Morgunblaðið - 08.02.1992, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.02.1992, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. FEBRUAR 1992 Helmut Kohl: Viil létta höml- um af hernum Bonn. Reuter. HELMUT Kohl, kanslari Þýska- lands, vill breyta þýsku stjórnar- skránni þannig, að heimilt verði að beita þýskum her utan landa- mæra Atlantshafsbandalagsins. Kom þetta fram í viðtali við hann í Wall Street Journal í gær. Þýskir jafnaðarmenn vilja ekki nema úr gildi stjórnarskrárákvæðið, sem bannar beitingu þýsks hers utan Natolandanna, en Kohl kvaðst tilbú- inn til að gera þetta að kosninga- máli 1994 ef með þyrfti. Sagði hann það fylgja nýju hlutverki Þýskalands að axla meiri ábyrgð á alþjóðavett- vangi, til dæmis með því að senda hermenn til friðargæslu á vegum Sameinuðu þjóðanna. Þá sagði Kohl Þjóðverja ekki hafa áhuga á fasta- fulltrúa í öryggisráðinu. Boris Jeltsín og Francois Mitterrand á sameiginlegum blaðamannafundi sem þeir héldu I gær. Reuter- Heimsókn Jeltsíns, forseta Rússlands, til Frakklands; Frakkar gefa til kynna fækkun kjamorkuvopna París. Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlans, og Francois Mitterrand, forseti Frakklands, hétu því gær að ríki þeirra myndu halda lyarnorku- herafla sinum í lágmarki. Mit- terrand sagði að til greina kæmi að Frakkar sýndu meiri sveigjanleika hvað varðar kjarn- orkueldflaugaáætlanir sínar. Þriggja daga heimsókn Borís Jeltsíns til Frakklands lauk í gær. Undirritaður var vináttusamningur sem er sá fyrsti sem Rússar gera við vestrænt ríki síðan Sovétríkin liðu undir lok. Þar er kveðið á um samráð á hættutímum og að stefnt skuli að gerð evrópsks öryggimála- sáttmála. Stjómmálaskýrendur segja að þar endurspeglist ósk Frakka um að samþykktir Ráðstef- unnar um öryggi og samvinnu í Evrópu öðlist lagagildi. í samn- ingnum er kveðið á um árlega fundi forseta ríkjanna og samstarf í efnahagsmálum. Jeltsín sakaði franska kaupsýslumenn í fyrradag um að fara sér of hægt í viðskipt- um við Rússa. „Þið dreypið aldrei Kiev. Rússneska þingið gerði á fimmtudag kröfu um að Svarta- hafsflotinn heyrði undir samveldið. Hins vegar var frestað umræðum um lögmæti þess er Rússar gáfu Úkraínumönnum Krímskaga árið 1954. Þingið hafði í síðasta mánuði dregið í efa að sú gjöf hefði verið lögleg. Alls eru um 300 skip í Svarta- hafsflotanum. Úkraínustjórn hefur gert kröfu um þann hluta flotans sem ekki ber kjarnavopn. Yrðu skip- in notuð við strandgæslu. Undan- farnar vikur hefur nefnd rússneskra og úkríanska stjórnvalda unnið að lausn málsins og virtist á tímabili á kampavíninu ef þið takið ekki áhættu,“ sagði Jeltsín. Sagði hann að ítalir hefðu sýnt mun meira frumkvæði. Hvort sem þessi um- mæli réðu úrslitum eða ekki þá ákváðu franskir embættismenn á síðustu stundu að hækka lán til Rússa til kaupa á korni og iðnvam- ingi um 500 milljón franka i 3,5 milljarða franka (rúma 35 milljarða ÍSK). Á fréttamannafundi undir lok heimsóknarinnar hældi Mitterrand Jeltsín fyrir tillögur um fækkun kjamavopna. Þær ættu sér ekki fordæmi hvað varðar hraða niður- skurðarins og fjölda vopna sem eytt yrði. „Það sem Rússar hafa þegar gert gerir Frökkum kleift að breyta eldflaugaáætlunum sín- um. Við ætlum ekki að rembast eins og rjúpan við staurinn og halda í stefnu sem er í algerri andstöðu við það sem önnur kjam- orkuveldi eru að gera,“ sagði Mitt- errand. Hann tiltók þó ekki hvar Frakkar myndu beita niðurskurð- arhnífnum. Jeltsín sagði við sama tækifæri sem sátt væri um að Úkrínumenn fengju þann hluta flotans sem ekki gæti borið kjamavopn. Einungis ætti eftir að ákveða hvar draga ætti mörkin milli skipa sem til- heyrðu kjarnorkuheraflanum og hinna sem það gerðu ekki. Nú er hins vegar ijóst að viðræðurnar í nefndinni hafa ekki skilað árangri. Kravtsjúk sagðist í gær búast við að samkomulag um flotann næðist á leiðtogafundi samveldis- ríkjanna í Minsk 14. febrúar næst- komandi. Álexander Kotjonkov, varaform- aður vamarmálanefndar rússneska að ekki lægi verulega á því að Frakkar fækkuðu kjarnavopnum. Kjamorkuherafli Rússa og Frakka væri ekki sambærilegur. Franskir embættismenn sögðust FJÖGUR kjarnorkuver í Austur-Evrópu eru „mjög hættuleg11 að mati sérfræðinga Alþjóðakjarnorkumálastofnun- arinnar, IAEA, og óttast marg- ir, að þar geti verið í uppsigl- ingu ný „TsjernobyIsIys“. þingsins, lagði til í gær í viðtali við dagblaðs hersins, Krasjaja Zvezda, að her samveldisins yrði skipt á milli aðildarríkjanan ellefu. Nýju herirnir myndu svo bindast samtök- um sem líktust Varsjárbandalaginu sáluga eða Atlantshafsbandalaginu. Kotjonkov gat þess að nú þegar hefðu fimm ríki samveldisins ákveð- ið að stofna eigin heri og myndi varnarmálanefndin leggja tii að hin sex gerðu^það líka, þ. ám. Rúss- land. Hann sagði að hmn Sovétríkj- anna hefði leitt til þess að óljóst væri hvaða ríki hermenn Rauða hersins þjónuðu. Staða þeirra væri einnig óljós samkvæmt þjóðarétti. Kotjonkov viðurkenndi að skipting hersins yrði vandkvæðum bundin. Helmingur hermanna eru Rússar og stofnun rússnesks hers myndi þýða að milljón hermenn og fjöl- skyldur þeirra þyrftu að flytja heim til Rússlands. hrifnir af ítarlegri þekkingu Jelts- íns á utanríkismálum. Stundum hefði hann verið svo hraðmæltur um flókin málefni að túlkarnir hefðu ekki getað fylgt honum eftir. Kemur þetta fram í óvenjuskor- inorðri skýrslu frá IAEA en um- rædd kjamorkuver em í Bohunice í Tékkóslóvakíu, Kozloduy í Búlg- aríu og Kola og Novovoronezh í Rússlandi. í þessum verum fundu sérfræðingarnir 13 „stórhættu- lega“ galla og 46 „hættulega" en svo dæmi sé tekið þá var búlg- arska orkuverið í svo slæmu ástandi, að IAEA bað Búlgaríu- stjórn að loka því strax. Til þess treysti hún sér þó ekki vegna mik- ils orkuskorts í landinu. Sérfræðingarnir segja, að kjarnakljúfarnir í verunum séu 10 talsins af gerðinni WWER. Voru þeir hannaðir á sjöunda ártugnum og em þeir einu, sem enn era í notkun. Sams konar kjamakljúf í Austur;Þýskalandi var lokað í fyrra. í Ármeníu eru aðrir tveir, sem ekki hafa verið í notkun í tvö ár, en Armeníustjórn vill taka þá aftur í rekstur á þessu ári. Þessir kjarnakljúfar eru að vísu ólíkir RBMK-kjarnakljúfunum í Tsjernobyl en þeir eiga það sam- eiginlegt með þeim, að öryggisút- búnaðurinn er ónógur á flestum sviðum. í skýrslunni er þeirri spurningu varpað fram hvort ekki sé vitur- legra að loka þessum kjarnorku- verum strax í stað þess að veija hundraðum milljóna dollara í óhjá- kvæmilegar úrbætur. Orkuskort- urinn í Austur-Evrópu og sovétlýð- veldunum fyrrverandi veldur því hins vegar, að stjórnvöld þar vilja reka verin áfram, að minnsta kosti til 1995, og gera sér vonir um, að þau fái vestræna aðstoð við að auka öryggisútbúnaðinn. Deilan um Svartahafsflotann: Ukraínuforseti mótmælir ályktun rússneska þingsins Varnarmálanefnd þingsins vill stofnun rússnesks hers Kíev. Moskvu. Reuter. LEÓNÍD Kravtsjúk, forseti Úkraínu, mótmælti í gær harðlega álykt- un rússneska þingsins frá því á fimmtudagskvöld þar sem gerð var krafa um að allur Svartahafsflotínn heyrði undir sameiginlega her- stjórn Samveldis sjálfstæðra ríkja. „Rússneska þingið getur ekki tekið ákvarðanir er varða öll ríki samveldisins. Þessi ákvörðun á sér enga lagastoð," sagði Kravtsjúk á fréttamannafundi í þinghúsinu í Alþjóðakjarnorkumálastofnunin; A __ Ottast „Tsjerno- bylslysu í fjórum kjarnorkuverum London. Daily Telegraph. Átök brjót- ast út í Álsír Algeirsborg. Reuter. ÁTOK brutust út milli öryggis- sveita og heittrúðra múslima í að minnsta kosti sex borgum í Alsír í gær. Öryggissveitir beittu skotvopnum í fimm hverfum í höfuðborginni, Al- geirsborg. Sjónarvottar sögðu að hermenn hefðu reynt að bijótast framhjá brennandi vegatálmum í tveimur af höfuð- vígjum íslömsku Hjálpræðis- fylkingarinnar (FIS) í borginni og múslimar hefðu veitt þeim mótspyrnu með gijótkasti. 57 farast í snjóflóðum Divarbakir. Reuter. FIMMTÍU og sjö fórust er snjó- flóð féllu á alls tólf þorp í suð; austurhluta Tyrklands í gær. í einu þorpinu, Akcayul í Sirnak- héraði, létust þrjátíu og einn er fimm hús eyðilögðust í snjó- flóði. Alls hafa þar með 201 farist í snjóflóðum í þessum hluta Tyrklands síðustu vikuna. Major vill fund um N-Irland Dublin. Reuter. TILLÖGU Johns Majors, for- sætisráðherra Bretlands, um að leiðtogar deiluaðila á Norð- ur-írlandi komi saman til fund- ar um öryggismál á skrifstofu hans í Downingstræti í næstu viku hefur verið vel tekið af stjórnmálamönnum úr röðum jafnt mótmælenda sem kaþólikka. Þetta verður fyrsti fundurinn af þessu tagi sem haldinn er í sextán ár. Tuttugu og sex hafa fallið í átökum á Norður-írlandi fyrstu fimm vik- ur ársins og er það mesti fjöldi síðan árið 1976. Vopnageymsla sprakk Moskvu. Reuter. HÓPUR manna réðst í gær inn í vopnageymslu hersins í borg- inni Grozny í Rússlandi og kveikti í henni á fimmtudag. TASS-fréttastofan hefur það eftir heimildum innan innanrík- isráðuneytisins í gær að í það minnsta tíu árásarmannanna hafi farist er geymslan, sem full var af vopnum og skotfær- um, sprakk í loft upp eftir að kveikt var í. Mikil ólga er á þessu svæði, í norðurhluta Kákasushéraðs, og hefur það ítrekað gerst undanfarið að skæruliðar og aðskilnaðarsinn- ar hafi ráðist á vopnageymslur hersins til að verða sér úti um vopn. Njósnari fær 12 ára dóm DUsseldorf. Reuter. KLAUS Kuron, háttsettur maður innan vestur-þýsku leyniþjónustunnar, var í gær dæmdur í tólf ára fangelsi fyr- ir að hafa stundað njósnir fyrir fyrrum Austur-Þýskaland. Honum var einnig gert að end- urgreiða 692 þúsund mörk sem hann hafði þegið að launum fyrir njósnastörf sín. Réttar- höldin stóðu yfir í mánuð og lýstu vitni frá leyniþjónustum bæði fyrrum austur- og vestur- hluta Þýskalands því yfir að Kuron væri nánast hinn full- komni njósnari. Það voru miklir persónulegir fjárhagsörðug- leikar sem ollu þvi að Kuron bauð Austur-Þjóðveijum þjón- ustu sína árið 1981. Þeir mátu störf hans mjög mikið og var honum tvisvar smyglað leyni- lega inn í Austur-Þýskaland til að hitta Markus Wolf, frægasta njósnaforingja landsins, per- sónulega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.