Morgunblaðið - 10.08.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.08.1985, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1985 fUínrgim Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 400 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 35 kr. eintakiö. Boltinn stöðvaður í sjóflutningunum Ríkisstjórnir Bandaríkjanna og íslands hafa nú náð samkomulagi um þá tilhögun, sem skal ríkja í sjóflutningum fyrir varnarliðið á Keflavíkur- flugvelli. Flutningana á að bjóða út. Þannig hefur náðst fram sú meginósk íslenskra stjórnvalda, að jafnræði væri á milli landanna, en íslensk skipafélög þyrftu ekki að vera sett til hliðar vegna banda- rískra einokunarlaga frá 1904. Strax og það var ljóst vorið 1984, að bandaríska skipafélag- ið Rainbow Navigation ætlaði að gera kröfu til allra sjóflutn- ina fyrir varnarliðið í krafti hinna bandarísku einokunar- laga, tók Geir Hallgrímsson, utanríkisráðherra, málið í sínar hendur. Hann hefur rætt það á fjölmörgum fundum með bandarískum ráðamönnum og oftar en einu sinni við George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Eftir fund ráðherranna í Lissabon í maí síðastliðnum var því hreyft af Bandaríkjamönnum, að ef til vill væri unnt að leyfa Rainbow að starfa áfram í skjóli einok- unarlaganna en bæta íslensku skipafélögunum „tjónið" með einhverskonar skaðabótum. Þessari hugmynd var snarlega hafnað af öllum íslenskum aðil- um enda stangast hún á við þær grundvallarhugmyndir, sem búa að baki varnarsamstarfs þjóðanna. Áfram var því unnið að því að leysa málið að skapi íslendinga. Fyrir skömmu kom John Lehm- en, flotamálaráðherra Banda- ríkjanna, til landsins meðal annars til að heiðra Marshall Brement, fráfarandi sendiherra Bandaríkjanna, fyrir vel unnin störf í þágu samskipta þjóðanna og bandaríska flotans. Lehman ræddi í þeirri heimsókn við Geir Hallgrímsson, utanríkisráð- herra. Nú kemur í ljós að það er flotamálaráðuneytið, sem telur, að flutningana eigi að bjóða út vegna þeirra háu farmgjalda sem Rainbow krefst. Bendir allt til þess, að í viðræðunum við Lehman hafi ísinn fyrst tekið að bresta og víst er að Brement, sendiherra, vann að lausn máls- ins allt þar til hann hvarf af landi brott í síðustu viku og á mikinn þátt í því, að ísinn brotnaði að lokum á fundinum í Ráðherrabústaðnum á miðviku- dag og fimmtudag. Þegar þeir Geir Hallgrímsson og George Shultz hittust í Helsinki í síð- ustu viku kom í ljós, að með ein- um fundi í Reykjavík yrði unnt að skapa það jafnræði milli ríkjanna, sem íslendingar hafa ávallt krafist að ríkti í þessu máli sem öðrum. Á næstu vikum og jafnvel mánuðum mun bandaríska flotamálaráðuneytið vinna að því að ganga frá útboðsskilmál- um. Það er líklega vandaverk tæknilega en ekki síður pólit- ískt, því að með samkomulaginu við íslendinga kunna bandarísk stjórnvöld að skapa fordæmi vegna flutninga til annarra landa, þar sem eru bandarískar herstöðvar. Þá er málið lög- fræðilega flókið. í stað þess að hrófla við einokunarlögunum sjálfum ákvað Bandaríkjastjórn að fara þá leið að nota heimild forseta Bandaríkjanna til að veita undanþágu frá einokunar- ákvæðum laganna frá 1904. Fulltrúar Rainbow Navigation vilja auðvitað vernda einokun- araðstöðu sína og segjast nú huga að lagalegum úrræðum til að hnekkja samkomulaginu, sem skýrt var frá í Reykjavík í fyrradag. Forsvarsmenn ís- lensku skipafélaganna fagna meginniðurstöðunni en lýsa því skiljanlega yfir, að þeir bíði með frekari útlistanir, þar til þeir sjái hvernig staðið skuli að framkvæmd útboðsins og þeim skilmálum, sem um hefur verið rætt. Menn geta að sjálfsögðu deilt um það, hvort hér sé um mikil- vægt eða merkilegt mál að ræða. Slíkar deilur skipta þó engu, því að málið var eins og snjóbolti, sem hefði getað breyst í skriðu væri hann ekki stöðvaður. Undir forystu Geirs Hallgrímssonar hefur tekist að stöðva boltann. Hann er nú í höndum bandaríska flotamála- ráðuneytisins. Morgunblaðið fagnar þessum málalyktum í viðræðum ríkis- stjórnanna. Þær eru í samræmi við þá hefð, sem skapast hefur í samskiptum íslendinga og Bandaríkjamanna í meira en 40 ár, að komi upp ágreiningsmál á að leysa þau með samningavið- ræðum og samkomulagi. Þessi leið er oft tímafrek eins og lýð- ræðislegir stjórnarhættir jafn- an eru, en hún má alls ekki víkja fyrir einhliða yfirlýsing- um og athöfnum, sem oft byggj- ast ekki á öðru en þörfinni fyrir að slá sig til riddara á kostnað annarra. fiíte&öaiáfl Umsjónarmaöur Gísli Jónsson 299. þáttur Svo sem sagði í lok síðasta þáttar, hefur mér borist ágætt bréf frá Marinó L. Stefánssyni í Reykjavík. Ég tek með þökk- um upp meginefni þess, sleppi því sem er of persónulegt. Því miður kemst það ekki til skila hér í blaðinu, hversu vel skrif- að bréfið er. Tölusettum efnis- atriðum Marinós reyni ég að gera einhver skil jafnóðum, ég held það sé þægilegra fyrir ykkur sem lesið. Gæsarlappir set ég eins og hann setur, og þegar rúm þessa þáttar þrýtur, læt ég nótt sem nemur eins og sr. Hallgrímur. Framhaldið kemur í næsta þætti. Gef ég svo Marinó orðið: „Kæri Gísli Jónsson. Þakka þér fyrir laugardags- pistlana um íslenskt mál í Mogganum. Ég les þá alltaf með ánægju og hef oft hugsað um að skrifa þér ... En svo langar mig til að biðja þig að taka í dálka þína fáeinar athugasemdir og spurningar mínar viðvíkjandi íslenskunni, ef þú ert ekki bú- inn að taka það til meðferðar nýlega. Ég tek það upp úr blöð- um. 1) „Hann varaði mig við því að treysta aldrei framar jafn- miklum oflátungi og raupara og þú ert.“ Getur þetta orðalag staðist? Athugasemdir umsjónar- manns: Nei, þetta orðalag fær ekki staðist vegna neitunar- orðsins aldrei. Við í orðasam- bandinu að vara við merkir = gegn, á móti. Hitt stenst, að segja: Hann varaði mig við að treysta o.s.frv. Að vísu fer orð- ið framar forgörðum um leið og aldrei. 2) „Sólveig og Gunnar byrj- uðu að halda bókhald um alda- mótin," og — „Ásatrúarmenn héldu mótshald eitt mikið." Þarna hefur Marinó undir- strikað dæmi um staglstíl, „að halda hald“. Að sjálfsögðu færi betur á því að segja að ásatrúarmenn héldu mót, og svo halda menn bækur, og verða þá til nafnorðin bókhald og bókfærs-a. Rétt þykir um- sjónarmanni að minna á sögn- ina að halda í samböndum eins og halda skóla, halda fundi og halda skepnur, sbr. nafnorðin skólahald, fundahald og skepnu- höld. 3) „Sósíaldemokrötum vant- ar stefnuskrá." Hér auðkennir Marinó dæmi um svokallaða þágufallssýki. Hér ætti að vera: Sósíaldemo- krata vantar stefnuskrá. Mig, þig, hann, hana vantar eitt- hvað. En Nikulás neðan kvað: Mælti Stígur á Stóreyjarflötum, þegar stefnuskrá vantaði krötum: Mér langar að bjóða ykkur leiðsögu góða um þær slóðir sem oss ekki rötum. 4) Eignarfornafn er nær alltaf haft á undan nafnorði (fallorði). Dæmi: okkar þjóð- félag. Hvers vegna? Málalengingar umsjónar- manns: Hér kveður Marinó fast að orði, „nær alltaf". Ég held að þetta sé ýkjur, en hitt er rétt, að sú orðaröð, sem hann tekur dæmi um, færist of mjög í aukana. Hvers vegna, spyr hann. Ég held að ástæðan sé erlend áhrif. Umsjónarmað- ur mælir með því að sagt sé: Skipið kom úr fyrstu veiðiferð sinni fremur en úr sinni fyrstu veiðiferð, skipið og áhöfn þess, ekki skipið og þess áhöfn (það væri frámunalega ljótt) og: Samstarfsmenn mínir segja, fremur en: Mínir samstarfs- menn segja. Þó gæti þetta síð- asta orðalag verið réttlætan- legt í vissum samböndum, sjá síðar. Umsjónarmaður vill sem sagt biðja menn að fylgja þeirri meginreglu að hafa eignarfornöfn á eftir, en ekki undan nafnorði. Viðbótar- dæmi: Sonur minn er tólf ára. óeðlilegt og útlenskulegt væri að snúa þessu við og segja: Minn sonur er tólf ára. En, og það er stórt en, frá þessari meginreglu er undan- tekning og hún veigamikil. Ef leggja þarf sérstaka áherslu á eignarfornafnið, er réttlætan- legt að færa það fram fyrir. Dæmi: Vera má að þú hafir mikið fylgi, en minn stuðning færðu aldrei. Ég segi aðeins að réttlætanlegt sé að flytja eign- arfornafnið fram fyrir í þess- ari stöðu, því að nauðsynlegt er það engan veginn. Með rétt- um tóni getum við náð sömu áhrifum, þótt orðaröðin sé eft- ir venjulegum lögmálum tung- unnar: En stuðning minn færðu aldrei. Fleira kemur til. Hugsum okkur föst orðatiltæki, eins og: Sinn er siður í landi hverju. Hyggjum aftur að áherslunni. Eftir Benedikt Gröndal var haft: „Mitt er að yrkja, ykkar að skilja." Sitthvað í kveðskap, vegna hrynjandi, ríms og stuðla, og jafnvel tilfinningalegra blæ- brigða, getur einnig valdið því, að „rétt“ sé að hafa eignarfor- nafnið fyrirsett. Jón Þorláks- son á Bægisá kvað um föður sinn (ekki tek ég ábyrgð á stafsetningu tökuorðanna). Minn var faðir monsíur, með það varð hann síra. Seinna varð hann sinníur og seinast tómur Þorlákur. En samt finnum við hversu miklu eðlilegra er íslenskunni að yrkja eins og Rósa Guð- mundsdóttir frá Fornhaga: Augað mitt og augað þitt, ó, þá fögru steina! Mitt er þitt, og þitt er mitt, þú veist hvað ég meina. Vonandi mistekst al- gjör innlimun Lettlands — eftirJuljis Kadelis Alþjóðasamband frjálsra Letta starfar víða um heim og berst fyrir frelsun Lettlands undan yfirráðum Sovétmanna. Alþjóðasambandið vinnur einnig að samræmdum að- gerðum Letta á sviði menningar- og stjórnmála. Sambandinu er einnig oftlega falið að vera málsvari allrar lettnesku þjóðarinnar, þar sem Sov- étmenn virða hagsmuni hennar að vettugi. Árið 1940 hernámu Sovétmenn Lettland og nágrannaríkin Eist- land og Litháen. í lok seinni heimsstyrjaldarinnar árið 1945 hernámu Sovétmenn ríki þessi öðru sinni og innlimuðu þau þrátt fyrir sáttmála, sem gerður var ár- ið 1920, þar sem Sovétmenn skuld- bundu sig „um alla framtíð" til að fara ekki með ófriði gegn ríkjum þessum. í ræðu sinni réttlætti utanrík- isráðherra Sovétríkjanna hernám þessara ríkja með þeim sömu lyg- um og heryst hafa árum saman. Hernám Eistlands, Lettlands og Litháen er ekkert annað en dæmi um útþenslustefnu Sovétmanna. f samræmi við þessa stefnu hafa Sovétmenn háttað málum á þann veg að Lettar, svo aðeins sé tekið eitt dæmi, eru orðnir minnihluta- hópur í eigin landi. Tilveru lettn- esku þjóðarinnar er stefnt í voða. Sovétmenn hafa þröngvað siðum sínum, menningu og rússneskri tungu upp á lettnesku þjóðina. Utanríkisráðherra Sovétríkjanna segir þetta vera dæmi um lofsvert framtak Sovétstjórnarinnar til að viðhalda menningu og siðvenjum Letta ósnertum. í Sovétríkjunum er óleyfilegt að setja á fót samtök svo sem Al- þjóðasamband frjálsra Letta. Raunar starfa þar ýmsir óleyfi- legir smáhópar, sem reyna að vekja athygli á mannréttindabrot- um; handtökum og dómsfellingu yfir saklausum borgurum. Á Mad- rid-ráðstefnunni árið 1983 kom fram ákall, sem smyglað hafði verið úr landi, frá „Hinni lýðræð- islegu æskulýðsnefnd Lettlands". Þar var þess krafist að yfirráð Sovétmanna yfir Lettlandi og markvissar tilraunir Sovétstjórn- arinnar til að eyða lettneskum þjóðareinkennum yrðu ræddar á ráðstefnunni. Ennfremur var þess krafist, að ráðstefnan fordæmdi þessa stefnu Sovétmanna og Juljis Kadelis hvetti þá til að láta af henni. Á síðustu árum hefur orðið mikil þjóðernisvakning í Lettlandi. Leiðtogar hennar eru undir stöð- ugu eftirliti, meðal annars eru húsrannsóknir framkvæmdar á heimilum þeirra reglulega. Fyrir fáeinum vikum var efnt til réttarhalda vegna Eystrasalts- ríkjanna í Kaupmannahöfn. Þar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.