Morgunblaðið - 18.08.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.08.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 1Ú96 11 PÉTUR Vosjcky, tékkneskur Breti, kennir fullorðna fólkinu íslensku. Greinilegt var í kennslustund að þeim þótti einna erfiðast að segja „barnið þitt“. ÞAU eru yfirmáta áhugasöm að læra íslenskuna. F.v. Milan Kospenda, Vesna Schally, Jovan Popovic og Nebojsa Schally. Töluðum saman í tvo tíma án þess að skilja mikid en hlógum allan tímann vona. Fyrst þegar þau komu í heim- sókn sátu þau hjá okkur í tvo tíma og við spjölluðum allan tímann, án þess í raun að skilja hvort annað, en hlógum mikið,“ sagði Aðalheiður. Ástæðan fyrir því að einmitt þessi hópur Júgóslava varð fyrir valinu er sú að hjónaböndin eru öll blönduð, þar sem annað hjónanna er serbneskt en hitt króatískt og hafa því ekki möguleika á að búa neins staðar í fyrrum Júgóslavíu. Ný lög í Serbíu hafa verið sett, sem segja að þeir einir geti fengið serb- neskan ríkisborgararétt sem voru fluttir þangað fyrir árið 1992. „650 þúsund manns eru án réttinda, því þeir fá ekki ríkisborgararétt og þar með ekki atvinnuleyfi. Þetta fólk getur ekki heldur farið inn í Króat- íu, þannig að framtíðarhorfur þess eru gjörsamlega vonlausar," sagði Irena. Allir til tannlæknis Að sögn hennar hafa fæstir nýju íslendinganna komist í læknisskoð- un ennþá vegna uppsagna heilsu- gæslulækna, þannig að ekki er al- mennt vitað um heilsufarslegt ástand þeirra. Hún segir þó ekkert útlit fyrir að neitt líkamlegt sé að þeim fyrir utan tvo karlmenn, sem eru með eldri áverka. Hins vegar hefur tannlæknir bæjarins nóg að gera, því tennur langflestra eru illa farnar. „Það er einnig ljóst að börn- in eru mörg hver stríðshijáð. Eitt barnið var til dæmis ekki nema þriggja daga gamalt þegar fjöl- skyldan fór ofan í kjallara, þar sem hún var meira og minna í þijú ár. Barnið, sem er fjögurra ára, er búið að vera í kjöltu móður sinnar frá fæðingu og má ekki af henni sjá. Og þó að fullorðna fólkið beri sig vel er greinilegt að ekki má bregða mikið útaf og þá einkum hjá konunum," sagði Irena. Hún leggur þó áherslu á að þetta sé mjög duglegt, sjálfbjarga, vinnu- samt og jákvætt fólk upp til hópa. En bæði hún og Jón Tynes segja að samkvæmt reynslu annarra þjóða af flóttamönnum megi búast við að ýmsir erfiðleikar komi upp þegar ákveðinn tími sé liðinn. Hef- ur Irena markvisst tekið fólk í við- töl til að kanna líðan þess. „Ég er hálfnuð með hópinn og ætla að gera þetta með reglulegu millibili, þannig að komi upp vandamál vita þau að þeim er óhætt að leita til mín, sem þau gera reyndar nú þeg- ar.“ Framundan er að halda áfram markvissri íslenskukennslu, sem er grundvöllur fyrir að fólkið komist inn í íslenskt samfélag. Ætlunin er að fullorðna fólkið verði í dag- legu íslenskunámi næstu 9 mán- uði, en Irena segist ekki vita hvern- ig til takist þar sem búast megi við að fólkið kjósi fremur að vera í vinnu allan daginn þegar fram líða stundir í stað þess að stunda ALEKSANDAR Kospenda 6 ára nýtur leiðsagnar Stefáns Berg- manns lektors, sem er börnunum til aðstoðar í skamman tíma. 650.000 manns fá ekki ríkisborgara- rétt né atvinnu- leyfi og eru án heimila vinnu hálfan daginn og nám hinn helminginn. Nokkrir kennarar sjá um kennsl- una núna, meðal annarra er Pétur Vosjcky, tékkneskur Breti sem kennir við Námsflokka Reykjavík- ur. Hann verður með hópinn fram í september og segir að bæði full- orðnir og börn séu mjög áhugasöm um námið. „Þau eru spennt og kraftmikil og mér virðist þeim líða vel,“ sagði hann. Þegar Morgun- blaðsmenn sátu stutta stund í tíma hjá þeim fullorðnu kom í ljós að þeim finnst framburðurinn mjög erfiður enda er hann frábrugðinn serbnesku. Hópurinn hefur dvalið undanfarið í Serbíu, þar sem ein- göngu er notað kýrillískt letur (not- að í rússnesku o.fl. málum) og þrátt fyrir að flestir ef ekki allir hafi lært latneskt letur ruglast menn ennþá svolítið í ríminu. Sáu líkama sprengda í tætlur HRKALOVIC-fjölskyldan, sem er ein þeirra sex fjölskyldna sem nýkomnar eru til íslands frá Serbíu, hafði búið í Kraínuhéraði í miðri Króatíu um langt skeið þegar hún varð að flýja heimili sitt. Héraðið hafði meira og minna verið umlukt Króötum, sem íbúarnir höfðu átt í stríði við undanfarin fimm ár. Af þeim sökum höfðu allir karlmenn 16-65 ára verið kvaddir í herinn og þar á meðal Serbinn Zeljko Hrkalovic. Hörmungar fjölskyldunnar byijuðu fyrir alvöru 4. ágúst 1995 þegar sprengja féil á víg- völlinn steinsnar frá Zeljko, sem olli því að hljóðhimna hans skaddaðist og hann særðist víða á líkamanum. „Ég kom heim klukkan átta um kvöldið, en þá voru Króatar aðeins í um 500 metra fjarlægð frá húsinu. Við urðum að hraða okkur af stað og enginn tími gafst til að taka neitt með sér, því ef Króatar hefðu náð okkur hefðum við verið drepin," segir Zeljko þar sem við sitjum á heimili fjölskyld- unnar á Pollgötu 4, á Isafirði. Það er stutt. í brosið og hann virkar rólegur og yfirvegaður á aðkomumann en reykir mikið eins og kona hans, Kata Hrkalovic, sem er Króati. Handtak- ið er þétt hjá báðum og túlkurinn Irena Kojic segir aðspurð að lýsingunni svipi mjög til rnargra hinna flóttamann- anna. Hér sé um sterkar og jákvæð- ar manneskjur að ræða. Þau voru vel efnað bændafólk; áttu 15 hektara land í Kraínahéraði þar sem 5-7 hektara landareign er algeng. Þau ráku sjálfsþurftarbúskap með kindum, svínum, hænsnum og kúm, en unnu hluta úr degi sem þjónar á nærliggjandi hóteli. Eldri dæturnar, Zeljka o g Djurdja, sem nú eru 15 og 14 ára, hjálpuðu foreldrum sínum við búskapinn en að auki eiga þau dæturnar, Vukosava og Nedj- eljka, 9 og 8 ára. Nú hafa þau fregnað að húsið, sem er þriggja hæða, standi autt og tómt, því öllu var rænt nema einni helgimynd, sem ennþá hangir uppi. Sjö daga martröó Flóttadaginn tók Zeljko dráttarvélina, festi aftan á hana kerru, þar sem fjölskyldan kom sér fyrir. Bíllinn varð eftir þar sem aðalveg- inum hafði verið lokað og þau þurftu að þræða leiðina í gegnum skóginn og upp fjöllin. Af og til tóku þau gamalt fólk upp í meðan pláss leyfði. Dag eftir dag mjakaðist flóttamannalestin áfram. Fólkið var án inatar svo dögum skipti og Zeljko fékk engan svefn nema þegar hann dottaði augnablik ef lestin stöðvaðist. „Það var á þriðja degi að ég var að leita að vatni,“ seg- ir Kata. „Ég var orðin svo máttlaus af hungri og þorsta að það leið yfir mig og ég féll ofan í skurð. Fyrir einhveija tilviljun gekk maður framhjá sem þekkti mig og gat náð að gera Zeljko viðvart, en hann var komin svolítið á undan, því hann varð stöðugt að halda áfram. Engu munaði að ég yrði þarna eftir og hefði sennilegast dáið.“ Kata minnist ferðarinnar með hryllingi og segir að börnin hafi legið í kerrunni, grátandi af hungri, þorsta, hræðslu og vanlíðan á milli þess sem þau sváfu. Á leiðinni lentu þau bæði í rigningu og allt upp í 40° hita. í Petrovac í Bosníu gerðu Króatar sprengjuárás á flótta- mannalestina og þau horfðu upp á líkamsleifar barna og fullorðinna þeytast í allar áttir. Eft- ir árásina mátti sjá fólk meðfram vegkantinum reyna að grafa yfir líkama og líkamsleifar. Bjuggu i hreysi Á fimmta degi komu þau til Bosníu og hittu fólk sem gaf þeim að borða. Hins vegar var ferðinni heitið til hálfbróður Zeljkos í Vojvod- inu í Serbíu, sem er eitt af sjálfsstjórnarsvæð- unum og fjölmennur ungverskur minnihiuti býr. Þangað komu þau tveiinur dögum síðar og höfðu þá verið stanslaust á ferðinni í sjö daga. I fyrstu bjuggu þau í húsi bróð- urins en síðar fengu þau leyfi til að setjast að í hálfköruðu húsi, sem var í eigu hollenskrar konu. „Ég er búinn að finna hús, en þú mátt ekki segja neitt, þegar þú sérð aðbúnaðinn þar,“ hafði Zeljko sagt við Kötu. Hún segist því hafa undirbúið sig vel, en þegar hún sá húsið féll henni allur ketill í eld og helst vildi hún hlaupa í burtu. Enginn hafði búið í húsinu og aðeins eitt stórt herbergi hafði verið múrað, en að öðru leyti voru einungis múrhleðslurnar uppistand- andi og bert steingólfið. Ekkert rennandi vatn var inn, en einn krani úti í garði ásamt kamri. „Nágrannar okkar voru mjög elskulegir. Ein- hverjir komu með tvær teskeiðar eða disk, aðrir með viðareldavél, dýnur og aðrar helstu nauðsynjavörur. Rauði krossinn útvegaði sængur og föt og skammtaði mat,“ segja þau. Skammturinn var í algjöru lágmarki en hefur nú verið minnkaður um þriðjung eftir því sem þau hafa frétt. Þau voru yfirleitt svöng, en reyndu að gefa börnunum nóg að borða. Einu sinni í mánuði fengu þau olíu, nokkrar dósir af kjötbúðingi, sykur, hveiti og pasta, auk þvottaefnis og sápu. Yfir vetrartím- ann var þeim iskalt en reyndu að safna sanian spreki í eldavélina til að halda á sér hita. Ein- stöku sinnum á þessu heila ári komst Zeljko í nánast ólaunaða vinnu, ef einhver þurfti á traktor að halda. Kata Hrkalovic Zeljko Hrkalovic Þegar í ljós kom að þau kæmust til ísiands varð það þeim mikill léttir. „Við vorum mjög ánægð að heyra að við ættum framtíð fyrir okkur,“ segja þau. Setur mark á fólk Aðspurð hvað þau lialdi um áframhaldandi veru sína hér segjast þau bjartsýn og þakklát fyrir að vera komin í öruggt umhverfi, þar sem friður ríkir og frumþörfum þeirra sé fullnægt- Þau geta þess einnig hversu allir séu góðir. Þau óttast ekki svo mjög íslenska vetraríkið og Zeljko segir að úr því að hægt sé að læra að lifa við sprengjuárásir hvenær sem er hljóti að vera hægt að venjast íslenskri veðráttu. En að sjálfsögðu setja hörmungar undanfarinna fimm ára mark sitt á fjölskylduna og sem dæmi vaknar yngsta dóttirin ennþá hljóðandi á næt- urnar og ber með sér fleiri merki hörmung- anna. Zeljko segir að hann sé að reyna að ýta liðnum tima frá sér en á svip Kötu sést að það getur hún ekki. „Nei, það er ekki hægt að gleyma þessu stríði," segir hún. Þau hafa haft samband við ættingja síðan þau komu og hafa miklar áhyggjur af þeim eins og allir í hópnum, því ástandið fer stöð- ugt versnandi. Þau segjast aldrei hafa skilið þetta stríð, þau séu fórnarlömb viðbjóðslegra atburða þar sem búið er að splundra fjölskyld- um og Kata segist ekki lengur geta hugsað um pólitík. Þau segjast ennfremur gera sér grein fyrir að öll þjóðarbrotin hafi framið grimmdarverk, hvert á sinn hátt. „Mig skiptir ekki máli hver kemur hvaðan. Nú horfi ég einungis á hvernig fólk kemur fram við aðra og ég kem fram við það,“ segir hún. Hægt að læra að lifa við all- ar aðstæður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.