Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1981, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1981, Blaðsíða 3
Stuölabergsskreytingin, sem þar er uppi undir lofti, er vissulega fögur fyrir augaö, en er hinsvegar neikvæö frá sjónarmiöi hljómburðar. Bæöi í Þjóðleik- húsinu og ýmsum öörum húsum, þar sem leikið er og sungiö, veröa dauðir punktar; þá heyrir söngvarinn ekki í sjálfum sér. Þesskonar punktar voru til dæmis í Konunglega leikhúsinu í Kaup- mannahöfn og maöur reyndi aö foröast þá staöi, þegar aríur voru sungnar. Hvaö Þjóöleikhúsið áhrærir, þá er þetta samt í lagi, því þar er þaö orðsins list, sem á aö njóta sín. En Þjóðleikhús kemur ekki í stað tónlistarhúss eöa öfugt; hvort- tveggja þarf að vera til sem eign þjóöarinnar." „Finnst þér þaö aumingja- skapur af okkur aö vera ekki búin aö koma upp slíku húsi yfir tónlistina?“ „Nei, ekki þarf endirlega aö líta svo á. Þetta er geysilegt átak. En mér finnst aö nú sé kominn tími til aö hugsa alvarlega um þetta. Ég vil kalla slíkt hús Tónhöll og nú eigum viö aö gera gangskör aö því aö koma henni upp sem fyrst." „Tónhöll, — þaö er gott heiti. Og þar yröi auövitað æfingastaö- ur og hljómleikasalur Sinfóní- unnar?“ „Að sjálfsögöu. þaö er geysilegt atriöi, að Sinfónían eignist slíkan samastað. En auk hennar heföi íslenzka Óperan aö- gang að húsinu svo og ballettinn. Þar yrði hægt aö halda einsöngs- eöa einleikskonserta og kórarnir mundu halda hljómeika sína þar. Sem sagt; Tónhöllin yröi athvarf fyrir margskonar tónlist, sumt undir merki framúrstefnu, annað aö klassískum hætti.“ „Hvar ætti þessi hugsanlega Tónhöll aö rísa?“ „Rísa já, — þaö er spurning, hvort hún á nokkuð aö ráöi aö rísa. Ef ég mætti velja henni staö, þá veldi ég vesturhlíö Öskjuhlíöarinnr, upp af Loft- leiöahótelinu. Þar eru aö vísu braggar og allskonar óþrifnaöur, sem hvort eö er þarf aö hverfa. En ég er ekki aö tala um byggingu, sem gnæföi þarna yfir og skyggöi á Öskjuhlíöina. Viö skulum ekki fara aö stela senunni frá henni. Ég vil nefnilega, að Tónhöllin verði aö verulegu leyti grafin inn í hlíöina. Einhver forhliö yröi þar aö vísu; hjá því yröi vart komizt, en hún gæti oröiö sem stuölabergsklett- ur og fariö vel á þessum stað. Húsiö yröi því afskaplega lítiö áberandi og nú á tímum ætti ekki aö vera neitt tæknilegt vandamál að hola inn^n hlíöina svo sem þarf.“ „En þá má heldur ekki tjalda til einnar nætur. Háskólabíó rúmar um þúsund manns og þar er oft húsfyllir á tónleikum. Hversu marga áheyrendur þarf Tónhöllin aö taka í sæti?“ „Aö sjálfsögöu þarf aö hugsa fram í tímann. Meö tilliti til þess blómlega tónlistarlífs, sem hér er þrátt fyrir allt, og meö tilliti til núverandi aösóknar aö tónleikum, veröum viö aö gera ráö fyrir aö salurinn rúmaöi tvö þúsund manns." „Bæöi á gólfi og svölum utan- meö?“ „Nei, aöeins á gólfi. Svalir þykja heldur neikvæöar í sambandi viö hljómburö. Bezt væri að efna til sam- keppni meöal íslenzkra arkitekta um útfærslu á húsinu. Ég hef ekki skoöanir á því í smáatriöum. En í stórum dráttum tel ég, að viö mótun konsertsalarins ætti aö hafa eggformiö í huga. Þaö er ugglaust fullkomnasta form, sem hugs- ast getur í sambandi viö hljómburö. Þá á ég viö egg, sem skorið hefur veriö langsum, — eggformið er þá á lofti og veggjum." „Er hætta á aö eggformaöur salur yröi Ijótur aö innan?“ „Ekki held ég þaö. Til dæmis mætti skreyta hann aö innan með myndverk- um, sem máluö væru beint á veggina, en foröast allt, sem upphleypt er. En þarna þarf miklu meira en sal. Fyrir utan góða senú, sem skagar aftur úr eggforminu, kæmu minni æfingasalir og aðstaða fyrir allt það, sem fylgir óperuflutningi. Sjálf Sinfónían þarf ekki svo mjög á aukahús- rými að halda; hún æfir á sviðinu. En að sjálfsögðu þyrftu að vera sérinngangar fyrir listafólk og aöra sem starfa á bak við.“ „Eigum viö þá krafta, sem meö þarf til aö starfrækja tónhöll af þessu tagi?“ „Jú, viö eigum þaö. Og aöstæöurnar stuöla aö því, aö kraftarnir fái að njóta sín. Eins og sakir standa, eru störf af þessu tagi unnin í hjáverkum og það er ómanneskjulegt aö heimta fullan árang- ur af tómstundavinnu." „Ertu bjartsýnn á framtíö ís- lenzkrar óperu?“ „Helduröu aö ég væri aö tala um þetta annars. Ég mundi ekki einu sinni nefna það á nafn, ef ég tryði ekki á það.“ „Og þá hefur þú um leiö trú á því, aö óperan sem skemmtiform haldi áfram aö höföa til þeirra, sem uppaldir eru við poppmús- ík“. „Já, það held ég. Það hefur sýnt sig, aö klassísk músík hefur alltaf staöiö sig, þótt fram hafi komiö ný form tónlistar og ég hef ekki minnstu trú á því aö popptónlistin eigi eftir aö ganga af klassískri músík dauöri, — óperu þar á meöal. Satt er þaö aö vísu, aö ópera er kannski heimskulegt form tjáningar. En það er samt eitthvað viö óperuuppfærsl- ur, sem gerir aö verkum, að þær njóta sífellt vinsælda. Og þaö segir sig sjálft, aö þaö er músíkin í þessum verkum, sem mestan þátt á í því.“ „En þarna veltur á miklu aö góður hljómburöur fáist. Og í því sambandi er vert aö minnast á, aö góöur hljómburöur er leynd- ardómsfullt fyrirbæri. Þú sagöir aö svalir væru ekki taldar til bóta. Samt eru svalir allan hring- inn í óperuhúsum, sem þykja hafa mjög góöan hljómburð, eöa er þaö ekki rétt?“ „Jú, þaö er rétt. Fullkomnasti hljóm- buröur, sem um er vitaö, er í Scala- óperunni í Milanó, sem upphaflega var leikhús. Hvísli maður á sviöinu, heyrist þaö um allt, einnig upp á efstu svalir og klappi maöur saman höndum á sviöinu, þegar húsiö er tómt, heyrist aö minnsta kosti fimmfalt bergmál. Menn vita ekki, hversvegna hljóm- buröur er svona góður þarna, enda þora þeir engu aö breyta. Stundum hefur veriö meö vísindalegum aöferöum reynt aö ná góöum hljómburði og ekkert til sparaö. En engu aö síöur virðist útkom- en alltaf verða dálítiö happdrætti.“ „Stundum hefur veriö talaö um, aö Gamla bíó sé gott til tónleikahalds og eins og þú veizt hefur nýstofnuö íslenzk ópera augastaö á því.“ „Ég ætti aö þekkja Gamla bíó; hélt þar þrettán sinnum konserta eitt áriö. Þá söng ég þar annan hvern dag í heilan mánuð og alltaf fyrir fullu húsi. Ekki get ég nú sagt, aö gott sé aö syngja þar, en húsið er ekki stærra en svo, aö þaö telst ekki erfitt. En það er ekkert óperuhús og fráleitt að tala um þaö sem framtíðarhús íslenskrar óperu. Til þess er þaö alltof litiö og þröngt og þyrfti geysimikla viöbyggingu til að bæta úr því. Enda vona ég aö til þess þurfi ekki aö koma. Tónhöllin kemur, vertu viss.“ o.s. Stefán íslandi bendir á stað- inn vestan í Öskjuhlíðinni, ofan við þessa dásamlcgu bragga, þar sem hann hugs- ar sér að við ættum að byggja tónhöllina. íslenzk ópera er nýstofn- uð og Tónhöllin vcrður einnig samastaður henn- ar. Hér er Magnús Jóns- son i I Palliacci, en á tónleikum óperunnar til heiðurs þeim gjöfulu hjónum, Helgu og Sigur- liða, sýndi Magnús, að hann er enn i fullu fjöri. Hápunktinn í tónlistar- starfi vetrarins má ugg- laust telja flutning inn- lendra og erlendra ein- söngvara, Sinfóníunnar, Karlakórs Reykjavíkur og Söngsveitarinnar Fíl- harmoniu á Fidelio eftir Beethoven. Út af fyrir sig er stórkostlegt að annað eins skuli geta átt sér stað á íslandi, — samt á tónlistin ekkert hús. 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.