Morgunblaðið - 27.08.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.08.1994, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ríkisstjórnin 4 milljónir til flótta- manna RÍKISSTJÓRNIN tók í gær ákvörðun um að greiða 4 millj- óna aukaframlag til Flótta- mannastofnunar Sameinuðu þjóðanna vegna flóttamanna- vandans sem skapast hefur í kjölfar ástandsins í Rúanda og Búrúndí. Talið er að af um 7 milljónum íbúa Rúanda hafi allt að hálf milljón verið drepin, þijár millj- ónir séu á flótta innan landa- mæra landsins og um 2 milljón- ir hafi flúið til nágrannaríkja. Þá er talið að 30-40 þúsund hafi látist úr sjúkdómum, eink- um blóðkreppusótt. Án verkfæra í Bjarnaborg MIKLU af rafmagnsverkfærum •var stolið í innbroti í Bjama- borg í fyrrinótt. Vinna við frá- gang iðnnemaseturs f húsinu er á lokastigi og varð fjöldi iðn- aðarmanna fyrir tjóni í innbrot- inu. Meðal þess sem hvarf voru fimm borvélar, þrjár stingsagir og tvær þungar borðsagir. Auk þess var stolið topplyklasetti og ýmsum smærri verkfærum. Talið er ljóst að fleiri en einn þjófur hafi verið á ferð og að þeir hafi þurft bíl til að flytja allt þýfíð á brott. Málið er óupp- lýst en til rannsóknar hjá RLR. Hjólaði í veg fyrir vörubíl FJÖGURRA ára gamall dreng- ur hjólaði í veg fyrir iítinn vöru- bíl á mótum Njarðarbrautar og Bolafótar í Njarðvík á 15. tím- anum í gær. Pilturinn var um- svifalaust fluttur á sjúkrahús í Keflavík og síðan á Landspítal- ann. Þar lá hann á gjörgæslu- deild í gærkvöldi og fengust þær upplýsingar að líðan hans væri eftir atvikum. Hann hlaut alvarlega áverka en var ekki talinn í lífshættu. Arekstur í Aðaldal HARÐUR árekstur varð við Hólmavað í Aðaldal upp úr klukkan 20 í gærkvöldi. Að sögn lögreglu varð slysið með þeim hætti að bíll staðnæmdist og skullu tveir aðrir aftan á honum fyrir vikið. Ökumaður fremsta bílsins mun hafa gleymt sér og ekið framhjá gatnamótum, þar sem hann hugðist beygja, með fyrrgreind- um afleiðingum. Tvennt var í hverjum bíl um sig og var allt flutt á sjúkrahúsið á Húsavík. Lögregla taldi þó að enginn hefði orðið fyrir verulegum meiðslum. Bílarnir eru nokkuð skemmdir. Tveir með 3V2 vinning STAÐAN á Skákþingi íslands að loknum fjórum umferðum í gærkvöldi er þannig að Helgi Olafsson og Hannes Hlífar Stef- ánsson eru efstir með 3'/2 vinn- ing, Jóhann Hjartarson er með þijá vinninga og biðskák og Sævar Bjarnason er með þrjá vinninga. Morgunblaðið/Sverrir INGÓLFUR Lekve, 11 ára gamall piltur úr Reykjavík, er á bata- vegi eftir að hafa fengið reyniberjaskot úr túttubyssu í augað. Fékk reyiiiberjaskot úr túttubyssu í augað INGÓLFUR Lekve, 11 ára gamall piltur úr Reykjavík, liggur nú á sjúkrahúsi eftir að reynibeijaskot úr túttubyssu hæfði hann í augað. Að sögn Valgerðar Guðmundsdótt- ur, móður piltsins, blæddi inn á augað nokkru eftir atvikið og er hann því rúmfastur. Læknar telja 98% líkur á að Ingólfur nái sér að fullu svo framarlega sem önnur blæðing eigi sér ekki stað. Móður hans þykir það mildi því þeir fræddu hana jafnframt um að eitt árið hafí þijú böm tapað sjón á öðm auga eftir samskonar slys. Valgerður segir lán í óláni að Ingólfur hafí fengið reyniber á aug- að því böm noti stundum steinvölur í túttubyssumar. Að sögn Valgerð- ar hefur mikinn óhug slegið á börn í nágrenninu í kjölfar slyssins og hafa margar túttubyssur verið lagð- ar á hilluna. Nýsjálendmgar vilja selja kjöt hingað til lands FORYSTUMENN Framleiðslu- ráðs og Stéttarsambands bænda segja að það komi þeim ekki á óvart að Nýsjálendingar séu búnir að kortleggja kjötmarkaðinn á ís- landi með það fyrir augum að helja hingað innflutning á kinda- kjöti og nautakjöti. Þetta er full- yit í skýrslu sem Valdimar Einars- son fyrrverandi framkvæmdastjóri Landssamtaka kúabænda hefur skrifað, meðal annars fyrir atbeina Framleiðnisjóðs landbúnaðarins. Hvað geta bændur lært? Valdimar Einarsson er nú bú- settur Nýja-Sjálandi. Meginefni skýrslu hans, er um hvemig ís- lenskir bændur geti lært af söluað- ferðum Nýsjálendinga en einnig er þar fjallað um hugsanlegn inn- flutning á nýsjálensku kjöti, og fullyrt að hann muni eiga-sér stað innan næstu tveggja ára. Gmnd- völlur fyrir innflutningi á kjötvör- um skapast við gildistöku GATT- samninganna, sem talið er að verði 1. janúar eða 1. júlí 1995. Heimilt verður að flytja inn hrátt kjöt ef sannað þykir að innfluttu vömnni fylgi ekki sjúkdómahætta. Það er innflutningslandsins að sanna að sjúkdómahætta stafí af vömnni. Gísli Karlsson, framkvæmda- stjóri Framleiðsluráðs landbúnað- arins sagði að það kæmi sér ekki á óvart þó Nýsjálendingar hefðu skoðað íslenska markaðinn. Hann sagði að þeir væm mjög skipulagð- ir í sínum markaðsmálum. Þó að íslenski markaðurinn væri ekki stór væri neysla á kindakjöti á mann mjög mikil hér á landi. Gísli sagði að Nýsjálendingar hefðu verið að reyna fýrir sér með sölu á kjöti til Svíþjóðar og Finnlands. Hann sagði að þeim hefði enn ekki tekist að selja þangað kjöt í miklu magni, t.d. flytji íslendingar meira kindakjöt út til Svíþjóðar en Nýsjálendingar. Þess vegna væri mjög líklegt að Nýsjálending- ar gerðu sig ánægða með að selja til Islands 300 tonn af kindakjöti, en það er um 5% af íslenska mark- aðinum. Gísli sagðist telja að mjög erfítt yrði að sanna að sjúkdómahætta stafí af kjöti frá Nýja-Sjálandi. Sjúkdómavarnir væm þar mjög strangar og lítið um sjúkdóma. Ekkert væri t.d. um riðu, sem er skæður sjúkdómur í íslensku sauðfé. Úthafsveiðiráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York lokið 1 1 i i i ! ísland og N oregnr deila um hálfumluktu höfin ÁGREININGUR íslendinga og Norðmanna um hálfumlukt höf og stöðu þeirra að þjóðarétti kom greinilega fram í ræðum formanna sendinefnda ríkjanna við lok fundar úthafsveiðiráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í gær. Ráðstefnan mun koma saman að nýju í þijár vikur í marz og apríl á næsta ári og á þá að reyna að ná samkomu- lagi um meginatriði nýs úthafsveiðisáttmála. Almennt samkomulag er milli rílqanna 90, sem sitja ráðstefnuna, um að ganga frá lokagjörð sáttmálans á seinasta fundinum í júlí á næsta ári. í grein 13 í nýju samningsuppkasti forseta ráðstefnunnar, S. Nandans, er ákvæði um umlukt og hálfumlukt höf og vísað til 123. greinar haf- réttarsáttmála SÞ, en þar er ekki kveðið á um að réttarstaða þeirra sé verulega frábrugðin stöðu úthafa. Formaður norsku sendinefndarinnar, Dag Mjoland, sagði í ræðu sinni að styrkja þyrfti þetta ákvæði og brýnt væri að strandríkjum, sem lægju að hálfumluktum höfum, yrði tryggður réttur til að hafa yfirumsjón með vemdun og stjómun fískstofna þar. Þetta er af hálfu íslend- inga og fleiri þjóða túlkað sem svo að Norðmenn séu, ásamt Rússum, að reyna að tryggja sér full yfírráð í Barentshafí, fari svo að samþykkt verði að skilgreina það sem hálfumlukt haf. Ónauðsynleg ákvæði Helgi Ágústsson, formaður íslenzku sendi- nefndarinnar, sagði í ræðu sinni að íslendingar efuðust um að ákvæðin í grein 13 væru nauðsyn- leg. Gunnar G. Schram, varaformaður sendi- nefndarinnar, sagði í samtali við Morgunblaðið að áherzlur Norðmanna gengju gegn því, sem almennt væri gert ráð fyrir á ráðstefnunni; að ákvæði hins nýja úthafsveiðisáttmála væm ekki í ósamræmi við hafréttarsáttmálann. Helgi Ágústsson sag-ði jafnframt að hið nýja samningsuppkast væri góður samkomulags- grundvöllur og færi vandrataðan meðalveg milli andstæðra sjónarmiða á ráðstefnunni. Hann lét hins vegar í ljósi þær áhyggjur íslendinga að „hagsmunir strandríkja og fullveldisréttur þeirra innan sérefnahagslögsögunnar, í samræmi við hafréttarsáttmálann, sé ef til vill ekki nægilega tryggður í textanum eins og hann stendur nú.“ Helgi sagði að gífurlega mikilvægt væri að tryggja aðgang þróunarríkja, sérstaklega þá ey- ríkja, og ríkja á borð við Island sem væru mjög háð auðlindum hafsins, aðgang að þeim svæðis- bundnu stofnunum og samningum um vemdun og stjómun veiða á úthöfunum, sem gerðir yrðu og snertu fiskveiðihagsmuni þeirra. Óformlegir fundir Gert er ráð fyrir að áður en ráðstefnunni lýkur í júlí næstkomandi verði haldnir tveir óformlegir fundir þeirra ríkja, sem mest ber á milli, og þess freistað að ná fram málamiðlunum. Áhugi á skógrækt eykst Kirkjubæjarklaustri. Morgunblaðið. OPNUN skóganna fyrir almenning hefur aukið skilning og áhuga fyrir skógrækt á íslandi, sagði Hulda Valtýsdóttir formaður Skógræktar- félags Islands við setningu aðal- fundar félagsins á Kirkjubæjar- klaustri. Jón Loftsson skógræktar- stjóri ríkisins tók í sama streng, en benti jafnframt a að efla þyrfti héraðsskóga með auknum fjárfram- lögum, einkum þar sem stefnt er að breyttum búskaparháttum bænda. í ávarpi Huldu kom fram, að hér á landi ríktu þær aðstæður við upp- græðslu lands og skógræktar, að varla þekktist nokkuð sambærilegt annars staðar um víða veröld. „Hér ríkir velmegun eins og hún gerist best með öðrum þjóðum, almenn menntun er á háu stigi og mannauð- ur mikill og hugsjónir háleitar. Allt eru þetta grundvallaratriði til þess að hægt sé að takast á við endur- heimt skóga og eflingu alhliða gróð- urs á íslandi," sagði Hulda. Fjölmennt á skógardag Jón Loftsson sagði að eitt þýðing- armesta verkefni Skógræktarinnar væri, að opna skógana fyrir al- menningi og kynna landsmönnum skóginn. Nefndi hann sem dæmi að um 300 gestir hefðu sótt skógar- daginn á Hallormsstað á síðasta ári, en í ár hefðu þeir verið 1.200. Því væri ljóst, að áhugi almennings á skógrækt hafí aukist verulega á síðustu árum, en nú væru ýmsar blikur á lofti og þröngt í búi. Sagði hann, að á Búnaðarþingi, sem nú stæði yfír, minntu bændur stjómvöld á búvörusamninginn, sem nú er í gildi, en þar er gefið loforð fyrir tveimur milljörðum króna til héraðsskóga. „Það verður að segjast eins og er, að það hefur lítið orðið af þessu loforði 0g lítið komið til verkefnisins þó að héraðs- skógaverkefnið hafí vissulega verið viðbót við aðra skógrækt í landinu. Ég tel, að miðað við það verkefni, sem er fyrir. höndum og þá breyt- ingu sem er að verða á búskap bænda, sé í raun varla til betra verkefni, sem þeir gætu snúið sér að, en skógrækt," sagði hann. Morgunblaðið/Ingvar * A slysadeild eftir bílveltu BÍLL valt á Suðurlandsvegi skammt austan Rauðhóla laust fyrir klukkan 17 í gær með þeim afleiðingum að hann hafnaði utan vegar. Karlmað- ur, sem var undir stýri, var fluttur á slysadeild. Averkar hans reyndust ekki alvarlegir og fékk hann því að fara heim í gærkvöldi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.