Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1982, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1982, Blaðsíða 5
af því, sem ég segi.“ Vissulega koma fyrir aftur og aftur nokkrar málvillur, sem tekur eina til tvær mínútur að leiörétta eins og t.d. þegar hann talar um að fara til „The estates“ og meinar the United States (Bandarík- in). „Ég sef mjög lítiö, fer alltaf í rúmið eftir miðnætti. Ég segi alltaf að það fyrsta sem ég geri á hverjum degi sé aö fara í rúmið. Þar sem kona mín þarf að fara á fætur kl. hálf sjö og aka syni okkar, Carlosi Andrési, í skólann, sem er 25 kílómetra í burtu í hinum enda Madr- id, fer ég líka á fætur þá. Hingaö í vinnu- stofuna er ég kominn kl. 7. Gítarinn er svo hljóölátur að ég trufla ekki ná- grannana. Venjulega æfi ég 21/z klukku- stund á morgnana, tek mér hlé til að fara í bað og boröa morgunverð og endurtek þetta svo aftur seinna á daginn. Þegar ég er ekki aö æfa mig, vinn ég aö sjálfsævisögu minni. Ég skrifa meö blýanti svo auövelt sé að stroka út. Ég held ég stroki meira út en ég skrifa. Ann- aö bindi verður áhugaverðara og skemmtilegra en það fyrsta. í því þriðja verður sagt frá borgarastyrjöldinni, sem ég ætla að fjalla lauslega um. Hið fjórða veröur það síöasta. Nei, ég snerti ekki oft píanóiö. Þaö var keypt handa Carlosi Andrési, en svo kemur í Ijós aö hann er ekki músíkalsk- ur, áhugi hans er á vísindasviðinu. Þegar hann var fimm eða sex ára, hringdi kona mín til mín til Chicago. Hún sagðist hafa sett plötu með mér á fóninn og hann kom og leit á fóninn og sagöi: „Pabbi, komdu út.“ Hann er mjög stoltur yfir því aö vera fæddur í Englandi, í St. Marys sjúkrahúsinu, Paddington. Þegar hann er spuröur, hvort hann sé rómversk- kaþólskur, segist hann vera ensk- kaþólskur og standa meö Liverpool. Einu áhyggjur mínar eru þær að ég verði ekki hér, þegar hann þarfnast mín meir en nú. Ég reyni að ferðast ekki eins mikið og við gerðum áður — einu sinni flugum viö hundrað og tvisvar sinnum frá desember til desember. Ég sit hér og leik og hugsa og skrifa og les — án bóka get ég ekki lifaö. í borgarstyrjöldinni var hús mitt í Barcelona eyðilagt og þar með sex þús- und bækur. Nú dreifi ég þeim um heimili okkar. Mér finnst gaman aö heimspeki, sögu, Ijóðum og allra mest — gettu hvers? Ekki Lorca, heldur Antonios Machados, mesta skalds okkar tíma. Samt þékki ég Lorca. Hann var hrífandi, töfrandi. Hann bjó eitt ár í New York án þess aö læra ensku. Hann var alveg ónæmur fyrir því tungumáli. Ég get lesið spönsku, ensku, frönsku og ítölsku, en ekki marga nútímahöfunda með sín sóöalegu orö og greinarmerkjaleysi. Jafnvel góöir rithöfundar haga sér svona. Ég þekki Gabrielo d’Annunzio, hann gaf mér litlu myndina þarna. Vissirðu aö hann spilaöi á gítar? Berliz notaði gítar, þegar hann var aö semja, þaö var eina hljóðfærið, sem hann kunni aö leika á. En hann skrifaöi aldrei fyrir gítar. De- bussy langaði til aö semja fyrir gítar og baö Miguel de Llobet að kenna sór. Miguel de Llobet var spánskur gítarleik- ari, sem bjó í París í 10 ár. Þrisvar baö Debussy hann um þetta. Þrisvar stóö Llobet ekki við gefin loforð og þar fór þaö.“ Segovia viröist ekki enn skilja hvernig hægt var aö glata slíku tækifæri. En hann huggar sig við að Paganini fórnaði einu æviári sínu til að læra á gítar. Hann kallaöi hljóðfærið „litlu hljómsveitina sína“. Eitthvaö allt annaö er þaö aö popp- tónlistin hefur nú á dögum gert þessa „litlu hljómsveit” aö mest notaöa eða Andrés Segovia handleikur gítarinn og ekki heyrast þess merki að hann sé hátt í nírætt. Litla myndin er portret af honum ungum. Segovia hefur stundað klassískan gítarleik alla ævi, og enn æfir hann í fimm klukkustundir á degi hverjum. misnotaöa hljóöfæri hins vestræna heims. Ekki er hægt aö búast við að Segovia sé hrifinn af því. Eitt sinn sagði hann aö rafmagnsgítar breytti indælu hljóöfæri í skrímsli og þegar honum var sagt að Yehudi Menuhin langaði til að sameina „beat“ og Bach, sagöi hann ólundarlega aö Menuhin þyrfti ekki aö hlusta á heim fullan af rafmagnsfiölum. Ekki getur hann heldur dáðst aö viðring- um Johns Williams, nemenda síns, upp viö rokkhljómsveitir. „Hann er aö gera þveröfugt viö þaö, sem ég gerði. Hann er að koma gítarn- um aftur út úr klassískri músík.” Nú er kominn tími til að æfa sig. Hann opnar einn gítarkassann. Gítarinn hvílir í kjöltu hans. Allt í einu tekur maður eftir því að hendur hans eru risastórar, fing- urnir eins og pylsur, þegar hann tekur af sér hringana — einn þungan gullgift- ingarhring og annan gullhring með am- etyst-steini. En þegar hægri höndin fell- ur kæruleysislega niöur á strengina, kall- ar hún fram svo Ijúfa og þó þróttmikla tona. Maöur tekur líka eftir því aö hann horfir oft á vinstri höndina, sem styöur á strengina. Mikill friðarsvipur hvílir yfir andlitinu. Hann hæjtir andartak og brosir. „Veistu, hver er bæn mín? Ég skal segja þér þaö: „Drottinn minn, ég er mikill syndari. Ég verðskulda ekki þá dýrö að vera á himnum með þér, svo ef þú sam- þykkir þaö, leyfðu mér að vera hér kyrr- um.“ Fram aö þessu hefur hann hlustað á mig.“ (AMÞ þýddi)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.