Morgunblaðið - 31.07.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 31.07.1991, Blaðsíða 18
18 i. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JULI 1991 Ríkisstjórn Suður- Afríku stokkuð upp Jóhannesarborg. Reuter. F.W. DE KLERK, forseti Suður-Afríku, tilkynnti á mánudag breyting- ar á ríkisstjórn landsins. Þrír ráðherrar létu af embætti, tveir þeirra ráðherra sem fara með menntamál og ráðherra vatns- og skógar- mála, og sagðist de Klerk hafa ákveðið að gera ýmsar aðrar breyt- ingar á ríkisstjórninni í ljósi þess. Munu Magnus Malan, varnarmála- ráðherra, og Adriaan Vlok, lögreglumálaráðherra, m.a. fá ný emb- ætti innan ríkisstjórnarinnar. Þessi uppstokkun á ríkisstjórn- inni kemur í kjölfar þess að upp komst um fjárhagslegan stuðning ríkisstjórnarinnar við Inkatha-frels- isflokk Zulu-manna en þeir hafa átt í blóðugum átökum við Afríska þjóðarráðið (ANC). Voru það einna helst þeir Malan og Vlok sem báru Flóðin í Rúmeníu: Ottast að rúm- lega hundrað hafi drukknað Bacau í Rúmeníu. Reuter. FJÖLDI þeirra sem létust í flóð- um i norðausturhluta Rúmeniu á sunnudag og mánudag er nú tal- inn vera orðinn rúmlega eitt hundrað. Laurentiu Hrebenciuc, ráðgjafi sýslumannsins í Bacau-sýslu, sagði að þegar hefðu fjörutíu lík fundist og væri 69 manna til viðbótar sakn- að. Væru yfirgnæfandi líkur á því að þeir hefðu drukknað. „Við berum enga von í brjósti lengur um að þessir menn séu enn á lífi,“ sagði Hrebenciuc. Mikið rigndi í norðausturhluta Rúmeníu allan sunnudaginn og á mánudag brast stíflugarður. Lagði flóðbylgjan sautján þorp í rúst og hreif með sér 648 hús. ábyrgð á stuðningnum við Inkatha. Inkatha notaði greiðslumar eink- um til að borga fargjöld á samkom- ur fyrir stuðningsmenn sína og einnig voru kústsköft, fánar og dreifirit keypt fyrir peningana. Nýr varnarmálaráðherra verður Roelf Meyer, en hann var áður sá ráðherra sem sá um breytingar á stjórnarskrá landsins. Við embætti Vlok tekur Hernus Kriel, skipulags- málaráðherra. Heimildarmenn innan ANC sögðu þessar breytingar á stjórninni vera skref í rétta átt. í gær lofaði de Klerk að stofna nefnd sem falið yrði að endurskoða lög og reglugerðir um leynileg verk- efni á vegum stjómarinnar. Hann sagðist gera þetta til að reyna að endurvekja traust á ríkisstjórninni. ■ STOKKHÓLMI - Freddie Wieselgren, sem rekur veitinga- stað í grennd við sænska þinghús- ið, hefur sett þingmenn í „straff“ til að mótmæla skatti á máltíðir, sem atvinnurekendur niðurgreiða fyrir starfsfólk sitt. „Þingmenn eru ekki velkomnir. Þið neydduð 1,2 milljónir manna til að borða úr nest- isboxum. Þið ættuð að gera slíkt hið sama,“ segir á skilti við inngang Rosenbrun-veitingahússins. Wies- elgren segir að aðsókn að veitinga- húsinu hafí minnkað til muna á þessu ári en um áramótin lagði rík- Reuter í ljónskjafti Eigandi Ferðasirkúss Russells í Ástralíu, Bruce góðu taki á fæti hans. Samson réðst á Russell eftir Russell, liggur hér á jörðinnni og sparkar sem mest að hafa tekið svipuskaft hans í misgripum fyrir hann má í Samson, tveggja ára ljón sem hefur náð bein. Sauma þurfti 17 spor í fót Russells. isstjórnin skatt á matarmiða sem launþegar gátu keypt með afslætti af vinnuveitendum sínum. ■ COLOMBO - Hermenn felldu 60 uppreisnarmenn tamíia á sunnu- dag í áhlaupi sem gert var til að ná herstöð sem uppreisnarmenn hafa haft á valdi sínu í 20 daga; að sögn talsmanns hersins í gær. I bardögum féllu 60 uppreisnarmenn og 6 hermenn og 30 hermenn særð- ust. Talið er að 1.170 tamílar og 143 hermenn hafi fallið síðan bar- dagar blossuðu upp að nýju en átök- in á sunnudag eru þau mannskæð- ustu síðan þjóðernisátök hófust á Sri Lanka fyrir 10 árum. ■ ÓSLÓ - Sovésku rannsóknar- skipi var neitað um leyfi til að leggjast að bryggju í Bergen af þeirri ástæðu að um borð séu full- komin tæki til kortagerðar. Um borð í skipinu eru 32 manns á leið á Esperanto-ráðstefnu í Bergen og 40 aðrir ferðamenn. Björn Blok- hus, talsmaður norska utanríkis- ráðuneytisins, sagðist á mánudag ekki skilja hvers vegna rannsóknar- skip væri notað til að flytja far- þega. „Við vitum að fullkomin óm- sjár-tæki eru um borð í skipinu. Við teljum ekki að þeir ætli að stunda njósnir í Noregi en þeir hafa möguleika til þess,“ sagði Gunnar Angeltveit, talsmaður norska vam- armálaráðuneytisins. Ráðstefnu- fulltrúarnir 32 höfnuðu boði Norð- manna um ókeypis flutning með norsku skipi til hafnar og ókeypis gistingu í Bergen meðan á ráðstefn- unni stæði. H Ú n Ál I/ 1 Tónleikadagskrá Rokkhátíðarí Húnaveri 1991 Föstudaginn 2. dgúst Kl. 21:00 Stungið í samband, kveikt á kyndlum, Kl. 23:30 Todmobile talið í.... Kl. 00:15 Síðan skein sól Kl. 21:05 Bootlegs Kl. 02:00 Sálin hans Jóns míns Kl. 22:00 Blautir dropar Kl. 04:00-06:00 Útvarp Húnaver Kl. 22:45 Deep Jimi and the Zep Creams Laugardagur 3. úgúst kl. 14:00 - ■ Hljómsveitaeinvígi Húnavers ’91, fyrri hluti Eftirmiðdagur: Hljómsveitirnar sem koma fram eru: Synir Raspútíns Plató Ræsið Strikning Piflon Kyd Rotþró Diddi Guði gleymdir In men Paffhundar Exit Skurk Leiksvið fáránleikans 911 Babalú Ber að ofan „Sauðfé á mjög undir Corruption Nirvana Þukl Helgi og hljóðfæra högg að sækja í landi Spilverk sóðanna Reykjavíkur Apótek Eldorado leikararnir Reykjavíkur" Fliss Alvilda Synir Abrahams - 20:20 Útvarp Húnaver Kvölddagskrá: Kl. 19:30 Kl. 23:00 Sálin hans Jóns míns Kl. 20:20 Fríða sársauki Kl. 00:45 Stuðmenn Kl. 21:15 Bless Kl. 02:15 Síðan skein sól Kl. 22:15 Todmobile Kl. 05:00-06:00 Útvarp Húnaver Sunnudagur 4. óigúst: Eftirmiðdagur kl. 15:00-17:00 - Úrslitaorrustan í hljómsveitaeinvígi Kl. Kl. Kl. 17 18 19 30 Blúskompaníið 15 Spaghetti Jazz 00-20:00 Útvarp Húnaver Kvölddagskrú: Kl. 20:00 Bleeding Volcano Kl. 20:45 Orgill Kl. 21:30 Svörtu kaggarnir Kl. 22:30 Síðan skein sól Kl. 00:00 Sálin hans Jóns míns Kl. 01:30 Stuðmenn Kl. 00:?? Tónleikadagskrá lýkur Ökum varlega! Miöaverö kr. 5.900,- Áætlunarferðir frd Reykjavík kr. 3.600,- (báðar leiðir) Kotnum heil íHúnaver! Góða skemmtun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.