Morgunblaðið - 16.09.1987, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.09.1987, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1987 BMA Wangen DÆLUR Spjaldadœlur Olíudœlur Hverju þarftu að dœla og hvert? Hafðu sam- band við okkur og við höfum lausn sem hentar. -RITZ- Miðflóttaaflsdœlur Miðstöðvardœlur oc AUFA-LAVAL Ryðfríar dœlur Snigildœlur LANDSSMIÐJAN HF. Verslun Ármúla 23 - S. (91)20680 Islensk þróun- arsamvinna Aðstoð Islands við þróunarlönd eftirdr. Björn Dagbjartsson Ég vil' í upphafi verja nokkru rúmi í það að fara yfir sögu þróun- arsamvinnu á íslandi almennt og starfið fyrir daga Þróunarsam- vinnustofnunar íslands. Lög um þá stofnun eru frá 1981, svo að hún er ekki gömul. En hún stendur á eldri merg, sem var „Aðstoð íslands við þróunarlöndin", sett á fót með lögum 1971. Það var svo sem held- ur ekki upphaf íslenskrar þróunar- aðstoðar. Skömmu eftir 1960 var á þingi SÞ gerð ályktun þess efnis, að skora á hinar efnaðri þjóðir heimsins að stefna að því að 1% af þjóðarfram- leiðslu hvers ríkis skyldi varið til aðstoðar þróunarlöndunum. Misjafnlega hefur þó gengið að fá því hrundið í framkvæmd. Þó hafa Norðurlöndin öll, að íslandi undan- teknu, nálgast það mjög að þessu marki verði náð. Á Alþingi vorið 1965 flutti Ólaf- ur Bjömsson tillögu til þingsálykt- unar um það að kannað yrði á hvem hátt íslendingar gætu best skipu- lagt aðstoð við þróunarlöndin, þannig að hún mætti koma að sem mestum notum. Þingsályktunartil- laga þessi var samþykkt eftir nokkrar umræður. í september sama ár skipaði þáverandi utanrík- isráðherra, Emil Jónsson, þriggja manna nefnd samkvæmt þings- ályktuninni. Loks eftir áramót 1969—70 skil- aði þriggja manna nefndin endan- legu áliti og á grundvelii þess var haustið 1970 flutt á Alþingi fmm- varp til laga um „Aðstoð íslands við þróunarlöndin". > Hlutverk Islands Það er e.t.v. réttlætanlegt að menn spyiji sjálfa sig eins og nefnd- armenn gerðu líka árin fyrir 1971: Á ísland hlutverki að gegna sem aðili að aðstoð við þróunarlönd? Þessari spumingu ber tvímæla- laust að svara játandi. Þó að miklar sveiflur eigi sér að vísu stað í þjóð- arbúskap Islendinga frá ári til árs, er það þó óumdeilanleg staðreynd að Island er í hópi þeirra landa jarð- arinnar þar sem almenningur býr við einna best kjör. Samkvæmt OECD-skýrslum um verðmæti þjóð- arframleiðslu á mann í aðildarríkj- um þeirrar stofnunar hefur ísland komist í 2.-4. sæti þegar vel hefur árað, en allur þorri þeirra ríkja heims, sem besta efnahagsafkomu hafa, eiga aðild að OECD. Þegar af þessari ástæðu verður að telja það siðferðislega skyldu íslendinga að taka þátt í hinni alþjóðlegu hjálp- arstarfsemi, sem hér er um að ræða. Rétt er að minna á það, að vegna tortryggni margra þróunarlanda í garð stórveldanna, sem er gamall arfur frá nýlendutímanum, verður að telja, að smáríkin hafí sérstöku hlutverki að gegna sem þátttakend- ur í aðstoð við þróunarlöndin. Þá má og geta þess, að vegna mjög mikilla utanríkisviðskipta og margvíslegra samskipta, sem ísland hlýtur að hafa við þróunarlöndin á alþjóðlegum vettvangi, er það okkur nauðsyn að öðlast þekkingu á hög- um þeirra og njóta góðvilja þeirra. íslendingar hafa í mörgum efnum sameiginlega hagsmuni með þorra þróunarlandanna. Er vemdun fiski- miða og annarra náttúruauðlinda þar nærtækt dæmi. Hitt getur svo auðvitað verið álitamál, hvort aðstoð íslands við þróunarlöndin eigi einvörðungu að vera í þeirri mynd, að við leggjum fram fé til alþjóðlegra stofnana, eða hvort við eigum að sinna þar sjálf- stæðum verkefnum, eftir atvikum í samvinnu við nágrannaþjóðir okk- ar, svo sem Norðurlandaþjóðimar. Ég mun koma betur síðar að samanburði á tvíhliða samvinnu og aðstoð sem byggist á fjölþjóðlegu fjárframlagi með alþjóðlegri yfir- stjóm. Stjórnun þróunar- verkefna Deilt er um það, hver eigi að ráðastafa þeim peningum sem veitt- ir eru til þróunaraðstoðar. Sumir segja: Þetta em sjálfstæð ríki sem verið er að styrkja. Þeirra ríkis- stjómir og ráðamenn vita best hvað kemur að mestum notum. Við skul- um afhenda ríkisstjómunum pen- ingana og láta þær um að ráðstafa þeim á skynsamlegasta hátt undir stjóm eða umsjá atvinnumanna í alþjóðaþróunarsamvinnu. Áðrir segja: Þróunaraðstoð er einmitt veitt ríkjum sem ekki vita eða kunna að ráða sínum þróunar- málum til lykta. Þess vegna skulum við ákveða fyrir þá, hvemig fénu skuli varið. Við kunnum tökin á tækninni og þróunarríkin verða að kaupa sér þekkingu hvort sem er. Við skulum segja þeim fyrir verk- um. Milli þessara öfgasjónarmiða liggur hinn gullni meðalvegur, en hann er vandfundinn hér, eins og víðar. Því miður eru þess alltof mörg dæmi að ríkisstjómir þróun- arríkja hafa ekki nýtt sem skyldi, og raunar herfilega misnotað þró- uraraðstoð, jafnvel neyðarhjálp. Þá á það sjónarmið líka rétt á sér, að veitandinn, þ.e. skattgreiðandi hins „þróaða" lands, á heimtingu á því að vita hvemig skattpeningi hans er varið. Einhveija hönd í bagga verður veitandinn að fá að hafa með ráðstöfun þróunaraðstoðar. Það er alveg ljóst. Hitt er líka jafnvel vitað, að fjöldi aðila í hinum „þróuðu“ löndum sem aðstoðina veita, lifa á því að starfa við þróunarhjálp. Oft á tíðum er ekkert nema gott um það að segja, en þess eru líka ófá dæmi, að þróun- araðstoð hefur mistekist vegna þess að sérfræðingar heimalandsins hafa tekið mið af aðstæðum heima hjá sér en ekki í þróunarlandinu. „Hvítir fílar" kallast minnismerkin um þessi mistök, oft tæknilega full- komnar verksmiðjur, sjúkrahús, skólar, skip, sem standa auð og yfirgefin, grotnandi niður vegna skorts á þeirri samhæfingu tækn- iaðstoðar og þekkingar á aðstæð- um, og þjálfunar og þroska heimamanna til að temja sé tækn- ina. Frændur okkar á Norðurlöndun- um skammast sín ekkert fyrir það að skýra frá þvi, að svo og svo Björn Dagbjartsson „ Við íslendingar ættum því ekki að þurfa að bera neinn kinnroða yfir því að við viljum ráða því svolítið, hvern- ig okkar þróunarfé er varið og að við séum stoltir af því að geta boðið íslenskt fólk til starfa og íslenskar vör- ur til notkunar við þróunaraðstoð. Við ætt- um einmitt að gæta þess, að okkar hlutur sé ekki fyrir borð bor- inn í þessu sambandi í norrænu samvinnunni.“ mikið af þróunarhjálparpeningum skili sér aftur, beint í formi vöru- kaupa í heimalandinu og ráðningar á starfsmönnum þaðan og óbeint vegna viðskiptatengsla, verkefna sem leiða af þróunaraðstoðinni og þátttöku í verkefnum sem aðrir, svo sem alþjóðasamtök, kosta. Þannig segir í nýlegri danskri blaðagrein, að 60 aurar af hverri danskri þróun- arhjálparkrónu skili sér aftur til Danmerkur. Norðmenn segja líka, að helmingurinn af þeirri 6-8000 milljóna nkr. þróunaraðstoð, hinni hæstu í heimi (m.v. þjóðarfram- leiðslu) komi norskum iðnaði til góða. Við íslendingar ættum því ekki að þurfa að bera neinn kinnroða yfír því að við viljum ráða því svo- lítið, hvemig okkar þróunarfé er varið og að við séum stoltir af því að geta boðið íslenskt fólk til starfa og íslenskar vömr til notkunar við þróunaraðstoð. Við ættum einmitt að gæta þess, að okkar hlutur sé Þórir S. Gröndal skrifar frá Flórída Sækýr í Suðurhöfum Einu sækýmar, sem ég heyrði um á íslandi, vom þær, sem sagt var frá í þjóðsögunum. Þær vom að jafnaði gráar á lit, og þótti mik- ill fengur að fá þær í fjós sitt. Feiknarlegar mjólkurkýr vom þær, og út frá þeim komu frægar belju- ættir. Héma í henni Ameríku, á hinum sólríka Flórída-skaga, hefí ég mörg- um sinnum augum litið bráðlifandi og blóðheitar sækýr! Þær heita fullu nafni Vestur-Indíasækýr, manatee á ensku og trichechus manatus á latínu. Ekki ganga þær samt á land og inn í fjós bænda eins og íslenzku þjóðsagnakýmar, heldur halda þær sig í sjónum. • Þessar sækýr em í laginu eins og stórir selir með flatan og rúnnað- an sporð. Eins og þjóðsagnaskepn- umar em þær gráar eða brúnleitar á kroppinn. Geta þær orðið allt að 4>/2 metri á lengd .og um 1400 kg að þyngd. Undir skinninu er fítulag og dýrin hafa hár á stijáli en skegg eða veiðihár á trýni. Framlimir em ávalir hreifar eða börð en afturlim- ir em engir. Augun em lítil og svo em engin ytri eym, efri vörin er stór, því hún er notuð til þess að grípa sjávargróður og stinga í munn. Mikill tími, stundum allt upp í þriðjungur sólarhringsins, fer í að afla fæðu. Sækýrin étur alls kyns grös og sævargróður, sem hún finn- ur á grynningum, í síkjum og ám. Örsjaldan hafa sækýr verið staðnar að því að leggja sér fisk til munns. Ekki er þetta silalega dýr samt nógu snöggt í hreyfingum til að veiða eigin físk, heldur hnuplar það sér nýmeti úr netum. Þetta er þó ekki sagt koma oft fyrir. Þegar sækýmar em búnar að punda sig fullar af grænmeti, þurfa þær að hvflast vel og lengi. Klukku- tímunum saman móka þær við yfírborðið, en stundum leggjast þær á botninn, og koma þá aðeins upp til að fá sér súrefni. Það þurfa þær að gera á fjögurra til fimm mínútna fresti. Köfunarmet hjá Flórídasæ- kúm er sagt vera 24 mínútur. Það er þegar kýmar móka við yfirborðið, að bátar og skip sigla á þær og drepa eða limlesta. Þriðj- ungur allra dauðsfalla f heimi sækúa er af mannavöldum. Þetta meinlausa dýr, sem nú er alfriðað í Ameríku, var áður fyrr miskunnar- laust drepið og notað til manneldis. Nú em í gildi ströng lög til vemdar sækúm, og em m.a. ferðir og hraði báta undir stöðugu eftirliti á sér- stökum svæðum á þeim árstímum, sem sækýr fara þar um. Það er gaman að fara í báts- ferðir hér í desember og janúar, en þá em mestir möguleikamir á því að finna sækýr á Nýá (New River) í Fort Lauderdale og á skurðum og síkjum, sem útfrá henni liggja. I janúar er leið sáum við ekki færri en 30—40 dýr á einum sólríkum laugardegi. Margar kýmar vom með kálfa með sér, en talið er, að þeir fylgi mæðmm sínum og sjúgi þær í ein tvö ár. Ekkert sænaut hjálpar þó til að ala upp ungana, því ástin endist stutt hjá þessum suðræna nautpeningi sjávarins og dýrin bind- ast ekki tryggðarböndum. Karldýr- in fara um í hópum eða vöðum og elta kýmar um sund og síki. Við- koman er lítil því kvendýrið verður ekki kynþroska fyrr en 8 til 9 ára. Talið er, að meðgöngutíminn sé um 13 mánuðir og lfða þijú til fimm ár milli fæðinga. Talið er, að nú séu um 1.000 sækýr á Flórída. Mikið er gert til þess að vemda þessi dýr, eins og áður var minnzt á, en samt gengur illa að veija þau algjörlega fyrir hraðbátum og gálausum eigendum þeirra. En einnig hafa önnur mann- anna handverk orðið margri sækúnni að aldurtila. Flóðhlið, sem vfða hafa verið sett upp til þess að stjóma vatnsrennsli og fyrirbyggja flóð, hafa banað mörgum dýrum. Sækýr festast líka stundum í veiðarfærum og kafna. Mengun og önnur náttúruspjöll geta og valdið dauða sækúa. Móðir náttúra hjálpar stundum til, þegar hún sendir næt- urfrost til Flórída. Þannig dóu t.d margar sækýr í norðurhluta ríkisins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.