Morgunblaðið - 29.10.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.10.1993, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1993 Suður-Kalifornía eins og eldhaf yfir að líta vegna óviðráðanlegra skógarelda „Eins og himimiimi log- aði hvert sem litíð var“ - segir Þorgeir Þorgeirsson arkitekt í Laguna Beach þar sem hundruð húsa hafa brunnið Reuter MAÐUR hleypur frá brennandi húsbílahverfi í bænum Lag-una Beach í Suður-Kaliforníu í gær. Rúrnlega 500 íbúðarhús höfðu orðið skógareldum að bráð í ríkinu í gær. „VIÐ ERUM örugg eins og er en ijúki vindur aftur upp er voðinn vís. Það var mjög óhugnanlegt að líta út um glugga í gærkvöldi. Eins og himinninn logaði hvert sem litið var,“ sagði Þor- geir Þorgeirsson arkitekt í samtali við Morgunblaðið í gær en skógareldar geisa skammt frá heimili hans í Kaliforníu. Rúmlega 500 íbúðarhús höfðu brunnið í gær og eignatjón nemur hundruðum milljóna. Skógareldar kviknuðu á nokkrum stöðum í sunnanverðri Kalifomíu á þriðjudag en fyrir tilstuðlan svokallaðra Santa Ana vinda mögnuðust þeir í fyrradag og breiddust ört út. í gær log- uðu eldar á a.m.k. 15 stöðum og fékk fjölmennt her- og slökkvilið lítt við ráðið. Var belti frá landamærum Mexíkós til norðurhverfa Los Angeles eins og eldhaf yfir að líta. Yfirvöld fullyrtu að nokkrir eldanna hefðu kviknað af mannavöldum, m.a. af völdum útigangsmanna sem kveikt hefðu eld til að oma sér við en síðan hefði allt farið úr böndum. í gær höfðu rúmlega 500 íbúðarhús orðið eldinum að bráð og rúmlega 30.000 manns flúið heimili sín á hættusvæðum. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á stórum svæðum í Suður-Kaliforníu og hét Bill Clinton forseti því að ríkisstjórn- in myndi aðstoða við uppbygg- ingu á brunasvæðunum. Stríðsástand „Við erum búin að pakka öllu persónulegu ofan í töskur og kassa og tilbúin að fleygja því út í bíl og flýja ef eldurinn berst hingað," sagði Homeira Gharawi, eiginkona Þorgeirs. Heimili þeirra er miðja vegu milli San Diego og Los Angeles. Þorgeir og Homeira búa í hverfí sem heitir Foot Hill Ranch í hæðunum fyrir ofan bæinn Laguna Beach sem orðið hefur einna verst úti. Þar höfðu 330 hús brunnið í gærmorgun. „Ég fór heim úr vinnu þegar reykur og sót tók að byrgja útsýni úr gluggum skrifstofunnar. Gekk ég út úr húsinu, sem er alveg niður við strönd, og leit upp í hæðirnar. Þar stóðu öll hús í björtu báli en þau kosta eina til tvær milljónir dollara, 70-140 milljónir króna, hvert. Það var óhugnanleg sjón og alls staðar var fólk að reyna að bjarga ein- hveijum eigum og koma sér í burtu,“ sagði Þorgeir. Til marks um ringulreiðina sagðist Þorgeir venjulega vera aðeins fímm mínútur að aka heim úr vinnu en í þetta sinn tók það hálfa aðra klukkustund. „Fólk var út um allt að reyna að fara eitthvað, greinilega mjög hrætt. Þetta var eins og í stríði,“ sagði Þorgeir. „Það lýsir vel hættuástandinu að samstarfsmaður minn hringdi heim til sín klukkan tvö og var þá allt í stakasta lagi, eldurinn talsvert undan. Þremur stundum seinna hafði eldurinn gleypt hús- ið hans. Svo hratt æddi hann áfram að honum tókst einungis að bjarga út sjónvarpinu og heimilishundinum áður en hann varð að flýja,“ sagði Þorgeir. íslendinga hefur ekki sakað „Núna er logn og hægt að halda eldunum í skefjum en það segja þeir sem vinna að slökkvi- starfí að þeir fengju ekkert við ráðið ef hann blési upp aftur. Það er ótrúlegt að upplifa þetta, virkilega óhugnanlegt," sagði Þorgeir Þorgeirsson. „Ástandið hér er hrikalegt og eyðileggingin skelfileg. Hér í giljunum eru ein- hver fallegustu svæði í Kalifor- níu en sum þeirra eru nú aðeins ijúkandi rústir,“ sagði Homeira kona hans. „Hér í nágrenninu búa um 80 íslenskar fjölskyldur og er samheldnin mikil. Við höfum verið í símasambandi og hefur enginn bruni orðið hjá þessu fólki enn sem komið er. Við hitt- umst einu sinni í mánuði, alls um 350 manns. Hópurinn var hér hjá okkur síðast og á sunnu- dag er ætlunin að hittast í Ana- heim Hills,“ bætti Homeira við. Starfsmenn Kögunar óhultir Kolbrún Kjerúlf, eiginkona Þorvaldar Egils Sigurðssonar, verkfræðings hjá hugbúnaðar- fyrirtækinu Kögun, sagði við Morgunblaðið að 18 starfsmenn fyrirtækisins og fjölskyldur þeirra væru óhult. Eldarnir væru í um 100 km fjarlægð frá heimil- um þeirra í Anaheim Hills. Mynduð samtök gegnEB í Noregi Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunblaðsins. ANDSTÆÐINGAR aðildar Nor- egs að Evrópubandalaginu (EB) innan norska Verkamannaflokks- ins hafa myndað með sér samtök er ncfnast „Jafnaðarinenn gegn EB“. Sagan hefur því endurtekið sig. Upplýsingaskrifstofa Alþýðu- sambandsins (AIK) hafði árið 1972 gríðarlega mikil áhrif er Norð- menn felldu í þjóðaratkvæða- greiðslu tillögu um aðild að Evr- ópubandalaginu. Þessi þróun er áfall fyrir Gro Harl- em Brundtland forætisráðherra ekki síst í ljósi þess að andstæðingar EB-aðildar styrktu mjög stöðu sína á norska Stórþinginu í síðustu þing- kosningum. Fullvíst þykir að þeir sem andvígir eru þvi að Noregur taki þátt í samrunaferlinu suður í álfu geti komið í veg fyrir staðfest- ingu aðildar á þingi. „Jafnaðarmenn gegn EB“ hyggj- ast ná til allra þeirra stuðningsmanna Verkamannaflokksins í Noregi sem andvígir eru aðild að Evrópubanda- laginu. Líkt og AIK forðum hyggjast samtökin halda uppi skipulögðum áróðri gegn aðild Noregs. Dagbladet segir í frétt að þekktir leiðtogar jafnaðarmanna hyggist taka átt í þessu starfi en í hlutverki leiðtoga verði Hallvard Bakke, þing- maður og fyrrum viðskiptaráðherra. Þessi tíðindi vöktu ánægju í röðum Miðflokksmanna, sem unnu sigur í síðustu kosningum á grundvelli and- stöðu sinnar við EB. I Hægriflokkn- um kváðu menn þessa þróun á hinn bóginn áhyggjuefni. Framkvæmda- stjóri Verkamannaflokksins sagðist ekki fá séð á hvem hátt flokkurinn sem slíkur gæti beitt sér gegn mynd- un samtakanna en Gro Harlem Brundtland kaus að tjá sig ekki um málið. •»-■■■» 4 Noregur Sex farast í flugslysi Óuló. Reuter. SEX manns fórust í flugslysi í Noregi í fyrrakvöld og eins manns til viðbótar er saknað. Alls voru 19 manns í flugvélinni, sem var tveggja hreyfla og af Otter- gerð. Slæmt veður, var þegar hún hrapaði skömmu áður en hún átti að lenda á Namsos-flugvelli í mið- hluta landsins. Ekki var vitað um orsakir slyssins í gær. Gouda 26% kg/stk. R U M L E G A 15% LÆKKUN! VERÐ NU: 599 kr. kílóið. VERÐ AÐUR: ÞU SPARAR. ■ kílóið. 110 kr. á hvert kíló. OSTA- OG SMJÖRSAtANSE

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.