Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1981, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1981, Blaðsíða 3
Séra Sverrir Haraldsson Borgarfirði eystra Við bakdyrnar Allt mér veitist, sem vil ég hljóta, auös og gæfu mér auönast aö njóta. Bjart er lífiö sem blíöur, fagur, blessunarríkur sumardagur. En bakdyramegin er barn sem grætur í bættum tötrum, meö bera fætur og spurn í bláum barnsaugum sínum: — Bróöir, því stalstu gullunum mínum? í hávaöa dagsins, um hljóðar nætur heyri ég þegar barniö grætur, meö brennandi tár í barnsaugum sínum: — Bróöir, skilaöu gullunum mínum. Þá hrópa ég stundum í hamslausri bræði: — Haltu þér saman, mig vantar næði. Sviftu mig ekki svefni mínum. Síst hef ég stolið gullunum þínum. Já, svona er lífiö ég síst því neita. Saklaus börn eru dæmd til aö leita. En, bíddu lengur hjá bakdyrum mínum. Bráöum skila ég gullunum þínum. Vitrun Fram af himinháum kletti horfði ég, en fyrir neöan blasti við mér biksvört gjá. Niðri íþessu dulardjúpi dimmra skugga heyrði ég niöa straumþunga og stríða á. Oní gljúfriö horfði ég hljóður hikandi og sem í draumi. Brúnin var svo brött og hál. Feigöargust sem fann ég leggja feigöar upp úr regindjúpi túlkar ekkert mannlegt mál. Þá úr brúnar bröttum kambi byltist steinn svo gneistar hrukku niöur rökkruð gljúfragöng. Heyrði ég að stall af stalli steyptist hann með ofsahraöa. Bergmálið í björgum söng. Þar sem ég nú stóö og starði stálhörö rödd mér barst til eyrna eftir dökkri draugaleiö: — Þegar loksins steinninn stóri staðnæmist á gjáarbotni enda mun þitt æviskeið, þetta gljúfur dimma og djúpa, draugalegt ímyrkri vafiö er þín dökka ævileið. Eins og steinn er stöðugt hrapar steypist þú í gljúfriö niður. Þar mun enda skapaskeiö. — Þegar hafði þannig talaö þrumuraust frá iörum jarðar, allt varö kyrrt og eyðihljótt. Hrökk ég þá með ugg og ótta uppúr þessu dauöamóki. Þá var ennþá niðdimm nótt. Síðan oft um svartar nætur sé ég gegnum rúm og tíma eftir dökkri draugaleiö stein, sem veltur, steypist, hrapar, staönæmist og hræddur spyr ég: — Endar nú mitt æviskeið? Stafangur stendur á skaga milli Borgar- fjaröar og Gannsfjaröar, en báöir ganga inn úr Boknfirði, sem skerst inn í vestur- ströndina frá Noröursjónum. Hún byggðist út frá kvos viö Voginn, suðlæga kvísl Borgarfjarðar, og til beggja handa rísa hamrabelti og kleifar. Húsin ber því hvert í annaö nema þar sem háhýsin skyggja á. Áöur fyrr bar dómkirkjan ægishjálm yfir aðrar byggingar. Eitt þeirra kennimerkja sem enn eru viö lýöi er Valbergsturninn: gamall varöturn uþþ af eystri hafnarbakk- anum. En Haraldsturninn á Ullandhaug er horfinn. Þar gnæfir nú fjarskiptaturn sem líkist tunglflaug á skotpalli. Borgin hefur þanizt út yfir láglendiö suður á bóginn, en þó ekki vaxið inn í nágrannabæinn Sandnes eins og sþáö var 1935. íbúar eru um 90.000, og hvert býlið af öðru í nágrenni hennar er tekiö eignarnámi. í úthverfunum eru háreistar íbúðablokkir, hraðbrautir, hábrautir og undirgöng, eins og heyrir til vaxandi stórborg. Brú hefur verið lögö yfir Hafurs- fjörö og önnur yfir Straumsteinssundið til eyjanna. Sú er kílómetri á lengd. Og olíumannvirkin setja svip sinn á umhverfiö. Búiö er aö jafna gömlu timburhúsin austanvert á Hlaögarösveginum viö jöröu til aö rýma fyrir stórhýsi Olíustofnunar ríkisins og nýju slökkvistöðinni. Hún er staðsett beint á móti Fylkisfangelsinu, þar sem norskir ættjaröarvinir voru hafðir í haldi á stríösárunum. Gatan hefur verið breikkuö og burtu eru skrúðgarðarnir ásamt trjánum í hallanum niöur aö sjávar- málinu. í staöinn rísa iönver fram meö ströndinni, korn- og olíugeymar. Úti á Gannsfirði ber rammgerða stein- stöpla viö himin, jafntrausta og fjöllin aö baki þeirra. Fullgerðir ná olíupallarnir 220 m hæö. Skipasmíöastöðin Rósenberg sér um yfirbyggingu þeirra. Hún hefur aösetur á Búey, en hóf feril sinn í Sandvík viö enda Neöri-Strandgötu. Hver sem orsökin kann aö vera hefur víkin, sem var eftirsóttur baöstaöur, hlotiö nafniö „lúsaþollurinn”. Sagt er að þarna hafi verið grunnsævi mikiö og glitt í grænleitan sandbotninn langt út eftir Voginum. Skyldi þaö vera staðurinn sem Kielland lýsir í lok 12. kafla skáldsögu sinnar „Arbeidsfolk“? Á Tanangur-oddanum handan við Haf- ursfjörö fer olíuhreinsunin fram. Loginn úr turni hreinsunarstöövar ESSO blaktir dag og nótt. í Risavík við Tanangur liggur íbúöapallurinn Henrik Ibsen og bíöur átekta, og skammt þar frá er olíupallur í smíöum. Hann er umkringdur sæg flutn- ingapramma og báta, er sýnast örsmáir í samanburði viö tröllauknar stoðirnar. Viö þær eru tengd lyftitæki og kranar. Þegar rökkva tekur og Ijós eru kveikt um borö líkjast pallarnir austurlenzkum ævintýra- höllum. En fólk er ekki búiö aö ná sér eftir harmleikinn um borö í Alexander L. Kielland og veltir því fyrir sér hvernig í ósköpunum þetta gat gerzt. Fjölmargar ágizkanir hafa komið fram, en endanleg lausn er ekki fundin. Ætlunin er aö draga hótelpallinn inn á Gannsfjörðinn, marandi í kafi, og þar á að gera tilraun til að snúa honum viö. Þá verður settur lögregluvöröur fram meö ströndinni til þess aö bægja forvitnum áhorfendum frá, því búizt er viö aö líkin sem eru ófundin séu enn um borö. í Tanangri eru aðalbækistöðvar Phillips Petroleum Company. Olíufélögin eru mörg, bæöi innlend og útlend, auk ýmissa þjónustufyrirtækja í tengslum viö olíu- vinnsluna. Þau veita mikla atvinnu, sem vill þó veröa á kostnað annarra iöngreina. En ekki kemur olíugróöinn öllum til góöa, ef dæma má eftir lesandabréfi í Rogaland Avis 26. júní. Það er sjómannskona sem skrifar. Maöur hennar haföi veriö í sigling- um fyrir bandamenn öll stríösárin og nýlega hlotiö heiðursmerki fyrir frammi- stööu sína. Hún segir m.a: „Maöurinn minn er ekki bitur vegna þess aö þaö dróst í 35 ár aö veita honum þessa viðurkenningu, heldur af því aö bróðir hans varö eftir í Atlantshafinu '42, og hann er líka bitur vegna þess aö hann fékk ekki aö fara heim fyrr en í maí ’46. Auk þess er hann bitur vegna þess aö hann fékk ekki peninga sína endurgreidda (Nortraship) þegar hann loksins gat afskráö sig. Með þessum peningum, sem voru verömiklir þá, hefði hann getað komið undir sig fótunum. Hann haföi bilazt á taugum og varö aö fram- fleyta sér á lausavinnu. Er furöa þó honum þyki súrt í broti aö veröa aö sætta sig viö lífeyri í hlutfalli viö þær fastatekjur sem hann hafði áriö 1946?“ Hvaö verður um olíugróðann? Stjórnin ber því við aö viðskiptajöfnuöur viö útlönd sé óhagstæður og ágóöinn fari í að greiöa hallann. Þaö er veröbólga í Noregi, sem sést bezt á því að eins- og tvíeyringar eru horfnir úr umferö. Fasteignir hækka stöð- ugt í veröi og dýrtíö fer vaxandi. Konan heldur áfram ferö sinni meðfram Breiöavatni, sem einu sinni endurspeglaöi bláma himinsins en er nú skolplitt af mengun. Starhólmarnir eru horfnir og slepjug froða safnast viö bakkana. En fuglalífiö er óbreytt og andaskýliö á miðri tjörninni. Gosbrunnurinn á sínum staö. Til hægri handar gnæfir Hótel Atlantic, eitt af fyrstu háhýsunum sem reist voru í borginni. Vafningsviöur þekur alla framhliöina, svo vart sér í dyr og glugga. Þarna stóö Jómfrústofnunin áður, aflagt 2ja hæöá timburhús, dvalarstaður piparmeyja af góöum ættum. Síðar var þaö tekiö í þjónustu járnbrautarinnar: skrifstofur og bústaöur stöðvarstjóra. Stafangur er gróðursæl borg. Alls staöar sjást tré og garðar og víöa standa trén svo þétt aö rétt grillir í húsin á milli þeirra. Þaö er m.a. þetta sem gerir umhverfið torkennilegt viö endursýn, því forðum daga var mikiö um gróöurlaus svæöi. En þaö vantar útiveitingahús í miöborgina. Hand- an viö gamla þósthúsiö stóð éinu sinni veitingahús meö opinni verönd, þar sem komið var fyrir boröum og stólum. Nú eru kaffi- og veitingahúsin dimm og drungaleg og minna á öldurhús á meginlandinu. Kaffihúsinu Promenaden í Kirkjugötunni, sem lengi var taliö fínasta kaffihús borgar- innar, hefur veriö lokaö. Og Café Interna- tíonalen, venjulega kallaö „Inter", gert aö bjórkrá. Þar héldu sósíalistar til. Á þessum veitingastöðum var lifandi tónlist. Neöst í götunni er nýja járnbrautarstöö- in. Ofan viö skilvegginn milli stöövarsvæö- isins og Kannikbakkans blasir leikhúsiö viö með sínar hreinu nýklassísku línur. Til aö stækka þaö hefur verið hvolft ofan á þaö eins konar steinkassa, í stíl viö aörar funkis-byggingar í borginni. Eitt sinn átti hún arkitekt meö heildarsýn. Hann lagöi meira í aö byggja borgir en einstök hús. Þaö var hann sem stóö aö leikhúsinu, íþróttahöllinni, safnhúsinu og borgar- sjúkrahúsinu. Þeim húsum var ætlaö aö vera hluti af samstæöri heild. En tímarnir breytast og smekkur manna beindist í aðra átt. Verki hans var ekki haldið áfram þótt húsin standi enn. Konan fer hægt og vaggandi, eins og henni sé erfitt um gang. Hún togar í hálsbandiö á hundinum, sem ööru hverju lyftir fæti og sprænir á trjástofnana viö veginn. Kápa hennar er snjáö og kjóllinn blettóttur. Skórnir hælaskakkir. Hún er gildvaxin niöur, en axlirnar grannar og hálsinn mjór. Upp af honum tinar höfuö meö hattkúf á hvirflinum. Niöur undan hattinum kemur grátt hárstrý meö gullinni slikju í broddunum og leggst í tjásum ofan á heröarnar. Bersýnilega kona sem löngu er hætt aö hiröa um útlit sitt. Hún beygir inn trjágarðinn að baki dómkirkjunnar viö minnisvaröa úr granít og eir, gjöf frá útflytjendum til Vesturheims. En á árunum 1825—1924 er taliö aö 800.000 Norðmenn hafi flutzt úr landi. Styttan er af gasellu sem rís upp á afturfæturna og áritunin á stallinum er á ensku: DEDICATED TO THE MEN AND WOMEN OF NORWEGIAN BLOOD WHO HAVE CONTRIBUTED TO THE BUILDING OF AMERICA. Garöurinn er samur og áður, sömuleiöis húsin sem vita aö honum, dúfurnar og hljómskálinn. En Parkcaféen hefur skipt um nafn og heitir Gasellan, alræmd bjórkrá. Austurgafl dómkirkjunnar blasir nú viö milli skuggsælla trjánna. Hann er íburðarmeiri en vesturstafninn. Á honum eru 2 turnar meö grænum hettum og stór, steindur bogagluggi. Hluti kirkjunnar var endurbyggöur í gotneskum stíl eftir brun- ann 1272.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.