Morgunblaðið - 23.10.1988, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.10.1988, Blaðsíða 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1988 Amelía Earhart-Putnam. Myndin er tekin er henni var fagnað í ráðhúsinu í New York, heimkominni eftir Atlantshafsflugið. Borgarstjórinn margumtalaði, Jimmy Walker, réttir henni gullmedalíu til minja um hið fræga flugafrek. Amelía Earhart YFIRLIT Áhöfnin: Flugmaður: Amelia Mary Earhart Putnam, Fædd: 24. júlí 1898, í Atchison, Kansas. Siglingafræðingur: Frederick J. Noonan, Fæddur: 1893 (Ekki tiltækt hvenær eða hvar) Flugvélin: Tegund: Lockheed Electra 10E, Skrásetning: NR- 16020. Smiður: Gerald Vultee. Aðstoð við hönnun veittu Lloyd Stearman og John Northrop. Aðstoð við prófun í vindgöngum við Michiganháskóla veitti Clarence L. (Kelly) Johnson. Amelia Earhart og síðasta flug hennar í fyrri greininni var ^agt frá Ameliu M. Ear- hart, uppvexti hennar og glæstum ferli. A hátindi frægðarinnar ákvað hún að fara enn eitt stórt flug, nú var það hnattflug og því átti að ljúka 4. júlí í Kaliforníu. Höldum áfram þar sem frá var horfið. Flugvélin kostaði orðið um 35 milljónir ísl. króna á núver- andi verðlagi, eftir að henni hafði verið breytt fyrir langflug yfir sjó, sterkari hreyflar höfðu ver- ið settir í hana og innréttingu henn- ar breytt. í hana voru m.a. settir feijugeymar í stað sæta, hátíðni- sendar, lágtíðnisendar og móttakar- ar fyrir fjarskiptin, stefnusnúða, glerhjálmur var settur á þakið fyrir flugleiðsöguna og björgunarbátar og neyðarbúnaður voru um borð fyrir nauðlendingu á sjó. Hún var búin öllu því fullkomn- asta, sem til var á þessu sviði og engum hefði komið til hugar, að fóma þessu fljúgandi meistaraverki af ásettu ráði á einhverju kóralrif- inu, til þess að gefa sjóhemum til- efni til leitar og rannsóknar. Hreyflamir: Þessi flugvélartegund var venjulega búin 450 ha. Pratt & Whitney SB-3 Wasp Junior hreyfl- um, en NR-16020 var búin Pratt & Whitney 550 ha. SlHl Wasp Major hreyflum. Paul Mantz hafði skipulagt flug- takið í smáatriðum. Hreyflamir áttu að vinna á 1900 snún./mín;, með 28 tommu blönduþrýsting. í flug- taki, klifri og fyrstu 3 klst. farflugs- ins átti að nota 100 oktan bensínið, síðan átti Earhart að þynna blönd- una úr 0.078 í 0.068, skipta yflr á 80 oktan bensínið og þar með minnka eldsneytiseyðsluna úr 70 gallonum á klst. í 38 gallon á klst. Ætlunin var, að ná minnsta afli sem þurfti til þess að halda flug- hæð. Flugvélin var svo þung í flug- taki og í klifri, að fullt afl var þá nauðsynlegt, þótt það hefði í för með sér mjög mikla eldsneytis- eyðslu. Wasp Major-hreyflamir voru hannaðir til að brenna 100 oktan bensíni. í Lae var aðeins fáanlegt 80 oktan bensín. Þetta þýddi að hafa varð sérstakan geymi með 100 oktan bensíni í flugvélinni, til þess að nota í flugtökum og í lendingum. Flugbrautin í Lae, var aðeins 1000 metrar. Þetta þýddi þungatakmark- anir og þessvegna mátti eldsneytið ekki vera meira en 980 gallon. Venjulega eru um 2 gallon af ónýtanlegu eldsneyti í hverjum geymi. Þetta er m.a. vegna lögunar geymanna og vegna stöðu útrennsl- isstúta. Þama voru 8 eldsneytis- geymar, fjórir í vængjunum og í vænghólfum og fjórir í farþegaklef- anum. Því voru samtals 16 gallon ónýtanleg. Earhart missti líka um 50 gallon eða um 7-8% af heildar- magni fullra geyma út um öndunar- rörin daginn sem flugvélin stóð í Lae, eins og sagt verður frá hér á eftir. Af þessu leiddi að fyrir flug- tak í Lae voru aðeins um 914 gall- on af nýtanlegu eldsneyti á gey- munum. Þessi glötuðu 50 gallon riðu baggamuninn og þýddu í raun, að mestallt eða allt varaeldsneytið var glatað, þegar flugvélin fór frá Lae. Eftir breytinguna í Lockheed verksmiðjumum, gat flugvélin tekið 1151 gallon af bensíni. Af því voru 634 gallon í fjórum vænggeymum og 517 í §ómm geymum í far- þegaklefanum. Nauðsynlegur auka- búnaður, svo sem íjarskiptatæki, SIÐARI HLUTI björgunarbúnaður ofl. olli því, að flugvélin var hættulega yfírhlaðin í flugtaki, ef 1.151 gallon af elds- neyti voru þá um borð. Það er auðvelt að skilja, hvers- vegna Paul Mantz krafðist þess, að flugtaksþunginn yrði skertur og aðeins tekin 980 gallon á 1000 metra grasbrautina í Lae. Þar sem þetta var gert, þá voru aðeins 930 gallon á geymunum við flugtak, vegna þenslu elds-neytisins og út- rennslis um öndunarop og flugvélin vóg 14400 pund. Þar eð flugtakið tókst með naum- indum, hlýtur maður að hugsa hvort flugvélin hefði komist í loftið ef hún hefði verið 14700 pund, eða hvort hún hefði farist í flugtakinu á Lae. FLUGIÐ SJÁLFT - í HEILUM KLUKKUSTUNDUM Sýndur flughraði: 125 mflur/klst., Farflughæð: 10.000 fet, Lofthiti: 55oF Réttur flughraði: 150 mílur/klst. (Átt er við enskar mflur í greininni.) Reiknað er með, að þar sem flug- hraði var minni þegar flugvélin var í klifri eftir flugtak, hafi flogin vegalengd fyrstu klukkustundina verið 110 mílur. Eldsneytiseyðslan fyrstu þijár klukkustundimar var 70 gallon/klst., fjórðu klukkustund- ina 55 gallon og þá fímmtu 44 gallon. Eftir það var eldsneytis- eyðslan 38 gallon/klst., þar til eftir 18. klukkustundina, þegar flugvélin lækkaði flugið, þá varð hún eftir það 50 gallon/klst. á 130 mflna flughraða (TAS). Tíu mílna mót- vindur er notaður í útreikningunum fyrir fyrstu 8 klst. flugsins og síðan 15 mílur næstu 9 klukkustundimar. Enginn mótvindur er notaður'eftir 17. klukkustund flugsins. Flugáætlunin frá Lae til How- land, gerði ráð fyrir 17:20 klst. flugi í logni. Ef reiknað er með mótvind- inum sem ekki var spáð, sýna út- reikningamir að enn vom 100 mílur eftir á leiðarenda, að þessum tíma liðnum. Eldsneytisástandið þennan síðasta morgun var alvarlegt. Þau höfðu verið á flugi mestallan daginn áður og alla nóttina, eða um 17 klst. Það var að daga og loft var skýjað, svo stjömumiðun var erfið eða ómöguleg. Þau voru a.m.k. eina klst. á eftir áætlun og það hefur Noonan uppgötvað, þegar hann miðaði sólaruppkomuna út. Eftir þetta flugu þau í tvær klst. og lækkuðu flugið niður í 1000 fet til þess að hafa betra skyggni og það leiddi til þess, að eldsneytis- eyðslan óx úr hinu algjöra lágmarki 38 gallon/klst. í um það bil 50. Þetta minnkaði einnig flughraðann (TAS) úr 150 mflum í 130 mílur. Þau héldu fluginu áfram í um 3 klst., úr 17:30 klst. i 20:14 og elds- TAFLA YFIR TÍMA, VEGALENGD OG ELDSNEYTISEYÐSLU Klst. Klukkan Eldsn. Eldsn. Mflur Nýr Eldsn. Klst. Mflur flug. GMT eftir áætl. eytt flognar tfmi eftir í raun eflir eftir 0 0000 914 70 110 0100 844 19 2446 1 0100 844 70 240 0200 774 18 2316 2 0200 774 70 380 0300 704 17 2176 3 0300 704 55 520 0400 649 16 2036 4 0400 649 44 660 0500 605 15 1896 5 0500 605 38 800 0600 567 14 1766 6 0600 567 38 940 0700 529 13 1616 7 0700 529 38 1080 0800 491 12 1476 8 0800 491 38 1215 0900 453 11 1341 9 0900 453 38 1350 1000 415 10 1206 10 1000 415 38 1485 1100 377 9 1071 11 1100 877 38 1620 1200 339 8- 936 12 1200 339 38 1756 1300 301 7 801 13 1300 301 38 1890 1400 263 6 666 14 1400 263 38 2025 1500 225 5 531 15 1500 225 38 2160 1600 187 4 396 16 1600 187 38 2295 1700 149 3 261 17 1700 149 38 2430 1800 111 2 126 18 1800 111 38 2545 1900 73 1 11* 19 1900 73 50 2660 2000 23 0 -104** 20 2000 23 50 2776 2100 -27 -1 -219 21 2100 -27 50 2890 2200 -77 -2 -334 * = Eyjan hefði átt að vera f sjónmáli eftir 18 klst. flug. ** = Þama, eftir 20 klst. og 14 mfn. flug, fauk fluginu, þvf eldsneytið var uppurið. Þungaútreikningar: Tómþungi ásamt föstum búnaði.................................7900 pund Hámarksþungi skv. bókum framleiðandans var..................10500 pund Líklegur flugtaksþungi í Lae varð...........................14400 pund Sá þungi var þannig tilkominn: Tómþungi með búnaði.........................................17900 pund 930 gallon af bensíni á 6 pund hvert gallon..................5580 pund 76 gallon af olíu á 7,5 pund hvert gallon ...............570 pund Áhöfn og farangur ......................................350pund Samtals:....................................................14500 pund Ef 980 gallon af bensíni hefðu verið um borð, hefði flugvélin vegið: .............................. 14700 pund

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.