Morgunblaðið - 23.12.1956, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.12.1956, Blaðsíða 16
40 MORCUNRLAÐIÐ Sunnudagur 23. des. 1956 GOETHE-HÚSIÐ í FRANKFURT ÞAÐ var á 112 ártíð skáldsins Goethe þann 22. marz 1943 %ð brezkar sprengjuflugvélar fóru 1 leiðangur til borgarinnar Frank- furt am Main. Þær voru hlaðn- &r stórsprengjum og eldsprengj um og þegar þær höfðu steypt farmi sínum yfir myrkvaða borg- ina varð albjart sem um hádag væri. Mikill hluti borgarinnar stóð í björtu báli og þúsunöir borgara, manna, kvenna og barna létu lífið. Mesta bálið var i gamla bæj- arhlutanum. Þar hafði forðum verið aðsetur heidri manna hins mikla borgríkis, en Frankfurt var lengi sjálfstæð borg, eins konar ríki í ríkinu og sögufræg. Meðal þeirra, sem átt höfðu hús silt 1 þessu gamla, tigna hverfi var Johann Caspar Goethe, keisara- legur ráðsherra. Nákvæmlega á dánardegi sonar hans, sem geit hafði garðinn frægastan, gert húsið að ákvörðunarstað milljóna af pílagrímum, kom úr skýjum ofan sá eldur, sem grandaði því. Það var éinkennileg tilviljun. En svo gagnger var eyðileggingin að ekki stóð steinn yfir steini af hinu gamla húsi. Þegar farið var að grafa í rústirnar var alls ekkert eftir af byggingunni nema litl- ar leyfar. Aðeins kjallarinn, úti- tiöppurnar og 2 tröppur af mikl- um steinstiga í inngangssal húss- ins stóð eftir. Það er hið eina, sem nú er eftir af fæðingarhúsi Goethes. Svo leiknir erum við menn 20. aldarinnar í að eyði- leggja. ★ En hinir góðu borgarar i Frankfurt höfðu séð fyrir að svona gæti farið. Áður en ófrið- urinn komst í algleyming, var alít stórt og smátt tekið úr hús- inu og flutt á ýmsa fehistaði. Húsverðir Goethe-hússins ieituðu sér að felustöðum fyrir munina og svo vel tókst þeim, að ekkert af þeim varð fyrir skemmdum við flutning eða geymslu. Ailar myndir og bækur, húsmunir og smádót var flutt burt. Sýnishorn voru tekin af viðum hússins, veggjum þess og þaki, veggpappir og öllu öðru, sem ekki var unnt að flytja. Svo fóru heilar lestir til hinna útvöldu staða í Spessart, Vogelberg og Odenwald, í Main- Herbergi skáldsins. Æskuheimili Goethes hefur verið stórt og fagurt. Auðvitað bjó ráðsherrann einn í húsinu með fjölskyldu sinni. Gamli Goethe var strangur húsfaðir en yngri Goethe sagði eitthvert sinn að móðir sin hefði verið „bezt allra mæðra“. Goethe átti systur þá, sem Cornelía hét en ekki ann- að systkina. Um systurina eru ekki margar menjar í húsinu, því hún var snemma manni gefin og flutti þá burt með muni sína. Það er skemmtilegt að ganga um húsið og skoða það, því þar er margt, sem fyrir augun ber. En ekki eru tök á því að lýsa því öllu, heldur aðeins nokkrum her- bergjum, sem gefa um leið hug- mynd um hvernig höfðingjar 1 Mið-Evrópu bjuggu á fyrri tíð. En það fer ekki hjá því, þegar gengið er um slíkt hús, að ís- lendingi renni til rifja að hér á landi skuli nú nær engar rnmj- ar vera um hvernig höfðingsmenn bjuggu fyrr á tímum. Það væri Goethe-húsið. dalnum allt til Bamberg og í Tauberdalnum allt til Mergen- theim. Mununum var dreift á fjöldamarga staði. Einstöku góð- um borgurum var falið að gæta dýrmætra muna en þeir fóru með þá, eins og sjáaldur auga síns og biðu betri tíma. ★ Svo rann upp sú tíð að ógnir styrjaldarinnar voru liðnar hjá. Rústirnar í Frankfurt lágu ekki lengi óhreyfðar eftir að friður var aftur í landi. öllum var þeim rutt burt til að rýma fyrir nýj- um byggingum. Það var aðeins ein rúst, sem ætlað var sérstakt hlutverk en það var staðurinn þar, sem Goethe fæddist. Þar skyldi hið gamla hús verða end- urreist nákvæmlega eins og það var áður. Allt vai á reiðum hond- um tii þess, nákvæmar myndir og mælingar af hverjum krók og kima og sýnishornin af vegg- pappírnum og öðru, sem svo var gerð nákvæm eftirlíking af. Hin þýzka „Grúndlichkeit“ hafði séð fyrir því, að á þetta vantaði alls ekkert. Svo voru munirnir til, heilir og með tölu. Nú vantaði ekki annað en fé. En það skorti ekki heldur, því peningar streymdu að, jafnvel úr fjarlæg- um hornum veraldar og arið 1546 hófst endurbyggingin. En það var fyrst 5 árum seinna, sem hermi var lokið og þá var aftur settur vegvísir á aðalgötuna rétt hja þar sem á stóð: „Zum Goethehaus'*. Eftir þeim vegvísi rata nú ferða- langar víðsvegar að til hins end- urreista húss og sá, sem þetta rit- ar var einn í hópi þeirra þúsunda. gaman að eiga nú með ummerkj- um heimili Ólafs Stephcnsen, Bjarna landlæknis eða sr. Björns í Sauðlauksdal svo nefndir séu nokkrir íslenzkir fyrirmenn frá svipuðum tíma og gamli Goethe reisti sitt hús. ★ Kjallari hússins komst hjá eyði- leggingu og er þar gamall brunn- ur frá tíma Goethes og er vatnið úr honum enn hið bezta til drykkjar. í kjallarahvelfingunni er hinn svonefndi „lokasteinn", sem gamli Goethe lét höggva í stafi sonar síns — J. W. G. 1755 — honum til heiðurs og hornstein- inn — Lapis Fundamentalis — „L. F. 1755“ en yngri Goethe skrifaði um stein þennan á latínu á æskualdri að hann ætti að standa til loka heimsins", enda stóð hann af sér sprengjurnar, sem eyðilögðu húsið. Kjallarinn er mjög djúpur, sem stafar af því að húsið er byggt í hinu forna virkissíki, sem var í kringum borgina. Kom því oft fyrir að jarðvatn gekk inn í kjallarann og kvartaði móðir Goetnes yfir því að hún þyrfti á vorin að fara í bátkænu frá einni tunnu til annarar. Vísan í Faust: „Es war ein Ratt im Kellernest" stafar ef til vill frá æskuminningu Goethes frá_ þessum kjallara. Á stofuhæðinni er eldhúsið, sem hér er mynd af. Er það eins og forðum, sama eldstæðið og húsgögnin, sem móðir Goethes handlék. Var eldstæðið heilt í rústunum. Á hæðinni fyrir ofan eru mörg og allstór herbergi. Þar er „norð- urherbergið“ með gömlum for- feðramyndum. í fyrri daga var jafnan eitt herbergi eða salur þar sem safnað var saman öllum þeim myndum, sem til voru af fólki úr ætt húsráðenda. Er nú sá siður, illu heilli, af lagður víð- ast hvar að heiðra þannig minn- ingu forfeðranna. Nú mega „fjöl- skyldumyndir“ helst hvergi sjást. í „suðurstofunni" eru einnig margar myndir og eru sumar þeirra af vinum fjölskyldunnar. Svo er músikstofan og eru þar ýmis hljóðfæri svo sem sello, sem yngri Goethe kunni á. Á annarri hæð fyrir ofan stofu- hæðina er bókasafn Goethes Goethe á unga aldri. gamla. Ekki er það stórt. Þar eru stórir doðrantar, margir í fo.ío og er þar mikið um lagabækur en Goethe gamli var lögfræðing- ur og málflutningsmaður. M. a. er þar safn „forordninga" í 21 folíobindi. Þessu hafði karlinn sjálfur safnað saman og látið binda. Sumt er prentað en annað er skrifað og mikið af því með rithöndum þeirra feðganna. Ýmis legt er þarna, sem sennilega hef- ur orðið yngri Goethe til hvatn- ingar síðar meir svo sem ævisaga Götz von Berlichingen og útgáfa af verkum Torquato Tasso en báðar þessar sögupersónur urðu Goethe að yrkisefni. Margt aí bókum ættarinnar hefur komist til Weimar, þegar yngri Goet'ne flutti þangað og vantar þvi í safnið í Frankfurt. Er þar á meðal matreiðslubók, sem fylgt hafði ætt móður Goethes, öll hand- skrifuð, með allskonar uppskrift- um og „reseptum“ fyrir lyf sv® sem „hið keisaralega höfuð- og magapúlver". Sakna Vestur- Þjóðverjar þess, að þetta og margt annað skuli sitja þar aust- an við „tjald“ í Weimar. Á þessari hæð er „málverka- herbergið". Þar eru veggtjöld og mörg málverk og teikningar, þ. á. m. teikning eftir yngri Goetha en hann var góður teiknari. Goethe getur ýmsra þessara mynda í minningabók sinni: m Stiginn af stofuhæðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.