Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1981, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1981, Blaðsíða 5
Bak við hann var íbúðarhús Stefáns P. og verslun. Þorgeröur Sigurðardóttir og Stafán P. Jakobsson með fjögur elstu bðrn sín. Myndin er tekin 1925. það að fara til Færeyja og láta smíða fyrir sig vélbát. Var það m.b. Hekla, sem um langt skeið var litríkur og mikill bátur í flotanum fyrir austan. Leit hann eftir smíðinni og sigldi honum heim að smíöi lokinni og gekk ferðin vel. Þessi bátur reyndist honum vel og það svo að hann lét smíöa annan. Alls átti hann þrjá dekkbáta, Heklu, Kötlu og Geysi og hlut í þeim fjórða, auk margra smábáta. Þegar útgeröin fór vaxandi kom að fleiri umsvifum. Um það leyti var Stefán oröinn þreyttur í fótum af sífelldum stöðum við stjórn og því fór hann í verslun og studdi þá útgerð og verslun hvort annað. Hann hafði þar mikil umsvif og húsakost góðan og reyndi af fremsta megni að sjá fyrir öllu. Þann tíma var líka mannmargt í Stefánshúsi og í nógu að snúast. Stefán haföi alla tíð kindur og kýr til að hafa jafnan næg matvæli handa mannmörgu heimili. Heyja aflaði hann bæöi á Sævarenda og Sjávarborg en það var býli handan fjaröar, beint á móti. Þar voru og sauöir og lét hann þá ganga um opin hús og fylgdist með þeim að heiman og sögu kunnugir aö kíkirinn heföi oft verið á lofti í höndum hans. Stefán stóð ekki einn. Hann átti ágæta fjölskyldu sem jafnan lét sitt ekki eftir liggja. Hann kvæntist árið 1915 Þorgerði Sig- urðardóttur frá Drúnavík í Borgarfirði og var hún 13 árum yngri en hann og lifir hún í góöri elli í Reykjavík. Þeim varö 6 barna auðiö sem öll eru dugandi borgarar á landi voru: Ólöf Ásta, f. 1916, Jakob Baldur, f. 1920, Laufey Guöríður, f. 1922, Siguröur Bragi, f. 1925, ingi Birgir, f. 1928 og Halla, f. 1932. Góður stofn og góðar greinar. Stefán var myndarmaður og duglegur að hverju sem hann gekk, enda verkefni ærin og litið tjóaði aö slóra. Snemma var hann hrifinn af íþróttum. Glíman var þar ofarlega á baugi. Þaö man ég vel að nafni hans var mjög á loft haldiö fyrir austan þegar glímu bar á góma. Þá víluöu menn ekki fyrir sér að fara sveitirnar á enda til að keppa og jafnvel til Seyðisfjarðar. Glíman átti mikil ítök í Austfirðingum. Ég man fleiri Fá- skrúðsfiröinga, svo sem Björn Daníelsson, sem glímdu. Stefán var hjólliöugur og því vel til íþrótta fallinn. „Heilbrigð sál í hraustum líkarna", ómaði þá víða. Hann kom mikið við skemmtanalíf og meðal annars var hann rómaður fyrir leikarahæfi- leika. Enn muna margir hann í Skugga- Sveini svo eitthvað sé nefnt. Hann var félagslyndur maður og í samskiptum sínum við fólkið, sem byggði Fáskrúðsfjörð, fann hann oft til þess að geta ekki liðsinnt enn meir en hann gerði. Og þó reyndist hann mörgum bjargvættur. Það var talið að hann gæti ekki neitaö neins manns bón, sem bjargar var vant, og því söfnuðust skuldir í verslun hans sem allar biðu betri tíma. Á skipstjórnarferli sínum var hann talinn hafa fundiö svonefndan Nýjaboða, sem eru fengsæl fiskimið og var lengi hægt að ausa úr. Hann var fádæma miðaglöggur og athugaði vel botninn og fylgdist vel með því sem kom upp á lóðina og dró ýmsar ályktanir af því. Þaö var því ekki að ófyrirsynju að hann var fenginn af dönsk- um kortagerðarmönnum til að fara með þeim á varöskipi um miöin fyrir austan og staösetja þau á kortin. Töldu þeir stuöning Stefáns mikils viröi. Eins og títt var á þeim tíma var aöalfiskverkunaraðferöin að salta, pressa, þvo og sólþurrka fiskinn. Því varð að byggja upp reiti, raða steinum um stór svæði því að ekkert var betra til að þurrka á en grjótið. Allir útgerðarmenn áttu fiskreiti. Þá þurfti stórar fiskskemmur og þar voru staflarnir geymdir þar til skip komu og fluttu þá til útlanda og fengust gjaldeyrir og vörur fyrir. Stefán Jakobsson hafði mjög mikil viöskipti við Fransmenn, verslun hans þjónaði þeim að verulegu leyti og margir frönsku skipstjóranna voru góöir vinir hans og komu oft á heimili þeirra hjóna. Stefán var talinn mikill frönskumaður enda ólst hann upp á þeim tíma er samneyti við frönsku sjómennina var hvað mest. Stefán var einn af forgöngumönnum rafvæðingar eystra. Heklan hans var fyrst raflýst Fáskrúðsfjarðarbáta. Hann gekkst og ásamt fleirum fyrir fyrstu raflýsingunni í kauptúninu. Sett var niður í kjallara Franska spítalans mótorstöð sem veitti raforku tii Ijósa í hús hans og nokkur önnur. Þegar bankaútibú var stofnað á Eskifirði urðu umsvif meiri og athafnamenn .víða af fjörðunum komu og hófu þar viðskipti. í þeim hópi man ég Stefán fyrst. Oft hefir veriö um það deilt hvort þessi útibú hafi oröið þaö sem þeim var ætlaö og sýnist sitt hverjum. Að minnsta kosti fengu margir að kenna á refsivendi þeirra ef eitthvað bjátaði á. Eftir fyrra stríð urðu margar sviptingar á innlendum og erlendum mörk- uðum, afurðirnar tóku miklum verðbreyt- ingum og því fór svo fyrir mörgum að greiðslugeta varð minni en ella. í stað þess að hjálpa þessum athafnamönnum yfir erfiðasta þröskuidinn snerust bankarnir þannig við, að fótur var settur fyrir og stöðvaðar athafnir og lokað og selt allt sem hægt var að selja. Á þeim tíma voru uppboðin í algleymingi og margt fór fyrir lítið. Og máttu þessir menn, sem alla tíö höfðu lagt sitt líf að veöi til að auka veg síns byggðarlags, horfa á aö verðmæti það sem þeir höfðu aflað væri tætt í sundur. Og meira að segja gengið oft svo nærri að slíkt þætti mönnum ekki trúlegt nú. Sem sagt; Stefán var einn af þeim mönnum sem mátti horfa á ævistrit sitt þannig lagt í rúst. Hann var þá með stórt heimili og svo var hart að gengið að þröngt varð fyrir dyrum um sinn. Ekki minnist ég nú hve há upphæöin var sem eftir var í skuld þegar allt hafði verið selt fyrir lítiö en hún yxi engum í augum nú. Stefáni sem fleirum, voru hér allar bjargir bannaðar. Þetta var skipun að sunnan, sögöu menn. En aö sú skipun skyldi rannsökuð er annaö mái. Kreppuárin fóru líka í hönd. Margur maðurinn átti í vök að verjast. Stefán guggnaði þó aldrei, enda átti hann góða menn að sem þekktu hann og vissu að heiöarlegri mann gat varla. Því voru þeir menn ekki fjarri sem gerðu honum kleift að hafa umsvif þótt í minna lagi væri og var hann þeim þakklátur. Hann haföi eytt manndómsárunum í að hefja staðinn, sem honum þótt vænt um, til vegs. Og í öllu velmegunarflóðinu nú má enn sjá spor Stefáns þarna fyrir austan ef að er gáö. Það hvarflaði víst ekki að honum að þurfa að hætta í miðjum klíöum en þó fór svo að hann yfirgaf Fáskrúðsfjörð og flutti til Hjalteyrar með fjölskyldu sinni. Þar hófst annar kafli í baráttusögu hans til framfara, sem því miður varð alltof stuttur. Um þann kafla verður ekki rætt hér nema það að hann fórst í slysi tveimur árum eftir komu sína þangað og var það á árinu 1940. Oft hefir hvarflað að mér, þegar ég lít til baka og hugsa um þessa góðu drengi og athafnamenn, hvernig þeir myndu hafa tekið allri þeirri tækni sem nú býðst. Þakklátir menn fyrir allt sem þeir höfðu þá. Myndu þeir fara veg þeirra sem nú sjá ekkert nema Ríkið ef einhverjum björgum á lyfta? Ekki hefði það verið að skapi Stefáns. Þaö veit ég aö sveitungar hans eru vissir um. Hann kynntist því fyrst og síðast að treysta eigin mætti og góðum Guði. Þar var skjóliö. Stefán var gæfumaöur. Hann eignaðist góöan lífsförunaut, sem bjó honum og starfsmönnum hans og börnum eftirtekt- arvert heimili, sem orð fór af um nágranna- byggðir. Börn hans bera honum vitni. Uppeldi góðra foreldra svíkur ekki. Stefán verður þeim sem honum kynntust minnisstæður. Hann átti þess kost aö leggja hönd á plóginn við aö gera Fá- skrúðsfjörð að líflegum athafnabæ, snyrti- legum og vinalegum bæ, sem þeir er urðu aö leita á önnur mið, bera hátt í huga og gleyma aldrei. Hann var einn af þeim sem mátti segja um að „eiga þegar aldir renna — einhver spor í tímans sjá“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.