Morgunblaðið - 06.04.1993, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.04.1993, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 1993 25 Sinueld- arkveikt- ir víða KVEIKT hefur verið í sinu víða í borginni og nágrenni hennar að undanförnu. Slökkviliðið hefur oft verið kallað út en sinueldar hafa hvergi valdið verulegu tjóni. Sinueldar hafa verið kveiktir í Öskjuhlíð, Elliðaárhólma, Foss- vogsdal, við Tollvörugeymsluna í Laugarnesi, við Smiðjuveg og í Breiðholti en hvergi hefur orð- ið verulegt tjón að sögn slökkvil- iðs. Óbætanlegt tjón Jörð er þurr og víða mikil sina til staðar og gætu sinueldar orð- ið mjög erfíðir viðureignar ef hvessir. Sinueldar geta valdið óbætanlegu tjóni á tijám og fara illa með allan gróður. Slökkvilið- ið hvetur foreldra til að brýna fyrir börnum sínum að gera sér ekki leik að því að kveikja í sinu. Morgunblaðið/Frosti Eiðsson Slökkt í sinu SINUELDAR hafa verið kveiktir víða að undanförnu og hefur slökkvilið oft verið kallað til að undanfömu. Póstur og sími Starfsmenn undanþegn- ir afnota- gjöldum UM 1.000 starfsmenn Pósts og síma eru undanþegnir eða fá helmingsafslátt á afnotagjöld- um síma. Reikna má með að stofnunin verði af um 6 milljón- um kr. á ári af þessum sökum. Auður Bessadóttir hjá starfs- mannahaldi Pósts og síma segir að starfsmenn Pósts og síma fái niður- fellingu á helmingi afnotagjaldsins eftir tveggja ára starf, og að fullu eftir átta ára starf. Fullt afnota- gjald af heimilissíma er 1.382 kr. ársfjórðungslega. Hún segir að al- mennt sé enginn afsláttur veittur af umframskrefum starfsmanna, það þurfi þá að vera ríkar ástæður fyrir því og viðkomandi notað síma sinn í þágu stofnunarinnar utan vinnutíma. Auk þess hafa fyrrverandi starfs- menn Pósts og síma, sem komnir eru á eftirlaun og hafa átt 20 ára starfsaldur hjá stofnuninni, haldið sínum fríðindum. Frakkinn á Arnarhóli Frakkinn, sem leikinn er af Jean Philippe Labadie, hitti ýmsa á ferð sinni um ísland, meðal annars rónana á Arnarhóli en þeir eru leiknir af Erni Árnasyni og Randver Þorlákssyni. Myndin Stuttur Frakki frumsýnd KVIKMYNDAFÉLAGIÐ Art Film frumsýnir nýja íslenska gamanmynd, Stuttan Frakka, í dag í Sam-bíóunum. Þetta er gamanmynd og koma margir af bestu grínleikurum landsins fram í henni. Nægir að nefna Hjálmar Hjálmarsson, Eggert Þorleifsson, Örn Arnason og Randver Þorláksson. Auk þeirra koma fjölmargar vinsælar hljómsveitir og söngvarar fram, s.s. Todmobil, Sálin hans Jóns míns, Bubbi Morthens, Ný Dönsk, Síðan skein sól og Bogomil font. Flestir þessara aðila komu fram á stórtónleikunum Bíórokk sem Art Film stóð fyrir í Laugardaishöll 16. júní á síðasta ári. Auk áðumefndra aðila koma aðrir tónlistarmenn við sögu, þ. á m. Jet Black Joe sem leika tvö ný lög og Móheiður Júníusdóttir sem flytur nýja útfærslu af gömlu þekktu lagi. Samhliða mun koma út geislaplata og kassetta með tónlist úr myndinni, sem Steinar gefur út en útgáfudagur er 25. mars nk. Með aðalhlutverk myndarinnar fer franskur leikari Jean Philippe Labadie og segir sagan frá honum og ferðum hans til Islands. Land og þjóð eru þvl skoðuð með augum út- lendings sem kemur til íslands í fyrsta sinn. Franskur umboðsmaður (Jean Philippe) er sendur til íslands til að kynna sér tónlist vinsælustu hljóm- sveita landsins, sem ætla að halda sameiginlega tónleika í Laugardals- höllinni. Ætlunin er að hann velji eina eða tvær hljómsveitir úr hópnum með útgáfu í Frakklandi í huga. Vegna misskilnings og ýmissa vand- kvæða sem upp koma, gleymist að sækja Frakkann er hann lendir á Keflavíkurflugvelli. Hann sér þann kost vænstan að koma sér sjálfur til Reykjavíkur og þar með hefst hin kostulegasta atburðarás. A leið sinni á tónleikana verður hann vitni að ýmsu því sem einkennir ísland og „íslenska menningu". Hann lendir í margvíslegum hremmingum, kynnist skrýtnu fólki, fær smjörþefínn af þjóðarréttum eins og lýsi, íslensku brennivíni og besta fiski I heimi. Samhliða sögunni af Frakkanum seinheppna, segir af systkinunum Sóley og Rúnari sem koma inn í sögu- þráðinn. Rúnar (Hjálmar Hjálmars- son) er helsti stjómandi tónleikanna í Höllinni og lendir hann í miklum vandræðum þegar Frakkinn skilar sér ekki á réttum tíma. Sóley (Elva Ósk Ólafsdóttir) er tónlistarkennari og tónskáld og fyrir tilviljun rekst hún á Frakkann stutta og hafa kynni þeirra ófyrirsjáanlegar afleiðingar í för með sér. Sögusviðið berst um nágrenni Reykjavíkur, um borgina þvera og endilanga og að endingu í Laugardalinn, þar sem íslensk popp- og unglingflóra blómstrar í allri sinni litadýrð. Leikstjóri myndarinnar er Gísli Snær Erlingsson, kvikmyndataka var í höndum Rafns Rafnssonar, handrit skrifaði Friðrik Erlingsson, meðframleiðandi er Siguijón Sig- hvatsson og framleiðendur eru Krist- inn Þórðarson og Bjami Þór Þórhalls- son. Opið sem hér segir: Skírdagur............ Föstudagurinn langi... ...10-21 LOKAÐ Laugardagur...........10-21 Páskadagur.............LOKAÐ Annar í páskum........10-21 (Fréttatilkynning)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.