Morgunblaðið - 04.01.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.01.1997, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Flóð í Bandaríkjunum og miklir kuldar í Evrópu London, San Francisco. Reuter, The Daily Telegraph. VETRARHÖRKURNAR í Evrópu hafa valdið miklum samgöngutruflunum og áratugir eru síðan svo margir, um 160 manns, hafa látist þar af völd- um kulda á jafn skömmum tíma. Búist er við að ástandið versni enn þar sem ekkert bendir til þess að breyting verði á veðrinu næstu daga. 12.000 ferðamenn komust hvergi í Róndalnum í Frakklandi í gær vegna þess að allt að tíu sentimetra íslag á járnbrautarteinum stöðvaði lestimar. Vestan- hafs hafa einnig verið hamfarir, talið er að 14 manns hafi farist af völd- um vatnavaxta og aurskriðna í vesturhluta Bandaríkjanna síðustu daga. Kalt er á austurströnd landsins. í Lyon í suðausturhluta Frakk- lands fengu þreyttir ferðamenn húsa- skjól á járnbrautarstöðvum, í skólum, herbækistöðvum og íþróttasölum. Margir kvörtuðu undan því að ráða- menn járnbrautanna hefðu ekki veitt farþegunum nægilegar upplýsingar um aðstæður og gerðu lítið til að aðstoða þá. Aðfaranótt föstudags sátu um 5.000 manns fastir í bílum sínum á vegum í Róndalnum og fólk var hvatt til að leggja ekki í nein ferðalög. Stærstu flugvellir í landinu eru opnir en víða hefur minni völlum verið lok- að. Tveir skíðamenn fórust í Ölpun- um, annar þeirra af völdum snjóflóðs. Meira en 50 manns, aðallega fá- tæklingar og utangarðsmenn, hafa dáið vegna kuldanna í Rúmeníu og eru líkhús orðin yfirfull, sums staðar neita starfsmenn kirkjugarða að jarða látna vegna þess að jörðin er gaddfreðin. í Póllandi hafa 40 manns látist, margir þeirra aldrað fólk en einnig hafa margir ofdrykkjumenn sofnað á víðavangi og dáið úr kulda. í Bonn í Þýskalandi sögðust grafarar verða að nota þrýstiloftsbora til að brjótast í gegnum 50 sentimetra þykkt, frosið moldartag. Starfsbræð- ur þeirra í Leipzig notuðu gamlar aðferðir, þeir létu glóandi kol liggja ■ á jörðinni í sex til átta stundir til að þíða moldina. 35 hafa týnt lífi í Þýskalandi vegna kuldanna. Vetrardekk og súkkulaði Snjókoman var fjögurra ára dreng til bjargar í ítölsku borginni Pioltello, Reuter MIKLAR vegaskemmdir hafa orðið í vesturhéruðum Banda- ríkjanna vegna flóðanna, rúm- lega 30 metra langur kafli á gatnamótum hrundi niður í gjá í úthverfinu Shorline í Seattle. Carter leysi gíslamálið Lima. Reuter. HAROLD Forsyth, stjórnar- andstöðuþingmaður í Perú, hvatti stjóm landsins í gær til að biðja Jimmy Carter, fyrrverandi forseta Banda- ríkjanna, til að hafa milli- göngu um samningaviðræður við skæruliða sem halda 74 mönnum í gíslingu í bústað japanska sendiherrans í Lima. Alberto Fujimori forseti tjáði sig ekki um tillöguna í gær. Talið er að skæruliðarnir geti fallist á milligöngu Cart- ers þar sem hann hefur barist fyrir því að réttað verði á ný í máli bandarískrar konu, sem var dæmd fyrir aðild að hreyf- ingu skæruliðanna. Skauta- hlaup Borg- anna ellefu FROSTHÖRKURN AR að und- anförnu valda því að síki hefur lagt í Hollandi. í gær hófst 200 km langt skautahlaup, hið 15. í röðinni, sem kennt er við Borgirnar ellefu og eru 11 ár síðan það var síðast haldið. Búist var við um 20.000 þátt- takendum og allt að milljón áhorfendum. Á myndinni sjást nokkrir skautahlauparar í smábænum Hindelopen í gær. nálægt Mílanó. Hann féll út um glugga á sjöttu hæð en lenti í nær 40 sentimetra þykkum snjó sem fall- ið hefur undánfarna daga og slapp nær ómeiddur. Þýska fyrirtækið Continental hef- ur bætt við vöktum til að fullnægja spurn eftir vetrardekkjum sem er 50% meiri en á sama tíma í fyrra. Bílstjóri, sem var á ferð í Belgíu með fullan vöruflutningabíl af súkk- ulaði, reyndi að þíða eldsneytistank- inn með logsuðutæki en þá kviknaði í tankinum. Varð niðurstaðan stærsta súkkulaðifondue í manna minnum, að sögn lögreglu. Stórijón vegna flóða vestanhafs Hávaðarok og mikil úrkoma vegna heits rakalofts, sem sem berst frá Kyrrahafinu og þéttist yfir landi, hafa síðustu daga valdið vatnavöxt- um, aurskriðum og rafmagnsleysi í mörgum sambandsríkjum í vestur- hluta Bandaríkjanna, einkum í Kali- fomíu, Idaho, Nevada, Oregon og Washington. Talið er að 14 manns hafi farist af völdum náttúruhamfar- anna. Mikið eignatjón hefur orðið, einkum í Norður-Kaliforníu, vegna flóðanna, lýst hefur verið yfír neyða- rástandi þar og í nokkrum héruðum hinna ríkjanna. Áin Truckee í Nevada olli mestu flóðum sem orðið hafa í Reno í 40 ár. Loka varð sumum spilavítum, sem borgin er fræg fyrir, en annars stað- ar héldu menn ótrauðir áfram að freista gæfunnar eftir að búið var að treysta vamirnar með sandpokum. Tjónið vegna flóðanna í Nevada er hið mesta sem um getur í sögu ríkisins, að sögn ríkis- stjórans, Bob Millers. Mörg þúsund manns í bæjaþyrpingu við ána Feather í norðurhluta Kaliforn- íu, um 80 km norð- austan við borgina Sacramento, voru flutt í neyðarskýli. Um 2.300 ferðalang- ar, starfsmenn þjóð- garða og fjölskyldur þeirra eru innlyksa í Yosemite-garðinum í Kaliforníu vegna flóða í ánni Merced sem hafa lokað öllum þjóðvegum inn í Yos- emite-dalinn. Reuter Réttarhöld vegna fjöldamorðanna í Rúanda Fyrstu dauðadóm- arnir kveðnir upp icríili. Rpnfpr. ^ Innilegar þakkir sendi ég öllum þeim, sem voru með mér og glöddu mig með gjöfum, skáldskap og fleiru á afmælisdaginn minn. Eg óska ykkur gleðilegs nýs árs meÖ þökk fyrir allí gamalt og gott. Iðunn E.S. Geirdal frá Grímsey. Kigali. Reuter. DOMSTÓLL í Rúanda dæmdi í gær tvo Hútúa til dauða fyrir aðild að fjöldamorðum og glæpum gegn mannkyninu vegna drápa á 800.000 Rúandabúum í óöldinni sem ríkti í landinu árið 1994. Þetta eru fyrstu dauðadómarnir sem kveðnir eru upp vegna fjöldamorðanna. Ríkisútvarpið í Kigali sagði að sakborningarnir fengju 15 daga til að áfrýja dómunum. Réttarhöldin yfir mönnunum stóðu í fjórar klukku- stundir 27. desember og þeir höfðu enga veijendur. Mennirnir héldu fram sakleysi sínu. Þetta eru fyrstu réttarhöldin vegna fjöldamorðanna samkvæmt lögum sem þing Rúanda samþykkti á nýliðnu ári. Um 90.000 Rúanda- búar eru í fangelsum landsins og sakaðir um að hafa tekið þátt í dráp- um Hútúa á 800.000 Tútsum og hófsömum Hútúum. Mannréttindahreyfingar hafa fagnað því að sakborningarnir skuli vera leiddir fyrir rétt en segja fram- kvæmd réttarhaldanna ábótavant vegna skorts á veijendum. Gerard Gahima, aðstoðardómsmálaráðherra Rúanda, vísaði þessari gagnrýni á bug. „Samkvæmt Iögum landsins er heimilt að sækja fólk til saka án verjenda," sagði hann. „Haldi menn að hægt sé að sniðganga dráp á milljón manna vegna skorts á veij- endum ættu þeir að íhuga málið bet- ur. Þessir glæpir voru framdir um hábjartan dag. Annaðhvort voru sjónarvottar eða ekki. Þetta snýst ekki um nein flókin lagaleg álita- mál. Réttarhöldin snúast um stað- reyndir." Hreyfing flóttamanna úr röðum Hútúa hafa lýst réttarhöldunum sem „skrípaleik" og sagt að Hútúar, sem hafa snúið aftur heim, hafi verið handteknir vegna ásakana fólks sem vilji komast yfir eigur þeirra. Gildistöku Kúbulaga frestað BILL Clinton Bandaríkja- forseti lýsti yfir því í gær að hann hefði frestað um sex mánuði gildistöku laga, sem kveða á um að Banda- ríkjamenn geti stefnt útlend- ingum snerti viðskipti þeirra á Kúbu eignir, sem tilheyrðu Bandaríkjamönnum áður en þær voru þjóðnýttar eftir bylt- inguna á Kúbu. Clinton frestaði gildistöku hinna umdeildu laga upphaf- lega um sex mánuði 16. júlí og varð að taka ákvörðun fyr- ir 16. janúar um það hvort lögin ættu að taka gildi eða því yrði enn frestað. Clinton sagðist hafa tekið þessa ákvörðun til að halda þeim „alþjóðlega þrýstingi, sem skapast hefur til að efla lýð- ræði á Kúbu“. Herinn taki svæði Tútsa STJÓRNIN í Zaire fyrirskipaði í gær hersveitum sínum að hefja stórsókn í austurhluta landsins og heimta svæðið úr klóm uppreisnarmanna Tútsa. Baráttuþrek hersins er sagt í molum en yfirmönnum hersins var heitið öllum þeim stuðn- ingi, sem þeir töldu sig þurfa, til sóknarinnar. Tapaði herinn borginni Bunia í fyrradag vegna skorts á hergögnum, en herinn hefur safnað saman miklum vopnum í stöðvum líf- varðar Mobutu Sese Seko for- seta í höfuðborginni, Kins- hasa, og hafa þau ekki fengist flutt á vígvöllinn. Takmark uppreisnarmanna er að steypa Seko af stóli. Kveikt í húsi Dutroux HÚS í eigu belgíska barnaníð- ingsins Marc Dutroux í Jumet, út- borg Charl- eroi, eyði- lagðist í eldi í gær. Full- trúi slökkvil- iðs sagði að um íkveikju hefði verið að ræða þar sem enginn bjó í húsinu, sem var úr tré og fuðra.ði upp á skammri stundu. Á lóð húss- ins, sem Belgar hafa nefnt hryllingshúsið, fundust lík tveggja fórnarlamba Dutroux í september sl. Þáðu fé af Irönum STÆRSTI stjómmálaflokkur Bosníu, SDA, sem músliminn Alija Izetbegovic fer fyrir, við- urkenndi í gær að hafa þegið um 35 milljón ísl. kr. framlag írana síðasta haust. Neituðu talsmenn flokksins því að féð hefði runnið í kosningasjóð, eins og fullyrt var í The Los Angeles Times heldur hefði því verið varið til mannúðarmála. Marc Dutroux Bill Clinton
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.