Morgunblaðið - 24.12.1981, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.12.1981, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1981 55 félk í fréttum © Jól í Hvíta húsinu + Nancy Reagan bregður sér úr skónum og upp á stól og hjálpar við að skreyta jólatréð í Hvíta húsinu. Nastassja + „I þessu hlutverki lék ég unga stúlku sem er í senn saklaus og gáfuð og hefur gert það upp við sig að lifa lífinu. Það er einmitt þetta sem laðar mig að þessu hlutverki. Kannski ég þekki sjálfa mig í því.“ Svo segir leikkonan Nastassja Kinski, sem kunnust er af leik sín- um í frægri mynd Polanskis, Tess. Roman Polanski gerði þá mynd eftir sögu Hardys og tileinkaði hana konu sinni, Sharon Tate, sem Manson-lýðurinn myrti á sínum tíma. Nastassja er nú tvítug að árum en hefur þegar leikið í sjö kvikmyndum og átt mörg ástar- ævintýrin, og í tilvitnuninni að ofan talar stúlkah um nýtt hlut- verk í mynd sem heitir Exposed. Þar leikur Nastassja unga sveita- stúlku sem ætlar sér að verða tískusýningarstúlka. Nastassja hefur átt í hugarangri í seinni tíð (að eigin sögn). „Mér fannst hreint og beint eins og kvikmyndaiðnað- urinn væri að leggja líf mitt í rúst,“ segir hún. „En núna er ég orðin hagvön í leiknum og ég skil orðið að til þess að verða góð leikkona, þá verður maður að kynnast lífinu fyrst,“ segir hin tvítuga Nastassja Kinski. Lítil viðhöfn + Loksins er portrettið af Richard M. Nixon komið í portrettsafn Hvíta hússins af forsetum Banda- ríkjanna. Sjö ár eru nú liðin frá því að Nixon sagði af sér og það var engin lúðrablástur þegar verkið var afhjúpað í Hvíta húsinu fyrir skömmu. Athöfnin var svo viðhafnarlaus sem mest mátti og þó það væri gefin út tilkynning um afhjúpunina, þá var hún send fréttastofum, svo seint að fréttin náði ekki í kvöldfréttir daginn sem myndin var afhjúpuð og held- ur ekki í fréttir morgunblaðanna. Menn veittu þessu eftirtekt. Þá var líka komið fyrir i Hvíta hús- inu portretti af Pat, konu Nixons. Sú mynd var reyndar komin í geymslu þar fyrir all löngu, en Pat gerði þá kröfu að hún yrði ekki hengd upp, fyrr en málverkið af Portrettið af Nixon eiginmanni hennar hefði verið hengt upp. Og nú eru þau semsé bæði komin uppá vegg í Hvíta húsinu ... Jackson kveður + Lúxusferð í viku til Jamaica, tveggja vikna dvöl á Hawaii og splunkunýr Cadillac-dreki. Með þessum gjöfum og fleirum var Maynard Jackson leystur úr embætti borgarstjóra Atl- anta fyrir skömmu, en sem kunnugt er hefur Andrew Young, fyrrum sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, verið kjörinn í það embætti. Jackson hefur þegar gegnt embættinu tvö kjörtíma- bil og Iengur má enginn vera borgarstjóri í þessu ríki I senn og Jackson varð að gera sér að góðu að hætta. Átján hundruð dyggir stuðningsmenn héldu honum mikið kveðjuhóf og leystu hann semsé út með gjöf- um og Jackson gat ekki tára bundist og þurfti að bregða upp vasaklút til að þerra hvarma sína. En hinn nýkjörni borgarstjóri, Andrew Young, hafði þetta að segja um forvera sinn: „Ég býst ekki við að nokkur eigi eftir að feta í þín fótspor, og það á ábyggilega enginn eftir að fara í fötin þín.“ (En Jackson þykir geysi- stór og þar eftir feitur...) Boomerang + Barnaby Ruhe, einn af lands- liðsmönnum bandaríska búmmer- angliðsins, lokar þarna augunum en tekst samt að halda brosinu, þegar hann sýndi ásamt félögum sínum hvernig það á að kljúfa epli með „boomerang“-spaðanum. Þeir kappar voru við æfingar vegna fyrirhugaðar landskeppni við Ástralíumenn í „boomerang" í Sydney-borg fyrir skömmu. „Boomerang" er óþekkt íþrótt hérlendis og er víst mjög sér- kennileg íþrótt og skal ekki frekar fjalla um það hér ... Jólatrésskemmtun Læknafélags Reykjavíkur og Lyjfa- fræðingafélags íslands verður haldin í Domus Medica þriðjudaginn 29. desember kl. 15.00 til 18.00. Miðasala við innganginn. Jólasveinarnir. Við ósJcurrr%fc viðskiptavinumj okkar 'jledilegrajóla ogfarsæls komandi árs með þökk fyrir ánægjuleg viðskipti á liðnum árum. V ■ ■ húsgögn, Langholtsvegi 111 ttudKk Við óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla ogfarsæls komandi árs með þakklæti fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða. Veitingasalurinn verður opinn um hátíðarnar sem hér segir: aðfangadagur opið til kl. 14.30 jóladagur lokaö annar jóladagur opnað kl. 18.00 gamlársdagur opið til kl. 14.30 nýársdagur opnað kl. 18.00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.