Morgunblaðið - 20.10.1974, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.10.1974, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. OKTOBER 1974 23 sinni grein til að gera nemendur sína færari í efnafræði. Þannig er það í öllum greinum. Áhugasamir kennarar fá aldrei nógan tfma til að kenna allt, sem þeir telja nauð- synlegt. Ég býst ekki við, að Helgi vilji láta fækka tímum I efnafræði til að auka við islenzkukennsluna, enda mundi það litt stoða að geta talað á gullaldarmáli um efna- fræði, ef ekki er heil brú i þvi sem sagt er um greinina. Og þá kem ég að enskunni. Ég er nú búinn að paufast við ensku- kennslu i yfir 20 ár og á enn eftir að hitta þann nemanda, alinn upp á íslandi, sem ekki kann meira í islenzku en ensku. Ég er hins vegar að mörgu leyti sammála Helga um kennslutilhögunina i tungumálum nú, en mín forsenda er sjálfsagt allt önnur en hans. Ég er I sjálfu sér alveg sammála Helga um það, að þýðingar eru veigamikill þáttur i tungumála- námi, einmitt til þess að „krakka- greyin“ finni samsvörunina, því að í skóla ná þau aldrei þeim tökum á erlenda málinu, að hugs- unin fari ekki fyrst og fremst fram á islenzku, hvað sem Helgi segir. Þýðingar eru nauðsynleg þjálfun í meðferð beggja mál- anna. Ef ég ætti hins vegar að fara út í að lýsa skoðun minni á tilgangi tungumálanáms, þyrfti ég meira rúm en mér er hér ætl- að. Að lokum vil ég aðeins benda á, að í ákafa sínum hefur Helga orð- ið það á að heimta samdrátt f tungumálakennslu, en lýsa jafn- framt yfir, að nota megi erlendar kennslubækur i háskóla. En mér er þá spurn: Geta stúdentar lesið bækur á tungumálum, sem þeim ekki hafa verið kennd eða þá svo lítið, að ekki er gagn að? Eigum við að setja alla okkar von á inn- blástur? Innblástur hefur sýni- lega komið til f mörgum þýðing- urn Helga úr „máli kúreka", en að slíkur innblástur grfpi stúdenta upp og ofan virðist mér harla vonlítið. Mér þykir leitt að þurfa að segja, að mér leiðist þjóðernis- þemba alls staðar, líka hjá ljúfl- ingum. Jón S. Guðmundsson Tímabær varnaðarorð Jón S. Guðmundsson, yfirkenn- ari við Menntaskólann í Reykja- vik svaraði eftirfarandi: Sjálfstæðisbarátta smáþjóðar er ævarandi, hefur vitur maður sagt. Ekki ætti það að eiga síður við um baráttuna fyrir varðveizlu sjálfr- ar þjóðtungunnar, helzta ein- kennis þjóðernisins. Þess vegna eru varnaðarorð Helga Hálf- danarsonar f rauninni ævinlega tímabær. Hann er að vísu þung- orður, en von er, að þeim manni, sem af mestri snilld núlifandi manna hefur islenzkað erlend öndvegisrit, falli þungt að sjá og heyra Islenzku máli eins herfilega misþyrmt og iðulega er gert. Ekki fer milli mála, að nú á dögum er það ein tunga aðeins, sem íslenzk- unni stafar hætta af, svo yfir- þyrmandi eru hin ensku áhrif orðin. Til munu vera þeir ungl- ingar, — og þarf raunar ekki ungt fólk til, — sem geta vart farið með óbrenglaða Ijóðlfnu á móður- málinu, en eru sisönglandi eitt- hvert enskt dægurvisnahröngl. Helgi Hálfdanarson kennir að nokkru leyti skólunum úm og að- ferðum þeirra í málakennslu. Undir það get ég tekið, þó með þeim fyrirvara, að ég hygg sumt í ádeilu hans koma nokkuð seint, a.m.k. að þvi er varðar þann skóla, er ég þekki bezt til, Menntaskólann í Reykjavík. Mönnum hættir til að hrekjast öfganna milli, og þegar „hin nýja málakennsla“ hófst hér fyrir all- ínörgum árum, var það talið nánast sáluhjálparatriði að þýða aldrei neitt á islenzku. Nú held ég, að þetta viðhorf sé talsvert breytt, þótt enn kunni einhvers staðar að eirpa eftir af fyrra ein- strengingshætti. — Um islenzku- Jkennsluna i „gamla skólanum" skal ég aðeins segja það, að til hennar er varið, enn að minnsta kosti, nokkru fleiri kennslustund- um e^i reglugerð um menntaskóla mælii*, fyrir um, enda ná þau ákvæði engri átt. Aðeins einu máli er helgaður lengri timi: ensku i máladeild! (Það skyldi þó aldrei vera, að þarna ættum vér Islendingar ' dálítið heimsmet?) Jafnframt er nú lesið drjúgum meira en fyrrum tfðkaðist af ýmsu þvi, sem bezt hefur verið ritað bæði að fornu og nýju hér á landi. Og svo bjartsýnn er ég — þrátt fyrir allt — að ég tel mig mega fullyrða, að móðurmálið sé ekki óvinsæl námsgrein meðal nemenda almennt og'jafnvel þvi vinsælli sem ofar dregur f skól- anum og skilningur á gildi þess vex. — En holl er ádrepa Helga Hálfdanarsonar, og hafi hann heill mælt. Leitum úrræða Kristján J. Gunnarsson, fræðslustjóri f Reykjavík svaraði spurningunni þannig: Fáir geta með meiri rétti gagn- rýnt, ef þeir sem standa vörð um varðveislu móðurmálsins, kynnu að sofna á verðinum, heldur en Helgi Hálfdanarson. Svo mikið hefur framlag hans verið í þágu fslenskrar tungu og bókmennta. Og ekki furðar mig þótt Helga ofbjóði, ef islenskt skólafólk er þess ekki umkomið að orða á ís- lensku einfalda hugsun af er- lendu máli. Við lestur greinar Helga varð mér Ijósara en ella, hversu mjög okkur skortir ýmsar forsendur til að meta stöðu islenskrar tungu f nútíð og fortíð, þannig að unnt sé með samanburði að kanna þær breytingar sem islenskan er að taka og öll mál eru á hverjum tíma undirorpin. Á grundvelli slíkrar upplýsingar eru fyrst skil- yrói til að úrskurða hvort gengið er til góðs eða „norður og nióur“. Fjöldi spurninga vaknar, sem ekki er unnt að fá svör við, að minnsta kosti ekki svör sem frem- ur eru studd rökum en tilfinn- ingu eða skoðun. E.t.v. væri fátt nauðsynlegra við leit úrræða til varðveislu tungunnar í ger- breyttu íslensku samfélagi heldur en að fá að minnsta kosti sumum slíkum spurningum svarað og fátt verðugra verkefni islenskum mál- visindamönnum. Breytt staða Að hverju leyti er aðstaða barna til að læra íslensku önnur nú en hún var? Þriggja kynslóða heimilið (afi og amma, faðir og móðir, börn) var hæfara til að skila málinu áfram litt breyttu en tveggja kynslóða heimilið. Hve miklu af uppvaxtarárum sfnum ver barnið í félagi fullorð- inna og hve miklu í hópi barna? Hér hefur orðið mikil breyting á, enljóster, aðþvi skemmri tima sem barnið er með fullorðnum og talar við fullorðið fólk, þvi færri kennslustundir fær það i móður- máli sínu, og því lengur sem það dvelur I hópi barna, verður það háðara barnamáli i orðaforða, málnotkun og framburði. Hvort tveggja hefur þetta snúist á verri veg hvað varðveislu og notkun málsins snertir. í slenska — skólar Er hægt að vinna það upp f skólum, sem þarna tapast? Hve mörgum islenskutímum þyrfti að bæta við vikulega til þess að svo mætti verða? Hversu mikið þyrfti fUIlorðinn uppalandi (fóstra, kennari) að geta talað við hvert einstakt barn, til að vinna upp þennan mismun nútfðar og for- tíðar. (Ekki má gleyma þvf, að á uppeldisstofnunum eins og barna- heimilum og skólum eru sam- skipti ekki eingöngu milli upp- alandans annars vegar og barn- anna hins vegar, heldur ekki sið- ur milli barnanna innbyrðis, enda óhjákvæmilegt og nauðsynlegt að svo sé). Mér finnst skorta rök til að geta svaraó þvi skilyrðislaust hvort hægt sé að búa þannig að skólum (og ekki síður barnaheimilum, en þangað koma börn stundum áður en þau eru altalandi) að þeir verði þess umkomnir að vinna upp þennan aðstöðumun. Með þvi er ekki sagt að ekki beri að endur- skoða íslenskukennslu skólanna, e.t.v. að umfangi og ekki siður innihaldi. tslenskukennslan hefur hingað til mest beinst að ritmáli og málfræði en fremur látið talmálið lönd og leið. Breyt- ing eins stafkróks i ritmáli veldur mönnum mun meiri áhyggjum en ýmis óheillatákn f framburði og málnotkun. Hversu margir myndu til dæmis vilja spara þá orku, tíma og fyrirhöfn sem það kostar að kenna ypsflon i ritmáli, til ráðstöfunar við kennslu tal- máls? Ef kennslu- og uppeldismark- mið skólanna væru jafn afgerandi og alls ráðandi I uppeldi þjóð- arinnar og margir virðast gera sér vonir um, þannig að varla þurfi annað en setja upp ákveðna for- skrift og styðja svo á hnappinn til að ná fyrirfram útreiknuðum ár- angri, væri margt öðruvísi en er (betra? verra?). En hér kemur fleira til. Þegar allt kemur til alls er dvöl nemenda f skólum ekki nema um það bil þrjár til sex klukkustundir á dag, oftast fimm daga vikunnar i sjö til niu mánuði Baldur Ragnarsson og stundum áhöld um, hvort má sin meira, það sem býðst innan skóla eða utan. Þetta á vissulega ekki síður við um móðurmál og erlend máláhrif en annað, en í þvf samhengi má minna á fjölmiðla, kvikmyndir, dægurlög o.fl. o.fl. í þessu samhengi má minna á, að varðveisla móðurmálsins er e.t.v. háðari tísku, tfðaranda og þjóðerniskennd en mörgu öðru. Þyki það eitthvað til að státa af, að geta fremur þýtt islensku á erlent mál heldur en erlent mál á fslensku (en sú staðhæfing getur allt eins verið tilfundin eins og raunveruleg) er það út af fyrir sig óheillamerki. Að gefinni for- sendu sem þessari, gæti t.d. þjóð- ernisvakning, sem fyndi sér far- veg innan skólans, orðið árangursrikari til stuðnings móðurmálinu en fjölgun kennslu- stunda í því ein saman. Dekur skólanna við málanám Á að kenna erlend tungumál í skólum? Ef svo er, þá á hvaða skólastigum og hve mörg? Þessar spurningar eru ekki sérstæðar fyrir íslenskar aðstæður, þeirra hefur verið spurt og þeim svarað i flestum löndum. Svörin eru nokk- uð mismunandi. Áhrif hefur hvort þjóð býr við stórt málsvæði eða litið, hvaða árangri er stefnt að við námslok, hvert er greindar- far nemenda, hvort um er að ræða einkaskóla eða almenna skóla og fleira. í löndum þar sem takmark- ið er að nemandi geti við námslok notfært sér erlent mál með þeim hætti, að málaerfiöleikar verði ekki téljandi hindrun samskipta, er málanámið langvfðast hafið í barnaskóla, oft við'fellefu eða tólf ára aldur en stundum níu eða tiu ára. Reyndin er sú, að það kostar mikla vinnu og fyrirhöfn að nema erlend tungumál að því gagni að ekki sé mest um sýndarmennsku að ræða, og þvi fyrr sem það er hafið, þvi auðveldara. Auðvitað er fljótlegra að læra tungumál með dvöl og kennslu (beinni eða óbeinni) f landinu sjálfu, en það er þvi miður kostnaðarsamari að- ferð en allur þorri fólks hefur efni á. Ég fæ heldur ekki alveg skilið, hvers vegna sá sem fer utan nemur „að jaf naði nógu vel á örskömmum tima mál þeirrar þjóðar, sem hann gistir, þótt hann sé aðeins orðabókarfær í upphafi dvalar", eins og H.H. segir í grein sinni, ef sá hinn sami getur hvorki orðið talandi eða skrifandi á sitt eigið móðurmál, sem hann hefur þó alist upp við frá blautu barnsbeini. Margar þjóðir stórar og smáar búa við tvær jafn réttháar þjóð- tungur, ýmist skyld mál eða ólík. Við þær aðstæður hefst málanám- ið venjulega I barnaskóla, þar sem nemandinn hefir annað mál- ið sem móðurmál, en hitt málið er honum einnig nauðsynlegt að geta tileinkað sér og stundum skylt. Vegna umræðuefnis, sem hér er á dagskrá væri fróðlegt að afla gagna um, hvort skaðlegar víxlverkanir milli tungumála eiga sér stað, þar sem þessar aðstæður eru fyrir hendi. Á meðan erlend málakennsla hófst fyrst á gagnfræðastigi (og siðan eru raunar aðeins fá ár) var því oft haldið fram (án nokkurs rökstuðnings) að gagnfræðingar, ef ekki einnig stúdentar, gætu hvorki talað, skilið né skrifað og laklega lesið þau erlend mál, sem þeir höfðu numið. Alhæfing af þessu tagi er auðvitað fráleit og verður hvorki sönnuð né af- sönnuð. Fjöldi fólks hefur í þessu efni fyrir sér eigin reynd og getur þá hver svarað fyrir sig. íslenska á islandi Margar stoðir renna undir það að t.d. i opinberum samskiptum við aðrar þjóðir, (ráðstefnur, mót- tökur og annað slfkt), sé af hálfu íslendinga islenska notuð á is- landi, túlkuð á annað mál þegar þess gerist þörf og mál erlendra gesta sé túlkað á fslensku, mæli þeir ekki á islenska tungu. Ég tek undir þá skoðun H.H., að mér finnst í þvi felast óþarfa undir- lægjuhættur að þóknast útlend- ingum með þvi að sniðganga móðurmálið við slik tækifæri, eins og altftt er, enda þótt við- staddir Islendingar skilji þau er- lendu mál, sem notuð eru. Hitt er svo annað ef beita á þessari reglu í öllum almennum samskiptum innlendra og erlendra á fslenskri grund myndi það i reynd rjúfa mörg tengsl, sem okkur eru mikil- væg, vegna þess að ísland er i þeirri stöðu að við þurfum meira að sækja til annarra þjóða en þær til okkar. J af nf ramt því, að við gerðu m þ að að skýlausri kröfu, að Islenskayrði notuð á íslandi, t.d. f sambandi við viðskipti, yrðum við að gera þá kröfu til sjálfra okkar að tala mál hverrar þjóðar, sem við ættum viðskipti við i heimalandi hennar. Ekki yrði það til að létta íslendingum tungumálanám. (Guð hjálpi okkur um það leyti, sem við verðum farnir að selja skreið til allra Afríkuríkja, að maður nú ekki tali um Japan!) Ég býst við að þrátt fyrir allt sé það töluvert hagræði fyrir islendinga, sem eru hlutfallslega háðari verslun og viðskiptum en flestar aðrar þjóðir, að geta komist upp með að nota ensku sem viðskipta- mál næstum hvar sem er I heim- inum. Að standa eða falla öllum tslendingum ætti að vera ljóst, að varðveisla tungunnar er forsenda tilveru okkar sem þjóðar, sem og það að ekki er sjálfgefið að sú varðveisla takist. Gefa ber gaum að hættumerkjum, greina orsakir þeirra af raunsæi fremur en tilfinningahita, og kosta hverju því til sem raunveru- lega getur úr bætt. öllum hlýtur einnig að vera ljóst, að hversu göfug sem tunga okkar er og okkur dýrmæt, getur hún aldrei orðið okkur tæki til þeirra sam- skipta sem við þörfnumst við aðrarþjóðir. Ef það sýndi sig, gagnstætt reynslu annarra þjóða, að erlend málakunnátta stefni móður- málinu f hættu, ættum við aðeins um tvo valkosti: að byggja múr einangrunar umhverfis tungu okkar og menningu, eða fórna tungu okkar og menningu fyrir samskipti við aðrar þjóðir. Hvor þessara leiða sem er, myndi að mínu mati fela i sér glötun. Sumir kunna að visu að gæla við þá hugsun, að menntun og þar með málakunnátta og beinn aðgangur hvers einstaklings að andlegum og verklegum menningarverð- mætum annarra þjóða, þurfi ekki að vera almennings eign, heldur fárra útvaldra eins og biblfan forðum. En þeir dagar eru liðnir. Islendingar geta ekki framar lifað í einangrun og verið sjálfum sér nógir, ef það er þá annað en goðsaga að þeir hafi nokkru sinni getað það (þeir féllu úr hor, drógu fram Iffið á gjafakorni og mændu bjargþrota eftir fyrstu vorskipum). Islendingar nútimans eru kröfuhörð þjóð. Ef framleiðsla þeirra og viðskipti við aðrar þjóðir geta ekki haldið uppi lífs- Halldór Halldórsson kjörum eins og best gerist, hefur það sýnt sig að tilhneiging er til að flótti bresti í liðið og þeir sem hlutgengir eru á alþjóðamarkaði gætu leitað annarra landa. Ef svo færi yrði eftir skilin sundruð hjörð, úrræða-ogforystulítil, sem tæplega yrði þjóð til langframa. Eg efast um, að bölsýnismanni á framtið islenskrar þjóðar, sé ekki illspá af þessu tagi nærtækari og f raun trúverðugri heldur en sumt annað, sem þó oftar er nefnt. Efnahagsleg rangarök þjóða eiga sér nefnilega ekki sfður stað en menningarleg, nema saman fari, sem liklegast er. Leiðin til þess að svo fari ekki, er að islensk menning haldi áfram að vera vaxtarspróti er dregur næringu úr erlendum menningarstraumum, svo sem áður var, og endurnýi sig jafnt á verklegum sem andlegum svið- um. Framtið islendinga byggist á því að þjóðin sé i öllum skilningi nægilega sterk til að umgangast erlend áhrif án þess að verða þræll þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.