta saman blóm úr Ijósrauöum og fjólubíáum silkipappír og batt þau saman í stóra vendi og setti í grænt duftkaffiglas. Nú eru þau rykug og föl á að líta. Hún kveikir á lampanum, klippir negl- ur, hlustar. Hlægilegt. Sitja og búa til pappírs- blóm, sitja og vinda draumana saman í pappírsblóm. Henni var hugsað til Þóris og Arnviöar þegar hún bjó þau til, eink- um Arnviðar. Þetta með Þóri var ekki neitt sérstakt, einskonar nudd, og var úti í garðinum. En það var Arnviður sem hún var að hugsa um. Ef til vill hefur Arnviður frétt þetta meö Þóri? Að það sé því að kenna að hann hringir ekki? Hún stendur upp, rótar í öllu á skrif- borðinu, flettir skólablaöinu, hún ætti að lesa enskuna, hún ætti að lesa skóla- tímaritið, hún ætti að kíkja í ekki — nauöungarpésann sem Pétur Eiríkur hafði skotið að henni, en hún hafði lítinn áhuga á. Hún sezt, grípur handspegilinn, sekkur í sína eigin spegilmynd. Leitar, næstum betlar, vindur löngum lokkun- um milli fingranna. Móðir hennar opnar huröina. — Ertu að hreinsa gluggann? Hún felur andlitið í hárinu, snýr baki viö henni. — Situr og glápir í spegilinn eins og vant er, hamingjan góöa! — Faröu! æpir hún. Farðu! Láttu mig í friöi! Móöirin hreyfir sig ekki, það er hljótt. — Svo það er þá þessi gállinn á þér í dag. Hurðinni er lokað meö nokkrum snúö. Tone japlar á hárinu, þaö brakar í því. Hún þrýstir hendinni á magann, kviöinn, henni er svo heitt þar. Nú er mamma andstyggileg, nú dugir ekki heldur að fá sér reyk. Allsnakin höföu þau verið, bæöi. Þaö var svo gott. Þaö gekk fljótt fyrir sig, hann varö að fara varlega. En hörund hans, slétta góöa hörundið hans, góða lyktin og aö honum fannst hún vera ynd- isleg, þaö hafði hann sagt hvað eftir annað. Tone, en hvað þú ert yndisleg, en hvaö þú er yndisleg! Og pabbi hans var í eftirvinnu og mamma hans í bingó, þau voru alein í litla herberginu hans, einhver lék á fiðlu einhversstaöar í blokkinni, það var svo gaman. Hún hugsaöi sér að það hefði verið ein af stúlkunum í skóla- hljómsveitinni, ein af alvarlegu fiölu- stúlkunum meö bleika fingur og hárið strokiö bak við eyrun, hún spilaði sama lagiö hvað eftir annaö, tregablandinn stuttan vals. Og Arnviður hafði sett epli á borðið, ilmurinn af þeim var ávo góður, hann hafði myndir af nöktum stelpum á skáphuröinni. Þau nörtuðu í epli og hlógu að myndunum, hann þrýsti fast brjóst hennar og fiðlustúlkan spilaði all- an tímann. Milt dálítiö gamalt síösum- arljós barst inn um gluggatjöldin. Hann hafði svo fallegan háls, hálsinn og mjótt höfuðiö, ef til vill gæti hún mótað þaö einhverntíma. Bara aö hún hefði nú eitthvað til að reykja. Hún gengur inn í stofuna, lítur á sím- ann, gægist í öskubakkana, allir tómir. Hún tyggur eldspýtu, flettir blaöinu. Hún gæti hringt til Grétu, Gréta gæti ef til vill lánað henni aura. — Ætlarðu nú að fara að hringja aft- ur? Móðirin gægist út úr eldhúsinu, hún er að eta gúrkusultu. Gréta er ekki heima. Hún stendur við símann, finnur til hita í hársverðinum, óþægindi á hálsinum. Hún gerir þaö, nú gerir hún það. Hendurnar titra, hún er eitthvað mjóróma, þegar hún spyr um hvort Arnviður sé heima. Hann er ekki heima, ég held aö hann hafi ætlaö í kvikmyndahús. Einmitt, þakka. Þakka yður fyrir. Móðirin hefur allt í einu reynt að fela sig bak viö eldhúsdyrnar. Tone gengur inn í herbergiö, hniprar sig saman viö skrifborðiö, nagar hnúana og ber borðplötuna með olbogunum. Horfir á veslings spriklandi folaldið, ýtir því frá sér, stendur upp, tínir saman pappírs- blómin úr grænum kaffiglösunum, vefur þau saman, fleygir þeim öllum í papp- írskörfuna, heyrir ekki að móöir hennar hefur opnaö dyrnar. — Hvað er nú aftur að? Hún hverfur til baka. — Langar þig í reyk? Móðirin réttir henni pakkann, hún fær sér vindling án þess aö líta upp, leitar að eldspýtum, leitar einnig eftir aö hún hefur fundið þær, til þess að fá tíma til að kyngja. — Er ekki betra fyrir þig að skreppa út, segir móöirin? Þú hefur gott af því aö fá þér ferskt loft. Þú hefur alltaf haldið þig inni síðustu daga. Tone kveikir í vindlingnum, kinkar kolli, bítur á vör. Peysan, segir móðirin, peysan sem þú varst að tala um og var á útsölu, viö getum ef til vill keypt hana. — Ágætt. Móðirin hefur sezt á rúmið. Tone stendur við skrifboröiö, hún getur ekki litiö á móöur sína, hún horfir á fætur hennar, breiða flata fætur í útslitnum sumarskóm, æöahnútana, aö hún skuli nú ekki geta verið ööruvísi við mömmu sína. í stiganum verður henni hugsaö til þess, að hún hefði átt að greiöa sér um háriö, hún gengur fram hjá dyraskiltum sem hún þekkir, minnist sem snöggvast manna, sem búa aö baki dyrunum, kvennanna, þær líkjast móður hennar, þaö er eins og þær séu lokaðar inni, fyrir innan þessar brúnu dyr. Hún kastar vindlingsbútnum í neðsta þrepinu og treður á honum. Hún er hrædd, veit ekki hversvegna, haldin þessari illu óró undir húöinni. Hún strýkur hendinni í sífellu um háriö, leitar aö tyggigúmmí í buxnavösunum, finnur ekkert nema hárperlur og strætisvagna- miða. Piltarnir eru á bensínstööinni fyrir neðan kvikmyndahúsið, þeir standa við coca-cola sjálfsalann: Arnviöur, Þórir, Pétur Eiríkur og nokkrir aörir. Hún hugs- ar: Þeir hafa ekki tekið eftir mér, ég get laumast burt. Hún nemur staðar, glápir í búðargiuggann, þeir eru hinum megin viö götuna, hún glápir gegnum glugg- ann, henni sortnar fyrir augum, hjartað berst. Því næst kyngir hún, gengur áfram niöur á við, hendurnar eru rakar í treyjuvösunum. Hún heyrir raddirnar þarna skammt frá sér, hinu megin göt- unnar, hún lítur á þá án þess þó aö líta á þá, þeir hafa komið auga á hana. Allt í einu fer hún yfir götuna, stendur rétt fyrir framan þá. — Hæ, Tone, segir Þórir og þreifar fyrir sér, hvernig gengur. — Hún sér Arnvið í einskonar heitri þoku, augu hans sem líta undan, langa háriö sem hann greiðir aftur, litla flissið, litla blauöa flissið. Það bara gerist, allt í einu hefur hún látið veröa af því, höndin þýtur gegn honum, vænn löðrungur sem svar við heimskulega flissinu. — Hórkarl! Á eftir hugsar hún: þeir vita eitthvaö um mig, ég veit líka dálítiö um þá, ég skal aldrei gleyma því. Það eru engin ónot í maganum leng- ur, hún dregur andann djúpt, þaö er notaleg tilfinning. 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.