Morgunblaðið - 26.02.1984, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 26.02.1984, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1984 37 Árstíðir Vivaldi skífur Konráö S. Konráðsson Konsert 1 til 4 úr „II cimento dell ’ armonia e dell’ invenzione” Op 8. Antonio Vivaldi (16787-1741) Philips 9500 717 FiAla; Iona Brown Academy of St.-Martin-in-the-Fields Stjórnandi: Iona Brown Mörgum hefir orðið að íhug- unarefni hvers vegna Vivaldi, sem svo fljótt féll í gleymsku eft- ir andiát sitt 1741, hefir náð svo miklum vinsældum nú á síðari árum. Eflaust mun margt að baki liggja, en vart mun tilviljun að uppreisn Vivaldi kemur í kjölfar breiðskífunnar og upphafs þeirra hljómtækja, sem f dag sjá okkur fyrir hljómlist til heimil- isnota. Nýtur hljómlist hans, sem og annarra tónsmiða bar- okktímans, sín einstaklega vel í góðum hljómflutningstækjum, enda er fjöldi flytjenda tak- markaður og tónlistin skýr. Má enn fremur bend á að tónsmíðar Vivaldi eru vinsælli á hljómplöt- um og jafnvel í kvikmyndum (sbr. kvikmynd Alan Alda The Four Seasons) en í hljómleika- sal. Óljóst er um fæðingarár Ant- onio Vivaldi, sem og margt ann- að í ævi hans, en prestur var hann í Feneyjum. Frekar mun þó að telja hann til embætt- ismanna kirkjunnar en boðenda orðsins, en hann var tónlistar- kennari í klausturskóla fyrir munaðarlausar og aðrar illa stæðar stúlkur. Samdi Vivaldi firn af tónlist, þá m.a. með kennslu þessara stúlkna í huga. Er jafnvel talið að konsertar hans telji á 8. hundrað, oft með fiðlu sem einleikshljóðfæri, en hann var snjall fiðluleikari sjálf- ur. Auk þess mun hann hafa sam- ið á 4. tug ópera, sem og kirkju- tónlist hvers konar. I hverri viku efndu Vivaldi og stúlknahljómsveit hans til tón- leika, en að því víkur Victor Borge í bók sinni „My Favourite Comedies in Music": „ ... og brátt streymdu allir piparsveinar Feneyja að, til að hlýða á. Sumum hverjum var þó ekkert sérlega um tónlist gefið, en þótti því skemmtilegra að komast að tjaldabaki að tónleik- um loknum og skoða hljóðfær- in.“ Sagan segir að Vivaldi hafi verið sviptur kjól sínum er upp komst að hann hafði ekki sungið messu í 25 ár. Hann hvarf þá til Vínar, en lést þar eftir skamma Antonio Vivaldi dvöl í sárri fátækt sumarið 1741. „Árstíðirnar fjórar" eru hluti stærra verks, sem telur 12 kon- serta. Var það verk fyrst gefið út í Feneyjum 1725, en féll eftir daga Vivaldi í algera gleymsku í rúmar tvær aldir. „Árstíðirnar" voru fyrst hljóðritaðar 1948, þá í breyttri mynd, af Bernardo Mol- inari, en sú útgáfa mun fremst hafa sögulegt gildi. Síðan þá mun verkið hafa verið gefið út á hljómplötu allt að 60 sinnum hér á Vesturlöndum og má þannig marka vinsældir þess. Vinsælt mun hafa verið meðal samtíðarmanna Vivaldi, hvort sem þeir tjáðu hug sinn með orð- um, litum eða tónum, að fjalla um árstíðirnar fjórar. Vivaldi skrifaði til skýringar verki sínu fjórar sonnettur, sem hann birti samtímis tónverkinu. Hvort það var nauðsynlegt er þó álitamál, þar sem verkið er skýrt fram sett og líkingarnar augljósar. Andstæðurnar eru oft harkaleg- ar, t.d. í vorkaflanum er þrumu- veður feykir burt fuglasöngnum, en er það er liðið hjá lýkur kafl- anum á dansi hjarðsveina og skógardísa í vorskrúðinu. Sama máli gegnir um vetrarkaflann er hægur taktur regndropanna leysir af ákaft tannaglamrið. Flutningur verksins undir stjórn Iona Brown einkennist af nákvæmni og festu, þar sem lop- inn er ekki teygður að geðþótta flytjenda, s.s. oft vill verða er flutt eru vinsæl verk, þá í þeim tilgangi að ná sérstöðu í túlkun viðkomandi verks. Hér er slíks ekki þörf. Tónlistin er látin hefj- ast af sjálfri sér, í krafti eigin uppbyggingar. Líkingarnar eru dregnar án nokkurrar við- kvæmni í skörpum dráttum sem hæfir þessu eina fremsta verki barokktímans vel. Academy of St. Martin-in- the-Fields hefir áður hljóðritað þetta verk, þá undir stjórn stofn- anda síns, Neville Marriner, ásamt Alan Loveday (Argo ZRG654) en ekki mun nánar vik- ið að þeirri útgáfu hér. Lona Brown tók við stjórn ASMF af Marriner 1975 og hefir heppnast vel að halda uppi hróðri flokks- ins, enda þótt samkeppnin sé e.t.v. harðari nú en áður og má í því sambandi nefna tvær aðrar Konráð S. Konráðsson er fsddur á Akureyri. Lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum á Akureyri 1972. Stundaði samhliða grunn- og menntaskólanámi nám við Tónlistarskóla Akureyr- ar undir handleiðslu Jak- obs Tryggvasonar orgelleik- ara. Lauk embættisprófi í Isknisfræði frá Háskóla ís- lands 1979 og hefir verið við framhaldsnám í Isknis- frsði í Svíþjóð síðan 1981. úrvalssveitir, Academy of Anci- ent Music undir stjórn Christo- pher Hogwood og The English Concert, stjórnandi Trevor Pinn- ock, sem raunar hefir nýverið gefið út hjá Archiv Árstíðimar (Archiv 2547 012). Hljóðritun Philips er sem oft áður einkar góð. Hljómmyndin er nálæg og skýr og nýtur sín sérlega vel, þar sem um er að ræða strengjasveit af takmark- aðri stærð. Það er svo álitamál hvort einleiksfiðlan sker sig ekki óþarflega úr á köflum. í mínu eintaki voru því miður leiðir brestir, sem sennilega má rekja til ágalla í pressun. Hljómplöt- unni fylgir örk með fjórum sonn- ettum Vivaldi, ásamt tóndæm- um úr einstökum þáttum verks- ins. Höfuðmarkmið skógrsktar á íslandi eru gróður- og jarðvegsvernd. Um það efni fjallar fyrri hluti þingbréfs í dag, í tilefni stjórnarfrumvarps um skógrskt. Meðfylgjandi mynd sýnir vsnlegustu svsðin til skógrsktar á landinu. Síðari hluti þingbréfs fjallar um slysavarnir í umferð, en 25 einstaklingar hafa látið hTið að meðaltali á ári hverju undanfarið, og forgöngu Salome Þorkelsdóttur, forseta efri deildar, um þingmál er slíkar vamir varðar. í fyrirspurn sinni ræðir Salome um þann háa toll í varanlegum meiðslum og mannslífum sem um- ferðin taki ár hvert. Hún bendir jafnframt á það að slysin kosti samfélagið fjármuni og slysavarn- ir hafi mikilvæga þýðingu, bæði fyrir heill og hamingju einstakl- inganna og einnig í beinhörðum fjármunum. Hún vitnaði til erind- is Davíðs Gunnarssonar, forstjóra ríkisspítalanna, um þetta efni, en þar hafi m.a. komið fram tvö mik- ilsverð fjármáladæmi: • Kostnaður við slys, þar sem við- komandi einstaklingur verður var- anlega fatlaður, samsvarar í sam- félagskostaði verði góðs einbýlis- húss. • Umferðarslys kostuðu íslenzka þjóðfélagið á einu ári, sem erindi forstjórans tíundaði, 440 m.kr., eða álíka mikið og það kostaði að reka Landspítalann. Afleiðingar slysa verða ekki ein- vörðungu mældar í peningum, sagði Salome Þorkelsdóttir, en það er hyggilegra, einnig fjármuna- lega, að verja nokkrum tilkostnaði í slysavarnir en þurfa að kosta ÞINGBRÉF eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON enn meiru til eftir á, ofan á þann sársauka allan og persónulegan vanda margskonar, er slysunum fylgir. Jón Helgason, dómsmálaráð- herra, svaraði fyrirspurnum Sal- ome, hvern veg rannsókn umferð- arslysa hér á landi væri háttað og hvort til stæði að skipa sérstaka umferðarslysanefnd, er annist rannsóknir umferðarslysa, sam- anber 84. grein umferðarlaga. Það kom fram í máli ráðherra að 18 einstaklingar hafi látið lífið í umferðarslysum 1983 en 25 að meðaltali árin á undan. Slasaðir vóru 613 en 687 að meðaltali árin á undan. Skýringuna á fækkun um- ferðarslysa 1983, miðað við næstu ár á undan, taldi ráðherra hugs- anlega tengjast aðhaldi sem til staðar hafi verið í fræðslu og fjöl- miðlun á norrænu umferðarörygg- isári. Ráðherra sagði umferðarráð hafa staðið að úrvinnslu upplýs- inga um umferðarslys, sem lög- regla hafi gert skýrslur um. Ráðið hafi haft hug á því að vinna frek- ari skýrslur um umferðarslys, orsakir þeirra, eðli og afleiðingar, en fjárveitingar til starfsemi þess hafi ekki leyft slíkt. Athuganir af því tagi kosta fjármuni og sérhæft starfslið, en eðlilegt sé að slík starfsemi fari fram undir umsjá Umferðarráðs. „Af þeirri ástæðu verður naumast talið rétt að stofna til sérstakrar nefndar eða stofnunar á þessu sviði...“ sagði ráðherra. Salome Þorkelsdóttir þakkaði svör ráðherra. Taldi hún gott starf unnið á vegum Umferðarráðs varðandi rannsóknir slysa, svo langt sem það nái. En það sem ég er að tala um, sagði hún, er að skipuð verði sérstök nefnd sem fjalli um alvarleg slys, á sama hátt og sjóslysanefnd kannar orsakir sjóslysa. Við erum þátt- takendur í fjölþjóðlegu samstarfi um rannsóknir á flugslysum. Nefnd af sömu gerð og sjóslysa- nefnd þarf að vera til staðar á vettvangi umferðarslysa á vegum og hún má gjarnan vera innan starfsramma Umferðarráðs. Varnaðarorð Salome Þorkels- dóttur eiga fullan rétt á sér. Það er áreiðanlega hægt að fækka um- ferðarslysum, stórum og smáum, með fyrirbyggjandi aðgerðum. Framtak hennar í þessum mála- flokki á Alþingi er lofsvert, hefur þegar skilað nokkrum árangri og á vonandi eftir að bera enn ríkulegri ávöxt, helzt fyrr en síðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.