Morgunblaðið - 23.04.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.04.1983, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1983 Tókst ekki að tengja Soyuz 8 Bresku rfkisarfarnir, Karl og Díana, voru í ferð um Ástralíu og Nýja Sjáland fyrir skömmu. Á meðfylgjandi mynd heilsar Díana ungri Maorastúlku af hefðbundnum sið Maora, með því að nudda saman nefjum. Heitir fyrirbærið „hongi“ og þannig heilsa Maorar virðingarverðu fólki. Ai’ mynd. Kosið í Portúgal á mánudag: Búist er við stórsigri Jafnaðarmannaflokksins Lissabon, Portúgal. 22. apríl. AP. ÞINGKOSNINGAR fara fram í Portúgal á mánudaginn, nákvæmlega níu árum eftir að valdarán hersins leysti landið undan einræðinu og kom á lýðræði. Þetta verða fjórðu kosningarnar síðan og er búist við því að jafnað- armannaflokkur Mario Soares komist aftur til valda eftir 5 ár í stjórnar- andstöðu. Moskvu, 22. apríl. AP. SOVÉZKU geimfararnir þrír um borð í geimfarinu Soyuz-8, sem ekki tókst að tengja við geimstöðina Saly- ut-7 á fimmtudag, komu til jarðar í dag. Samkvæmt frásögn sovézku fréttastofunnar TASS heilsaðist geimförunum vel eftir mjúka lend- ingu á fyrirhuguðu svæði, sem var um 2.900 km fyrir suðaustan Moskvu. Fjölmiðlar í Sovétríkjunum skýrðu ekki frá því fyrr en á föstu- dagsmorgun, að áhöfn Soyuz-8 hefði mistekizt að tengja far sitt við Salyut-7, eins og áformað var. Vestrænir vísindamenn, sem fylgdust með geimferðinni, hafa sagt, að Soyuz-8 hafi verið í aðeins Minnkandi atvinnuleysi Briisscl, Bclgíu, 22. sprfl. AP. ATVINNULEYSI í löndum Efnahagsbandalags Evrópu rainnkaði í 10,7% í mars frá 10,9% í febrúar. 12,1 milljón raanna voru atvinnulausar í mánuðinum miðað við 12,4 milljónir í febrúar. í skýrslu sem EBE sendi frá sér í gær kom hins vegar fram, að þetta stafaði ekki af upp- sveiflu í efnahagsmálum, heldur einungis vegna þess að með vor- inu fá margir vinnu við útistörf sem liggja niðri vetrarmánuðina. Á hinn bóginn virðist sem atvinnuleysi ungs fólks hafi rén- að örlítið. Til dæmis voru 38,9% atvinnulausra í nóvember 25 ára eða yngri. f mars hafði talan hins vegar lækkað, þá voru 36% at- vinnulausra á umræddum aldri. fárra metra fjarlægð frá geim- stöðinni um miðjan dag á fimmtu- dag. Veður víöa um heim Akureyri +4 skafr. Ameterdam 15 heióskfrt Aþeoa 24 skýjaó Barcelona 17 skýjaó B—iL- Mrnn 15 skýjaó Brflesel 13 heíóskfrt CMcago 16 skýjaó Dublin 10 rigning Feneyjar 20 skýjaó Frankfurt 21 skýjaó Genf 17 rigning rwwnHi 10 heióskfrt Hong Kong 28 heióskfrt Jófwnnesarborg 24 heióskfrt Kairó 27 heióskfrt Kaupmannahöfn 15 heióskfrt Laa Palmas 19 skýjaó Lrssabon 16 rigning London 13 skýjað Los Angeles 21 heióskfrt Madrid 13 rigning Malaga 16 skýjaó Mallorca 18 skýjaó Mexíkóborg 29 skýjaó Miami 26 heiðskfrt Moskva 16 skýjaó Nýja Delhí 32 heióskfrt New York 15 heiðskfrt Ósló 8 skýjaó Parfs 14 skýjaó Perth 16 heióskfrt Reykjavfk -2 léttskýjaó Rio de Janeiro 30 skýjað Rómaborg 23 skýjaó San Francisco 16 skýjað Stokkhólmur 15 skýjaó Sydney 22 heióskfrt Tókýó 15 rigning 7,2 milljónir manna eru á kjör- skrá i Portúgal og er kosið um 250 þingsæti. Kjósendur geta valið á milli 13 stjórnmálaflokka og tveggja bandalaga, en kosninga- baráttan hefur eigi að síður verið »lítt spennandi" síðustu þrjár vik- urnar. Ástæðan að gengið verður til kosninga í Portúgal er sú, að for- seti landsins, Antonio Ramalho Eanes, leysti upp þriggja flokka samsteypustjórn sósíaldemókrata, kristilegra demókrata og kon- ungssinna. Flokkadrættir og inn- byrðisátök flokkanna höfðu m.a. í för með sér að forsætisráðherr- ann, Francisco Pinto Balseamo, og varnarmálaráðherrann, Diogo Freitas, sögðu^ af sér embætti vegna ósamstöðu stjórnarinnar. Eanes neitaði flokkunum um um- boð til að stofna nýja stjórn, sem hefði verið fjórða stjórn flokkanna á þremur árum. Stjórnin leystist upp 18 mánuðum áður en hún hafði látið af störfum samkvæmt þeim tíma sem hún var kjörin til að starfa, 4 ár. Skoðanakannanir hafa verið bannaðar meðan á kosningabar- áttunni hefur staðið, en kannanir sem gerðar voru rétt áður, bentu eindregið til þess að flokkur Soar- esar myndi fá uppreisn æru. Sam- kvæmt könnunum myndi hann fá allt að 38 prósent atkvæða- magnsins og fari svo, verður flokkurinn aftur á ný stærsti stjórnmálaflokkur landsins. Á síð- ustu þingkosningunum árið 1980, er flokkurinn missti stjórnar- taumana, hlaut hann aðeins 27,7 prósent atkvæða. Þá fengu núver- andi stjórnarflokkar samtals 47,2 prósent atkvæða, en sömu skoð- anakannanir og áður var getið benda til þess að flokkarnir fái nú aðeins 42,5 prósent og kannski enn minna. Ekki er búist við því að talningu atkvæða verði að fullu lokið fyrr en 5. maí, en línurnar verða skýrar miklu fyrr. Var blýeitrun ástæðan fyrir hruni Rómaríkis? eftir Adrian Berry Eins og alkunna er voni aðals- mennirnir í hinni fornu Róm mjög iðnir við að byrla hver öðrum eitur en það er þó ekki fyrr en á síðustu árum sem fræðimenn hafa fundið út hve ofboðslega duglegir þeir voru að eitra fyrir sjálfum sér með „blý- neyslu“, sem var langt fyrir ofan hættumörk nú á tímum. Nú telja sumir, að stórkostleg blýeitrun meðal rómversku hástétt- anna hafi átt sinn þátt ( hruni Rómaveldis. I skemmtilegri grein í marshefti „Læknatfmarits Nýja Englands" dregur dr. Kerome O. Nriagu, sem starfar við kanadísku vatnsfræðistofnunina, saman at- huganir manna á þessu efni og kemst að ýmsum forvitnilegum niðurstöðum. Þrælar leiddir á blóðvöllinn í rómversku hringleikahúsi. Bættu vínið með blýi Rómverjar voru miklir vfnsvelgir og þeir blönduðu jafnan vínið með vínberjasírópi, sem hafði verið soð- ið og látið krauma f blýpottum eða blýkötlum. Columella, rómverskur fagurkeri og unnandi lífsins lysti- semda, sem uppi var á fyrstu öld eftir Krist, segir að vínberjasírópið hafi verið notað til að gefa víninu lit, til að gera það sætt og til að það geymdist betur. Hann heldur áfram að lýsa þessu banvæna seyði og seg- ir, að sírópið verði að sjóða í kop- arkötlum, sem fóðraðir eru með blýi. „Ef þeir eru fóðraðir með lát- úni eða bronsi, kemst spanskgræna í sfrópið og gefur þvf ákaflega ógeðfellt bragð." Þetta bragðgóða en stórhættu- lega síróp hefur innihaldið 240—1.000 milligrömm af blýi í hverjum lítra og dr. Nriagu telur, að aðeins ein teskeið af þessari mixtúru hafi verið nóg til að valda varanlegri blýeitrun. Grimmdar- æði og gigt Ein algengasta afleiðing blýeitr- unar er liðagigt, sem stafar af rangri starfsemi nýrnanna. Sársaukafullur sjúkdómur, sem þjáði ekki bara Rómverja heldur einnig breska aðalinn á 18. öld, en hann tók sér Columella til fyrir- myndar við vfngerðina. Gigtarkvalirnar geta valdið ofsabræði hjá sjúklingunum og alls konar undarlegri hegðun. Bresku aðalsmennirnir fyrir 200 árum voru þó hinir mestu meinleysingjar f samanburði við kollega sfna f Róm. Þeir höfðu ekki þrælana til að lemja og aðeins f einstaka málum höfðu þeir vald til að dæma menn til dauða. Ekkert fer þó á milli mála um grimmilega duttlungasemi þeirra, en þeir gátu bara ekki sval- að henni með borgarbrennum eða með því að fara með her manns á hendur landsstjórninni. Með þetta í huga er ekki ólíklegt, að manndrápin og grimmdaræðið. sem einkenndi svo mjög rómverska heimsveldið, hafi stafað af gigt og af þeirri skertu heilastarfsemi, sem einnig fylgir blýeitruninni. Tilgangslaus slátrun f sögu Rómar eru fleiri dæmi en svo um tilgangslausa slátrun, að unnt sé að skella skollaeyrum við þessari kenningu. Hershöfðingjarn- ir Marius og Sulla, sem komu af stað borgarastyrjöld af geðvonsk- unni einni saman og gagnkvæmu hatri, skiptust t.d. á um að leggja undir sig Rómaborg og f hvert sinn reyndu þeir að drepa hvern einasta mann, sem þeir náðu til án þess nokkur sýnileg ástæða væri fyrir því. Marcus Antonius, sem var ann- álaður drykkjurútur, krafðist þess eftir morðið á Caesar, að hálft öld- ungaráðið yrði drepið þótt hann vissi ofur vel, að langflestir öld- ungaráðsmanna væru saklausir. Tiberius keisari var nokkuð sér á parti. Rómalýður sneri út úr nafni hans og kallaði hann „Biberius" en það þýðir bara róni. Hann drakk á sama hátt og hann drap — með ein- stakri nautn og vandfýsi. I nfðvísu frá hans dögum segir meira að segja, að hann hafi stundum stillt drykkjunni í hóf til þess eins að geta einbeitt sér betur að morðun- um. Þannig gekk það fyrir sig. Hver keisarinn á fætur öðrum og hver aðalræðismaðurinn á fætur öðrum baðaði í sér nýrun og heilann f blýi en heimsbyggðina í blóði. Keisaralegar heilaskemmdir Það er einmitt tilgangsleysið á bak við öll glæpaverkin, sem bendir helst til heilaskemmda af völdum blýs. Hvaða önnur skýring getur verið á æðisköstum Caligula, sem óskaði þess, að allir rómverskir hausar væru komnir á einn háls svo hann gæti sneitt hann í sundur? Það sama á við um brennuvarginn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.