Morgunblaðið - 27.05.1982, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.05.1982, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MAÍ1982 Frá blaöamannafundi Bílgreinasambandsins. Taldir frafvinstri: Hafsteinn Vilhelmsson framkvæmdastjóri FÍB, Þórir Jensen varaform. Bílgr.samb., Olafur Walther Stefánsson skrifstofust. Dómsmálaráð. og Jónas Þór Steinarsson framkvæmdastj. Bílgreinasamb. Hjólbarðadagur 2. júní „HJOLBARÐADAGURINN“ veröur haldinn miövikudaginn 2. júní og þann dag fer fram hjólbaröakönnun um land allt. Starfsmenn hjólbarðaverkstæöa munu framkvæma könnun- ina. í Reykjavík fer hún þannig fram, að stöðvaðir veröa bílar í umferð af iögreglu og síðan verða hjólbaröarnir skoðaðir af hjólbarðaviðgerðarmönnum. Kinnig verður til staðar bifreiða- eftirlitsmaður. Hópar manna verða við þessar skoðanir í Reykjavík, og ennfremur verða skoðaðir bílar á bílastæðum víðsvegar um borgina. Uti á landi verður framkvæmdin nokk- uð háð aöstæðum á hverjum stað. Gert er ráð fyrir að bílar verði annaðhvort stöðvaðir eða skoöaöir þar sem þeir eru á bílastæðum eða annars staðar, þannig að út á landi verða skoðaðir 50—200 bílar á hverjum stað eftir atvikum. Útbúið hefur verið sérstakt eyðublað sem útfyllist af skoðun- armönnum. Eyðublaðið er jafn- framt happadrættismiði og eru nýir hjólbarðar í vinning. Bíleig- andinn fær númerað afrit af eyðu- blaðinu, en aftan á því eru ýmsar leiðbeiningar um notkun hjól- barða. Bílgreinasambandið gengst fyrir þessum hjólbarðadegi í sam- ráði við Bifreiðaeftirlit ríkisins, Dómsmálaráðuneytið, Félag ísl. bifreiðaeigenda, lögreglu og Um- ferðarráð. Hugmyndin með hon- um og þessari könnun er að vekja athygli á hversu mikill öryggis- þáttur ástand hjólbarða sé í akstri, hversu miklu máli skiptir að þeir séu í lagi og meðferð þeirra sé þannig að þeir komi að sem mestum notum. Það er von þeirra aðila sem að þessum degi standa, að hann verði upphafið að bættri hjólbarða-menningu og meiri fræðslu, bæði til almennings og þeirra sem vinna í þessari grein. Eftir að könnuninni lýkur verða niðurstöður kynntar í fjölmiðlum. Er hugmyndin að með þeim ábendingum sem úr könnuninni fást verði hægt að stuðla að bættu umferðaröryggi. „Standard” lengdir eða sérlengdir, allt eftir óskum kaupandans. Að auki þakpappi, pappasaumur, þaksaumur, kjöljárn, rennu- bönd og rennur. B.B. BYGGINGAVÖRUR HF SUÐURLANDSBRAUT 4. SÍMI 33331. Kosningaúrslit í yfirliti Morgunblaðsins um úrslit sveitarstjórnar- kosninganna á laugardaginn féllu á nokkrum stöðum niður nöfn þeirra, sem kosnir voru. Kópavogur Bæjarfulltrúar í Kópavogi þetta kjörtímabil eru eftirtaldir: Af A-lista Alþýðuflokks: Guð- mundur Oddsson og Rannveig Guðmundsdóttir. Af B-lista Framsóknarflokks: Skúli Sigur- grímsson og Ragnar Snorri Magnússon. Af D-lista Sjálf- stæðisflokks: Richard Björgvins- son, Bragi Michaelsson, Ásthild- ur Pétursdóttir, Guðni Stefáns- son og Arnór Pétursson. Af G-lista Alþýðubandalags: Björn Ólafsson og Heiðrún Sverris- dóttir. Sauðárkrókur Á Sauðárkróki voru eftirtalin kjörin til setu í bæjarstjórn næstu fjögur árin: Af B-lista Framsóknarflokks: Magnús Sig- urjónsson, Sighvatur Torfason, og Björn Magnús Björgvinsson, Pétur Pétursson. Af D-lista Sjálfstæðisflokks: Þorbjörn Árnason, Aðalheiður Arnórs- dóttir og Jón Ásbergsson. Af G-lista Alþýðubandalags: Stefán Guðmundsson. Af K-lista óháðra: Hörður Ingimarsson. Selfoss Bæjarfulltrúar á Selfossi eru nú: Af A-lista Steingrímur Ingv- arsson. Af B-lista: Ingvi Eben- hardsson, Hafsteinn Þorvalds- son og Guðmundur Kr. Jónsson. Af D-lista: Óli Þ. Guðbjartsson, Guðmundur Sigurðsson, Ólafur Helgi Kjartansson og Guðfinna Ólafsdóttir. Af G-lista: Sigurjón Erlingsson. I-listinn fékk 201 atkvæði, ógild- ir seðlar voru 18 og 6 auðir. í hreppsnefnd sitja nú fyrir H-listann: Finnbogi Björnsson, Sigurður Ingvarsson og Ingi- mundur Guðnason. Fyrir I-list- ann: Eiríkur Sigurðsson og Viggó Benediktsson. Kjörfundi lauk á laugardags- kvöld kl. 23 og um miðnætti hófst talning fyrir opnu húsi og var hún nokkuð söguleg. í upp- hafi tók I-listinn góða forystu sem hann hélt framanaf og var það ekki fyrr en um eða uppúr miðri talningu að leikar fóru að jafnast. I lokin var svo enda- spretturinn H-listans og þar með meirihluti í hreppsnefnd í höfn. I kosningunum 1978 var talningin miklu jafnari en þá sigraði I-listinn með svipuðum atkvæðamun og H-listinn nú. Arnór. Ólafsvík Til sveitarstjórnar á Ólafsvík voru kjörnir sjö fulltrúar, en ekki fimm eins og sagði í Morg- unblaðinu. Kosningu hlutu tveir fulltrúar af D-lista, þrír full- trúar af H-lista almennra borg- ara og tveir fulltrúar af L-lista lýðræðissinna. Kosningu hlutu Kristófer Þorleifsson og Helgi Kristjáns- son af D-lista, Stefán Jóhann Sigurðsson, Gylfi Magnússon og Sigríður Þóra Eggertsdóttir af H-lista og Jenný Guðmundsdótt- ir og Kristján Pálsson af L-lista. Að þessu sinni var sveitar- stjórnarfulltrúum í Ólafsvík fjölgað úr 5 í 7 og við það missti PresLshjónin, sr. Gudmundur og frú Steinvör, mættu snemma á kjör- stað í Garðinum. Hér eru þau fyrir utan barnaskólann ásamt Sigurjóni Kristinssyni. Ljósm. Arnór. Seltjarnarnes Eftirtaldir voru kjörnir í bæj- arstjórn á Seltjarnarnesi til næstu fjögurra ára: Af B-lista: Guðmundur Einarsson. Af D-lista: Sigurgeir Sigurðsson, Magnús Erlendsson, Júlíus Sól- nes, Guðmar E. Magnússon og Ásgeir S. Ásgeirsson. Af G-lista: Guðrún K. Þorbergsdóttir. Garður Garði, 25. maí. Gífurleg kosningaþátttaka var í hreppsnefndarkosningunum á laugardaginn. Á kjörskrá voru 586 manns og kusu á kjörfundi 518 en 41 í utankjörstaðarat- kvæðagreiðslunni. Eru þetta 95,4% og hefir kjörsókn ekki verið neitt nálægt þessu i undan- förnum kosningum enda er þetta mesta kjörsókn yfir landið í þorpum af svipaðri stærð. H-listinn, listi sjálfstæð- ismanna og annarra frjáls- lyndra, hlaut 285 atkvæði og 3 menn kjörna en I-listinn, listi óháðra borgara, 263 atkvæði og 2 menn kjörna. Tíu seðlar voru auðir og einn ógildur. I-listinn hafði meirihluta í hregpsnefnd á siðasta kjörtímabili. í kosning- um til sýslunefndar fékk Þor- steinn Einarsson 326 atkvæði en hann var í kjöri fyrir H-listann. H-listinn meirihluta þann, sem hann hefur haft í 8 ár. Þá bætt- ist nú einn framboðslisti við, það er L-listinn. í sýslunefnd var kjörinn Ólafur Kristjánsson af D-lista. Þá samþykkti mikill meirihluti kjósenda að sótt skyldi um kaupstaðarréttindi til handa Ólafsvík. Súðavík Enginn listi kom fram við sveitarstjórnarkosningarnar á Súðavík og var því óhlutbundin kosning. Flest atkvæði og kjör í sveitarstjórn hlutu: Sveinn Kjartansson, Auðunn Karlsson, Jónína Hansdóttir, Guðmunda Matthíasdóttir og Heiðar Guð- mundsson. Stöðvarfjörður Á Stöðvarfirði fór fram óhlutbundin kosning á laugar- daginn og voru fimm menn kjörnir til hreppsnefndar. Þeir eru: Hafþór Guðmundsson kenn- ari, Bryndís Þórhallsdóttir verkakona, Ingibjörg Björg- vinsdóttir húsmóðir, Bjarni Gíslason bifvélavirki og Bjarni Kristjánsson símstöðvarstjóri. Alls kusu 169, sem er um 82% kosningaþátttaka en um 350 manns búa á Stöðvarfirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.