Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1982, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1982, Blaðsíða 7
ingaumleitunum viö okkur, hleypt vindi úr dekki hjá okkur — og svo ætlaði annar að njóta ávaxtanna af verkum hans! Fúlir í skapi borguðum við manninum með kerr- una einn dollar, en héldum þeim, sem hleypti úr vindinum. Hvar sem þið nemið staðar, þá fyllast bílgluggarnir, sem alltaf eru hafðir opnir vegna hitans, á augabragði af svörtum hausum, sem bjóða þjónustu af öllum teg- undum. Einu sinni stöðvuðum við bílinn á hæöarbrún til að njóta hins fagra útsýnis, en þá tók þegar að rigna ávöxtum inn í bílinn, vel þroskuðum aldinum af ýmsum stærðum og gerðum. „Allt saman fyrir tvo dollara, mister.“ Þar meö er björninn unninn. Hvíti mað- urinn er búinn að fá vöruna í hendur, og þá verður hann að borga, þó svo að honum takist aö losa sig viö allt saman aftur. Stundum vilja menn einfaldlega ekki ávexti eða geta ekki tekiö við þeim. En þaö breyt- ir engu þar um slóöir, þegar hvítir feröa- menn eru annars vegar. Fyrst reyndum við kurteislega að losa okkur við ávextina og loks var eins og við værum að ausa lekan bát, en það var vonlaust verk. Við héldum svo burt meö talsvert af ávöxtum eftir að hafa borgað tvo dollara. Á eyjunum í Karabíaka hafinu er urmull af frábærum golfvöllum og meðal ann- ars eru það þeir aem lokka túriata þangaó í stórum atíl. Ennþá er fegurðin furðu óspillt og ævintýraleg. Hér er þaö smáeyjan St. Lucia, aem er ein at Litlu Antileyjum. eöa Tenerife eða annars staðar, þar sem móttaka feröamanna er oröin atvinnugrein. Og þegar pyngjan er tóm, getur hún farið. Ef þið viljið kynnast Vestur-lndíum í raun og veru, ættuð þið að byrja á Haiti. Hún er eitt af fegurstu löndum, sem hægt er að heimsækja. Sennilega munið þið alls ekki taka eftir því, að þetta er land, þar sem börn deyja úr hungri. Leigubílstjórum vegnar vel, því að þeir eru hinir fyrstu, sem koma við pyngjuna. Þeir láta hana í bak- sæti hinna loftkældu límúsín-bíla sinna, og frá því augnabliki, sem bíllinn er kominn á hreyfingu, ér ferðamaðurinn í gæzluvarö- haldi. Ef til vill ætlið þiö að fara á ákveöiö hótel til að hvíla ykkur vel eftir langt flug. Þið hallið ykkur makindalega í aftursætinu og segið bilstjóranum, hver áfangastaöur- inn sé. En látið ykkur ekki bregða: Öku- maðurinn er enginn bílstjóri, heldur dagskrárstjóri ykkar; hvíldareftirlitsmaður og hótelmiölari. Án svipbrigöa ekur hann ykkur til þess hótels, sem hann sjálfur kýs, og lætur einskis ófreistað að koma ykkur út úr bílnum í þá næturklúbba, þau veit- ingahús og þær minjagripaverzlanir, þar sem hann fær mesta hlutdeild í hagnaöin- um. Þið munuð verða forviða yfir því, hvaö lausnargjaldiö er hátt, þegar gíslatöku þessari lýkur. Ef þið viljið kynnast Haiti sem allra bezt, eigið þið heldur aö taka bíl á leigu, og þá skuluö þið ekki reyna að láta sem þiö sjáiö ekki alla þá stigamenn, sem sitja fyrir ykkur á vegarbrúnum. Hvenær sem þið leggiö bílnum, á hvaða tíma dags sem er og hvar sem er í Port-au-Prince, höfuðborg Haiti, veröa varðmenn tilbúnir innan nokkurra sekúndna, og það á öllum aldri: Börn, ungl- ingar og fullorönir, sem bjóöast til aö gæta bilsins eða þvo hann. Það var aöeins einu sinni, sem við af- þökkuðum þessi vinsamlegu boö, af því aö við vorum að flýta okkur og ætluðum strax aö halda áfram. En þegar viö komum aftur að bílnum eftir örskamma stund, var loftið farið úr vinstra framdekki. Öskuvondir tók- um við til við að skipta um dekk, og áður en langt um leið, var varömaður sá, sem við höföum hafnað, kominn aftur til okkar og bauð okkur aðstoð sína. l' reiði okkar báðum við heldur annan mann, sem átti leiö framhjá meö þunga kerru, um aö hjálpa okkur. Hann lagði þegar kerrunni við veginn og bjóst til að aðstoða okkur. „Burt héöan!,“ hrópaði þá hinn, sem viö höfðum afþakkaö. „Þetta eru mínir hvítu!“ Við vorum hvítu mennirnir hans. Hann haföi haft mikið fyrir okkur, staðið í samn- Séuð þið að hugsa um myndatökur, kbma myndefnin hlaupandi til ykkar og hrifsa í ermina: „Hei, mister, taka mynd!“ Og myndefnið stillir sér upp eftir að hafa nefnt veröið. Eruö þiö hissa á því, að myndefni rétti fram höndina og sýni lóf- ann? Af hverju það? Útlendingar koma hópum saman til eyjarinnar, leggja hald á fólkið og menningu þess á sinn hátt og hafa á brott með sér. Af því geta þeir síðan státaö og jafnvel haft af því tekjur. Nei, þetta fólk vill ekki lengur vera veiöidýr hvíta mannsins, eins og það var á þrælatímun- um. Það hefur orðið aö gjalda of miklu til þess að láta eitthvaö lengur í té án endur- gjalds. Á Vestur-lndíum fá útlendingar ekk- ert gefins. Ekki einu sinni bros. Hina bröttu leið að virkinu La Ferriere á Norður-Haiti er aðeins hægt að komast fótgangandi eða með hjálp múldýra. Virkið gnæfir við himinn eins og kinnungur risa- stórs orrustuskips úr steini, en Haitibúar byggðu það, eftir að þeir höfðu brotizt und- an yfirráðum Frakka 1804. Það er tákn þess ótta, sem þetta land hefur aldrei orðið laust við, síöan það varö sjálfstætt: Að hvíti maðurinn gæti komið aftur til að koma á þrælaríki sínu. Setjum svo, aö þið farið fótgangandi. Þá skuluö þið ekki verða undrandi, þótt ungur maöur gangi allt í einu viö hliö yöar og ætli greinilega einnig að sýna yngri bróður sín- um virkið. Hann kinkar kolli til ykkar vin- samlega og segir: „Þaö er algert brjálæði, þegar maður hugsar út í það, að þaö tók þrettán ár að byggja þetta virki.“ Þið hneigiö höfuöið til samþykkis, og þar með eruð þið gengin í gildruna. Ungi maðurinn, Philipp, víkur ekki frá ykkur framar í þess- ari ferð. Hann segir ykkur, að byggingu virkisins hafi verið lokið árið 1817, aö 200 þúsund manns hafi unnið við það og 15 þúsund látiö lífið. Þið eruð ekki undrandi yfir því, því að uppgangan er erfiö, þó að þiö þurfið ekki að burðast með grjót, held- ur aðeins myndavél upp brekkuna. En Phil- ipp heldur á henni fyrir ykkur. Sólin er al- veg að drepa ykkur og virðist læsast inn i skrokkinn á ykkur eins og tappatogari. Á síöustu hundraö metrunum verður ykkur Ijóst, að litli bróðir hans Philipps, Tony, vill líka fá peninga. Hann grípur um þjóhnappa hins slappa ferðamanns og ýtir honum af öllum kröftum upp á við eins og þrjózkum asna. Þótt tími stóru farþegaskipanna sé lið- nn í þeim mæli sem var, þá eru sigling- ar á lúxusskipum milli eyjanna í Kara- bíska hafinu alltaf vinsælar. Hér leggst eitt slíkt skip að bryggju á Jamaika og innfæddir bíöa meö málverkin sín úti undir berum himni í von um sölu. 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.