Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1981, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1981, Blaðsíða 4
Leggjum skatt á aHt sem er leiðinlegt eftir Hakon Stephensen Hákon Bjarnason þýddi Fyrir réttum þrettán árum birtist þessi neöanmálsgrein í dagblaðinu Politiken í Kaupmannahöfn. Höfundur hennar Hakon Stephensen er af íslenskri ætt aö langfeögatali, í beinan karllegg frá Ólafi stiftamtmanni Stefánssyni. Hann er arkitekt aö mennt en var um tíma einn af ritstjórum Politiken og gaf sig mjög aö umhverfismálum. Hann er nú orðinn háaldraður maöur og hefur dregiö sig frá störfum. Þótt greinin sé komin til ára sinna á mælikvaröa venjulegra blaðagreina er hún enn í góöu gildi, því aö vandamál þau, sem hún ræðir um, eiga ekki síöur viö nú en fyrir tólf árum. Hún á jafnt erindi til unglinga sem aldraöra, og ekki hvaö minnst til hinna vísu „landsfeðra“, sem brátt hafa skattlagt allt nema andrúmsloftiö. Og sumir ætla enn aö hækka skemmtanaskattinn. ,t m , H.B. Margt bendir til þess, að hugmyndir okkar um skemmtanir hafi breyst allmikiö á síðari árum. Svo segja þeir vísu, sem fyigjast með æðaslætti menningarlegrar þróunar. Ég veit ekki hvort þetta er rétt. Raunin er fremur sú, að við lifum á sjálfselsku tímabili, þar sem menn eru svo önnum kafnir og uppteknir af líðandi stund, að þeim gleymist aö skoöa hlutina af hærri sjónarhóli. Á undanförnum mánuðum höf- um við æ ofan í æ heyrt útvarpiö söngla „Litla fiörildið“. Þessa vísu ortu þeir tjúflingurinn Axel Andreasen og Ludvig Brandstrup fyrir Tívolírevýuna 1921, á því tímabili, sem framagleiðir menningarfröm- uöir þrásinnis nefna „háværa áratuginn". Nú þætti þetta varla mikill skarkali. Lille glade Flyver under Himlens blá Din er hver en Blomst, som Solen skinner pÁ. Först nÁr Jorden dækkes tæt af gyldent Löv folder du din Vinge træt og bli’r til Stöv. Lille Sommerfugl — lille Sommerfugl — Du var glad, til du fandt dit sidste Skjul. NÁr jeg mindes dig ak, sÁ tænker jeg — Hvem der bare var Sommerfugl. Þetta þótti góð skemmtun fyrir hálfri öld á þeim umbrotatímum, sem flutu í kjölfar fyrri heimsstyrjaldarinnar. Þá var áhrifun- um af strangri skömmtun stríösáranna ekki lokið. Þess vegna þurftu allir á svolítilli rómantík að halda. Og þá varð „Litla fiðrildið” til. Þaö varö líka aö dufti þegar sumarið var á enda, en af duftinu er þaö aftur upp risiö. Látið því huggast, allir þér, sem áhyggjur hafið af samtíðinni. Mann- eskjurnar hafa ekki breyst til muna, og jöröin snýst enn á sama veg og áöur. Sólin skín, og bændurnir eru þegar farnir aö kvíöa uppskerubresti af völdum þurrka eftir aöeins fimm heita sumardaga, og æskan reikar enn á björtum nóttum eftir fáförnum stígum, því að þeir eru enn til, og það eru sérréttindi unglinganna aö finna þá, alveg eins og þaö eru réttindi aldraöra aö hrista höfuðiö af áhyggjum og spá heimsendi sakir siðspillingar og leti. Þessi grein er skrifuö sem boöskapur huggunarinnar. Þér skuluð vita, þér sem • áhyggjur hafið, aö þúsundir ára eru framundan. Jörðin er kúla, og kúluformið er þaö sterkasta, sem til er, og hún snýst viöstööu- og hnökralaust. Hins vegar getum viö ekki útilokaö þaö, aö hæg breyting verði á hugarfari okkar, sem valdi því aö allir veröi æ leiöinlegri, og aö þær lífsreglur, sem lög og reglugeröir setja okkur, valdi því aö leiöindin aukist. Hér um daginn komu fimm unglingar eftir göngugötunni í Kaupmannahöfn. Þeir voru kátir — í sólskinsskapi. Þeir sungu, og meöal annars rauluöu þeir „Litla fiörildiö”. Þegar komiö var aö horninu á Ráðhústorginu kom í Ijós aö einn var einskonar söngstjóri. Hann stöövaöi hóp- inn, stillti sér fyrir framan hann og snéri baki aö pylsuvagninum, sló taktlnn aö nýju lagi, en þaö varö ekki nema fáeinir tónar. Lögregluþjónninn á hinu horninu vagaði til þeirra og sagði þeim meö myndugleik, aö þaö væri bannað að syngja á götum og strætum. Ég veit ekki hvort hann nefndi þá grein lögreglusamþykktarinnar, sem bann- ar söng á almannafæri, en hann vr mjög alvarlegur á svipinn. Því miður gafst mér ekki tóm til aö fylgjast meö framhaldinu. Ég varö aö ná lestinni til sumarhúss míns noröan viö bæinn, en söngurinn hvarf ekki úr huga mér. Litla fiðrildiö flögraöi meö mér niöur á dimma brautarpalla Noröurports. Ég gleymdi því ekki fyrr en lestin var komin fram hjá Klampenborg og ég haföi lesið langa áminningu í kvöldblaöinu frá Jersild lögreglustjóra eöa einhverjum hvítkirtluö- um yfirlækni, sem lýstu ungu kynslóöinni á þann veg sem hún gengi öll í einni fylkingu í áttina aö deyfilyfjahelvítinu, þaöan sem enginn á afturkvæmt. Nokkra stund hug- leiddi ég þaö, hvort væri verra: Aö syngja viö pylsuvagninn eða aö reykja hash á óþrifalegu lofti í einhverju af bakhúsunum í Stóru Kóngsinsgötu. En þá stoppaöi lestin og ég fór út. Um kvöldið tók ég mér göngu eftir Strandveginum. Þaö hvíldi svo fögur birta yfir Eyrarsundi að jafnvel suöiö í bílunum eyðilagöi ekki kvöldkyrröina. Á götuhorni sá ég hóp unglinga, en þeir sungu ekki, enda má ekki syngja á götum úti. Þeir stóöu bara þarna eöa héngu fram á stýrin á skellinöðrum sínum, sem allar voru í skröltgangi. Ööru hvoru kippti einn þeirra í bensíngjöfina, þeysti af stað eftir veginum meö ógnar skarkala, en kom svo aftur eftir nokkrar mínútur til þess eins aö hanga fram á stýriö meöan sá næsti skellti af staö. Hingaö kom enginn lögregluþjónn, enda sungu þeir ekki. Lífsnautn þeirra var oröin vélræn og þá gilda allt aörar reglur. Skyldi þetta þýöa aö hugmyndir okkar um skemmtun hafi breyst eöa ruglast, eöa hefur hávaöinn alltaf veriö skemmtiatriöi. Ég fór heim og náöi mér í litla bók. Hún kom út fyrir nokkrum árum hjá Jespersen og Pio í flokki menningarbóka. Þetta voru æskuminningar Adams Oehlenschlágers. Öll höfum viö lesiö um Oehlenschláger í skóla, hann, sem auögaði danska ijóöa- gerö og leikritun á guilöld bókmenntanna fyrir hálfri annarri öld. Hvernig var æskan á hans tímum? í minningabókinni fær maöur dálitla mynd af því, sem mór fannst ég þurfa aö rifja upp á þessu kvöldi. Hinn ungi Adam var kátur félagi í hópi jafnaldra sinna, og þegar hann lítur um öxl segir hann frá Ijúfri danskri sumarnóttu. Nokkrir vina hans höföu gengist fyrir andríkri bakkusarhátíö og heyriö nú hvernig hún fór fram: „Ermelundshúsið í Dyrehaven var valiö sem skemmtistaöur því aö þaö liggur afsíöis. Veisiustjórarnir leigöu allt húsiö þetta kvöld, og engum óviökomandi var hleypt inn til aö ekkert óviöurkvæmilegt eöa ruddalegt skyldi blandast þessu eöla og glaöværa samkvæmi. í þessum mikla mannfagnaði voru einkum skólagengnir og listamenn. Nú var horfiö aö drykkjunni og listin átti aö felast í því aö vera sem andríkastur án smekkleysu og grófheita. Venjur og veislusiöi mátti hinsvegar brjóta aö vild, og þess var raunar vænst, en enginn mátti firrtast af tiltektum hinna. Hinir marglátu veislustjórar eftirlétu gest- unum húsiö og leyfilegt var, til aö auka ánægju hinna háttstemmdu, aö brjóta spegla eöa rúöur til aö undirstrika andríkiö, enda var þaö stundum gert í hófi þó og án skemmdarfýsnar. Mitt í alvarlegum sam- ræöum sá maöur læröa og gætna menn brjóta lítinn og ódýran spegil eöa rúöu án þess aö þaö fipaöi samtalið. Einn gestanna sletti rauövíni úr glasi sínu á skyrtubrjóst vinar míns, Hans Christian Örsted, meðan hann var í rólegheitum aö skýra fyrir honum erfitt atriði í eölisfræöi. Hann baö þó Örsted í hamingjubænum aö misviröa þetta ekki, en hann ansaði rólega: „Ég væri mikill bjáni, ef ég reiddist þessu.‘‘“ Oehlenschláger leggur áherslu á, aö enginn skyldi halda aö hér heföi veriö um mikil spjöll aö ræöa. Þó bætir hann viö: „Húsmóðurinni var þaö gleöiefni að geta skrifaö allt á reikning. Hún lýsti ástandi gestanna fyrir vinnukonum sínum eftir því hvað brotið var og sagöi: „Nú eru þeir að brjóta rúöur, nú eru þaö speglarnir, o.s.frv.““ Þetta voru unglingar gullaldarbókmennt- anna. Nú situr Oehlenschláger í þungri koparsteypu framan við anddyri Konung- lega leikhússins eins og viröulegur vöröur menningarinnar, og H.C. Örsted, steyptur í sama málm, stendur á einni virkisþúfunni í garöinum, sem ber hans nafn. Nú fer ég aö veröa hræddur um aö hinn alvarlega þenkjandi lesandi þessa greln- arkorns fari aö ókyrrast, grípi fram í og segi meö alvörusvip: „Variö yöur, þetta er mál, sem ekki má hafa í flimtingum. Hinn sívaxandi frítími, sem Jens Otto Krag og kumpánar hans hafa látið lögbjóöa, mun brátt gera þaö óhjákvæmilegt aö finna upp á skemmtun- um og afþreyingu til aö komast hjá iöjuleysi og sleni." En höfum viö miklu meiri frítíma en áöur? Ég er ekki viss um þaö. Ég hef þaö á tilfinningunni aö stytting hins opinbera vinnutíma hafi leitt af sér aukna vinnu, án þess aö í hámæli sé, meö því aö unnið er á tveim stööum, annaöhvort til aö auka tekjur heimilanna eöa afla sér framhalds- menntunar. Hagfræöingar hafa aldrei veitt okkur nægar upplýsingar um þetta. Ef til vill kemur skattalöggjöfin í veg fyrir þetta. Aukavinnan kemst ekki alltaf á skattfram- taliö, og gildir þaö sama um allar stéttir. Lífið er svo margþætt. Um daginn hitti ég vel metinn embætt- ismann, sem stundaöi húsbyggingar í hjáverkum. Á hverjum tveim árum byggöi hann sér nýtt hús og seldi þaö gamla. Hann sór og sárt viö lagöi aö hann geröi þaö ekki til aö græöa á því, — en hvaö um þaö. Hann hafði nóg aö gera og hann tapaði ekki á sölunni. Viö búum hér í einu af hinum síðustu, litlu og notalegu furstadæmum heimsins, og eftir því sem tíminn hefur liöiö, höfum viö sniöiö okkur margar erföavenjur aö því er skemmtunum viövíkur, sem og vort háa kóngahús hefur lagt sitt liðsinni. Lítiö bara á blöðin, sem stillt er út í sæmilega góöum söluskúr. Þar er enginn skortur á konung- legum myndum. Gangur náttúrunnar held- ur hringrásinni viö. Afmælisdagur, trúlofun, brúökaup og skírn. í hvert sinn smella myndavélarnar. Friörik sjötti hélt kóngs- dýrkuninni uppi meö því aö sigla eftir gruggugum skurðum í garöinum á Friöriks- bergi ásamt fjölskyldunni. Þessháttar kúnstir eru engin nauösyn lengur. Mynda- flokkar meö ýmsu móti gefa langtum meiri kraft, en tónninn hefur svo sem ekki breyst af þeim sökum. Fyrir mánuði, þegar hiö ágæta listiönaö- arsamband okkar (Den permanente) hélt aöalfund sinn og allar okkar litlu og snotru leirbrennsludömur í heimaáprentuöum serkjum sátu viö hlið skeggjaöra tréskurö- armanna og silfursmiöa, hóf formaöurinn fundinn meö því aö lesa upp hyllingar- skeyti, sem fundurinn sendi hátigninni. Það endaöi með orðinu „Undirdánugast". Hver vill svo halda því fram aö skemmti- hugtakiö hafi ruglast að nokkru marki? Á hverjum degi þramma skinnhúfupuntaöir lífveröir til konungshallarinnar á Amalíu- borg þrátt fyrir júlíhitann, og Tívolívöröur- inn spilar allt sumariö í gamla skemmti- garöinum. Um gjörvallt landið eru amtmennirnir nú aö gufupressa hanafjaörirnar á þríhyrndu höttunum sínum. Enginn veit nær kon- ungsskipiö Dannebrog leggur aö bryggju og þá á viðkomandi amtmaöur aö stjórna þreföldu húrrahrópi. Yfir leiksviöi Konunglega leikhússins stendur enn: „Ej blot til lyst“ (Ekki bara til skemmtunar), eins og nokkur geti verið í vafa um slíkt eftir aö hafa fylgst meö síðasta starfsári. Til eru margskonar skemmtanir. Hættan liggur aöeins í því, aö löggjafarvaldið sýnir alltof lítinn skilning á þörfum almennings í þessum efnum. Þaö hefur ekki mikla þýöingu þótt þingmennirnir taki þátt í hjólreiðakeppni í íþróttabúningi. En það er góðra gjalda vert að styrkja byggingu íþróttahúsa og styrkja fólk til aö dvelja á lýöháskólum. Þaö síöarnefnda veitir tækifæri til skemmtllegrar afþrey- ingar og sýnir okkur aö unglingarnir geta sjálfir átt frumkvæöi aö slíku, — en samt er víöa svart í álinn. Hvernig í ósköpunum getum viö haldið áfram aö halda í leifarnar af skemmtanaskatti þegar viö vitum aö mesta hætta, sem steðjar aö lýöræði, felst í því aö almenningur lætur sér leiöast? Þaö var vinstri maðurinn Klaus Bernt- sen, sem fann upp skemmtanaskattinn áriö 1911. Viska hans náöi ekki lengra, en menn skyldu nú ætla aö seinni tíma menn væru eitthvaö vísari. í dag heföi þaö miklu betri tilgang aö leggja skatt á allt, sem er leiöinlegt, en kanske yröi of erfitt aö stjórna slíku, og vera má aö illgjarnir borgarar spyröu sem svo: Hvernig færi þá meö ræöur formanna þingflokkanna? Vinstri flokkurinn hefur mikiö á samvisk- unni. Þaö var vinstri maöurinn Niels Neergaard, sem fékk veitingahúsaskattinn samþykktan áriö 1922. Meiri skyssa er varla hugsanleg, ef ætlast er til aö almenningur haldi sínu góöa skapi. Menn eru félagsverur eins og öll önnur hópdýr. Því er eölilegt aö menn safnist saman viö máltíöir, — eins og allar aörar skyni- gæddar skepnur hópast saman til aö éta. Hver getur leyft sér aö draga þetta þýðingarmikla afþreyingarform í efa? Stefnuföst ríkisstjórn ætti aö einbeita sér aö því aö veita almenningi bestu hugsanlegu kosti á því, aö hann geti haft ofan af fyrir sér og skemmt sér sjálfur, og láta hann í friöi án afskipta ofan aö. Þetta væri þrátt fyrir allt öruggasta leiöin til afþreyingar og skemmtana. 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.