Morgunblaðið - 18.11.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.11.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1980 17 Bjarni Þór Jónsson bæjarstjóri Kópavogs BÆJARSTJÓRN Kópavogs rcði á föstudajíinn Bjarna Þór Jónsson, bæjarritara. til að Rcgna störfum bæjarstjóra út kjörtímabilió. Illaut Bjarni ÍHir átta atkvæði, en þrír seðlar voru auðir. Bjarni Þór Jónsson varð lögfræðingur frá Háskóla ís- lands 1974 og var ráðinn bæjarstjóri í Siglufirði í júlí það ár. Hann gegndi þeim starfa til júlíloka í fyrra, að hann var ráðinn bæjarritari í Kópavogi. Eiginkona Bjarna Þórs er Margrét Sigríður Jörgensen og eiga þau tvö börn. Bjarni Þór Jónsson Hörður Vilhjálmsson, fjármálastjóri RUV: Má búast við því að verkfall leikara valdi ófyrirsjáanlegum erfiðleikum „ÞEGAR formaður Félags ís- lenzkra lcikara nefnir þá kröfu cina i fjölmiðium. að einungis sé farið fram á 600 minútna frum- flutninK islenzks leikefnis þykir mér málflutningurinn einkenni- legur,“ sagði Hörður Vilhjálms- son fjármálastjóri Rikisútvarps- ins i samtali við Mbl. um verkfali leikara. „Hann nefnir ekki, að þeir fara fram á að einn fjórði hluti af öllu leiknu efni, sem flutt er í sjón- varpinu, þar með taldar kvik- myndir, verði innlent efni, gamalt og nýtt. Þetta þýðir það, að ekki er verið að tala um 600 mínútur, heldur 18 til 20 þúsund mínútur af íslenzku efni. Auk þessa hefur verið tekizt á um kröfur um, að teknir verði um 10 einsöngsþættir með óperu- söngvurum auk einnar óperu og 10 uppfærslum listdansara: Meginástæða fyrir því að við viijum ekki ganga að þessum kröfum er sú, að við viljum ekki fara inn á þá braut að semja við einstök félög eða binda megin- hluta dagskrárinnar þannig. Við teljum okkur heldur ekki hafa heimild til þess. Við höfum hins vegar lýst vilja okkar til að semja um alla þætti kröfugerðar Félags íslen’zkra leikara, aðra en þá, sem fjallar um magnákvæði. Það má búast við því að þetta valdi ófyrirsjáanlegum erfiðleik- um, en ég vona að menn sjái að sér og um þessi mál semjist. Þáttur innlendra leikinna þátta hefur alltaf verið talsverður í Ríkisút- varpinu og það er fullur vilji fyrir því að svo verði áfram, en erfið fjárhagsstaða ræður auðvitað miklu um það.“ Hvað með áramótaskaupið? „Ég býst við því, að reynt verði að flytja áramótaskaupið eins og verið hefur, þrátt fyrir þessi vandamál." IJósm. Mhl.: Sigurgoir Margeir Pétursson virðir fyrir sér stöðuna hjá Jóni L. Árnasyni í einni umferð helgarskákmótsins í Vestmannaeyjum um helgina. Margeir teflir á Ólympíuskákmótinu „VEGNA þess að stjórn Skáksambands íslands hefur ekki fengið varamann í minn stað i Ólympiusvcitina. sé ég mér ekki annað fært en að verða við tilmælum ýmissa aðila, þar á meðal Taflfélags Reykjavíkur. sem ég er féiagi í, um að tefla i Ólympíuskákmótinu á Möltu.“ sagði Margeir Pétursson. alþjéið- legur skákmeistari. í samtali við Mbl. í gær. „Það væri ófært, ef íslenzka sveitin yrði, vegna vanrækslu skáksambandsstjórnarinnar, að- eins skipuð fimm mönnum," sagði Margeir. „Hitt er svo annað mál, að það var ekki fyrr en nú um helgina, að ég frétti, að stjórnin myndi ekki fá mann í minn stað, þannig að fyrirvari er stuttur og undirbúningur af minni hálfu af skornum skammti. Auðvitað breytir þessi ákvörðun mín í engu afstöðu minni til vinnubragða stjórnar Skáksambandsins í þessu máli, enda hefur staðan ekkert breytzt frá því ég sendi henni bréf mitt fyrir þremur mánuðum síðan." íslenzka karlasveitin á Möltu verður þá þannig skipuð: Friðrik Ólafsson, Helgi Ólafsson, Jón L. Arnason og Margeir Pétursson. Varamenn verða Jóhann Hjart- arson og Ingi R. Jóhannsson, sem jafnframt verður liðsstjóri. 40 ára afmælis Akur- eyrarkirkju minnst með hátíðarguðsþjónustu Akurcyri. 17. núvembrr. FJÖRUTlU ára afmadis Akureyr- arkirkju var minnzt við hátíðar- Gisli Alfreðsson, formaður Félags islenzkra leikara: Tilgangur verkf allsins er að auka þátt íslenzkra leikþátta í Ríkisútvarpinu EINS og fram hefur komið í fréttum. hefur Félag islenzkra leikara boðað til verkfalls hjá Ríkisútvarpinu. í þvi sambandi hafði Mhl. tal af Gísla Alfreðssyni, formanni félagsins. og bað hann skýra sjónarmið þess. „Ástæðan fyrir þessari verkfalls- boðun er aðallega sú, að frá því um 1973 hefur mikill samdráttur orðið á flutningi innlends efnis í Ríkis- útvarpinu og nú er það komið svo, að innlend leikrit eru aðeins um 0,3% af myndefni Sjónvarpsins. Frá 1968 til ’72 var hlutfallið hins vegar 3 til 4%. Við erum þó ekki að fara fram á svo hátt hlutfall. Við teljum, að 1,4% sé nokkuð nóg til að tryggja þátt íslenzkra leikrita og förum ekki fram á meira, en að þau fái 10 klukkustundir af þeim 700, sem um er að ræða. Við teljum, að Ríkisútvarpinu sé skylt samkvæmt lögum að styðja og flytja íslenzk leikrit, en það hefur ekki verið til viðtals um þessa samninga til þessa. Það er einnig rétt að geta þess, að svipuð staða ríkir í flestum litlu Evrópu- löndunum, þau standa ýmist í svipuðum samningum eða hafa lokið þeim. Litlu löndin eiga yfir- leitt mjög í vök að verjast hvað snertir leikþátta- og myndaflóðið frá Bandaríkjunum og Bretlandi og er innlend leikritun í talsverðri hættu vegna þess. Það er mjög erfitt að segja til um hvenær áhrifa verkfallsins fer að gæta, Ríkisútvarpið á þegar tals- vert af efni, sem þegar hefur verið greitt fyrir, en við höfum þó bannað allar endursýningar. Auk þess höfum við óskað eftir sam- stöðu erlendis og það er ljóst, að Ríkisútvarpið mun ekki fá efni frá hinum Norðurlöndunum, Bretlandi og sennilega ekki írlandi heldur, og kemur það til aðhafa nokkur áhrif þegar fram í sækir. Öll okkar kröfugerð miðast sem sé við að tryggja þátt íslenzkra leikþátta í Ríkisútvarpinu, við för- um ekki fram á kauphækkun, og til að koma til móts við það, höfum við boðizt til að lækka nokkuð endur- sýningargjaldið, en það hefur kom- ið fyrir ekki. Við teljum þessa kröfu okkar alls ekki óraunhæfa, við förum ekki fram á að hlutfall íslenzkra þátta verði eins og það var mest, og teljum því kröfur okkar fyllilega raunhæfar miðað við allar aðstæður," sagði Gísli Alfreðsson að lokum. guðsþjónustu í gær. en herra Sigurgeir Sigurðsson biskup vígði kirkjuna 17. nóvember 1940. Við messuna í gær þjónaði séra Pétur Sigurgeirsson vígslubiskup fyrir altari, en séra Birgir Snæ- björnsson predikaði. Strengjasveit Tónlistarskóla Akureyrar undir stjórn Michael Clarkes lék í upphafi messunnar, Jakob Tryggvason lék á orgel kirkjunnar, kirkjukórinn söng og Gunnfríður Hreiðarsdóttir söng einsong. I tilefni af afmæli kirkjunnar barst henni 100 þúsund króna peningagjöf til minningar um llelgu Jónsdóttur söngkonu, sem er nýlátin. Gefendur voru synir henn- ar. Ingvi Jón Einarsson og Haukur Einarsson, Guðrún Kristjánsdóttir, kona Hauks, og hjónin Sigríður Pálína Jónsdóttír, systir Helgu, og Haraldur Sigurgeirsson. Þær syst- ur sungu lengi í kirkjukór Akureyr- ar, m.a. við vígslu kirkjunnar. Eftir messu efndi kvenfélag Ak- ureyrarkirkju til basars og kaffi- sölu á Hótel KEA. Þar var mikið fjölmenni þrátt fyrir erfiða færð á götum bæjarins. - Sv.P. Árni Grétar Finnsson, bæjarfulltrúi Hafnarfírði: Verksmiðja Lýsis og Mjöls verði flutt - reynist það óframkvæmanlegt verði rekstri hennar hætt „ÉG TEL að það sé fullreynt, að það sé ekki ha'gt að skapa öryggi gegn mengun og því sé ekki hægt að ætlast til þess. að fólkið þoli þetta lengur. Þess vegna lagði ég fram i bæjarráði á fimmtudag tillögu um að verksmiðja Lýsis og Mjöls hf. verði flutt. en reynist það ekki framkvæmanlegt, þá verði starfsemi fyrirtækisins við Hvaleyrarbraut lögð niður,“ sagði Árni Grétar Finnsson, bæj- arfulltrúi i Ilafnarfirði, i samtali við Mbl. í gær. en þessi tillaga Árna er á dagskrá fundar ba'jar- stjórnar Iiafnarfjarðar í dag. „Tillagan gengur út á það að fela fulltrúum bæjarins í stjórn Lýsis og Mjöls, sem eru 3 af 5, að beita sér fyrir því að hefja undir- búning að flutningi verksmiðjunn- ar, þannig að ákvörðun verði tekin ekki seinna en fyrir lok ársins 1981,“ sagði Árni Grétar. „Ef flutningur fyrirtækisins reynist ekki framkvæmanlegur, þá verði starfsemi fyrirtækisins á þessum stað, sem það er nú, lögð niður. í langan tíma hafa íbúar í nágrenni verksmiðjunnar kvartað undan henni. Fyrirtækið hefur verið að setja upp hreinsitæki, en rekstur þeirra er ekki öruggari en það, að nýlega kvartaði fólk undan lykt frá verksmiðjunni, sem þá var rekin án hreinsitækjanna, og svo varð bilun, þannig að mjöl fór út og olli skaða. Eg tel að fyrirtækið sé búið að fá svo langan aðlögunartíma til að koma í veg fyrir mengunina, að lengur verði ekki búizt við því að fullnægjandi árangur náist. Fyrirtækið hefur reynt sitt, en árangurinn er bara ekki meiri og við verðum að horfast í augu við það. Við getum ekki lengur horft fram hjá hags- munum fólksins í byggðinni, sem þegar er komin þarna, og þeirra, sem eru að byggja yfir sig á þessum slóðum." Árni Grétar sagði, að rætt hefði verið áður urri flutning fyrirtækis- ins og þá m.a. til Krísuvíkur. Sagði Árni að jafnvel þótt um nokkrar fjarlægðir væri að ræða í því tilviki, mætti vera að ódýr orka á staðnum gæti vegið þar á móti. Hins vegar hefðu fyrri hugmyndir um staðsetningu í Krísuvík strandað á vandkvæðum við losun frárennslis. Einnig benti Árni á, að verksmiðjuna mætti setja niður einhvers staðar á svæðinu sunnan Straumsvíkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.