Morgunblaðið - 14.02.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.02.1985, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLADIÐ, VIÐSKU'l'l JDVINNUIÍF FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1985 Kaupskipaútgerðin Upplifum við Loftleiða- ævintýrið í siglingum — eða heltist eitt áætlunarfélagið úr lestinni? Verkfalli undirmanna á kaupskipaflotanum er lokið og hluthafafundur llafskips hefur samþykkt tillögur stjórnar félagsins um 80 milljóna króna hlutafjáraukningu til að mæta erfiðleikum í rekstri félagsins og tryggja að íslendingar megi enn um stund búa við þriðja kostinn í íslenskum áætlun- arsiglingum. Smám saman er lífið að færast í sama horf í þessari grein og aftur sigla í kringum 600 sjómenn nærri fimm tugum kaupfara milli ís- lenskra strandhafna eða til heimsálfanna í austri og vestri. Mikilvægi siglinganna fyrir daglegt líf í þessu landi er e.t.v. eitt af því sem menn leiða sjaldan hugann að en eru þó að upplifa við hvert fótmál, á hverri mínútu. Þessi grein samgangnanna hefur að ýmsu leyti mikla sérstöðu hér á landi, því að siglingar eru hér raunverulega frjálsar. Á meðan það þarf ráðherraleyfi til að halda uppi áætlunarferðum með flugvél- um eða bílum, getur hver sem er fengið sér skip og byrjað áætlun- arsiglingar án þess að þurfa til þess nokkra heimild. Það er hins vegar ekki á allra færi vegna kostnaöar, því að þokkalegur flutningadallur nú á dögum kostar varla undir 50 milljónum króna og íslensk kaupskip eru yfirleitt fremur dýr í rekstri, m.a. vegna fjarlægða frá mörkuðum og ákvæða um mannahald á skipun- 40 skip fluttu yfir 2 milljónir tonna íslenski markaöurinn er heldur ekki stór á neinn mælikvarða nema kannski okkar eigin og enda þótt heildarvöruflutningarnir til og frá landinu séu liðlega 2 millj- ónir tonna, þá skiptast þessir flutningar á milli 40 millilanda- skipa. Það vilja ýmsir meina að það séu of mörg skip um of litla flutninga. Þess vegna hefur nú um skeið ríkt talsverð ólga á þessum markaði með verulegri samkeppni og lágum farmgjöldum, og það er ekki síst þetta sem leikið hefur Hafskipsmenn grátt á síöustu misserum. Þess vegna hljóta menn að spyrja í alvöru hvort rúm sé fyrir þriðja kostinn í íslenskum áætlunarsiglingum, en Hafskips- menn hafa einmitt verið óþreyt- andi að minna okkur á að hverfi þeir af sjónarsviðinu, muni Eim- skipafélagiö og skipadeild Sam- bandsins skipta með sér markað- inum í bróðerni, samkeppnin hverfa og farmgjöldin hækka. Stykkjavara — stórflutningar Áður en lengra er haldið er rétt að taka fram, að kaupskipaútgerö- in hér á landi skiptist í tvennt, annars vegar eru áætlunarsigl- ingar með stykkjavöru ýmiss kon- ar og hins vegar stórflutningar, sem eru þá flutningar á t.d. afurð- um stóriðju og sjávarafurðum. Þrjú félög, Eimskip, Hafskip og Sambandið, stunda rekstur á báð- um þessum sviðum en til viðbótar koma félög eins og Nesskip, Vík- urskip og Nes hf. ásamt einhverj- um smærri aðilum sem eru ein- göngu í stórflutningum. Af þeim 40 kaupskipum sem stunda milli- landasiglingar eru liðlega helm- ingur í áætlunarsiglingum en af- gangurinn í stórflutningunum. Eimskipafélag íslands er brautryðjandinn í kaupskipaút- gerð og eins og allir vita stórveldið á þessu sviði. Það hefur löngum staðið styrr um sterka aðstöðu fé- lagsins á markaðinum og félaginu hefur iðulega verið borið á brýn í áranna rás að halda uppi of háum farmgjöldum í skjóli einokunar- aðstöðu í reynd og síðan nýtt sér styrkleika sinn á markaðinum til að drepa af sér allar tilraunir til viðnáms eða samkeppni með því að halda farmgjöldunum niðri svo lengi sem það hefur tekið keppi- nautinn að deyja. Þá á félagið að hafa hækkað gjöldin strax í kjöl- farið. Þessu til áréttingar minna menn einatt á útgerð Jöklanna, Eimskipafélags Reykjavíkur hf. og á útgerð bílaferjunnar Bifrast- ar og herkvaðning Hafskips- stjórnar til hluthafa sinna um aukið hlutafé nú fyrir skemmstu er reyndar einungis tilbrigði við þessa sögn. Ásakanir um undirboð Engu að síður er það athyglis- vert að í umræðunum um erfið- leika Hafskips að undanförnu og samkeppnina í siglingunum i tengslum við þessa erfiðleika, þá hefur minna borið á því en oftast áöur að Eimskip sé sakað um að neyta aflsmunar. Miklu fremur hafa Hafskipsmenn beint spjótum sínum að skipadeild Sambandsins, sem er sökuð um að stunda undir- boð í stykkjavöruflutningunum í þeirri viðleitni deildarinnar að auka hlutdeild sína í slíkum flutn- ingum á almennum markaði. Er því þá haldið fram að skipadeildin nýti sér hámarkstaxta farmgjald- anna í flutningunum fyrir sam- vinnuhreyfinguna og noti tekjurn- ar til að greiða niður og undir- bjóða farmgjöldin á þeirri stykkjavöru sem þeir flytja fyrir aðila utan samvinnuhreyfingar- innar. Axel Gíslason, framkvæmda- stjóri skipadeildarinnar, hefur vísað þessu á bug með þvl að benda á að flutningsgjöldin væru það hátt hlutfall I verðmyndun vörunnar að verslanir kaupfélag- anna yrðu með öllu ósamkeppn- ishæfar ef þessi háttur væri hafð- ur á. Þá er einatt minnt á það á móti að Sambandið sé hinn mikli meistari millifærslnanna á ís- landi. En hvað líöur karpi af þessu tagi standa eftir sem áður þær staðhæfingar Hafskipsmanna að Sambandið gefi aldrei öðrum tækifæri til að bjóða f flutninga sína og í samkeppnisþjóðfélagi eins og ísland er að verða hljóma heldur holar þær röksemdir fram- kvæmdastjóra skipadeildarinnar þess efnis að skipadeildinni sé ætlað að sjá til þess að Sambandið og Sambandsfyrirtæki njóti jafn- an bestu hugsanlegu kjara og flutningarnir í kringum Samband- ið séu svo miklir að skipadeildinni sé þetta fært af þeim sökum. Flestir viðurkenna nú orðið að samkeppni í formi útboða sé hinn eini raunhæfi mælikvarði á hin bestu hugsanlegu kjör, þegar rætt er um stórar sendingar, eins og t.d. fisk, ál, mjöl o.fl. Deilurnar milli Hafskipsmanna og skipadeildar Sambandsins bera ólgunni á þessum markaði engu að síður glöggt vitni, en vilji menn finna aðdragandann, verða þeir að hverfa 5—7 ár aftur í tímann. Ár- ið 1977 settust nýir menn við stjórnvölinn hjá Hafskip sem fram að þeim tíma hafði fyrst og fremst stundað stórflutninga og átti um þetta leyti í miklum erfið- leikum. Björgólfur Guðmundsson og félagar hans stýrðu nýju fjár- magni inn í félagið, endurskipu- lögðu rekstur þess og hófu áætlun- arsiglingar í samkeppni við Eim- skip. Þeir lækkuðu farmgjöldin og buðu upp á margs konar nýjungar í þjónustu, svo sem eins og þá að flytja vöruna heim í hlað flytjand- ans, sem síðar hefur orðið vinsælt á markaðnum. Kynslóðaskipti Hafskipsmenn hittu Eimskipa- félagið f talsverðri lægð um þetta leyti, því að félagið hafði setið eft- ir í þróuninni hvað snerti skipa- stól og tækjakost og var líklega verr undir samkeppnina búið en nokkru sinni f sögu félagsins. Þaö stóð hins vegar ekki lengi, því að kynslóðaskipti urðu þar f for- stjórastólnum litlu síðar og við völdum tók Hörður Sigurgestsson, sem gekk þegar f að endurskipu- leggja rekstur félagsins, fækka skipum og endurnýja auk þess að hefja gámavæðingu félagsins, sem lagt hefur grundvöllinn að vel- gengni félagsins og bættri sam- keppnisstöðu á seinni árum. Á árunum 1978—’79 fer síðan skipadeild Sambandsins einnig að færast í aukana, þar sem þar voru þá einnig að verða kynslóðaskipti í forustusveit og Axel Gfslason að taka við, sem keppinautar eru sammála um að hafi haldið þar vel á spöðunum. Skipadeildin hóf um þetta leyti allreglubundnar áætl- unarsiglingar og hin sfðari ár hef- ur skipadeildin sótt f auknum mæli inn á hinn almenna markað í stykkjavöruflutningunum sam- hliða því að vera einrátt um flutn- inga fyrir Sambandið. Axel Gísla- son telur að um 30% af stykkja- vöruflutningum skipadeildarinnar sé fyrir aðila utan samvinnuhreyf- ingarinnar. Keppinautarnir hafa eftir Axel að hann ætli skipadeild- inni þriðjung af öllum vöruflutn- ingunum til og frá landinu. Það er talið láta nærri að Eim- skip sé nú með um 45—50% af öllum stykkjavöruflutningum, en því sem eftir er deila Hafskip og skipadeildin á milli sín ásamt minni félögunum. I áætlunarsigl- ingunum sigla félögin þrjú nánast til sömu hafna í Evrópu, annars vegar til Norðursjávarhafna, en hins vegar til hafna á Norðurlönd- um. Ferðir Eimskips og Hafskips eru vikulegar, en skipadeildarinn- ar hálfsmánaðarlegar. Á Ameríkuleiðinni hafa hins vegar bæði Eimskipafélagið og Hafskip verið með tilraunir að halda uppi beinum áætlunarsiglingum milli Evrópu og Ameríku, eins og frekar verður vikið að, að viðbættum reglulegum áætlanasiglingum til New York og Norfolk. Hagkvæmnin lykiloröiö í stykkjavöruflutningunum til og frá Evrópu eru kannski mestu veltufjármunirnir fyrir skipafé- lögin og miðað við hin lágu farm- gjöld sem þar ríkja núna, skiptir hagkvæmnin verulegu máli. Eim- skip stendur þarna óneitanlega vel að vígi. Á síðustu 5 árum hefur félagið fækkað skipum úr 26 í 18—19 skip en hins vegar hefur heildarbrúttórúmlestastærð skipastólsins lítið breyst á sama tíma og flutningamagnið hefur aukist verulega. Skipunum hefur sem sagt fækkað, en þau hafa stækkað og með nýrri flutninga- tækni á borð við gáma og bættri aðstöðu í Sundahöfn með gáma- krana, hefur reynst unnt að auka tíðni ferðanna og hagkvæmnina, því að nú standa skipin ekki við nema í 1 'h sólarhring miðað við 3 sólarhringa hér áður fyrr. Skip Eimskips í Evrópuflutningunum flytja 250—350 gáma meðan helstu skip Hafskips á þessari leið flytja ekki nema 125—175 gáma en nota lítið minna af olíu og þurfa jafn marga menn í áhöfn. Skip sambandsins í þessum flutn- ingum eru hins vegar minni, sparneytnari og með aðeins 11 manna áhöfn en geta engu að síð- ur borið 175 gáma eða sama fjölda og skip Hafskips, og skipadeildin er búin að koma sér vel fyrir inn við Holtabakka með vörugeymslu í sama húsi og Mikligarður, og kannar þar möguleika á gáma- krana meðan Hafskip býr við þröngt landrými í gömlu höfninni og hefur þar enga vaxtamögu- leika. I’rengt að Hafskipi Það hefur þannig stöðugt verið í HÖFN — Laxfoss Eimskipafélagsins að leggja upp frá Reykjavík (til vinstri), Hofsá Hafskips í Varberg í forgrunni en Grímsá, Atlants- hafsskipið, í bakgrunni (uppi) og Suðurland Nesskips með síldartunnur á Eskifirði (niðri).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.