Morgunblaðið - 18.02.1979, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.02.1979, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1979 amalt og ott... Úr Þjóösögum Álfkonan í Kvíslarskarði Maður hét Jóhann, hann bjó á Egilsstöðum í Vopnafirði og var kallaður hinn þýzki. Hann var uppi á sama tíma og Brynjólfur biskup í Skálholti. Frá því er sagt, að smalastúlka hans gekk einu sinni til sauða. Skarð er í fjallinu upp af bænum, sem kallað er Kvíslarskarð. Þangað gekk hún til sauðanna. En þegar hún kom heim mælti hún þetta fram: Úr Gríms- staðaannál „Kom ég upp í Kvíslarskarð, kátleg stúlkan fyrir mér varð; fögur var hún og fríð að sjá, fallega leizt mér hana á. Blátt var pils á baugalín, blóðrauð iíka svuntan fín, iifrauð treyja, lindi grænn, líka skautafaldur vænn. Kópur aldrei kjafti hélt, kátlegt hafði hann urr og gelt; sauðir höfðu sig af stað; seimaskorðin gáði að. Laukaskorðin leit þá við, lengur hafði hún ei bið, inn í steininn arka vann; aftur luktist sjálfur hann. Lífs er lekur knör Lífs erorðinn lekur knör, líka ræðin fúin, hásetanna farið fjör og formaðurinn lúinn. Því er bezt að vinda upp voð, venda undan landi og láta byrinn bera gnoð beint að heljar sandi. 1696. Harðindavetur um allt land með jarðbönnum og stór- um hörkum, alls staðar um allt Island, með stórri óáran á fé og hestum. Menn vildu fyrir satt halda, að hér hefði ei komið harðari vetur síðan Hvítivetur, sem var 1633. Varð hér á landi hinn mesti peningafellir, bæði á hestum og fé. Jafnvel þó hrossin hefðu nokkur jarðar- snöp, drápust þau. Var þessi vetur hér á vestursveitum kallaður Hestabani eða Hesta- vetur. Þá harðnaði alvarlega með Marteinsmessu, en batnaði á Maríumessu á föstu. A mörg- um bæjum víða í sveitum stóð hvorki eftir hross né sauður. Þá var um vorið fiskileysi og litlir hlutir, en matbrestur til lands. Útigangshestar átu stalla og stoðir, þar til náðu, hrís og staura, hár og tagl hver af öðrum, líka hár og eyru af þeim, sem dauðir voru... 12. júní kom sunnanlands hart norðanveður með fjúki og frosti, svo það hélzt viku fyrir norðan, svo fé dó, en fyrir nautum var mokað. Eyddust bæir fáeinir í Þistilfirði nær Langanesi. í Strandasýslu dó af vesöld nokkrar manneskjur. Varla sauðgróður fyrir norðan um Jónsmessu. Skömm er óhófs ævi Því áttu 8vo fátt, aó Þú nýtir ei smátt Náió er nefaugum Enginn er alheimskur, efþegjakann Valt er veraldar hjóliö Ungir til dáóa, gamlir til ráöa Úlfur breytir hárum, en ei háttum Úr Snorra-Eddu Skáld- skaparmál í öðrum kafla Snorra-Eddu, Skáldskaparmálum, er aðaláherzlan lögð á skáldamáliö. „Hvernig skal kenna?“ er grunntónn ritsins. Hér er sagt frá kvennaheitum: „Þessi eru kvenna heiti ókennd í skáldskap: Víf og brúður og fljóð heita pær konur, er manni eru gefnar. Sprund og svanni heita Þær konur, er mjög fara með dramb og skart. Snótir heita pær, er orönæfrar eru. Drósir heita pær, er kyrrlátar eru, svarri og svarkur, pær er mikillátar eru. Ristill er kölluð sú kona, er sköruglynd er. Rýgur heitir sú, er ríkust er. Feima er sú kölluð, er ófröm er, svo sem ungar meyjar eöa pær konur, er ódjarfar eru. Sæta heitir sú kona, er bóndi hennar er af landi farinn. Hæll eru sú kona kölluð, er bóndi hennar er veginn. Ekkja heitir sú, er bóndi hennar varö sóttdauður. Mær heitir fyrst hver, en kerlingar, er gamlar eru. Eru enn Þau kvennaheiti, er til lastmælis eru, og má finna pau í kvæðum, pótt pað sé eigi ritaö. Þær konur heita eljur er einn mann eiga...“ k Björg Þar mun brim við bláan sand brjóta um háa stokka. En þegar ég kem á lífsins land, Ijær mér einhver sokka. Páll Ólafsson. Ekkert hafði ég af henni tal, undir sat hún sínum sal; opið stóð þar bergið blátt, beint var það í hálfa gátt. Látra- Látra-Björg var kona mjög stórvaxin og ekki fríð sýnum. Hún var skapstygg og einræn; fór hún stundum með kveðlinga og hugðu menn hún væri ákvæð- in og stóð af henni stuggur. Flakkaði hún stundum um sveitir og bað sér beiningar því hún var kona snauð, en ekki vildi hún ganga í vist eða vera öðrum háð. Þá var valdsmaður Jón Benediktsson í Rauðaskrið- um. Hugði hann að vandlæta um háttu Látra-Bjargar; þá kvað hún: Táli pretta illu ann, aldrei dóma grundar; máli réttu hallar hann, hvergi sóma stundar. Þessi vísuorð voru flutt valdsmanni og varð hann reið- ur við og stefndi hann Látra-Björgu um kveðling þennan; en þegar málsrekstur fór fram bar hún af sér ámælið og kvað aðra hafa rangfært fyrir sér vísuorðin af illvilja og haft sig fyrir rógi. Hefði hún einmitt kveðið hana um valds- manninn öfugt við það sem hún væri flutt eftir sér og mátti hún ekki varast að vísan væri lesin aftur á bak. Væri hún rétt höfð svona: Stundar sóma, hvergi hann hallar réttu máli, grundar dóma, aldrei ann illu pretta táli. Og mátti valdsmaður láta svo búið standa. „Ég ætlaði ofan hvort sem var“ Einu sinni ætlaði kerling ofan lúkugatið og fram í baðstofu. En í stiganum skriðnaði hennar fótur, stakkst á höfuðið og háls- brotnaði. En í fluginu heyrðu menn til kerlingar: „Ég ætlaði ofan hvort sem var.“ Þetta er sfðan haft að máltæki ef einhverjum ferst hrapallega og lætur sér ekki bilt við verða: „Ég ætlaði ofan hvort sem var.“ Þær halda mig purrlegan (úr gömlu vikívakakvæði) Oftast heyri ég orðróm þann „Gáttu með mér, gullhlaðs eika, að mér sprundin finni, um gólf í stofunni inni.“ þær halda mig þurrlegan; Bágt er mér að breyta mínu sinni. bágt er mér að breyta mínu sinni. Mér hún aftur so nam svara: „Séð hef ég aldrei þér heimskara; Oftast róla ég einn í dansi, með þér mun ég ei fótmál fara, enginn þyki mér á því vansi; flýttu þér og í burt héðan. þó aðrir séu í kvennakransi, Þær halda mig þurrlegan. kúri ég í horninu því ég fann, Ellegar skal ég þér útaf snara, þær halda mig þurrlegan. þinn álnarlangur slinni." Sig þó vífin so til fansi, Bágt er mér að breyta mínu sinni. sit ég í skotinu inni, — bágt er mér að breyta mínu sinni. Nú má heyra, hvörninn gengur; — hirði ég ekki að fala þær lengur. Ekki er manni í öllu fengur, Þá allt er komið lið til leika, allra sízt um hlutinn þann, lystir mig nú þangað að reika; þær halda mig þurrlegan. so fyrir einnar kné ég kreika Þó að margur dugs sé drengur klökkur og tala so með sann, og dygðir beri af hinni, þær halda mig þurrlegan: bágt er mér að breyta mínu sinni. Úr Þjóösögum: eða Kötlugjá Katla ÞAÐ BAR til eitthvört sinn á Þykkvabæjarklaustri eftir að það var orðið munkasetur að ábóti sem þar bjó hélt þar matselju eina er Katla hét; hún var forn í skapi, og átti hún brók þá sem hafði þá náttúru að hver sem f hana fór þreyttist aldrei á hlaupum; brúkaði Katla brók þessa í viðlögum; stóð mörgum ótti af fjölkynngi hennar og skap- lyndi og jafnvel ábóta sjálfum. Þar á staðnum var sauðamað- ur er Barði hét; mátti hann oft líða harðar átölur af Kötlu ef nokkuð vantaði af fénu þegar hann smalaði. Eitt sinn um haust fór ábóti í veizlu og matselja með hon- um, og skyldi Barði hafa rekið heim allt féð er þau kæmu heim. Fann nú ei smalamaður féð sem skyldi; tekur hann því það ráð að hann fer í brók Kötlu, hleypur síðan sem af tekur og finnur allt féð. Þegar Katla kemur heim verður hún brátt þess vís að Barði hefur tekið brók hennar; tekur hún því Barða leynilega og kæfir hann í sýrukeri því er að fornum sið stóð í karldyrum og lætur hann þar liggja; vissi enginn hvað af honum varð, en eftir sem leið á veturinn og sýran fór að þrotna í kerinu heyrði fólk þessi orð til henn- ar: „Senn bryddir á Barða.“ En þá hún gat nærri að vonzka hennar mundi upp komast og gjöld þau er við lágu tekur hún brók .sína, hleypur út úr klaustrinu og stefnir norðvest- ur til jökulsins og steypir sér þar ofan í að menn héldu, þvi hún sást hvergi framar; brá þá svo við að rétt þar eftir kom hlaup úr jöklinum er hclzt stefndi á klaustrið og Álfta- verið; komst þá sá trúnaður á að fjölkynngi hennar hefði valdið þessu; var gjáin þaðan í frá nefnd Kötlugjá og plássið, sem þetta hlaup-helzt foreyddi, Kötlusandur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.