Morgunblaðið - 26.09.1979, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.09.1979, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 1979 5 Kennslu- og rannsóknaaðstaða, auk aðstöðu til krabbameinslækninga meðal brýnustu úrlausnarefna nú segir John Weeks ráðgjafararkitekt, höfundur þróunaráætlunar Landspítalaframkvæmda HÉRLENDIS er nú staddur á vegum heilbrigðisyfirvalda John Weeks frá brezka ráðgjafafyrirtækinu Llewelyn-Favies-Weeks- Foriester-Walker and Bor í London. Weeks, sem er ráðgjafararkit- ekt, er hingað kominn til umræðna og ráðgjafar um fyrirhugaða byggingarframkvæmdir á Landspítalalóðinni, sem unnar verða eftir þróunaráætlun, sem ber heitið „Weeks-áætlun“, og John Weeks er höfundur að. Weeks mun á meðan á dvöl hans stendur ræða við húsameistara rikisins og starfsmenn hans, eins yfirlækna Landspítalans, stjórnarmenn í „yfirstjórn mannvirkjagerðar á landspítalalóð“ og aðra þá, er hafa með rekstur Landspitalans og mannvirkjagerð þar að gera. Blaðamaður Mbl. hitti Weeks að máli í gærmorgun, þar sem hann sat fund með húsameistara ríkisins, Garðari Halldórssyni, Ásgeiri Bjarnas- yni frá „yfirstjórn mannvirkj- agerðar" og fleiri aðilum. Weeks sagðist hafa komið fyrst til íslands 1970 og væri hann nú hér í áttunda sinn. „Upphaflega kom ég hingað fyrir tilstilli þess mæta manns, Sigurðar Sigurðssonar, o.fl., og vann þá að sérstakri þróunaráætlun um aðstöðu til læknakennslu, en íslendingar gerðu sér grein fyrir því þá, eins og svo margar aðrar þjóðir, hversu nauðsynlegt það er að sameina læknakennslu og sjúkrahússtarfsemi. Lækn- anemum er mjög nauðsynlegt „Islenzk sjúkrahús vel rekin og byggð af raunsæi“ sagði John Weeks um islenzk sjúkrahús. Ljósm. Mbl. Emilia. að geta numið fræði sín í tengslum við hina sjúku og er þetta eitt af brýnustu úrlausn- armálunum í dag. — Hver telur þú önnur brýn úrlausnarefni í byggingarmál- um Landspítalans í dag? „Eins og ég sagði áðan þá er það kennsluaðstaðan, eins er úrlausn brýn á ýmiss konar aðstöðu fyrir tækjabúnað, s.s. röngtenleitar- og geislatæki. Þá má sérstaklega nefna að- stöðu til krabbameinslækn- inga ekki aðeins til geislalækn- inga heldur einnig lyfjalækn- inga og almennra rannsókna. Það er hér, eins og svo víða, mikill þrýstingur vegna al- menns plássleysis. Mitt verk- efni er að aðstoða við að vega og meta hvar þörfin er brýnust og leiðbeina með ódýrustu og heppilegustu lausnir." Weeks hefur unnið að þróunaráætlunum og aðstoðað við uppbyggingu fjölmargra þekktra sjúkrahúsa víðs vegar um veröldina. Við spurðum hann hvert álit hans væri á rekstri og þjónustu íslenzkra sjúkrahúsa samanborðið við önnur lönd. „Mér finnst íslenzk sjúkra- hús vera vel rekin og byggð af raunsæi. Til samanburðar má benda á sjúkrahúsaþjónustu í Þýzkalandi, sem er mjög dýr og í raun ofviða Þjóðverjum að standa undir. í Svíþjóð er rúmafjöldi, samanborið við mannfjölda, allt of mikill og hvergi meiri nema þá á írlandi. Þetta kemur e.t.v. af því að læknum þarlendis eru borguð laun í samræmi við sjúklingafjölda sinn á sjúkra- húsum, sem er alls ekki rökr- étt. Þeir ættu fremur að fá borgað fyrir að geta haldið fólki sem lengst utan sjúkra- húsa. Um gæði sjúkrahúsa á íslandi þá vildi ég geta sagt að sjúkrahúsin heima í Bretlandi stæðust samanburð. íslenzk sjúkrahús eru að mínu áliti vel rekin, björt og hrein, og al- mennt séð til fyrirmyndar. Skipaður framkvæmda- st jóri Almannavamaráðs GUÐJÓN Petersen hefur verið skipaður framkvæmdastjóri Al- mannavarnaráðs í kjölfar skipu- lagsbreytinga, scm gerðar voru á Almannavörnum rikisins með lögum á Alþingi á s.l. vori. Guðjón hefur nokkur undanfarin ár verið fulltrúi hjá Almanna- vörnum. Guðjón er fertugur að aldri, fæddur í Reykjavík 20. nóvember 1938. Hann lauk farmannaprófi frá Stýrimannaskólanum 1961 og skipstjóraprófi á varðskipi ríkis- ins 1965. Hann gegndi ýmsum störfum á ms. Gullfossi 1954—’61, var forstöðumaður Stýrimanna- skólans í Vestmannaeyjum 1961— ’62 og stýrimaður og skip- stjóri hjá Landhelgisgæzlunni 1962— ’71. Guðjón varð fulltrúi hjá Almannavörnum 1971 og hefur hann hlotið sérstaka þjálfun og menntun í kjarnorkuvörnum og almennri neyðarstarfsemi. Guðjón Petersen. Kona Guðjóns er Lilja Bene- diktsdóttir. Viðræður í gangi um sameiningu Haf- skips og Bifrastar STJÓRNIR Hafskips hf og Bifrastar hf hafa að und- anförnu átt viðræður um hugsanlega sameiningu fé- laganna. Mun það verða ráðið fyrir áramót hvort af sameiningunni verður, að sögn Ragnars Kjartans- sonar framkvæmdastjóra Hafskips, en hann taldi meiri líkur á því en hitt að af sameiningu yrði. Hafskip hf á nú fimm skip og er auk þess með leiguskip í flutningum. Bifröst hf á eitt skip en hefur nýlega eignast meiri- hluta í öðru skipi, m.s. Berglind. „Við hjá Hafskip hf telj- um ótvíræða kosti við sam- einingu félaganna og vilj- um að málið verði keyrt áfram af fullri ferð fram að áramótum," sagði Ragnar. Dregid í af mælishátíðarhapp- drætti S jálf stæðisf lokksins DREGIÐ hefur verið í happdrætti afmælishátíðar Sjálfstæðisflokksins. Vinningur, ferð til Mallorca með Ferðaskrifstofunni Úrval, kom á miða nr. 2633. Hándhafi þessa vinningsnúmers hafi samband við skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í síma 82900. Fréttatilkynning frá Sjálfstæðisflokknum. VERKSMIDJU SAMBANDSVERKSMIÐJANNA SÝNINGAHÖLUNNIBÍLDSHÖFDA HEFSTÁ MOfíGUN 27. SEPT.~ 6.OKT. FRA GEFJUN Ullarteppi Teppabútar Áklæöi Gluggatjöld Buxnaefni Kjólaefni Ullarefni Sængurveraefni Garn Loðband Lopi o.m.fl. FRÁ FATAV.SM HEKLU Dömu-, herra- og barnafatnaöur FRA SKOVERK.SM IÐUNNI Karlm. skór Kvenskór Kventöfflur Unglingaskór FRA HETTI OG SKINNU Mokka jakkar Mokka húfur Mokka lúffur FRA INN- FLUTNINGS DEILD Vefnaðarvörur Búsáhöld Leikföng FRA LAGER Tískuvörur úr ull Peysur Fóöraöir jakkar Prjónakápur Pils Vesti Ofnar slár Strætisvagna ferðir frá Hlemmi með leið 10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.