Morgunblaðið - 25.02.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.02.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1995 25 þá kynni mín af Heiðmörk og ná- grenni Elliðavatnsbæjarins, austan til við vatnið. Það er með allra skemmtilegustu útreiðaleiðum, að ríða hringinn í kringum Elliðavatn. Snjóþyngsli geta á stundum hamlað för, en í venjulegum vetrum er þetta þokkalega greiðfært. ísinn á Elliða- vatni er varasamur og ráðlegg ég engum hestamanni að ríða eftir vatninu, nema þaulkunnugur sé staðháttum. Frá Sveinsstöðum í átt að Vatnsenda er þó nokkuð örugg leið í fylgd kunnugra. Gott skautafæri er oft á Elliða- vatni og fórum við bræður árum saman þangað til að renna okkur á skautum. Reyndum meira að segja fyrir okkur í ísknattleik með heima- gerðar kylfur. Vinir mínir frá Vogum í Mývatns- sveit, hinir landsfrægu veiðimenn Stebbi og Nóni, hófu dorgveiði á Elliðavatni og varð sæmilega ágengt. Það er ekkert stórmál að synda þvert yfir Elliðavatn, það gerði móðir mín Soffía Haraldsdóttir og síðar Sveinn bróðir minn. Frændi SOFFÍA E. Haraldsdóttir á hesti sínum, Þokka, að Sveinsstöðum við Elliðavatn. minn, Baldvin Dungal, er kenndur var við Pennann, synti aftur á móti eftir vatninu endilöngu, frá Vatn- sendabænum að Elliðavatnsbænum, 2 km. VI Arið 1991 hætti ég hesta- mennsku. Eigi mátti ég þó til þess hugsa ,að njóta eigi Elliðavatnsins og umhverfis þess, svo við hjónin höfum undanfarið stundað þar gönguferðir okkur til mikillar ánægju og heilsubótar. Nú hafa verið lagðir göngustígar meðfram vatninu frá Elliðavatnsbænum til suðurs, sem aftur tengjast göngu- stígunum í Heiðmörk, er fyrir voru. Er þetta nú orðinn einn samfelldur ævintýraheimur, en þar var aðeins bílvegur að hluta áður. Ber að þakka yfirvöldum þetta framtak og hvet ég alla útivistarmenn til þess að nýta sér þessa perlu, sem er rétt við bæjardyrnar. Sólbjartur vetrar- dagur þar efra er slík fegurðaropin- berun, að engum gleymist, er það reyna. Vinir mínir hafa varað mig við að vekja athygli á þessu svæði, því þá fyllist allt þar af fólki og ég hefði þetta ekki lengur svo til fyrir sjálfan mig einan. Því er til að svara, að afí minn Haraldur Níelsson lagði til, að hringt væri kirkjuklukkum, þegar sólin væri að setjast vestur við Selsvör og himininn logaði allur sem gull. Fegurðin er til þess að njóta henn- ar með öðrum Heimildir: Kjalnesingasaga, Hið ísl. fornritafélag, Reykjavík. 1959. Landnáma, Hið fsl. fornritafélag, MCMLXVIII, Reykjavfk. Úr bæ í borg, K. Zimsen, Helgafell, Unuhúsi, Reykjavík 1952. Landið þitt, Reykjavíkurkafli Páls Lín- dal, Örn og Örl. 1982. Með reistan makka, 4. bindi, Skjaldborg 1984. Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín, III. bindi. Forneskjulegt óréttlæti BREYTINGAR á kosningalögum hafa verið ofarlega á baugi með þjóð- inni að undanförnu. Eitt ákvæði kosningalaganna, sem margir vilja breyta, er að auka möguleika kjós- enda á því að geta valið milii fram- bjóðenda á listum flokkanna. Svo hörmulega tókst til á Alþingi 1959, er kosningalögunum var breytt og kjördæmaskipuninni var umtumað, að útstrikanir á listum flokkanna vom gerðar nær gjörsamlega áhrifalausar. Það hafði komið fyrir nokkrum sinnum áður við þingkosningar, að alþingismenn færðust neðar á lista og féllu jafnvel út af Alþingi vegna útstrikana, sem gerðar höfðu verið á lista. Stundum virtist hafa verið um samantekin ráð að ræða eða í annan stað einskær óánægja með tiltekinn frambjóð- anda eða þá pot manna neðar á listanum. Greinilegt var að þingmenn vora hræddir við þennan möguleika og til þess að tryggja sig í sessi var hinu gamla kerfi um röðun þingmanna á listum í samræmi við atkvæði breytt þannig, að út- strikanir vora gerðar nær marklausar. Með þeirri breytingu hafði Alþingi vegið alvarlega að lýðræðinu og vilja hins einstaka kjósanda. Gunnlaugur Þórðarson Frá því 1959 hefur það ekki komið fýrir að frambjóðandi hafi ekki náð þingsæti vegna út- strikana, svo algjört hef- ur þetta kerfí reynst. Auka þarf vald kjósenda Það er löngu orðið ljóst að möguleikar á því að auka vald kjós- enda þegar um lista- framboð er að ræða er helst með því móti að gefa útstrikunum aftur fullt vægi. Því miður er hætt við, að mörgum þingmönn- Útstrikanir á framboðs- listum þurfa að fá sitt fyrra vægi, að mati Gunnlaugs Þórðar- sonar, til að auka vald kjósendanna. um sé meira kappsmál að tryggja setu sína á þingi með því að viðhalda hinu rangláta kefi á kostnað lýðræð- is í landinu. Hins vegar er líka sú von að þeir þingmenn séu til er vilja auka vald kjósenda á einhvern hátt og afnema hið forneskjulega órétt- læti með umræddri leiðréttingu, sem hlýtur að vera krafa flestra kjósenda. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Greiðsluáskorun Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur, sem enn hafa ekki staðið skil á staðgreiðslu og tryggingagjaldi til og með 12. tímabili með eindaga 15. janúar 1995 og virðisaukaskatti til og með 48. tímabili með eindaga 5. febrúar 1995 og gjaldföllnum álagningum og ógreiddum hækkunum er féllu í gjalddaga til og með 15. febrúar sl. á staðgreiðslu, tryggingagjaldi og virðisaukaskatti, virðis- aukaskatti í tolli, launaskatti, bifreiðagjaldi, slysatryggingagjaldi ökumanna, föstu árgjaldi þungakatts, þungaskatti skv. ökumælum, viðbótar- og aukaálagningu söluskatts vegna fyrri tímabila, skemmtana- skatti og miðagjaldi, virðisaukaskatti af skemmtunum, tryggingagjaldi af skipshöfnum ásamt skráningar- gjöldum, vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af innlendri frainleiðslu, aðflutningsgjöldum og útflutnings- gjöldum, skilagjaldi á umbúðir, verðbótum á ógreiddan tekjuskatt og verðbótum á ógreitt útsvar, skipu- lagsgjaldi, skipagjaldi, fisksjúkdómagjaldi, jarðaafgjaldi og álögðum opinberum gjöldum, en þau eru: tekjuskattur, útsvar, aðstöðugjald, eignarskattur, sérstakur eignarskattur, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, tryggingagjald, iðnlánasjóðs- og iðnaðarmálagjald, lífeyristryggingagjald skv. 20. gr. laga nr. 67/1971, slysatryggingagjald atvinnurekanda skv. 36. gr., atvinnuleysis- tryggingagjald. kirkjugai'ðsgjald, markaðsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra og skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæði. Gjaldendum skal bent á að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttar- vöxtum og öllum kostnaði sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda, að þeim tíma liðnum. Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnámsgerð í för með sér verulegan kostnað fyrir gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að 10.000 kr. fyrir hverja fjárnámsgerð. Þinglýsingargjald er 1.000 kr. og stimpilgjald er 1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað. Jafnframt mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, tryggingagjald, vörugjald og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara. Reykjavík, 25. febrúar 1995 Gjaldheimtan í Reykjavík Tollstjórinn í Reykjavík Sýslumaðurinn í Kópavogi Gjaldheimtan á Seltjarnamesi Gjaldheimtan í Garðabæ Sýslumaðurinn í Hafnarfirði Gjaldheimtan í Mosfellsbæ Sýslumaðurinn í Keflavík Gjaldheimta Suðumesja Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli Sýslumaðurinn á Akranesi Sýslumaðurinn í Borgarnesi Sýslumaðurinn í Stykkishólmi Sýslumaðurinn í Búðardal Sýslumaðurinn á ísaftrði Sýslumaðurinn í Bolungarvík Sýslumaðurinn á Patreksfirði Sýslumaðurinn á Hólmavík Sýslumaðurinn á Siglufirði Sýslumaðurinn á Sauðárkróki Sýslumaðurinn á Blönduósi Sýslumaðurinn á Akureyri Sýslumaðurinn á Húsavík Sýslumaðurinn á Ólafsfirði Sýslumaðurinn á Seyðisfirði Sýslumaðurinn á Neskaupstað Sýslumaðurinn á Eskifirði Sýslumaðurinn á Höfn Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjuin Sýslumaðurinn á Selfossi Sýslumaðurinn í Vík Sýslumaðurinn á Hvolsvelli Gjaldheimta Vestfjarða Gjaldheimta Austljarða Gjaldheimtan í Vestmannaeyjum Höfundur er lögfræðingur í Rcykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.