Morgunblaðið - 19.05.1976, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.05.1976, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. MAl 1976 iltangititMgfetfr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sítri 10100 Aðarlstræti 6. simi 22480. Áskriftargjald 1000,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50,00 kr. eintakið. Síðastlióinn laugar- uag skýrði Morgun- blaðið frá þvi, að Sovézka vísindaakademían hefði sótt um leyfi til þess að stunda mjög umfangsmikl- ar jarðfræðilegar rann- sóknir hér á íslandi í sum- ar og ennfremur á land- grunninu við landið. Áform sovétmanna er að senda hingað hóp vísinda- manna, sem líklega verða átján talsins, til þess að stunda þessar rannsóknir, jafnframt því sem sovézkt hafrannsóknaskip mundi vinna að rannsóknum á landgrunninu. Þetta er ekki í fyrsta skipti, sem sovézkir vísindamenn óska leyfis að koma hingað til lands, því að m.a. á árunum 1971 til 1973 stunduðu sov- ézkir vísindamenn mjög víðtækar rannsóknir hér. í sambandi við þá umsókn, sem nú liggur fyrir og er til meðferðar hjá stjórnvöld- um, hefur vakið sérstaka athygli, að sovétmenn hyggjast flytja með sér til landsins hvorki meira né minna en 15 lestir af sprengiefni, sem að sögn á að nota við þessar rann- sóknir. Full ástæða er til að staldra ofurlítið við þessar vísindarannsóknir sovét- manna hér á landi. Nú er ekki óeðlilegt, að það kunni að vera sjónarmið ís- lenzkra vísindamanna, að ekki eigi síður að veita sov- ézkum vísindamönnum leyfi til slíkra rannsókna en vísindamönnum frá öðr- um þjóðum og að íslenzkir vísindamenn og þær stofn- anir, sem þeir starfa fyrir, geti haft margvíslegt gagn af þeim rannsóknum sem erlendir vísindamenn og þar á meðal hinir sov- ézku, stundi hér á landi og við landið. Vísindamenn ís- lenzkir, sem erlendir, hafa margvíslegt samráð sín á milli og ekki dregur Morg- unblaðið í efa, að í hópi þeirra sovézku vísinda- manna, sem hingað hafa komið og hingað vilja koma, séu vísindamenn, sem hafi þaó eina markmið meó störfum sínum hér, sem þeir gefa upp. En það er óhjákvæmilegt að skoða þessar vísinda- rannsóknir sovétmanna út frá allt öóru sjónarhorni en hinu vísindalega, þ.e. út frá pólitísku sjónarmiði. Land okkar gegnir lykil- hlutverki á Noróur- Atlantshafi frá hernaðar- legu sjónarmiði séð. Það er staðreynd, sem við getum á engan hátt breytt. Það mundi hafa mikla þýðingu fyrir Sovétrikin aö ná hér einhverri fótfestu. í raun mundi það geta gjörbreytt áhrifastöðu þeirra í okkar heimshluta. Þess vegna er óhjákvæmilegt að velta því fyrir sér, hvort þær vís- indarannsóknir, sem Sov- étmenn hafa stundað hér og vilja halda áfram, hafi einhverja hernaðarlega þýðingu. Það er líka ástæða til að spyrja, hvort tryggt sé, að í þeim hópum sov- ézkra vísindamanna, sem hafa komið hingað til lands og óskað er eftir að fái að koma hingað, séu ekki ein- staklingar, sem hafi það hlutverk, að vinna að allt öðrum rannsóknum og at- hugunum en þeim, sem sovézka vísindaakademian gefur upp, að vísindamenn hennar hyggist stunda. Það er engan veginn að ástæðulausu, sem Morgun- blaðiö varpar fram þessum spurningum. Það fer ekki á milli mála, að hið sovézka heimsveldi hefur vaxandi áhuga á íslandi og íslenzk- um málefnum. Minna má á hið fjölmenna sovézka sendiráð, sem hér er starf- rækt og hefur miklu fleiri starfsmönnum á að skipa en eólilegt getur talizt. Minna má á Kleifarvatns- tækin svonefndu, sem ber- sýnilega hafa verið notuð af Sovétmönnum hér á landi, hvort sem þar er um að ræða sovézka sendiráðið eða sovézka vísindaleið- angra, sem hingað hafa komið. Minna má á stööug- ar ferðir sovézkra herflug- véla í kring um ísland og nærveru sovézkra kafbáta og herskipa. Nú þegar enn er leitað eftir leyfi til um- fangsmikilla rannsókna sovézkra vísindamanna hér á landi, sem hyggjast flytja með sér mikið magn af sprengiefni er óhjákvæmi- legt, að íslenzk stjórnvöld taki til athugunar og rann- saki frá grunni þessar rannsóknir og þá hugsan- légu hliðarþætti þeirra sem hér hafa verið nefndir. Meó öryggishagsmuni þjóðarinnar í huga getum við ekki algjörlega lokað augunum fyrir því að ef til vill kunni annað undir að búa en látið er í veðri vaka. Sovézkar vísinda- rannsóknir á íslandi Jóhann Hjálmarsson Argentínskt skáld, sem vitnar í Egil Borges ásamt Maríu, einkaritara sínum Það var emkenmleg reynsla að sjá argentinska skáldið Jorge Luis Borges ganga ásamt Maríu, ritara sínum. í salmn á Naustinu maíkvöld eitt fyrir skömmu Var eitthvað í ítalska hvítvíninu, sem við vorum að gæða okkur á, eða var þetta í raun og veru Borges Hljóðlát settust þau við borð skammt frá okkur og pönt uðu sér óbreyttan kvöldverð Þau töluðu spænsku, mál. sem er Ijóð- rænna en flest önnur. likt og búið til handa skáldum Þegar vínglösunum hafði fjölgað var nægilegur kjarkur til að ávarpa skáldið Það var ekki um að villast Hér var það komið i einkaerindum án þess að gera boð á undan sér Maria afsakaði þau með því að þau hefðu gleymt minnisbók- inni frá fyrri íslandsferð fyrir nokkr um árum, sem var opmber með viðeigandi veislum Borges datt skyndilega i hug að fljúga til íslands frá New York enda er hann einlægur aðdáandi íslands og íslenskra bók- mennta Þegar okkur hafði verið boðið sæti við hlið þeirra reyndist í fyrstu erfitt að fmna umræðuefni svo óvæntur var þessi fundur Þegar Borges kom hmgað seinast varð ekki úr að ég hitti hann En af fróðlegum greinum og viðtölum Matthíasar Johannessens vegna heimsóknar Borges mátti ráða að hann naut dvalarinnar og hafði frá mörgu að segja Borges er fræðimaður i engilsax- neskri tungu og hefur yndi af að rifja upp skyldleika islenskunnar og engilsaxneskunnar Gaman er að heyra hann fara með setningar úr gömlum enskum Ijóðum og sögum og islensku er hann vel læs á þótt hann tali hana ekki Hann hefur á hraðbergi mörg islensk orð og spyr þá jafnan um fleirtölumyndir þeirra Mér er minnisstæð grein hans um kennmgar, Las kenningar, sem birt- ist í ritgerðasafni hans Historia de la eternidad Tilvitnanir eru margar i greminni, m a í Egil Skallagríms- son, og er skemmtilegt að kynnast Agli á spænsku Þá eru Ijóð hans ems og eftir nútímaskáld og glata síst af öllu reisn sinni fyrir það Ég þekki erlend skáld og bók- menntamenn, sem fengið hafa áhuga á íslandi og íslenskum bók- menntum eftir lestur verka Borges Þegar rætt er um íslenskar bók- menntir erlendis er það stolt íslend- mgs að geta vitnað til áhuga Borges á þeim í Ijóðum Borges eru áhrif frá íslenskum fornbókmenntum, einkum i vali minna, en hann hefur m a ort Ijóð um Snorra Sturluson Sjálfur játar* hann að hann eigi ís- lenskum fornskáldum þakkarskuld að gjalda, einkum beri smásagna- gerð hans þess merki í fyrra kom út á íslensku smásagnasafnið Suðrið eftir Borges í þýðingu Guðbergs Bergssonar Þessar sögur eru því miður fremur stirðlegar í þýðingunni þótt þær gefi sæmilega hugmynd um sagnaheim Borges Ljóð Borges eru áreiðanlega ekki auðþýdd, en til að þýða þau hefur Kristján Karlsson ekki skort kjark Fáein sýnishorn þýðinga hans hafa birst í Eimreið- inni Kristján er eins og kunnugt er vandvirkur og listrænn höfundur og leyfi ég mér að birta hér þýðingu hans á einu Ijóði Borges, Takmörk- unum: Það er lína í Verlaine, sem ég mun ekki muna lengur, það er stræti í grennd, sem er forboðið fótum mínum, það er spegill, sem hefur mig litið í síðasta sinn, það er hurð, sem ég hef að eilífu á eftir mér lokið. Af bókunum mfnum (sem ég er einmitt að skoða) ég opna ekki nokkra framar. í sumar hef ég fullnað fimmtíu ár; dauðinn eyðir af mér, viðstöðulaust. Dauðinn eyðir af mér, segir skáld- ið í þessu Ijóði frá 1923 Nú er hann orðinn 76 ára, verður 7 7 í ágúst, og ber þess ekki merki þótt blinda hans hái honum að sjálf- sögðu mikið Yfir súpudiski og súr- mjólk á Hótel Esju gerði hann að gamni sinu og handfjatlaði bækur sínar, sem hann var beðinn að árita, með nokkurri velþóknun Um sumar þeirra sagði hann að þær væru góðar Annars fer mestur timi hans nú í fyrirlestra Eins og áður hefur verið sagt frá í frétt í Morgunblaðinu hefur hann m a fjallað um Sweden- borg, Blake, Bjólfskviðu og blindu sína. Að eigin sögn segist Borges ekki lesa mikið af nýjum bókmennt- um, en vill gjarnan fá að vita hvern- ig íslensk skáld yrkja um þessar mundir. Það er ef til vill engin til- viljun að Borges hallast mest að islenskum skáldskap meðan íslensk samtímaskáld leita á framandi slóð- ir. Mig minnir að T.S. Eliot hafi bent ungum enskum skáldum á að kynna sér íslenskar bókmenntir, hans kyn- slóð hefði verið of gagntekin af hinum grísku og latnesku Ekki væri úr vegi að við gerðum okkur grein fyrir því sjálf hve mikil auðlegð er fólgin í fornum íslenskum bók- menntum. Ég held aftur á móti að flestum islenskum skáldum sé hin upprunalega hefð i blóð borin, sú hefð, sem skiptir mestu máli, en er ekki aðeins tryggð við form Hjá Borges er undirstaðan, hugsunin aðalatriðið Hann er lært skáld og sækir innblástur tíðum í verk ann- arra skálda Hann hefur sagt eftir- minnilega að hann liti fyrst og fremst á sig sem lesanda, síðan skáld og loks prósahöfund Það er mikilvægt hlutverk skálds að brúa bilið milli aldanna, leggja rækt við hið liðna með þvi að birta þekkingu sina í formi lifandi skáldskapar Hrein eftiröpun er aðeins til skaða Ég veit fá skáld, sem brúa betur þetta bil en Borges, en að minu mati er hann mestur i Ijóðum sinum. Fjölbreytnin er ein af furðum þeirra i Selected Poems 1923—1967 eftir Borges leggja mörg fremstu skáld enskrar tungu til þýðingar á verkum skáldsins Það eitt segir mikið um stöðu skáldsins Jorge Luis Borges í samtímanum. Fyrir okkur var það uppörvun að fá Borges hingað í heimsókn Hann gerði það, sem fá okkar treysta sér til: hældi íslensku veðráttunni Hug- ur hans til íslands er mótaður af ást og virðingu Og nú hlakkar hann til að koma heim til Buenos Aires eftir fall Maríu Peróns

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.