Morgunblaðið - 04.03.1990, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.03.1990, Blaðsíða 8
8 C MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 4. MARZ 1990 K 1 55 i % 4 £ 1 s % I I 1 I I /IV »é< Höfðinglegt hádegi á Hótel Holti Ljúffengt ogLétt Næstu vikurnar býður Hótel Holt gestum sínum upp á sérstakan matseðil í hádeginu, þar sem létt- leikinn oghollustan eru í fyrirrúmi. Forréttur, aðalréttur og eftirréttur sem hver velur að vild, með gæði og góða þjónustu að leiðarljósi sem fyrr. Forréttir Súpa dagsins Gæsasalat vinaigrette Fylltar pönnukökur með sjávardýrum og súrsætri sósu Salat með reyktum grísastrimlum Abalréttir Innbakað hreindýrakjöt í ostasósu Grillaður karfi með hvítvínsdillsósu Steinbítur á pasta og grænsalati Ofnsteiktur grísahryggur Eftirréttir Heitt epli með rúsínum og vanillusósu Terta dagsins Forréttur, aðalréttur og eftirréttur kr. 995 Hafðu það fyrsta flokks - það kostar ekki meira. Bergstaðastmti 37, Sími 91-2S700 Jyté K Xé Xtt4 X X'< íí ■- M /> 74 S 1 & 74 K ITm" Þótt engar óyggjandi tölur séu til á íslandi um hlutfall launþega í stéttarfélögum má ætla að það sé vart undir 90%. Lausleg athugun sýnir, að á síðasta ári hafi rúmlega 100 þús. íslendingar verið í stétt- arfélagi, þar af um rúmlega 62 þús. í félögum með aðild að ASÍ og um 17 þúsund innan BSRB-félaga. HAGFRÆÐI/Eru stéttarfélög naubsynleg? Hagfræði stéttarfélaga SAMSKIPTIRÍKISVALDS og aðila vinnumarkaðarins hafa verið mikið í fréttum að undanförnu. Þetta er að vonum, enda nýgerður merkur samningur milli þessara aðila. Með þessum samningi hefúr fram- kvæmdavald að nokkru verið fært yfir til launanefndar samningsaðila. Það er því eðlilegt að spyrja hverjir þessir aðilar séu og hvernig þeir starfi. Á frjálsum markaði ákvarðast laun af samspili framboðs og eftirspurn- ar ftjálsra aðila. Við slík skilyrði ætti að öðru jöfnu ekki að koma til atvinnuleysis. Minnkandi eftirspurn eftir vinnuafli hefði í för með sér, að raunlaun myndu lækka, þar sem þeir, sem tímabundið væru án atvinnu, byðu vinnu sína við lægra verði en áður. Hefðbundin greining á hagfræði verkalýðsfélaga gengur út fráþví, að eftirspurn eftir vinnu aukist hægt þótt laun lækki; ef skortur er á vinnu og fullkomlega ftjáls samkeppni á vinnumarkaði, myndu launþegar undirbjóða hvern annan þar til laun myndu lækka allt niður undir nauðþurftarstig. Margt er ólíkt með vinnumarkaði og vörumarkaði. Alla jafnan fær launþeginn greitt mánaðar- eða vikulega, í stað þess að selja hverja klukkustund sérstaklega. Hins vegar selur atvinnurek- andi hverja klukku- stund út sérstak- lega. Launþegan- um gæti að öðru jöfnu verið hagur af að fá greitt með sama hætti fyrir hverja klukku- stund. Hann þyrfti þá að semja um verð pr. klukkustund fyrirfram, en með því móti yrði samn- ingskostnaður verulegur. Auk þess tæki launþeginn verulega áhættu, því eftirspum eftir þjónustu hans myndi sveiflast verulega yfir daginn. Til þess að draga úr viðskiptakostn- aði og áhættu er hagkvæmt fyrir launþegann, að vera á jafnaðarkaupi yfir viku- eða mánaðartímabil. At- vinnurekandinn er betur í stakk bú- inn til að taka áhættu. Að því gefnu að fijálst val launþega sé að selja vinnu sína á jafnaðarkaupi yfir nokk- urt tímabil, er augljóst hversu miklir hagsmunir eru í húfi. Af þessum sökum getur verið hagkvæmt fyrir lautfjiegann að mynda samtök með öðrum sínum líkum, og fela samtök- unum að gera samning fyrir sína hönd. Fæstir launþegar hafa val um að vinna eða vinna ekki, hins vegar hefur neytandinn í hendi sér hvaða vörur hann velur að kaupa. Neytand- inn velur að kaupa inn eftir hendinni og myndi ekki af fijálsum vilja ganga í neytendasamtök, sem önnuðust langtímasamning um innkaup fyrir hans hönd. (Þannig er þó háttað um landbúnaðarmál á íslandi). Verkalýðsfélög má líta á sem e.k. einkasala. í þessu felst, að þau selja vinnu fjölmargra launþega og reyna að halda uppi hærri launum og þar með takmarka vinnuframboð. Þau reyna með einum eða öðrum hætti að viðhalda einkasölurétti sínum, m.a. með því að koma í veg fyrir að aðrir en féíagar geti stundað viðkom- andi störf. Félögin veija raunlaun félags- manna, en atvinnustig ræðst af eftir- spum eftir vinnuaflinu. Ef raunlaun- um er þannig haldið föstum þrátt fyrir minnkandi eftirspurn, verður af fjöldaatvinnuleysi, og hafa raunar margir hagfræðingar bent á að þessi hegðun verkalýðsfélaga í Evrópu hafi aukið mjög atvinnuleysi í álf- unni. Hér að ofan hafa verið færð rök fyrir því að launþegum geti verið hagkvæmt að bindast samtökum um sölu á vinnu sinni. Takmörkun á samkeppni er, þegar ti! lengdar læt- ur, ekki hagur heildarinnar. Það skiptir því verulegu máli með hvaða hætti ríkisvaldið takmarkar rétt launþegasamtaka. Vinnulöggjöfin, eða lög nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnu- deilur, var sett árið 1938, og hefur hún lítið breyst síðan. Lögin tryggja launafólki rétt til að stofna stéttarfé- lög, tryggja þeim rétt til að gera kjarasamninga, heimila skipun trún- aðarmanna, veita stéttarfélögum rétt til verkfallsboðunar og eins kveða lögin á um réttarfar í vinnuréttar- málum, þ.e. félagsdómur. Þótt hvergi segi í þessari löggjöf, að launþegum beri að vera í stéttarfélagi, komast þeir ekki hjá því og eru ekki einu sinni spurðir um það. Hér er þó ekki um lagalega skyldu að ræða, heldur MILLJONA- HAPPDRÆTTI HANDKNATTLEIKSSAMBANDS ÍSLANDS ■é/íudndcuímmn áwctdd/éóáid HÆSTI VINNINGUR 5 MILUÓNIR LÆGSTI VINNINGUR 2 MILUÓNIR w ot e9‘ \d MILLJONIR TIL ÍBÚÐARKAUPA w

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.