Morgunblaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1995 B 5 land sem ferðamenn sækja heim. Forsenda öflugs ferðaútvegs er lægra verð á þjónustunni og far- sæl skref hafa verið stigin í þá veru. ísland - sækjum það heim Ferðaútvegi á Íslandi hefur vax- ið fiskur um hrygg á undanförnum árum. Áhugi fyrir íslandi hefur aukist mjög mikið og er það ekki síst að þakka góðri markaðssetn- ingu og margvíslegum nýjungum sem íslenski ferðaútvegurinn hefur komið fram með á undanfömum árum. Einmitt vegna þessara nýj- unga eru íslendingar einnig í aukn- um mæli farnir að sækja landið heim. Átak, sem samgönguráð- herra hefur staðið fyrir undir yfír- skriftinni „Ísland - sækjum það heim“ hefur skilað árangri og mun án efa halda áfram að auka áhuga landsmanna á því að ferðast innan- lands. Sama verð í þijú ár! Stefna stjórnvalda í sambandi við ferðamannaiðnaðinn á að vera sú, að lækka kostnaðinn í þessari grein með það fyrir augum að fy'ölga ferðamönnum og auka þann- ig tekjur ríkisins. Það er auðvitað ekkert einfalt reikningsdæmi til fyrir slíkt, en aukning í ferða- mannafjölda á undanfömum áram má án efa ekki einungis rekja til markaðssetningar heldur einnig þess stöðugleika sem náðst hefur í gengismálum og verðlagi og hag- stæðara verðlags með aukinni samkeppni og lækkun skatta. ís- land er með einna minnsta verð- bólgu í Evrópu. Stöðugleiki stuðlar að því að fyrirtæki, m.a. í ferða- mannaþjónustu, geta gert áætlanir til langs tima og byggt upp traust viðskiptasambönd erlendis. Nú eru jafnvel gefnir út kynningarbækl- ingar um ísland þar sem verðin gilda í allt að 2-3 ár. Þetta em gerbreyttir tíma sem bæta mjög stöðu ferðaútvegsins. Við þurfum því að hlúa að þeim árangri sem náðst hefur í efnahagsmálum, skoða leiðir til að lækka skatta og efla samkeppni í greininni - þann- ig hlúum við best að ferðaútvegin- um. Höfundur er flugfræðingur. Erum við tilbúin að fjárfesta fyrir framtíðina í slíku verkefni og vera í orði stórhuga saman erlend- is? í máli Páls Gíslasonar, sem áður starfaði hj_á Icecon, kom fram hve smáir við íslendingar erum og nýir í alþjóðaráðgjöf og fjárfestingum. Sannkallaðir byijendur miðað við t.d. Dani. Hann sagði að dönsk fyrirtæki mynduðu hóp um ný verkefni og lönd, en færu ekki hvert fyrirtæki fyrir sig. Ef til vill getum við lært af Dönum hvað þetta varðar. Hvað varðar framtíðarstörf þessa unga fólks sem hélt þessa ráðstefnu þá væri gott að fá skil- virkari svör frá stjórnmálamönn- unum um hvað þeir ætla að bjóða okkur sem höfum verið að pjakka í þessum útflutningi áram saman til að örva okkur til að taka þetta fólk í vinnu. Að ríkið borgi með þessu fólki? Styrkir til markaðsstarfa erlendis? Afskriftir á erlendum ferðakostn- aði? Almennar skattalækkanir? Það er erfítt að átta sig á hveiju stjórmálamennirnir era að lofa: 011 vel rekin útflutningsfyrirtæki verða að fjárfesta í markaðsmálum og afla sér þekkingar og sambanda erlendis. Það væri vissulega gott ef ríkið ætlaði að borga þennan kostnað. Undirritaður óskar eftir svöram frá stjórnmálamönnum hvað þetta varðar. Höfundur er liffræðingur og framkvæmdastjóri útflutningsfyrirtækisins G. Ingason hf. KOSNINGAR 8. APRÍL -------------------------------------------BT Opið bréf til Davíðs Oddssonar vegna bréfs til námsmanna erlendis Guðmundur Jóhannsson KÆRI Davíð, Á sama tíma og Sj álfstæðisflokkurinn „skapar betra ísland", eins og segir í bréfi DÍnu, er ísland og ís- lendingar því miður ölmusuþegar hvað varðar framhalds- menntun. Mennta- málaráðuneyti íslands hefur verið beðið að taka þátt í kostnaði við framhaldsmenntun Islendinga á Norður- löndum, en þeirri bón hefur verið synjað. Ráðamenn á Islandi virðist engu skipta sú staðreynd að við erum einungis Diggjendur á sviði framhalds- menntunar og stofnanir á íslandi, sem tengjast íslendingum í fram- haldsnámi, hafa einnig hundsað ábendingar um þetta. „Við viljum að á íslandi búi menntuð og framsækin þjóð, sem stenst samkeppni á alþjóðavett- vangi,“ segir í bréfi þínu. Óskin er réttmæt og einnig sjálfsögð og eina von okkar til að halda uppi þjón- ustu við eigin landsmenn og auka eigin tekjur. Ein mikilvæg leið til jess að öðlast samkeppnisfæra og alþjóðlega menntun er að sækja menntun erlendis frá. Þar sem ávinningur af slíkri menntun er okkar eiginn, er einnig sjálfsagt að Ísland taki þátt í kostnaði slíkrar menntunar. Eins og málum er hátt- að í dag fæst námslán fyrir háskóla- námi erlendis, en ef um er að ræða rannsóknarnám eða framhaldsnám, sem í felst launuð starfsþjálfun, þá er kostnaðurinn greiddur af þeirri stofnun, sem námið er stundað við. íslendingar, sem slíkt nám stunda, eru því oft á tíðum eingöngu kostað- ir af erlendum aðilum, háskólum, fyrirtækjum eða vísindasjóðum. Til eru dæmi um að stofnanir erlendis hafi farið þess á leit við ráðamenn menntamála heima að greiða hluta námskostnaðar íslendinga í fram- haldsnámi, en þeim óskum hefur verið synjað. Samkvamt reglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna ber ís- lendingum sem flytja utan til frekari náms, sem ekki eru lánshæf, að heíja endurgreiðslu námslána sinna 1-3 árum frá því að láns- hæfu námi lauk. Er- lend starfsþjálfun og rannsóknarvinna tekur oftast lengri tíma. Sú erlenda stofnun sem starfað er við greiðir styrk eða laun náms- mannsins og lánasjóður náms- manna beitir samtímis öllum sínum kröftum við innheimtu eldri lána. Allir skilja að lítil þjóð norður í hafi getur ekki staðið undir stóram rannsóknarsjóðum eða kostað alla íslendinga sem fara utan til rann- sóknastarfa. Enginn skilur þó þann tvískinnung, sem fram kemur í bréfi því sem háttvirtur forsetisráðherra hefur sent núna fyrir kosningar, þar sem algert áhugaleysi hefur einkennt ráðamenn í garð náms- manna erlendis fram að þessu. Að öllu jöfnu skortir hér heildarsýn. Hegðun forráðamanna menntamála á Islandi og Lánasjóðs íslenskra námsmanna ber ekki vott um vilja eða áhuga á að minnka kunnáttubil- ið milli Islendinga og nærliggjandi þjóða. Þetta hefur þó líklega tekist á sumum sviðum, fyrst og fremst vegna eigin getu einstaklingsins og með hjálp erlendra þjóða. íslendingar eru þrautseigt fólk og láta að öllu jöfnu ekki deigan síga þrátt fyrir mótlæti. íslendingar munu því halda áfram að sækja til erlendra stofnana á sviði rannsókna og vísinda og á þann hátt auka eig- in þekkingu og þjóðar okkar. Það er því synd að ekki er til staðar vilji og skilningur heima fyrir. Ekki er verið að krefíast að veitt sé lán til námsmanna sem era í launuðum námstöðum. Það er aftur á móti farið fram á ákveðinn skilning og að sýndur sé ákveðinn vilji í verki. Það mætti leysa þetta án nokkurs kostnaðarauka fyrir íslenskt þjóðfé- lag, ef að menn svo óskuðu. Marg- ir Islendingar, sem era í ólánshæfu framhaldsnámi, hafa farið þess á leit við yfirmenn lánasjóðsins að fá greislufrest eða lækkun afborgana í nokkur ár. Sjaldan hefur slíkum bréfum verið svarað, en ef svo hef- ur verið hafa þau verið stutt og laggóð og vitnað í reglugerðir sjóðs- ins. Lögmenn á einkastofum heima á íslandi era síðan fengnir af lána- sjóðnum til að innheiinta skuldir okkar á sama tíma sem veitt er verulegu fé frá þeim stofnunum sem við störfum við í þá menntun sem við eram að öðlast í því landi, sem við erum gestir. Kostnaður við nám okkar, sem að lokum kemur landi okkar og þjóð til góða, er því ein- göngu greiddur af erlendum aðilum. Þetta er oft á tíðum í góðu lagi, en þegar harðnar í ári, eins og gerst hefur, hefur vera okkar á stundum verið litin hornauga, þvi fjárfesting gestgjafans er að stuðla að mennt- un Islendinga, auka víðsýni okkar og framsækni. Þetta er sú ölmusa, sem við þiggjum. Við viljum ekki kannast við hana, ekki þakka hana og ekki kemur til greina að minnka hana. Á sama tíma kemur bréf frá þér, háttvirtur forsætisráðherra, til að minna mig á að kjósa. Það skýt- ur skökku við, frá mínum bæjardyr- um, þegar þú orðar vilja flokks þíns til menntunar íslendinga. Eini vilj- inn sem ég og aðrir Islendingar í sambærilegum stöðum erlendis fínnum frá ráðamönnum mennta- mála er óvilji Lánasjóðs íslenskra námsmanna að svara yfirleitt fyrir- spurnum okkar, eða taka til greina hógværar kröfur okkar. Er ekki nær að íslensk yfirvöld bíði þangað til menntun okkar er lokið? Okkur gefst þá kostur á að starfa og afla fé í eigin heimalandi með þeirri menntun, sem innheimt er erlendis frá og með þvi greiða skuld okkar Alþýðuflokkurinn og umbótamálin Eini viljinn, sem ég og aðrir íslendingar í sam- bærilegum stöðum erlendis finnum frá ráðamönnum mennta- mála, segir Guðmund- ur Jóhannsson, er óvilji Lánasjóðs íslenskra námsmanna að svara yfírleitt fyrirspurnum okkar, eða taka til greina hógværar kröfur okkar. frá námsárunum heima við Háskóla íslands. Það er kominn tími til að líta í eigin barm og endurskoða eigin stöðu áður en send eru fleiri bréf sem þessi til námsmanna erlendis, þar sem sagt er að Sjálfstæðisflokk- urin vilji gera íslendingum kleift að ganga vel menntaðir. Þessi menntun er greidd af nágranna- löndum okkar á sama tíma og yfír- völd menntamála heima vinna gegn fjárhagslegri tilvera okkar erlendis. Eg vil því beina þeirri ósk til þín og annarra ráðamanna heima að þið hættið að vinna gegn íslenskum námsmönnum erlendis, sem eru í ólánshæfu framhaldsnámi og opin- berið og viðurkennið þátt erlendra ríkja í framhaldsmenntun okkar íslendinga. Það mun opna leiðir til frekari skilnings og framfara, þjóð okkar til góðs. Kær kveðja til þín, Davíð og til allra landsmanna heima á íslandi, með von um betri 'og traustari stefnu í íslenskum menntamálum. Höfundur er læknir í Gautaborg. Aðgerðir gegn atvinnuleysi Atvinnuleysistryggingar — átaksverkefni og námskeið Nokkrar veigamiklar breytingar hafa verið gerðar á lögum um at- vinnuleysistryggingar sem miða að því að styrkja stöðu þeirra sem eru atvinnulausir. Á árinu 1993 var hætt að takmarka rétt til bóta við aðild að stéttarfélagi. Þá fengu sjálfstætt starfandi einstaklingar rétt til atvinnuleysisbóta. Mikilvægasta breytingin varð- andi bótaréttinn er e.t.v. sú að atvinnulausir geta nú komist und- an 16 vikna biðtíma milli bóta- tímabila (eftir 12 mánaða atvinnu- leysi) með því að sækja sérstök námskeið sem ætluð eru atvinnu- lausum eða taka þátt í átaksverk- efnum. Í kjölfar þessa hefur At- vinnuleysistryggingasjóður veitt um 50 m.kr. til námskeiðahalds. Á árinu 1993 hófust átaksverkefni sveitarfélaganna í samvinnu við Atvinnuleysistryggingasjóð. Nokkur þúsund atvinnulausra hafa notið góðs af þessum at- vinnuátaksverkefnum, sem skipu- lögð hafa verið um land allt. Vinnumiðlun og atvinnuleysisskráning Umbætur hafa verið gerðar á skráningu atvinnulausra í því skyni að efla vinnumiðlun í landinu. Át- vinnuleysistryggingasjóður var færður undir félags- málaráðuneytið í byij- un árs 1994 og er nú ásamt Vinnumiðlunar- skrifstofu ráðuneyt- isins og Ábyrgðarsjóði launa starfsleg heild. Stefnt er að því að þessar deildir verði settar undir sérstaka stofnun til að tryggja enn frekar heildarsýn og samræmingu vinnumarkaðsmálum. Frumvarp um eflingu vinnumiðlunar hefur verið lagt fyrir Alþingi en enn ekki hlotið af- greiðslu. Starf smenntun í atvinnulifinu Markmið laganna, sem tóku gildi 1992, er að hvetja til aukinnar starfsmenntunar í atvinnulífinu, m.a. til að jafna möguleika fólks á vinnumarkaði og mæta þörfum þeirra starfshópa sem missa vinnu vegna breytinga á atvinnuháttum. Ennfremur að stuðla að aukinni framleiðni og greiða fyrir tækninýj- ungum og framþróun í íslensku atvinnulífi. Með lögunum var stofn- aður starfsmenntasjóður og hafa um 70 aðilar fengið úthlutað úr sjóðnum. Áætla má að yfir 10.000 manns hafi með því notið starfs- menntunar. Atvinnumál kvenna Á vegum félags- málaráðuneytisins hefur verið gert átak á hveiju ári til þess að styrkja atvinnumál kvenna á landsbyggð- inni og hefur um 70 m.kr. verið veitt í þetta verkefni á kjörtímabil- inu. Á árinu 1993 veitti ríkisstjórnin 60 m.kr. sérstakt framlag til atvinnuskapandi verkefna fyrir konur sem varið var til fjöl- margra atvinnuátaks- verkefna. Framtíðarsýn Yfír 6.000 landsmenn eru nú atvinnulausir. Það er með öllu óvið- unandi ástand. Um 1.800 manns bætast við vinnumarkaðinn árlega. Okkur ber skylda til að leita allra leiða til að vinna bug á atvinnuleys- inu og skapa ný störf fyrir þær þúsundir ungs fólks, sem koma inn á vinnumarkaðinn á næstu árum. Þess vegna leggur Alþýðuflokkur- inn áherslu á nýsköpun í atvinnulíf- inu með auknum fjárfestingum og hagvexti, sem einungis næst með því að forðast kollsteypur og tryggjastöðugleika. Með því að vilja láta á það reyna hvort hagsmunum Nokkur þúsund at- vinnulausra hafa notið góðs af atvinnuátaks- verkefnum, segir Rann- veig Guðmundsdóttir, sem skipulögð hafa verið um land allt. okkar sé best borgið með aðild að ESB, sýnir Alþýðuflokkurinn að hann hefur kjark til að vera braut- ryðjandi. Átvinnuleysið verður ekki leyst á einni nóttu. Við verðum að tryggja þeim sem ekki auðnast að fá at- vinnu sómasamlegt líf. Alþýðu- flokkurinn vill veija a.m.k. einum milljarði króna árlega til vinnu- markaðsaðgerða. Markmið þeirra á að vera að enginn sé óvirkur á bót- um — að atvinnulausum gefíst kosfy ur á námi og starfsþjálfun ásamt þátttöku í atvinnuátaksverkefnum. Loks verðum við að tryggja bóta- rétt þeirra sem nú eiga lítinn eða engan rétt til bóta, t.d. þeim sem eru að koma úr námi eða hafa ver- ið heimavinnandi. Höfundur er félagsmálaráðherra. Rannveig Guðmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.