Morgunblaðið - 04.06.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.06.1995, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ 1- KÖNNUN undirdjúpanna hefur verið líkt við geimferðir. í hafdjúpunum jafnt og úti í geimnum er maðurinn í umhverfi sem honum er ekki eðlilegt. Bæði kafarinn og geimfarinn þurfa á sérstökum bún- aði að halda til að komast af. Þyngdarlausir kanna þeir ókunna stigu og halda á vit hins óþekkta og óvænta. Þeim fjölgar sem leggja í djúpin og kynna sér þá veröld sem er undir yfirborðinu. Skipta má köfurum hér á landi í tvo hópa, þá sem hafa köfun að atvinnu og þá sem kafa sér til ánægju. Þessi umfjöllun snýr að hinum síðarnefndu. Sportkafarafé- lag íslands er félagsskapur áhuga- kafara og hefur höfuðstöðvar í Reykjavík, einnig eru félagsdeildir á Akranesi og Dalvík. Félagar koma þó mun víðar af landinu. Sportkaf- arafélagið hefur starfað frá 8. mars 1982 og eru nú um 60 virkir félag- ar. Að sögn Vilhjálms Hallgríms- sonar, formanns Sportkafarafé- lagsins, er algengt að menn læri köfun og stundi hana af krafti í nokkur ár en taki sér svo hvíld. Þeir koma svo gjarnan aftur og fara að kafa. Sportkafarafélagið hefur það markmið „að vinna að framgangi sportköfunar og standa vörð um íþróttina með því að stuðla að ábyrgri afstöðu til hennar og meðal félagsmanna og annarra“. Einnig hefur félagið á sinni stefnuskrá að standa fyrir námskeiðum í sportköf- un og bæta aðstöðu til æfinga. Inn- an félagsins eru fjórir með kennara- réttindi í köfun og halda þeir nám- skeið jafnt fyrir nýja félagsmenn og reynda kafara. Engum leyfíst að kafa í nafni félagsins eða á veg- um þess nema hann hafi köfunar- réttindi sem samþykkt eru af félag- inu. Eina undantekningin eru nem- ar sem kafa undir handleiðslu köf- unarkennara. Sportkafarafélagið á nýlegt fé- lagsheimili að Flugvallarvegi 0. Þar er meðal annars aðstaða til að fylla á lofthylki sem félagsmenn nota til köfunar. Félagsfundir eru haldnir mánaðarlega og einnig stendur fé- lagið fyrir fjölda köfunarferða yfir árið. A dagskrá þessa árs eru til dæmis 32 lengri og styttri köfunar- ferðir, bæði í nágrenni Reykjavíkur og út á land. Köfunarferðimar eru famar jafnt sumar og vetur. Öryggi og kunnálla Einkunnarorð Sportkafarafé- lagsins era: Öryggi, kunnátta, var- fæmi. Mikið er lagt upp úr þekk- ingu á köfun, réttri þjálfun kafar- ans og ströngum öryggisreglum. Reynslan hefur sýnt að þar sem þessi atriði eru höfð í heiðri heyra köfunaróhöpp til undantekninga. Litið er á sportköfun sem hópíþrótt og beinlínis mælt gegn því að menn kafi einir. Sportköfun fer fram und- ir stjóm köfunarstjóra. Hann skipar köfurunum í pör eða hópa eftir aðstæðum. Þessir aðilar hjálpast síðan að og hafa gætur hver á öðr- um meðan á köfuninni stendur. Þetta eftirlit hefst á þurra landi þegar þeir sem kafa saman aðgæta búnaðinn hver hjá öðrum. Meðan á köfun stendur mega kafaramir ekki missa sjónar hver af öðrum. Vanþekking liætluleg Vilhjálmur Hallgrímsson, for- maður Sportkafarafélagsins, er einn þeirra fjögurra sem hafa rétt- indi köfunarkennara f félaginu. Hann er annar tveggja sem kenna eftir svonefndu NAUI kerfí sem er bandarískt að uppruna, aðrir tveir kenna eftir öðru kerfi sem nefnt er PADI. Auk þeirra eru til fleiri kennslukerfí. Að sögn Vilhjálms hafa hin ýmsu kerfi sama mark- mið, það er að gera nemandann að kafara sem hvorki veldur sjálfum sér né öðram skaða. Hann leggur mikla áherslu á að fólk afli sér þekkingar áður en það fer að kafa. „Vanþekking er það hættulegasta við köfun og er jafnhættulegt að vita lítið og að vita ekkert." Áður en köfunamemar innan KAFARARNIR söguðu vök í 48 sentimetra þykkan ís á Þingvallavatni. Tveii sitja á brún vakarinnar og fylgjast með félaga sínum. Morgunblaðið/Þorkell Hvaó kosta köffunar- a Œr wi • • Nýr köfunarbúnaður kostar um og yfír 200 þúsund krónur miðað við þriggja laga þurr- búning, blautbúningur er tölu- vert ódýrari. Margir byijendur komast þó af með minna, kaupa notað og geta búið sig út fyrir allt niður í 60 til 70 þúsund krónur. • Nú er ein verslun 1 Reykja- vík, Prófun hf. við Ægisgötu, sem sérhæfír sig í sölu köfun- arbúnaðar en vora tvær tii skamms tíma. Að sögn Öldu Láru Jóhannesdóttur hjá Próf- un hf. er vaxandi áhugi á köf- un hér á landi. Að beiðni blaða- manns tók hún saman lista yfir helsta búnað væntanlegs kafara. Reikningurinn hljóðaði upp á tæpar 214 þúsund krón- ur, miðað við 10% stað- greiðsluafslátt. Alda tók það fram að sumt á iistanum er ekki bráðnauðsynlegt, en engu að síður búnaður sem flestir kaupa. • Það sem væntanlegur kafari þarf er: Köfunarbúningur, undirgalli ef tekinn er þurr- búningur, flotvesti, hanskar, öndunarbúnaður (1. og 2. stig og aukaöndunarbúnaður), loftflaska, blýbelti með blýj- um, gríma, snorkel, sundfit, ljós, hnífur, loftmælir, dýptar- mælir. Þar að auki er nauðsyn- legt að hafa köfunarúr eða tímateljara. KAFARAR þurfa að sýna varfærni nálægt veiðarfærum svo þeir ánetjist ekki líkt og grásleppan. ! ..... Sportkafari af lífi og sál EINN hinna nýrri félagsmanna Sportkafarafélagsins er Hörður Sverrisson rekstrarstjóri Félags- málastofnunar Hafnarfjarðar. Hörður hefur lengi verið áhuga- samur um flest sem að sjónum Iýtur. Á árum áður stundaði hann siglingar og hefur nú tekið til við köfunina. Hörður nam skipaverk- fræði í SUNY Maritime College I New York og lauk einnig stýri- mannsprófi frá sama skóla. Þessi skóli er elsti sjóferðaskóli Banda- ríkjanna og er sérhæfður í því sem að siglingum og kaupskipaút- gerð lýtur. Skólinn á eigin höfn og stórt skólaskip. Hörður stund- aði siglingar vestanhafs og var farmaður á fragtskipi i eigu skól- ans í sumarfríum. En hvað kom til að hann fór að læra köfun? „í fyrrasumar vorum við þrír félagar að hugsa um að setja á fót sjódýrasafn í gömlu húsi Bæj- arútgerðarinnar hér í Hafnar- firði,“ segir Hörður. „Einn okkar var með köfunarréttindi og ætlaði að safna sjávardýrum í sýningar- ker á Óseyrarbryggjunni. Ég taldi gott að við kynnum fleiri að kafa og dreif mig á námskeið í sportk- öfun.“ Hörður segir að námskeiðið hafi verið mun yfirgripsmeira og ítarlegra en hann átti von á. Hann lauk 1. stigi í fyrra, en í því fólst að hann mátti kafa niður á 18 metra dýpi að degi til þar sem engar hindranir voru. Ekkert varð úr því að sjódýrasafnið yrði sett á fót því borholan sem taka átti sjóinn úr reyndist mjög meng- uð. Hörður hélt hins vegar áfram að þjálfa sig í köfun og hefur notað hvert tækifæri til að fara í sjóinn. Hann á vart orð til að lýsa áhuga sínum og ánægju með þetta nýja tómstundagaman. Eftir að hafa stundað köfun af krafti í vetur segist Hörður hafa séð að það væri ekkert vit í öðru en að sækja framhaldsnámskeið. Nú hefur hann nýlokið því ásamt 7 öðrum nemendum. Á framhalds- námskeiðinu eru kafararnir þjál- faðir í að fara niður á 30 metra dýpi, þeir læra að kafa að nætur- lagi, hvernig á að lyfta hlutum af sjávarbotni og kennd er leit- arköfun. Eins er farið nánar í bóklegt nám, bæði líffræði, eðlis- fræði og lífeðlisfræði köfunar. Kennt er að synda eftir áttavita, hvemig á að fara úr kafi í áföng- um til að jafna köfnunarefnis- þrýsting í líkamanum og að nota merkjamál kafara. Hörður telur skorta á að sport- köfun sé sýnd nægileg virðing sem íþróttagrein. Þannig hafa til dæmis verið settar reglur um sportköfun á Þingvöllum án þess að samráð hafi verið haft við sportkafara, að sögn Harðar. „Það skondna er að þessar reglur vom samt settar að okkar frum- kvæði,“ segir Hörður. „Sportkaf- arar buðust til að hafa samstarf um hreinsun gjánna og köfun á Þingvöllum, en það var ekki tekið tillit til þess. Það var sett á köfun- argjald, sem meðal annars á að standa straum af eftirliti með köfumm. Eina eftirlitið sem ég hef orðið var við er af hálfu hund- anna á Þingvallabænum sem koma og hnusa af okkur. Við'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.