Morgunblaðið - 02.03.1984, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.03.1984, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. MARS 1984 17 Léttvín eftir dr. Jón óttar Ragnarsson Til skamms tíma kom ódýrasti vínandinn úr brennivíninu. Á síðustu árum hefur meiri vit- glóra hlaupið í verðlagninguna og nú eru ódýrustu brennivín og borðvín jafndýr. Bæði í ódýrustu brennivínun- um og borðvínum kostar hver millilítri af vínanda nú 1,25 kr. Að komast í væna vímu kostar því 50—100 kr. eftir einstakling- um (30—80 ml vínanda). íslenskur bjór — með 4—5% vínanda — má kosta allt að 50 krónum hver flaska úr búð. Með því yrði vínandinn í honum nær þrisvar sinnum dýrari en í ódýr- asta áfengi. Bjór á þessu verði mun ekki auka meðalneysluna að ráði, en mun hins vegar draga þó nokkuð úr misnotkun áfengis. Verðið má síðan lækka eitthvað ef slíkt er talið ráðlegt síðar. En eftir því sem þekking ís- lendinga á áfengi eykst munu þeir leggja æ minna upp úr rtiagni og æ meira upp úr gæð- um. En þá hækkar verðið auðvit- að í samræmi. Léttvín og saga Frá örófi alda hefur mannkyn- ið notfært sér ýmiss konar vímu- gjafa. Var notkun þeirra upp- haflega einkum tengd trúarat- höfnum, sérstaklega í Austur- löndum. Einkennismerki Indru, stríðsguðs Hindúa, var t.d. töfra- drykkurinn soma, sem var drukkinn við helgiathafnir. Er talið að þar hafi verið um ein- hvers konar bjór eða vín að ræða. Gerjun er ein hinna eldfornu vinnsluaðferða mannkynsins og var án efa fundin upp á nýstein- öld sem hófst fyrir um það bil 10.000 árum. Áfengi hefur án efa uppgötv- ast fyrir slysni þegar sykurlögur af einhverju tagi var skilinn eft- ir á glámbekk. Hafa án efa margir þjóðflokkar gert þessa uppgötvun Áfengið sem var framleitt fór eftir aðstæðum á hverjum stað. Mjöður var lagaður þar sem hunang fékkst, léttvín þar sem vínber uxu, bjór á kornræktar- svæðum o.s.frv. Best þekkta vínberjategundin er Vitis vinifera, þ.e. hinn hreini vínviður biblíunnar. Var hann ræktaður í nálægum Austur- löndum fyrir a.m.k. 6.000 árum og líklega fyrr. Evrópumenn náðu snemma forystu á þessu sviði. Og eftir uppgötvanir Pasteurs fékkst loks vísindaleg skýring á eðli gerjunar, þ.e. tilvist örvera sem gerja sykur í vínanda. Fram til um 1880 voru öll > vínber sem voru notuð til vín- gerðar afkomendur hins forna vínviðar. Um það leyti fluttist fyrir slysni bandarísk rótarlús frá Ameríku til Evrópu. Lús þessi lagði á skömmum tíma alla helstu víngarða Evr- ópu í rúst. Var loks gripið til þess ráðs að græða evrópska vínviðinn á ameríska rót (amer- ískur vínviður er ónæmur). Léttvín og landbúnaður Vínber til víngerðar má rækta á um 2.200 km breiðu belti (frá norðri til suðurs) frá Bonn í Þýskalandi til Mogador í Mar- okkó. Eru norðurvínin oft ívið súr en suðurvínin bragðdauf. Vegna þess hve viðkvæm vín- berin eru fer víngerðin venjulega fram í nánd við ræktunarstað- inn. Þannig eru afar náin tengsl milli víngerðar og landbúnaðar. En hver er munur á rauð- og hvítvínum? Fyrst og fremst sá að rauðvín eru unnin úr dökkum berjum þannig að hýðið liggur í leginum svo vínandinn geti skol- að litarefnunum út. Hvítvín eru hins vegar ýmist unnin úr ljósum (grænum) berj- FÆÐA OG HEILBRIGÐI um eða dökkum. í síðara tilvik- inu er hýðið fjarlægt úr leginum áður en litarefnin hafa skolast út í hann. Rósavín eru þarna á milli, þ.e. þau eru unnin úr dökkum berj- um eins og rauðvínin, en þó þannig að hýðið er fjarlægt úr leginum áður en liturinn verður of dökkur. Freyðivín eru einfaldlega hvítvín sem eru sett á flöskur (sérlega sterkar flöskur) áður en gerjun er lokið. Myndast þá kol- sýra í flöskunni og veldur gos- inu. Gæöi og hollusta Gæði léttvína fara einkum eft- ir gæðum vínberjanna. Góð vín eru unnin úr bestu berjum sem völ er á. En jafnvel bestu vínber eru misgóð eftir aðstæðum og árferði. Þegar sumarið er kalt og sól- skin af skornum skammti verða vínin súr og óspennandi. Ef sumarið er of heitt og þurrt geta vínin (sumar tegundir) fengið aukabragð í léttvínum er talsvert af víta- mínum og steinefnum, en þó yf- irleitt minna en í bjór. Engu að síður eru léttvínin miklu hollari en sterku drykkirnir.* Þegar haft er í huga að veikt áfengi stuðlar frekar að bættum áfengisvenjum og meira magn þarf til að komast í vímu er mik- ilvægt að neyslunni sé beint að þeim ... frá sterku drykkjunum. *Sterk vín hafa ekkert hollustugildi. Les Bio -Program m Náttúruleg uppbygging til aö efla vörn húöarinnar ENGIN LITAREFNI, ENGIN ERTING, LÆKNISFRÆÐILEGA PRÓFUÐ Nýtt á íslandi Þessi einstaka nýja lína frá Stetldhal er grundvölluð á nýjustu tækni og vísindum á sviði húö- fræöinnar, sem er örugg, virk, og áhrifamikil, og á sama tíma mjög einföld. Verndar hiö viðkvæmasta hörund án áhættu af ertingu og vinnur viö hin ýmsu loftlagsskilyrði ásamt því aö laða sig eftir hinum ýmsu þörfum húðarinnar Kynning í dag í Topptískunni frá kl. 12—13. 1. Öryggi Bio Programms: Öll efni í Bio Programm línunni eru lífraen, það er að segja náttúruleg. Valin vegna þeirra ertingarlausu mýkingar og sefandi eiginleika. 2. Forskriftin Hver Bio P.ogram vara hefur verið gaumgæfilega rannsökuð á sviöi gerla- og eiturfræöi (bacteriologically, toxicologically). ■» . »1 3. Læknisfræðilega prófað Rannsakað á húöfræöideild Tarnier Hospital. 4. Pökkun Hver Bio Programm vara er vandlega lokuð til að ábyrgjast algjört hreinlæti. Bio Programm linan er vísindalega og húðfræðilega prófuð af CERCO (Sanofi Cosmetic Research Center.) Les Bio-Program Stendhal PARIS Útsölustaðir: Topptískan, Aðalstræti 9, Revkjnvík. Sól og snyrtistofan, Skeifan 3c, Reykjavík. Amaro, Hafnarstræti 99, Akureyri. Snyrtistofan Hrund, Hjallabrekku 2, Kópavogi. . Snyrtistofa Kristínar, Höföavegi 16, Eink.umbos á Isiandi | Vestmannaeyjum. Reykjavegi 82, Mosfellssveit. Sími 66543.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.