Morgunblaðið - 23.12.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.12.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1995 25 AÐSENDAR GREINAR Reykjavíkurflugvölhir — hagsmunir og hlutverk UNDIRRITAÐUR, sem er í for- svari fyrir Flugþjónustuna hf. á Reykjavíkurflugvelli, hefur í um 30 ár haft með höndum þjónustu við erlendar ferju- og einkaflugvélar, sem hafa haft viðkomu í Reykjavík. Þar sem Flugþjónustan hf. byggir alla sína afkomu á þessari þjónustu- starfsemi hef ég ekki látið fram hjá mér fara fréttaflutning í blöðum og sjónvarpi upp á síðkastið um veru- legar fjárfestingar Suðurflugs hf. á Keflavíkurflugvelli og fyrirhugaða viðbót við starfsemi félagsins þar. Suðurflug hf. er lítið fyrirtæki, sem fram til þessa hefur í litlum mæli stundað kennsluflug og leiguflug. Því hefur nú skyndilega vaxið fiskur um hrygg, því Olíufélagið hf. sá sér hag í að ganga til liðs við Reykja- nesbæ og leggja talsvert fé til bygg- ingar nýrrar þjónustumiðstöðvar sem ætluð er fyrir smærri flugvélar og er kostnaður áætlaður um 80 milljónir króna. Framkvæmdastjóri markaðs- og atvinnumálaskrifstofu Reykjanesbæjar, hefur birst okkur í blaðaviðtölum og sjónvarpsfréttum sem mjög skeleggur talsmaður Suðurflugs hf. Hann hefur látið í ljós þá skoðun sína, að miklir hags- munir séu í veði fyrir Reykjanesbæ; nú sé komið til þeirra kasta, þar sem öll aðstaða sé að verða fyrir hendi til að veita erlendum feiju- og einka- flugvélum nauðsynlega þjónustu með tilkomu nýbyggingarinnar. Þar að auki séu hótel og veitingahús fyrir hendi til að veita viðtöku þeim 4-5.000 manns, sem þessi umferð skili. Eingöngu þurfí nú að bretta upp ermar, beita pólitísku handafli og loka fyrir rekstur þess fyrirtæk- is, sem hefur haft þessa þjónustu með höndum á Reykjavíkurflugvelli. Einnig ber framkvæmdastjórinn ugg í brjósti vegna þeirrar hættu sem Reykvíkingum stafi af þessu flugi. „Þetta er bara spurningin um að þingmenn þori að taka á þessu máli og því nauðsynlegt að Alþingi komi að málinu ef eim hveijar breytingar eiga að verða.“ Svo mörg voru þau orð. Þáttur forseta borgarstjórnar Reykjavíkur Mörgum þykir mál- flutningur sem að ofan greinir í tæpara lagi, svo ekki sé fastar að orði kveðið, en þeir Reykjanesmenn vita sem er, að þeir eiga mjög öflugan liðsmann í þessu máli, sem er sjálfur forseti borgar- stjómar Reykjavíkur, Guðrún Ágústsdóttir. Hún vill þó gera enn betur, því hún hefur við mörg tæki- færi látið í ljós þá skoðun sína að leggja beri niður Reykjavíkurflug- völl til að rýma fyrir íbúabyggð og þannig flytja til Reykjanesbæjar all- an þann rekstur sem fer fram á flug- vellinum í Reykjavík. Ekki er ég einn um að hafa af þessu nokkrar áhyggjur því vegir pólitíkurinnar eru órannsakanlegir. Reykjavíkurflugvöllur er ekki aðeins stór vinnuveitandi, þar eru einnig all nokkur fyrirtæki með margþætta starfsemi og fjölmargir aðilar í Reykjavík, s.s. hótel, veitingastaðir og ýmis verslunar- og þjónustufyrir- tæki hafa sömuleiðis hagsmuna að gæta af þeirri starfsemi, sem þar fer fram. Ég sakna þess að Guðrún Ágústsdóttir skuli ekki hafa komið inn á þau mál í grein sinni í Morgun- blaðinu 9. desember síðastliðinn. Guðrún Ágústsdóttir vill gera lít- ið úr mikilvægi flugvallarins, sem fýrirsögn greinar hennar ber með sér, og getur þess að innan við 20% flugumferðarinnar sé áætlunarflug innanlands. Hún lætur þess hinsveg- ar ógetið að það er samdóma álit allra, sem standa í flugrekstri, að innanlandsflugið leggist í rúst ef það eigi að flytjast til Keflavíkurflugvallar. Kennsluflug, sem er grasrót atvinnuflugsins og allrar flugstarfsemi í landinu, stendur höll- um fæti íjárhagslega og er hætt við að flest- um stoðum verði kippt undan verklegri flug- kennslu á Islandi, ef hún yrði gerð brottræk frá Reykjavíkurflug- velli. Ekki er þess held- ur getið að frá Reykja- víkurflugvelli er stund- að áætlunarflug til Færeyja, Grænlands og Bretlands auk ýmiss konar leigu- flugs til útlanda. Guðrún getur þess heldur ekki að Reykjavíkurflugvöll- ur gegni veigamiklu öryggishlut- verki fyrir alla landsmenn, þar sem daglega lenda m.a. sjúkraflugvélar, sem koma alls staðar að af landinu. Guðrún kýs aftur á móti að ala á þeirri ógn sem hún álítur að borg- arbúum stafi af flugumferðinni og í fyrrnefndri grein telur hún upp þau slys, sem hafa átt sér stað á og í nágrenni vallarins á tilteknu tíma- bili. M.a. nefnir hún máli sínu til stuðnings að 45 farþegar hafí verið um borð í flugvél Flugleiða þegar hún rann út af enda brautar 14. Það er eins og fjöldi farþega hafí skipt sköpum um öryggr borgarbúa. Guðrún hefði ekki síður mátt hafa áhyggjur af öryggi þessara 45 far- þega og áhafnar og kynna sér or- sakir þessa slyss, því þá hefði hún getað séð að Iíklega hefði ekki kom- ið til þess ef yfírborð flugbrautarinn- ar hefði verið eins og það átti að vera. Öryggismál Reykja- víkurflugvallar Það er eðlilegt að öryggismál séu rædd í sambandi við Reykjavíkur- flugvöll. Við vitum að öll umferð Sinna þarf nauðsynlegu viðhaldi o g endurbótum á Reykjavíkurflugvelli, segir Sveinn Björns- son, sem hér beinir máli sínu til borgar- stjórnar og Alþingis. sama hvers eðlis hún er, hefur í för með sér slysahættu og sömuleiðis að hvorki verður að fullu unnt að fyrirbyggja flugslys né slys af öðr- um orsökum. Þess vegna má allt eins hugleiða mjög aukna slysa- hættu þeirra 3-400 þúsund farþega og fylgdarfólks sem þyrfti að ferð- ast milli höfuðborgarinnar og Kefla- víkurflugvallar í misjöfnum veðrum ef allt innanlandsflug flyttist þang- að. Ég er þeirrar skoðunar að þrátt fyrir að farþegaflug sé álitið mjög öruggur ferðamáti, hljóti áhætta þeirra sem ferðast að teljast mun meiri en þeirra sem búa í nágrenni flugvallar er af flugumferðinni, þótt þessi umræða hafí fyrst og fremst beinst að öryggi íbúanna. Þess vegna tel ég að stjómvöldum beri ekki síst að stuðla að auknu öryggi þeirra flugáhafna og farþega sem um Reykjavíkurflugvöll fara. Það verður best gert með því að bæta flugvöllinn og búnað hans. Ekki er að efa að stuðningur forseta borgarstjómar Reykjavíkur við slíka aðgerð, sem stuðlar að ör- yggi farþega jafnt sem borg- arbúa, yrði vel þeginn af öllum þeim, sem vilja halda flugvellin- um og þeim atvinnutækifærum og því íjármagni, sem hann legg- ur í bú Reykvíkinga. Það hlýtur að teljast vænlegri kostiv að auka ör- yggið með jákvæðum aðgerðum, fremur en neikvæðum, s.s. úrtölu og lokunum. Reykjavíkurflugvöllur og stjórnvöld Sú neikvæða umræða, sem ýms- ir hafa haldið uppi með skipuíögð- um hætti, svo og skilningsskortur á mikilvægi þessa stórkostlega samgöngumannvirkis þjóðarinnar, hefur átt sinn þátt í að menn hafa kosið að ýta á undan sér vanda flugvallarins svo lengi, sem raun ber vitni. Það þarf því engan að undra sem til þekkir, að nú er svo komið að ekki verði lengur undan vikist að ráða þar bót á. Einnig hefur þetta leitt af sér að allri eðli- legri uppbyggingu og framkvæmd- um innan flugvallarsvæðisins hefur verið haldið í fjötrum. Þetta ástand er til vansa bæði fyrir Reykvíkinga og aðra landsmenn og stendur starfsemi flugvallarins fyrir þrif- um. Því má nefnilega ekki gleyma, að þótt Reykjavíkurflugvöllur sé borgarbúum afar mikilvægur er hann ekki síður flugvöllur lands- byggðarinnar. Þótt þingmönnum landsbyggðarinnar hljóti að vera þetta vel ljóst hafa þeir takmarkað- an áhuga á að beina fjármagni til framkvæmda utan eigin kjördæmis. Þess vegna höfum við döpur dæmi um óarðbærar fjárfestingar í flug- mannvirkjum úti á landi, s.s. flug- stöðvar, sem aldrei hafa þjónað öðr- um tilgangi en að ná fjármagni til framkvæmdarinnar í kjördæmið. Þetta skýrir þó ekki, hvað veldur því að þingmenn Reykjavíkur skuli hafa látið Reykjavíkurflugvöll sitja á hakanum árum saman og leyfa honum nánast að grotna niður án þess að hafast nokkuð að, og þrátt fyrir margítrekaðar og rökstuddar beiðnir flugmálayfirvalda um fjár- magn til þess að ráða bót á ófremda- rástandinu. Ég skora á þingmenn Reykjavík- ur jafnt sem þingmenn landsbyggð- arinnar að taka þetta mál upp og leita leiða til þess að fjármagna nauðsynlegt viðhald og endurbætur á Reykjavíkurflugvelli, svo að hann megi í framtíðinni enn betur gegna sínu þýðingarmikla og nauðsynlega hlutverki. Höfundur er framkvæmdasljóri Flugþjónustunnar hf. í Reykjavík. HVORT skal ríkja innan kirkjunnar: Tón- listin eða trúin? Til hvers er kirkjan? Hvort á kirkjan að vera tón- listarhús fyrst og kirkja svo, eða kirkja fyrst og tónlistarhús svo? Hvort er mikilvægara í starfi kirkjunnar: Tónlistin eða trúin? Þetta eru aðkallandi spurningar, sem ís- lenska þjóðkirkjan stendur frammi fyrir nú. Það er mikilvægt að þessar spurningar séu ræddar sem slíkar. Það er sömuleiðis holt að muna að þegar um þær er deilt eru á ferðinni átök um andstæð sjón- armið - miklu fremur en persónuleg- ar deilur presta og tónlistarfólks. Ég hef ákveðna skoðun um það hvert eigi að vera markmið kirkjunn- ar: Hún á að vekja, viðhalda og efla kristna trú. Kirkjuhúsið er Guðs hús og í húsi hans skal trúin ríkja næst á eftir honum sjálfum. Allar listir, eins og aðrir góðir hlutir, eru vel- komnar i helgidóminn. — Þó með einu skilyrði: Listirnar verða að átta sig á því hver húsbóndinn er. Þetta er raunar það grundvallar- atriði, sem enginn má gleyma, sem í Guðs hús gengur. Hvort sem sá er prestur, meðhjálpari, organisti, kórfélagi, almennur safnaðarmeð- limur eða myndlistarmaður. Hlutverk kirkjuhússins er fyrst og fremst að vera mótsstaður Guðs og manna. Þetta á sétj- staklega við um allar helgiathafnir, sem fara fram í kirkju, svo sem messur, skírnir og tíða- gjörð. Við helgiathafnir verða allir þéir, sem í þeim þjóna að varast að skyggja með sjálfum sér á herra hússins, Guð sjálfan. Hér í liggur t.d. ástæðan fyrir því að ekki er klappað fyrir þeim sem þjóna í mess- um. Annað á við þegar kirkjuhúsið er notað við tónleika, leiksýningar, eða sem umgjörð um myndlist. Þá geta listamennirnir miklu fremur leyft sér að beina at- hyglinni að sjálfum sér, vegna þess að eðli tónleika er annað en t.d. messu. Messan er stefnumót við Guð. Tónleikar eru tónleikar, enda er oft klappað fyrir listafólki í kirkju þegar um tónleika eða leiksýningar er að ræða. Það liggur þó í hlutarins eðli að í kirkjum skyldi ekki fram fara listflutningur, sem er í andstöðu við hlutverk kirkjunnar. Hlutverk prestsins er að þjóna guði og mönnum með því að greiða fólki leið til Guðs. Eitt af hinum lat- nesku orðum, sem notuð eru um prest er „pontifex" sem þýðir bók- staflega brúarsmiður. Við getum hugsað okkur að hlutverk prestsins sé að byggja brú milli himins og jarðar. Um leið og presturinn hættir að sinna þessu hlutverki sínu og fer Fyrst trúin, segir Þor- grímur Daníelsson, síðan tónlistin. þess í stað að beina athygli fólks að sjálfum sér, tekur að boða sjálfan sig, sýna hvað hann sjálfur er „klár og flinkur" er hann hættur að vera pontifex og kominn á villigötur. Í helgiathöfnum er hlutverk tón- listarfólks, meðhjálpara og annarra kirkjuþjóna í rauninni hið sama og prestsins: að leiða söfnuðinn í til- beiðslu. Þetta gerir hver með sínum hætti. Tónlistarfólkið gerir það með því að syngja eða leika á hljóðfæri. Presturinn flytur bænir, les og pred- ikar. Meðhjálpari og kirkjuþjónar vinna sín störf. En sama hvað menn gera: Ef.menn eru ekki að tilbiðja í störfum sínum eru störf þeirra fölsk. Ef presturinn er ekki að biðja sjálfur þegar hann leiðir söfnuðinn í „Faðir vor“ er það starf hans falskt og þar með hann sjálfur. Og gildir þá einu hversu vel presturinn kann að lesa. Á sama hátt er falskur tónn í „Ave María“ ef tónlistarfólkið er ekki að biðja sjálft viðkomandi Mar- íubæn - alveg sama hversu vel er sungið og flutt - tónlistarlega séð. Sá sem flytur bæn, lesna eða sungna, verður að meina það sem hann segir. Annars er hann að ljúga. Lygi, hræsni og yfirdrepsskapur eiga ekki heima í kirkju. Nú skyldum við að vísu aldrei vanmeta heilagan anda. Jafnvel falskur og trúlaus „pontifex" getur ekki komið í veg fyrir að heilagur andi vinni sitt verk. Þetta á meira að segja við, þegar maður breytir guðsþjónustunni í „performans" eða „konsert". Það breytir þó ekki því, að þannig á ekki að fara með guðsþjónustuna. Hinni tónlistarlegu hlið kirkjutón- listar hefur víða verið sinnt að mikl- um skörungsskap. En ef til vill hefur hin trúarlega vídd tónlistarinnar stundum verið vanrækt. Afleiðingin getur orðið sú, að tónlistarfólk „komi fram“ í kirkjum, fremur á tónlistar- legum forsendum heldur en trúarleg- um. Þar sem ofuráhersla er lögð á tónlist sem slíka, en trúin gleymist, getur vel svo farið, að við kirkjuna starfí frábært listafólk með mikinn tónlistarlegan metnað, en ónógar trúarlegar forsendur til þess að skilja hlutverk sitt. Þá er stutt í það að fólkið átti sig ekki á því, hvers vegna þarf að vera með eitthvert „trúar- kjaftæði" í tónleikahúsinu þess. Hvað þá að trúin sé sett þar í önd- vegi. Það er ákaflega slæmt ef slík staða kemur upp. Það er slæmt vegna þess að slík staða á ekki að koma upp. Og það að slík staða komi upp, er þungur áfellisdómur yfir kirkjunni. Kirkjan sem vanrækir trú þjóna sinna, er á alvarlegum villi- götum. Það er hins vegar ekki endilega neitt slæmt að þurfa að glíma við grundvallaratriði. Og hér þurfum við að takast á við eitt slíkt: Hvort skal ráða í kirkjunni: Tónlistin eða trúin? Og kannski ekki síður: Hver er herra kirkjunnar, Guð eða starfsmenn hennar? I mínum huga er enginn efí um það, hvort skal þjóna hinu í kirkj- unni. Tónlistin getur sest í hásæti í sinni höll. En í kirkjunni verður hún (eins og aðrar listir og menn) aldrei meira en þjónn. Þetta verða að skilja allir þeir sem í kirkjum þjóna. Með þessu er á engan hátt gert lítið úr þeirri list sem mörgum fremur er fær um að opna hið harðlæsta hjarta mannsins. Og er ekki einmitt mest dýrð í því fólgin að þjóna Guði - „að mega í auðmýkt fara að dæmi fuglsins,/sem flýgur í erindum Guðs milli himins og jarðar?“ Hver sá sem ekki sættir sig við að þjóna herra kirkjunnar, heldur vill stjórna eftir eigin höfði er í raun uppreisnarmaður. Þá gildir einu hversu frábær viðkomandi kann að vera á sínu sviði. Hann á ekki heima sem starfsmaður kirkjunnar ef hann getur ekki sætt sig við að láta list sína þjóna trúnni. Og að sjálfsögðu er þá miklu eðlilegra að hann hasli sér völl í sinni listgrein utan kirkju, frjáls frá öllu trúarvafstri sem kirkj- unni fylgir. Nú er það mín sannfæring, að betra sé að þjóna Guði, en reyna að ríkja í eigin nafni utan ríkis hans. Eg hygg að raunar sé enginn hlutur til utan ríkis Guðs. Mér er fullkomlega ljóst að ekki deila allir þeirri skoðun með mér. Utan kirkju hafa þeir rétt til að gera það sem þeim gott þykir. Innan kirkju verða menn að virða hið trúarlega eðli þsss sem þar fer fram. Sé það ekki gert hættir kirkjan að vera kirkja þar sem menn leita fundar við Guð og verður þess í stað hús þar sem menn „koma fram“ - vel eða illa eftir atvikum - og aðrir menn koma til að horfa á þá. Neskaupstað, síðla á jólaföstu 1995. Höfundur er sóknarprestur í Norðfjarðarprestakalli. Tónlistin eða trúin? Þorgrímur Daníelsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.