Morgunblaðið - 27.01.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.01.1996, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Morgunblaðið/Albert Kemp Loðna til Fáskrúðsfjarðar Fáskrúðsfirði - Loðnuvinnslan hf. á Fáskrúðsfirði fékk fyrstu loðnuna í á fimmtudag þegar Bergur VE landaði þar 215 tonnum. Löndunin gekk vel. Sævald Pálsson skipstjóri tók við tertu úr hendi Gísla Jóna- tanssonar framkvæmdastjóra fyrirtækisins og Steinþór Pét- ursson sveitarstjóri aflienti skipstjóranum mynd af Fá- skrúðsfirði. Þetta magn er ekki nægilegt til að hefja vinnslu, en þess er vænzt að meiri loðna berist fljótlega á land, svo hægt verði að hefja vinnslu í nýju verksmiðjunni. Góður gangur hjá IS austur á Kamtsjatka Myndband um HB hf. MYNDBÆR hf. lauk nýlega gerð kynningarmyndar á mynd- bandi um sjávarútvegsfyrirtæk- ið Harald Böðvarsson hf. á Akranesi. Myndin er notuð til kynningar fyrir gesti, sem koma og heimsækja fyrirtækið. Jafn- framt verður gerð ensk útgáfa myndarinnar, sem notuð verður til kynningar innan lands og utan. Myndin er unnin í nánu samstarfí við starfsmenn og stjórnendur fyrirtækisins. Mælingar á hrogna- fyllingn UNDANFARNAR loðnuvertíðir hafa útibú Rannsóknastofnunar fískiðnaðarins í Vestmannaeyj- um og Neskaupstað boðið við- skiptavinum sínum mælingar á hrognafyllingu loðnu. Sýni hafa reglulega verið tekin úr loðnu- förmum til mælinga og niður- stöður sendar þeim sem þess óska. Að sögn Sigmars Hjartar- sonar, útibússtjóra RF í Vest- mannaeyjum, munu útibúin halda þessu áfram á komandi loðnuvertíð og geta þeir sem áhuga hafa snúið sér til útibú- anna um skráningu. „UPPBYGGINGU á Kamsjatka miðar eftir áætlun,“ segir Gunn- laugur Júlíusson í fréttabréfi sem gefið er út í Kamtsjatka og ætlað vinum og vandamönnum starfs- manna ÍS sem þar eru staddir. Þar kemur fram að góð veiði hafi verið undanfarið í Ohkotsk- hafi vestan við Kamtsjatka og að framleiðsla fyrstu vikuna á árinu hafí verið 1.320 tonn, mestmegnis heilfrystur Alaskaufsi. Ennfremur segir að þrjú móður- skip séu komin á miðin, 12 ísfisk- togarar famir út til að veiða fyrir þau og starfsfólk ÍS á skipunum virðist þegar hafa náð mjög góðu sambandi við samstarfsmenn sína um borð. Móttökur hjá UTRF góðar „Móttökur hér hjá UTRF hafa verið mjög góðar,“ segir Gunn- laugur. „í upphafi hafði fólk ákveð- inn fyrirvara gagnvart þessari „innrás" þar sem upplýsingar um hana höfðu verið af heldur skom- um skammti. Þeir hafa hins vegar verið fljótir að átta sig á því hvaða möguleikar fylgja breyttum vinnu- brögðum og öðrum hugsunar- hætti.“ Hann nefnir sem dæmi að stór hópur af starfsfólki fyrirtækisins sitji á mánaðarnámskeiði í ensku og geri ekkert annað á meðan. Að því loknu verði næsti hópur tekinn fyrir og þannig koll af kolli. „Við helltum okkur fljótlega út í rússneskunám og er það farið að skila örlitlum árangri, en leiðin til árangurs er bæði langsótt og tor- sótt,“ segir hann. Miklar vonir bundnar við samstarfið Hann heldur áfram: „í blaðinu „Fiskimaðurinn" birtist um jólin heilsíðugrein um starf okkar þar sem farið var yfir í hverju það væri fólgið og þá forsögu sem að baki því liggur. Það var ekkert verið að liggja á því að miklar vonir væru bundnar við þá þekk- ingu og reynslu sem á að flytjast hingað með veru okkar hér. Einnig var fjallað um starf ann- arra íslenskra fyrirtækja hér í Petropavlovsk, meðal annars byggingu og vígslu sundlaugarinn- ar „Bláa lónið“ sem vígð var í desember og hve mikils er um vert í þeirra augum að sjá áþreifanleg- an árangur af samstarfi við íslend- inga.“ Fundur smábátafélagsins Bárunnar í Hafnarfirði Eigendur krókabáta fái að velja milli fiskveiðikerfa FUNDUR Smábátafélagsins Bár- unnar í Hafnarfirði beinir þeim ein- dregnu tilmælum til sjávarútvegs- nefndar Alþingis og ráðherra að krókabátar fái að velja á milli nú- verandi fiskveiðikerfis og svo ein- göngu handfæraveiða með sömu banndögum og voru á síðasta fisk- veiðiári. Á fundi félagsins nú í jan- úar kom fram sú skoðun fundar- mannaað ekki þyrfti aflaþak á handfærabáta vegna þess að engin lína væri um borð sem væri talin stórvirkara veiðarfæri. Þá væri ljóst að krókabátar sem eingöngu hefðu stundað handfæra- veiðar undanfarin ár hefðu orðið undir í baráttunni um afla. Aukið aflamagn línubáta ætti aftur á móti að bitna til jafns á króka- og línubátum að mati ráðamanna. Fundurinn hafnaði alfarið allri kvótasetningu smábáta. Hann taldi að offjölgun smábáta væri vanda- mál stjórnvalda og tilkomið vegna illa grundaðrar stefnu þeirra í mál- efnum greinarinnar og vítaverðs andvaraleysi. í ályktun fundarins segir: „Því er gerð sú krafa að stjórnvöld í sjáv- arútvegi breyti sinni stefnu, án þess að níðast á einstökum mönnum, með því gerræði sem nú hefur opin- berast.“ Loks hélt fundurinn því fram að sjávarútvegsráðherra ætti að efast um gildi fiskifræðinnar sem full- þroska fræðigreinar og minnsta kosti ekki fálma í blindni eftir henn- ar forskriftum, sér í lagi þegar deilt væri um afkomu hundruða smá- bátaeigenda og fjölskyldna þeirra. FRÉTTIR: EVRÓPA Framkvæmdast] órnin vill óháðan evrópsk- an hergagnaiðnað Brussel. Reuter. FRAMKVÆMDASTJORN Evrópu- sambandsins vill efla -evrópskan hergagnaiðnað og sjá til þess að Evrópa verði í auknum mæli sjálfri sér nóg um varnarvopn um leið og aðildarríki ESB taki upp sameigin- lega varnarmálastefnu. Eitt mark- mið framkvæmdastjórnarinnar er að ESB-ríki verði ekki jafnháð Bandaríkjunum og þau hafa verið um vopn til að veija sig. Martin Bangemann, sem fer með iðnaðarmál í framkvæmdastjórn- inni, sagði á blaðamannafundi að nýrra aðferða væri þörf til að tryggja að vopnaiðnaður ESB hefði tæknilega getu til að styðja við bakið á stefnumótun sambandsins í utanríkis- og öryggismálum. „Ör- yggismálastefnan er ekki jafntrú- verðug ef við getum ekki framleitt okkar eigin vopn,“ sagði Bange- mann. Framkvæmdastjórnin hefur í ár- anna rás látið vopnaiðnaðinn af- skiptalausan, þar sem grein 223 í Rómarsáttmálanum veitir aðildar- ríkjunum einum lögsögu yfir her- gagnaframleiðslu og -viðskiptum. Nú segir framkvæmdastjórnin hins vegar að þessi grein hafi verið túlk- uð of rúmt. Aðildarríkin verði að fórna eigin stefnu varðandi her- gagnaframleiðslu og vopnakaup í þágu sameiningar kraftanna í evr- ópskum vopnaiðnaði. Það sé for- senda þess að atvinnugreinin sé samkeppnishæf nú á tímum sí- minnkandi útgjalda til varnarmála. Mun koma niður á bandarískum hergagnaframleiðendum Tillögur framkvæmdastjórnar- innar munu eflaust verða teknar óstinnt upp í Bandaríkjunum, þar sem það mun augljóslega koma nið- ur á markaðshlutdeild bandarískra hergagnaframleiðenda, verði þeim hrint í framkvæmd. í skýrslu fram- kvæmdastjórnarinnar kemur fram að á árunum 1988-1992 hafi ESB- ríki aðeins keypt 3-4% af hefð- bundnum vopnum sínum frá öðrum aðildarríkjum. Hins vegar keyptu þau vopn frá Bandaríkjunum fyrir 1.170 milljarða króna, en fluttu aðeins út vopn fyrir andvirði 110 milljarða króna á móti. „Þið sjáið að þetta er algert ójafnvægi," sagði Bangemann. Á meðal tillagna framkvæmda- stjórnarinnar er að settar verði regl- ur um að stórir vopnakaupasamn- ingar verði boðnir út í öllum ESB- ríkjum, í stað þess að ganga beint til samninga við Bandaríkin eins og oft hefur tíðkazt. Framkvæmda- stjórnin telur að með þessu mætti jafnframt ná fram umtalsverðum sparnaði hjá heijum aðildarríkj- anna. EUROCOPTER er herþyrla, sem smíðuð er í samvinnu franskra og þýskra flugvélaverksmiðja. Reynt að sætta Norðmenn og Svía Brussel. Reuter. TALSMAÐUR framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að ná verði samkomulagi við Norðmenn um að þeir hverfi frá hækkun tolla á unnum landbúnaðarafurðum áður en hægt verði að ræða önnur mál, sem ágrein- ingur er um milli Noregs og ESB. Tollar á ýmsar vörur, s.s. morgun- korn, súkkulaði og margvíslegar fæðutegundir, voru hækkaðir í októ- ber sl. Franz Fischler, sem fer með land- búnaðarmál í framkvæmdastjóm- inni, átti á fímmtudag fund með norska landbúnaðarráðherranum, Gunhild Oyangen og sagði talsmaður Fischlers að fundinum loknum að þær hefðu verið gagnlegar. Fischler hefur gefíð Norðmönnum þriggja mánaða frest til að breyta stefnu sinni. Norðmenn settu á tollana í stað viðskiptahindrana á borð við inn- flutningskvóta er voru felldir úr gildi með gildistöku nýs GATT-samkomu- lags. Tollarnir hafa fyrst og fremst bitnað á innflutningi frá Svíþjóð og segir Jerzy Glucksman, landbúnaðar- ráðunautur sendinefndar Svíþjóðar hjá Evrópusambandinu, að tollar á margar sænskar afurðir hafí hækkað um 56% að meðaltali. Svíar flytja út unnar landbúnað- arafurðir til Noregs fyrir um fímmtán milljarða íslenskra króna árlega. Margareta Winberg, landbúnað- arráðherra Svíþjóðar, hefur krafíst þess að lausn þessa máls, auk deilu Svía og Norðmanna um fískveiði- heimildir, verði sett sem skilyrði fyr- ir frekari viðræðum um landbúnaðar- afurðaviðskipti. Áform Norðmanna um að draga úr fískveiðiheimildum Svía í lögsögu sinni komu þó ekki til umræðu á fundinum á fímmtudag. Connolly rekinn BRESKA hagfræðingnum Bern- ard Connolly hefur verið sagt upp stöðu sinni sem yfirmaður deildar innan framkvæmdasljórnarinnar er fer með peningamál. Connolly gaf á síðasta ári út bókina „Hinn rotni kjarni Evrópu" þar sem hann ræðst harkalega að áformum Evrópusambandsins um efnahagslegan og peningalegan samruna. Færði hann rök fyrir því í bókinni að hætta væri á að þessi áform leiddu til togstreitu milli Frakklands og Þýskalands er gætu endað með styrjöld. Eftir útkomu bókarinnar var Connolly samstundis sendur í ótímabundið leyfi og nú hefur Nickolaus van der Pas, aðaltals- maður framkvæmdasljórnarinn- ar, staðfest að Connolly muni ekki snúa aftur til starfa. V- ) I I I > * > > I i i i i > i I >

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.