Morgunblaðið - 14.12.1994, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.12.1994, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1994 23 Stórhuga brautryðjandi BÆKUR Ævisaga PÁLMIí HAGKAUP Höfundur: Hannes Hóbnsteinn Gissurarson. Útgefandi: Framtíðar- sýn hf. 1994.108 bls., ljósmyndir, heimilda- og nafmiskrá. 2.850 kr. HANNES Hólmsteinn Gissurar- son er höfundur að minnsta kosti fjögurra bóka, sem koma út þessar vikumar. Sumt af því, sem hann sendir frá sér að þessu sinni, hefur hann forunnið , ef svo má að orði kveða. Þannig er málum háttað um bókina Pálmi í Hagkaup, hún er að stofni til ritgerð, sem Hannes Hólmsteinn skrifaði um Pálma í tímaritið Andvara á síðasta ári. I eftirmála segir höfundur, að hann hafi við ritun bókar- innar aukið við versl- unarsöguna frá því, sem var í Andvara. Fer vel á því, þar sem Pálmi Jónsson, sem kenndur er við fyrir- tæki sitt Hagkaup, er einhver mesti bylting- armaður í íslenskri verslunarsögu á þess- ari öld. Fyrir tilstilli hans urðu þátttaskil í verslun, sem valdið hafa meiri almennri kjarabót en starfsemi íjöldasamtaka, er beitt geta fyrir sig verk- fallsvopninu, þegar látið er sverfa til stáls. Saga Pálma í Hag- kaup er að mörgu leyti lærdómsrík. Hún kennir okkur til dæm- is, að íslenska þjóð- félagið er sem betur fer svo vinveitt fram- taki einstaklingsins, að hann getur á fáum árum með snjalla hugmynd að leiðarljósi og fyrir eigin dugnað og útsjónarsemi komið á fót risa- fyrirtæki. Við lærum það einnig af lestri þessarar bókar, að hug- myndin verður stundum að minnsta kosti að njóta skilnings og stuðnings hjá þeim, sem fara með almannavald. Þeir verða að þora að taka áhættu og treysta á þann, sem leggur allt sitt að veði. Erlendur vinur minn, sem dvaldist hér fyrir nokkrum árum, kom aftur í heimsókn, eftir að Kringlan, Perlan og Ráðhúsið höfðu risið. Taldi hann, að með þessum glæsilegu nýbyggingum hefði Reykjavík tekið stakkaskipt- um. Yfir borginni væri allur annar alþjóðlegri og skemmtilegri brag- ur. Pálmi Jónsson átti hlut að þess- um stórframkvæmdum, því að það var fyrir frumkvæði hans, að ráð- ist var í að reisa Kringluna. Segir Hannes Hólmsteinn frá því, að Pálmi hafi fengið hugmyndina í Miami á Flórída. „Pálmi tók eftir því í Miami, hversu vel verslunar- miðstöðvar, þar sem margar búðir eru undir einu þaki, henta í óþægi- lega heitu og röku loftslagi. Fædd- ist þá sú hugmynd hjá honum að reisa slíka verslunarmiðstöð hér á íslandi, þar sem loft- slag er jafnkalt og það er heitt á Miami." í bókinni er drepið á deilurnar, sem urðu vegna óska Pálma um að reisa þetta mikla hús, en borgarfulltrú- ar Sjálfstæðisflokks- ins undir forystu Dav- íðs Oddssonar tóku af skarið fyrir réttum 11 árum. Riljar Hannes Hólm- steinn upp, að í umræð- um um málið í borgar- stjóm lagðist Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarfulltrúi Kvenna- framboðsins, gegn smíði Kringlunnar. Taldi hún, að þar væri um að ræða „hrapalleg mistök í skipulagsmál- um“. Kaupmætti al- mennings væru líka takmörk sett; það hlyti enn fremur að bitna á öldruðum og bíllausum, hyrfu hverfaverslanir úr sögunni. Nú finnst líklega mörgum, að ummæli af þessu tagi séu aftan úr grárri forneskju eins og svo margt annað, sem Pálmi Jónsson stóð frammi fyrir, þegar hann vann að framkvæmd hugmynda sinna. í bókinni eru birtar myndir af Pálma í leik og starfi. Fjölskylda hans er einnig kynnt til sögunnar. Bókin ber yfirbragð þeirrar hóg- værðar, sem jafnan einkenndi framgöngu Pálma Jónssonar. Hún er þó eins og árangur lífsstarfs Pálma verðug minningu stórhuga og dugmikils brautryðjanda. Björn Bjarnason Pálmi Jónsson Hannes Hólmsteinn Gissurarson Nýjar bækur Þrisvar sinnum þrettán eftir Geirlaug ÞRISVAR sinnum þrettán Magnússon er komin út. 1 kynningu segir: „Rétt eins og í fyrri bókum Geirlaugs virðast ljóðin í þessari á yfirborðinu vera hijúf og kaldhæðin, en þegar betur er að gáð er hann eitt myndvísasta og meitlaðasta ljóðskáld okkar nú um stundir. Ljóð hans taka mið af því helsta sem við hefur borið í evrópskri ljóðlist eftir stríð, um leið og í þeim er ósvikinn ís- lenskur tónn.“ Geirlaugur Magnússon Geirlaugur Magnús- son (f. 1944) stundaði nám í Póllandi og Frakklandi og kennir nú við Fjölbrautaskól- ann á Sauðárkróki. Hann hefur sent frá sér fjölda Ijóðabóka, m.a.a Samstæður 1990 og Safnborg 1993. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 54 bls. Prentud í Eddu - G. Ben. prentstofu. Kápu gerði Sigurborg Stefánsdóttir. Verð 1.690 krónur. J-Jrj aí c Jjr oJíJJUÍJaíJID J- Fjalafeötturinn Nýjar og vandaðar vörur Lögberg Thomsensmagazín Edinborg Brístol Kertastjakar, silfur-og gullhúðaðir. Verðfrákr. 990 til 1.345 Flóra Glaumbær Night & Day-sængurverasett 100% bómull Verð frá kr. 980 Mikið úrval af vönduðu skarti á betra verði. Gólfmottur frá kr. 1.500 Herrabuxur á frábæru verði kr. 1.800 Vandaður fatnaður á yngri kynslóðina á betra verði. Leðurskór. Stærðir 23-35. Verð kr. 3.350-3.890 Einnig úrval af skóm á fullorðna á lægsta verði. Vönduð ensk jakkaföt á kr. 9.900 og 10.900 Stakir jakkar kr. 7.900 og 10.900 Skyrta og bindi kr. 1.290 Hálfsíðir leðurjakkar frá kr. 14.900 Hálfsíðir flauelsjakkar frá kr. 5.900 Allar gerðir leðurjakka á betra verði Geisladiskar. Allt það nýjasta og eldra á markaðsverði. Borgarkringlunni Skokkur kr. 3.990 - Bolur kr. 990 Leggings kr. 990 - Skór kr. 3.890 Jogginggallar. Stærðir 2 til 12 ára frá kr. 1.990 Buxur kr. 1.890 - Skyrta kr. 1.290 Leðurvesti kr. 3.900 - Skór m/stáltá kr. 3.990 Sett, pils og vestí ,kr. 3.990 - Blússa kr. 2.900 Sokkar kr. 990 - Skór kr. 3.380 Peysurkr. 1.990 Peysur kr. 3.590, góð blanda. ( m J V J Enskir antikmunir á lægsta verði og veggmyndir í úrvali. ÞOllPII)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.