Morgunblaðið - 28.04.1988, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 28.04.1988, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1988 37 Að grafa sér gröf eftirlnga Gunnar Jóhannsson „Ágæta samstarfsfólk og vin- ir . . .“ Á þeim orðum hóf Davíð Odds- son mál sitt, eftir að hann hóf áð grafa gröfina stóru. Það er erfítt að vera sammála hans hátign um að þetta hafí verið „stór stund“, því mörgum sem á atburðinn horfðu í sjónvarpi þótti sem borg- arstjóri hefði sjaldan eða aldrei lagst jafti lágt og á því augna- bliki. Þess hafði vandlega verið gætt að einungis „réttir aðilar" vissu hvað til stóð, svo öruggt væri að klappað yrði fyrir borgar- stjóranum en hann ekki púaður niður. Einhver lesandi DV var að spyija hvar Tjamargötubúar hefðu verið á þessari stundu, og er því fljótsvarað. Flestir voru þeir í vinnu sinni, alls grunlausir um fyrstu skóflustunguna. Maður skyldi ætla að það væri borgaryfirvöldum kappsmál að hafa vissu fyrir því að svo dýr og afdrifarík framkvæmd, sem bygg- ing ráðhúss er, væri borgurunum þóknanleg, áður en framkvæmdir hæfust. En það er nú öðru nær. Engu er líkara en að borgarfulltrú- ar meirihiutans líti á ákvörðun sína í þessu máli sem óvefengjanlega og yfir gagnrýni hafna, líkt og gjaman tíðkast í ráðstjómarrílq- um. 011 mótmæli, málefnalegar röksemdafærslur og undirskriftar- listar riflega 10.000 Reykvíkinga afgreiða þeir sem „upphlaup fá- menns hóps“, og kasta með hroka- fullum, lítt hugsuðum yfirlýsingum hverri blautri tuskunni á fætur annarri í andlit þeirra sem em ósammála þessari ákvörðun. Borg- aryfírvöld hafa kosið að segja umbjóðendum sínum stríð á hend- ur, í stað þess að vinna með þeim. Slíkt kann því miður ekki góðri lukku að stýra. Þess ber að minn- ast, að ráðhúsmálið var ekki á dagskrá fyrir síðustu borgarstjóm- arkosningar, og því gafst fólki ekki kostur á að velja sér borgar- fulltrúa með það í huga. Ummæli borgarstjóra þess efnis að nú sé tími umræðna liðinn og framkvæmdir teknar við, em góð að því leyti að þá þarf þjóðin vænt- anlega ekki að meðtaka fleiri fimmaurabrandara af hans hálfu. Á hinn bóginn em þau sorgleg, þar sem nú er ljóst að málefnalegr- ar röksemdafærslu fyrir ráðhús- byggingu við Tjömina er ekki leng- ur að vænta úr hans herbúðum. Rök gegn byggingunni em hins vegar næg, og mun þeim áfram verða haldið á loft þótt Davíð hafí hugsað sér að þegja. Til upprifjun- ar má t.d. benda á eftirfarandi atriði: 1) Húsið lokar fyrir útsýnið suður yfir Tjömina á miklum hluta Vonarstrætis. Þessari útsýnis- skerðingu geta menn nú e.t.v. betur gert sér grein fyrir eftir að sett var upp bárujámsgirð- ing við Vonarstrætið, og skora ég á Reykvíkinga að fara niður að Tjöm til að athuga málið. Útsýnisskerðingin verður var- anleg ef húsið rís. 2) Húsið hefur stækkað bæði að rúm- og flatarmáli frá því er miðbæjarskipulagið var sam- þykkt. Það ber nánasta um- hverfí sitt ofurliði og mun virka eins og kastalaveggur, sem girðir bókstaflega Tjömina frá miðbænum. 3) Alvarlegast er, að húsið skapar ófremdarástand í bflastæðis- málum. Þegar fyrirhuguð bíla- geymsla var minnkuð úr þrem- ur kjallarahæðum í eina (undar- legt hvað sú ákvörðun fór hljótt!), bmstu á samri stundu allar fyrri skipulagsforsendur fyrir byggingunni á þessum stað. Ekki munu einu sinni verða næg stæði undir húsinu til að mæta þeirri þörf sem það sjálft skapar, hvað þá fyrir íbú- ana í nærliggjandi húsum eða aðra. Öll afgreiðsla ráðhúsmálsins ber vott um að keyra eigi málið í gegn með offorsi og byggja húsið, hvað sem hver segir. Síðan þegar allt er um garð gengið gera borgarfull- trúar Sjálfstæðisflokksins sér væntanlega vonir um að fólk verði yfír sig hrifíð, gleymi deilunum og kjósi þá á ný í borgarstjóm. En hvað ef húsið félli nú ekki í kra- mið? Þá yrði vandi á höndum, því þótt skipta megi um borgarfulltrúa yrði bygging sem þessi ekki auð- veldlega aftur tekin. Það þarf ekki að hafa mörg orð um það, að þetta era óþolandi vinnubrögð af hálfu þess flokks, sem hingað til hefur þóst vilja halda merkjum lýðræðis hvað hæst á loft hér á landi. Skipulagslög gera ráð fyrir rétti fólks til að hafa áhrif á mótun umhverfís síns, og þann rétt troða sjálfstæðismenn nú fótum leynt og ljóst. Til að mynda hefur kynning á ráðhús- byggingunni aldrei farið fram á þann veg sem skipulagslög gera ráð fyrir. Farið var á bak við ráð- herra hvað varðar stækkun ráð- hússins, því daginn eftir að Jó- hanna Sigurðardóttir skrifaði upp á uppdrátt með 2—3 hæða húsi, vora tilbúnar teikningar af 4 hæða húsi, 28% stærra að rúmmáli en húsið á skipulagsuppdrættinum. Þetta ætlar meirihlutinn nú að reyna að fá í gegn sem „minnihátt- ar“ breytingu, til þess að sleppa við að þurfa að kynna málið á ný frá byijun, eins og lög gera ráð fyrir að gera eigi þegar veigamikl- ar breytingar verða á fyrirhuguð- um framkvæmdum. Fækkun bfla- stæðanna um 2/s hluta og stækkun húss um 28% geta ekki einu sinni með góðum vilja talist minniháttar breytingar. Hugsið ykkur fordæ- mið ef þetta gengur eftir! Við íbúar við Tjamargötu feng- um póstsenda svonefnda „grennd- arkynningu" Qóram dögum eftir Ingi Gunnar Jóhannsson „Öll afgreiðsla ráð- húsmálsins ber vott um að keyra eigi málið í gegn með offorsi og byggja húsið, hvað sem hver segir. Síðan þegar allt er um garð gengið gera borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sér væntanlega vonir um að fólk verði yfir sig hrifið, gleymi deil- unum og kjósi þá á ný í borgarstjórn.“ að Jóhanna hafði skrifað upp á miðbæjarskipulagið. En sú kynn- ing var alls ekki á því húsi sem samþykkt hafði verið, og því mark- laus með öllu í lagalegum skiln- ingi. Við fengum nefnilega í hend- ur teikningar af 4ra hæða bygg- ingu með aðeins einum bflakjall- ara, semsé 28% stærra húsi en samþykkt skipulag nær tiL Við gerðum að sjálfsögðu athugasemd- ir við byggingaráformin, eins og óskað var eftir í kynningunni. Mér vitanlega hefur enn ekki verið fyall- að um þær í Byggingamefnd Reykjavíkur, enda skildist manni af ummælum Davíðs Oddssonar að hér hafí einungis verið um skrípaleik að ræða. Við íbúar sendum á sínum tíma borgarráði bréf með ýmsum spum— ingum varðandi framkvæmdina og fengum svarbréf um hæl sem ein- ungis vakti upp fleiri spumingar. í lok mars sendum við því borgar- ráði annað bréf, en því hefur ennw ekki verið svarað þótt framkvæmd- ir séu nú hafnar við nefíð á okkur í trássi við lög. Því má ekki gleyma, að framkvæmdasvæðið er inni í miðju íbúðarhverfí, og því ber borgaryfírvöldum a.m.k. siðferði- leg skylda til að sýna íbúum svæð- isins þá kurteisi að taka tillit til grenndarréttar þeirra. Það nýjasta í taflmennskunni er að frestað hefur verið hjá Skipu- lagsstjóm að taka afstöðu til kæra okkar á „graftrarleyfínu" svo- nefnda, þótt fyrir liggi yfírlýsing skipulagsstjóra þess efnis að hann telji framkvæmdir þær sem hafnar era ólöglegar. Þetta kallast ein- faldlega að stinga hausnum _ í sandinn og þykjast ekki sjá. Úr því búið heftir verið til hugtakið „graftrarleyfí" ættu þá ekki borg- aryfírvöld líka að þurfa að sækja um „uppfyllingarleyfí"??? Það er undarlegt að fleiri hundrað tonna uppfylling í Tjömina geti á íslensku kallast „gröftur". Öll meðferð þessa máls er borg- aiyfirvöldum til skammar og ber vott um hreina og klára valdníðslu. ■ Skilin hefur verið eftir slóð af hæpnum ákvörðunum og gjörðum, sem verða mun ævarandi blettur á hugsjónum sjálfstæðisstefnunn- ar. Borgarstjóri, borgarfulltrúar; mælirinn er fullur. Við bíðum þess nú að þið hreinsið andlit flokksins af þessum ósóma. Hættið fram- kvæmdum vegna ráðhússins nú þegar og látið fara fram almenna r- atkvæðagreiðslu um málið. Hér er um prófstein lýðræðis að ræða. Stjómarhættir sem þessir eiga ein- faldlega ekki að geta viðgengist í borginni okkar. Höfundur er landfræðingvr og tónhstarmuður. Austurland: Reiðnámskeið fyrir börn og unglinga verður haldið við hesthús Fáks við Bústaðarveg. Upplýsingar í síma 672166 millikl. 15.00. -18.00. daglega. Hestamannaf élagið Fákur. BOGASKEMMUR STÓRAR OG SMÁAR Fyrir alls konar starfsemi. Gott verð. Auðveld uppsetning. Sterk stálgrind og veðurþolinn dúkur. Leitið upplýsinga. Jón Bjarkí Stefánsson formað- ur ungra sjálfstæðismanna , , í Morgunblaðið/Bjöm Sveinsson Hluti fundarmanna á aðalfundi Oðins. Egilsstöðum. UNGIR sjálfstæðismenn á Aust- urlandi héldu aðalfund sinn fyrir skömmu á Egilsstöðum. í skýrslu fráfarandi stjórnar kom fram að starfið hafi á margan hátt verið öflugt á síðasta starfsári eins og eðlilegt sé hjá stjómmálasamtök- um á kosningaári. Einnig hafi félagsmenn farið f heimsókn til Færeyja þar sem hliðstæð stjóm- málasamtök voru heimsótt. Á að- alfundinum var Jón Bjarki Stef- ánsson kjörinn formaður í stað Bóthildar Sveinsdóttur sem ekki gaf kost á sér til endurkjörs. Bóthildur Sveinsdóttir sagði að för þeirra til Færeyja sl. sumar hefði verið skemmtileg og lærdómsrfk en þar heimsóttu þau Folkaflokksung- dom sem eru samtök hliðstæð sam- tökum ungra sjálfstæðismanna hér. Einnig fóru þau á framboðsfund hjá Ola Brekkan þeim umdeilda stjórn- málamanni en kosningar á danska þjóðþingið stóðu yfir á þessum tlma. Bóthildur sagði að íslendingunum hefði virst að kosningabaráttan í Færeyjum væri mun harðari og per- sónulegri en væri hér á landi. Að öðru leyti sagði Bóthildur að félagaöflun hefði verið aðalmál stjórnarinnar eins og eðlilegt væri hjá svo ungu félagi með jafn víðfeðmt félagssvæði en félagssvæði Óðins nær yfír allt Austurlandskjördæmi. Nýja sljóm óðins FUS á Austur- landi skipa Jón Bjarki Stefánsson formaður, Elvar Vignisson, Rögn- valdur Jónsson, Siguijón Stefánsson og Ólafur Jónsson. Bjöm HATUNI 6A SÍMl (91)24420 ASEA Cylinda þvottavélar^ sænskar og sérstakar Fá hæstu neytendaeinkunnir fyrir þvott, skolun, vindingu, taumeðferð og orkusparnað. Efnis- gæði og öryggi einkenna ASEA. Þú færð ekki betri vélar! 3í4s,» iFOniX
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.