Morgunblaðið - 15.12.1977, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.12.1977, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1977 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiSsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavlk. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen. Styrmir Gunnarsson. Þorbjorn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10100. Aðalstræti 6, simi 22480. Áskriftargjald 1 500.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80.00 kr. eintakið. Tillögur ríkisst j órnarinnar Matthías Á Mathiesen, fjármálaráðherra, gerði Alþingi i fyrradag grein fyrir þvi, hvernig ríkisstjórnin hyggst brúa það bil, sem myndazt hefur við afgreiðslu fjárlaga ársins 1978 Kaup- haekkanir opinberra starfs- manna og annarra, valda þess- um mun Eftir ýmsar breyting- ar á tekjuhlið fjárlaga stendur eftir að afla þarf nýrra tekna, sem nema um 7.6 milljörðum króna og skýrði fjármálaráð- herra frá því, að rikisstjórnin hefði ákveðið að leggja til, að helmingi þessarar upphæðar verði náð með niðurskurði og helmingi með tekjuöflun. Þetta er mikilsverð yfirlýsíng, sem sýnir að ríkisstjórnin hefur lagt áherzlu á að beita niðurskurði að mjög verulegu leyti við lausn þessa tiltekna fjárhags- vanda. Jafnframt þvi að skýra frá þessari niðurstöðu lagði fjár- málaráðherra fram lánsfjár- áætlun fyrir árið 1978, þar sem boðað er að erlendar lán- tökur vegna opinberra fram- kvæmda og fjárfestingarlána- sjóða verði lækkaðar um helm- ing á næsta ári frá því sem nú er. Jafnframt skýrði fjármála- ráðherra frá því, að meginhluti lánsfjáraukningar á næsta ári mundi renna til einkaaðila og mætti gera ráð fyrir, að lán til þeirra mundu hækka um 43%. Lánveitingar til opinberra aðíla verða samkvæmt lánsfjár- áætluninni aðeins þríðjungur þess, sem er á yfirstandandi ári. Þessi lánsfjáráætlun og til- lögur ríkisstjórnarinnar til lausnar fjárhagsvandans sýna, að ríkisstjórnin vinnur mark- visst að því að draga úr opin- berum umsvifum i því skyni að draga úr þeirri yfirspennu, sem ríkt hefur í efnahags- og at- vinnumálum og m.a. hefur stuðlað að verðbólgunni Gert er ráð fyrir að skera útgjöld ríkissjóðs niður um 3.7 milljarða á næsta ári. Morgun- blaðið er þeirrar skoðunar, að æskilegra hefði verið að ganga enn lengra í niðurskurðí ríkisút- gjalda þannig að hlutföllin hefðu verið 2/3 niðurskurður á móti 1 /3 í nýrri tekjuöflun, en það skal fúslega viðurkennt, að hér er hægar um að tala en í að komast og full ástæða til að meta þá viðleitni, sem þarna kemur fram. Megintillagan um nýja tekjuöflun byggist á tvö- földun sjúkratryggingagjalds, sem er brúttóskattur á alla skattgreiðendur í landinu og er þannig, að þeir greiða hæst sjúkratryggingagjald, sem mestar hafa tekjurnar. Skiljan- legt er, að ríkisstjórnin leggi þetta til, þegar haft er í huga, að heilbrigðiskerfið er orðið gífurlega kostnaðarsamt og hefur þanizt út á undanförnum árum með ótrúlegum hraða. Nauðsynlegt er, að almenning- ur geri sér grein fyrir þessum vexti heilbrigðiskerfisins og að þjónusta, sem það veitir, kosti mikla fjármuni Önnur mesta tekjuöflunarleiðin er 10% skyldusparnaður á hátekjur. Þessi leið hefur tvisvar sinnum áður verið valin i fjáröflunar- skyni fyrir ríkissjóð og er ekki ástæða til að gera neinar athugasemdir við hana Þessar tvær tillögur, sem þyngst vega, sýna að ríkisstjórnin hefur í huga þá meginreglu að skipta skattbyrðinni eftir greiðslu- getu. Þegar samningar við opinbera starfsmenn voru undirritaðir var alveg Ijóst, að skattgreiðendur í landinu yrðu að greiða þann reíkning og að honum yrði framvisað nú fyrir jól. Nú hefur ríkisstjórnin ákveðið að leggja til að þessi reikningur verði greiddur að hluta með nýrri skattlágníngu en að hluta með niðurskurði á útgjöldum, sem í sumum tilvik- um þýða minnkandi fram- kvæmdir en í öðrum minni þjónustu. Þegar litið er á tillög- ur ríkisstjórnarinnar í heild ásamt lánsfjáráætlun fyrir árin 1978 er auðvitað alveg Ijóst, að stefnt er að stórfelldum samdrætti í umsvifum hins opinbera í því skyni að draga úr verðbólgunni Þetta er bezta leiðin sem völ er á i baráttunni gegn verðbólgunni ásamt frjálsræði í vaxtamálum og tak- ist ríkisstjórninni að halda fast við þessa stefnu er ekki nokkur vafi á því, að hún mun bera verulegan árangur þegar á næsta ári. — Særótið við suðurströndina — Særótið við suðurströndi „Það var ægileg sjón að sjá bátana fara yfir bryggjuna og síðan upp í fjöru. Bátarnir voru bundnir við Þryggjuna að austanverðu, en í sogun- um fóru þeir upp á hana, slitnuðu síðan frá og ultu út af bryggjunni að vestanverðu, síðan lágu þeir á lóninu um stund en rak síðan upp í fjöru í næstu brotum,” sagði Gunnar Geirs- son, ungur Stokkseyringur, þegar Morgunblaðið tók hann tali í gær, en Gunnar var einn af fáum, er sáu Stokkseyrarbátana reka þar upp í fjöru Sjófyllingin á Stokkseyri í gær er sögð sú mesta siðan 1925 eða jafnvel meiri. Á tíunda tímanum var fyllingin svo mikil, að brotsjóir skullu á húsum, sem standa í 20 metra fjarlægð frá sjóvarnargarðinum í einu brotinu fór t d járnbentur steinveggur úr sjóhúsi Hásteins og eitt sogið tók með sér JCB-skurðgröfu af stærstu gerð Graf- an hafði staðið á sjávarbakkanum, en að lokum hafnaði hún á hvolfi neðar- lega í fjörunni, og var i gær hálfgrafin í sand Stokkseyrarbátarnir þrír, sem fóru upp í fjöru, heita Jósef Geir, Vigfús Þórðarson og Hásteinn, eru þeir mjög mikið skemmdir, jafnvel ónýtir. Báturinn, sem hafnaði á bryggjunni, heitir Bakkavík og er frá Eyrarbakka, er Jóhannes Reynisson sveitarstjóri. hann mjög mikið skemmdur, þó vart eins og Stokkseyrarbátarnir, en allir eru bátarnir i kringum 50 rúmlestir Voru tveir uppi _á bryggju er ég kom að I samtalinu við Morgunblaðið sagði Gunnar Geirsson, að hann hefði farið niður undir frystihús rétt um kl 9 í gærmorgun, en þá var sjófyllingin í algleymingi „Þegar ég kom að voru Jósef Geir og Hásteinn komnir í fjör- una og voru að veltast um i henni, en Bakkavik og Vigfús Þórðarson lágu bundnir saman við bryggjuna í sömu svifum og ég kom, lyftust þeir upp á Þryggjuna í mikilli öldu, og stuttu síðar kom önnur alda, sem sleit Vigfús Þórðarson frá Bakkavíkinni og barst báturinn síðan upp i fjöru Það er af Bakkavíkinni að segja. að fyrst varð hún eftir á bryggjunni, en skömmu siðar valt hún út af bryggjunni vestan- verðri og lögðust möstrin i sjóinn Báturinn rétti sig samt af og í einni öldunni fór hann aftur upp á bryggjuna þar sem_hann situr nú Komust um borS í Bakkavík — en urSu frá aS hverfa Eigendur Bakkavikur eru bræðurnir Sigfús og Þórður Markússynir frá Eyr- Gunnar Geirsson arbakka, og við hlið báts þeirra náðum við tali af þeim Þeir sögðu, að þeir hefðu verið inni á Stokkseyri um borð i bátnum að ganga átta í gærmorun, og þá verið allt í lagi, hvorki mikil veður- hæð né sjór hér „Síðan komum við til baka kl rúmlega 9 og þá voru bæði Bakkavík og Vigfús Þórðarson uppi á bryggjunni, en í einni -öldunni fóru bátarnir fram og Vigfús sleit sig frá. í eitt skiptið þegar sjórinn þurrkaðist af bryggjunni notuðum við tækifærið og stukkum um borð í Bakkavíkina í því skyni að setja vélina í gang og sigla bátnum frá byggjunni út á lónið innan við grjótgarðinn Skrúfan skemmd ir bræður sögðu, að vélin hefði strax farið í gang. „En þegar við ætluðum að kúpla skrúfunni inn á, korh í Ijós, að hún var orðin mikið skemmd, þannig að ekki var hægt að hreyfa bátinn og jafnvel hefur stefnisörið eða öxlullinn verið farinn að láta sig. Því drápum við á vélinni og stukkum í land við fyrsta tækifæri og báturinn kom litlu seinna á eftir okkur upp á bryggjuna " Hafa misst tvo báta á þessu ári Sigfús og Þórður sögðu ennfremur að Ijóst væri, að Bakkavikin væri mikið skemmd, þótt hún hefði ekki farið upp í fjöru Kjölur bátsins hefði gengið upp í miðjunni og eins byrðingurinn stjórn- borðsmegin neðarlega Því væri Ijóst að þótt báturinn næðist fljótlega niður af bryggjunni, kæmist hann ekki strax á sjó, þar sem hann þyrfti mikillar viðgerðar við Þá kom það fram hjá þeim bræðr- um, að þetta er annar skipsskaðinn sem þeir verða fyrir á þessu ári. S I vetur misstu þeir bátinn Boða í mikilli sprengingu. sem varð í honum við Bátarnir eins og þeir stóðu í fjörunni í g Emil Ragnarsson og Ingibjörg Guðmundsdóttir ásamt tveimur barna sinna f stofunni, þar sem sjórinn braut sér leið inn. „Sjórinn ko þegar ég k< bryggju í Þorlákshöfn Eftir það áttu þeir engan bát i nokkra mánuði eða þar til i júni s I að þeir keyptu Bakkavik Frá þeim tíma hefur báturinn verið i mikilli klössun og var nú verið að búa hann á veiðar Fóru þeir bræður með bátinn til Stokkseyrar fyrir þremur dögum, þar sem lægi þar er talið mun öruggara en á Eyrarbakka Þessi bátur fer varla á vertíð í vetur ..Stjórnborðssiða Hásteins er öll brotin og eins er báturinn mikið brot- inn ofan dekks Meðal annars hefur frammastrið rifnað upp og bognað, sama er um afturmastur á brú og radarskermur og fleiri tæki hafa sópazt af brúnni Ástæðan fyrir því. hvað báturinn er mikið skemmdur að ofan, er að- Hásteinn og Jósef Geir voru bundnir saman og börðust áður en þeir slitnuðu frá hvor öðrum og rak upp í fjöru," sagði Grétar Zópaniasson skip? stjóri á Hásteini, þar sem hann var að skoða skemmdir á báti sinum Hann sagði. að Hásteinn og hinir tveir Stokkseyrarbátarnir væru búnir að liggja í tvo mánuði, og nú hefði átt að hefjast handa við að undirbúa þá fyrir vetrarvertið „Það er þvi vist að Bátarnir f óru yf ir bi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.