Morgunblaðið - 26.06.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.06.1984, Blaðsíða 22
VL »»* t.t.t.t.M.^.v.MAWíwiwwiwwwwwiiwwaiywCTwi'iTnwwiaini i M.wj .v. 5 v.-v •; MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 1984 iMtogiitiÞfatoífe Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 275 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 25 kr. eintakiö. Carrington ÍNATO Baly frjáls ferða sinna í Vestur-Þýskalandi Hlaut eins árs skilorðsbundinn dóm fyrir samskonar brot í Köln Þýska flutningaskipid Eliza Heeren í Reykjavíkurhöfn Igær tók Carrington lávarð- ur við framkvæmdastjóra- störfum í höfuðstöðvum Atl- antshafsbandalagsins í Bruss- el af Joseph Luns sem stjórnað hefur starfinu þar síðustu 13 ár. Luns setti sinn persónu- lega svip á bandalagið og ekki er vafi á því að Carrington á eftir að gera slíkt hið sama. Á starfstíma Luns hefur reynt á samstarf aðildarríkja NATO með margvíslegum hætti. Slökunarskeiðið svonefnda var að hefjast þegar hann hóf störf, það náði hámarki sumarið 1975 með undirritun lokasamþykktarinnar í Hels- inki. Þetta tímabil notuðu Sovétmenn markvisst til að koma ár sinni fyrir borð bæði með smíði nýrri og fullkomn- ari vígvéla og valdabrölti í Asíu, Afríku og Suður-Amer- íku. í desember 1979 sam- þykktu NATO-ríkin að efla kjarnorkuvarnir sínar í Vestur-Evrópu og eftir að Ronald Reagan varð forseti í Bandaríkjunum í ársbyrjun 1981 hefur tónninn í garð Sov- étmanna almennt harðnað. Framkvæmd ákvörðunar NATO frá 1979 hefur gengið eftir þrátt fyrir mikinn undir- róður og áróður gegn henni. Joseph Luns hefur hvað eftir annað sagt það síðustu mánuði að vegna þess hvernig banda- lagsríkin hafa staðið saman að framkvæmd þess máls yfirgefi hann embætti sitt sáttur við menn og málefni. Eins og af þessu stutta yfir- liti sést hefur Joseph Luns verið framkvæmdastjóri NATO bæði á slökunar- og hörkuskeiði í samskiptum austurs og vesturs. Luns hefur þó alla tíð verið í hópi þeirra sem telja hörkuna affarasælli til að ná árangri í samskiptum við Sovétmenn en slökun og undanlátssemi. Hefur hann löngum verið ómyrkur í máli um framferði Kremlverja inn- an Sovétríkjanna og utan. Enginn þarf að efast um að Carrington lávarður átti sig á því að hið eina sem Kremlverj- ar setja nú traust sitt á er hernaðarmátturinn. En Carr- ington hefur gerst talsmaður þess meðal annars í athyglis- verðri ræðu sem hann flutti í apríl 1983 í London, að Vestur- lönd missi aldrei sjónar á nauðsyn þess að geta rætt við kommúnistaríkin um sameig- inleg hagsmunamál. Sam- skipti austurs og vesturs séu meira virði en bókhaldslegt uppgjör í hótunartón á því hvor eigi fleiri kjarnorku- sprengjur. Athyglisverðir hlutir eru að gerast í viðræðum Vestur- Evrópuríkja um leiðir til að styrkja eigin varnir. Líklegt þykir að Carrington lávarður verði áhugasamari um þennan þátt varna Atlantshafsbanda- lagsins en Luns og geti kannski af þeim sökum lent í vandræðum í Washington, þar sem margir þingmenn eru í vafa um að Evrópumenn leggi nægilega mikið á sig í þágu hervarna. Á næstu vikum og mánuðum verður fróðlegt að fylgjast með því hvernig Carr- ington fetar þann nýja stíg á alþjóðavettvangi sem hann hefur einróma og gagnrýnis- laust verið fenginn til að þræða í þjónustu 16 ríkja. Mitterrand í Moskvu * Iþjóðfélagi þar sem lygin er talið haldbesta vopnið til að ná völdum og áhrifum jafnt innan lands sem utan hrökkva ráðamennirnir harkalega við þegar þeir eru í veislum ávarpaðir af hreinskilni og einurð. Þetta gerði Francois Mitterrand, forseti Frakk- lands, þegar hann talaði í kvöldverðarboði í Kremlar- kastala t síðustu viku og gerði ill örlög Andrei Sakharov að umtalsefni í óþökk gestgjaf- anna. Raunar segir það mikla sögu um þær skrautumbúðir sem menn hafa valið utan um sam- skipti austurs og vesturs að allir skuli hrökkva jafn mikið við og raun ber vitni þegar forseti Frakklands segir það sem honum býr í brjósti opinberlega í Moskvu. Kreml- verjar eiga það alls ekki skilið að vestrænir stjórnmálamenn setji upp silkihanskana hvort heldur þeir eru að þakka fyrir matinn 1 veislum eða endra- nær. Mitterrand er maður að meiri eftir að hafa boðið hræsni og leikaraskap í sam- skiptum við kommúnistaríkin byrginn með ræðu sinni. Alræðisstjórnir bregðast ætíð eins við þegar menn mæla sannleikann innan landamæra þeirra: þær reyna að koma í veg fyrir að þegn- arnir heyri hann. í Moskvu var reynt að fela hugrekki Mitterrands með sama hætti og ræður Ronald Reagans, Bandaríkjaforseta, voru stytt- ar þegar hann var í Kína á dögunum. „SKIPSTJÓRINN á Eliza Heeren var á engan hátt að framkvæma fyrirmæli þýskra stjórnvalda, er hann neitaði í Esbjerg að framselja Miroslav Baly. Slík fullyrðing er algjörlega til orðin í hans eigin hugskoti, því þýsk stjórn- völd myndu aldrei styðja við eða hylma yfir afbrot og refsivert athæfi," sagði Heins Pallasch, sendiráðunaut- ur í Þýska sendiráðinu í samtali við blm. Morgunblaðsins í gær, er hann var spurður um afstöðu þýskra stjórn- valda í máli Balys, þýska stroku- mannsins, sem grunaður er um fálka- eggjaþjóf naö hér á landi, og strauk með þýska flutningaskipinu Eliza Heeren. Hann kom með skipinu til Ham- borgar í Vestur-Þýskalandi á mið- nætti í fyrrakvöld, þar sem þýsk lögregla tók hann í vörslu sína, en hann var síðan látinn laus úr haldi lögreglunnar fyrir hádegi f gær, þegar lögreglan hafði staðreynt að hann hefði þýskan ríkisborgararétt, og hélt hann þá áleiðis til Kölnar. „Það er ekkert hægt um það að segja, hvað þýsk stjórnvöld gera, eða þýskir dómstólar," sagði Pall- asch jafnframt, „því þýskir dóm- ÞAÐ GENGUR kraftaverki næst að Jörgen Eiríksson, 11 ára drengur úr Keflavík, skyidi sleppa lifandi er hann féll úr 30 metra háu bjargi í sjó fram, fyrir hálfum mánuði. Jörgen var að leik með bróður sínum og vini í Bjargvík við Kefla- vík og voru þeir að tína fýlsegg. Nokkrum eggjum höfðu þeir náð þegar Jörgen kom auga á egg niðri í bjarginu, þar sem það gnæfir 30 metra yfir sjó. Jörgen og Eiríkur Þór, bróðir hans, fikruðu sig niður fyrir bjargbrúnina. Þeir stóðu hlið við hlið á mjórri syllu, en skyndi- lega skrapp steinn undan fæti Jörg- ens og hann steyptist aftur fyrir sig. stólar einir geta um það dæmt hvort Baly hefur til sakar unnið sam- kvæmt þýskum lögum. Það gæti verið spurning um það, hvort það að Baly var dæmdur í eins árs fangelsi í Köln skilorðsbundið, fyrir sams- konar brot, þ.e. að stela fálkaung- um, geri það að verkum, að hann hafi brotið skilorðið." Er blm. Morgunblaðsins ræddi Honum sagðist svo frá: „Ég vissi ekkert hvað hafði skeð, allt í einu var ég kominn í sjóinn. Ég náði ekki andanum en gat samt synt í land. Það var ekki hægt að komast upp, bjargið var svo bratt, svo ég varð að ganga dálítið langt þangað til ég komst upp. Á leiðinni rann ég og rak höfuðið í og það varð að sauma tvö spor í sárið. Annars fann ég ekki til og ég var ekkert hræddur." Hið sama er víst ekki hægt að segja um bróður hans, Eirík Þór, 7 ára , sem hafði klifrað upp á bjargbrúnina aftur þegar hann sá á eftir Jörgen i sjóinn. „Ég hélt að hann væri dáinn og kallaði það til Gests, sem var við Seeler, varðstjóra í Hamborg- arlögreglunni í gær, sagði hann að lögreglan hefði tekið Baly i sína vörslu á miðnætti í fyrrakvöld, en honum hefði svo verið sleppt úr haldi laust fyrir hádegi í gær, þegar lögi-eglan hafði sannreynt að hann væri þýskur rikisborgari. Aðspurð- ur um afbrotaferil Balys í Þýska- landi sagði Seeler einungis: „Slíkar með okkur. Við hlupum þangað sem við sáum niður og þá sá ég að Jörg- en hreyfði sig í sjónum og svo kom hann gangandi til okkar." Eftir að Jörgen var kominn á þurrt eftir 400 metra göngu í fjör- unni, bar að menn af golfvelli, sem er þarna nálægt. Kallað var á sjúkrabíl og var drengurinn fluttur í sjúkrahúsið í Keflavik, Kom þá í ljós að hann hafði fengið snert af heilahristing en var alheill að öðru leyti, nema hvað hann hafði fengið skeinu á höfuðið, eins og áður er sagt. Jörgen kvaðst ekki ætla oftar í fýlseggjaleiðangur i bjargið, hann væri búinn að læra af reynslunni. Bræðurnir Jörgen, t.v. og Eiríkur Þór Eiríkssynir. Jörgen bendir í átt að bjarginu þar sem hann féll niður. Keflavík: Drengur féll 30 metra í bjargi, slapp lítt meiddur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.