Morgunblaðið - 12.09.1974, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.09.1974, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1974 25 BRUÐURIN SEIví HVARF Eftir Mariu Lang Þýðandi: Jóhanna Kristjónsdóttir 51 en eyrun stæðu á stilkum. Og meira að segja Gretel sat hreyf- ingarlaus og horfði á hann. Eina hljóðið, sem heyrðist, var rigning- in á gluggunum ... — Meginmál- ið er og verður að mfnum dómi þessi spurning: HVERS VEGNA HVARF ANNELI? — Jú, við vitum, að á föstudags- morgun fékk hún bréf frá Mats Norrgárd, þar sem hann sagðist bíða hennar í sumarhúsinu, þar sem þau höfðu átt sitt ákafa en skammvinna ástarævintýri fyrir fjórum árum. Persónulega hef ég þá skoðun, að tilraun Jóakims með brúðarvöndinn hafi verið það, sem gerði útslagið og gerði það að verkum, að hún tók ákvörðunina um að fara til hans — En, hélt hann áfram, — hvorki bréfið né blómvöndurinn duga þó nema að litlu leyti til að skýra hegðun hennar. Þetta tvennt getur að vísu skýrt, hvers vegna hún lét undan skyndilegri hugdettu og stökk upp í bílinn til Lars Ove og ók með honum til Hammarby og hvarf þar á vit elskhuga síns. En þó svo að hún hefði verið yfir sig ástfangin af Mats Norrgárd er það ekki nóg til að skýra, að hún var hjá honum í tvo sólarhringa. Og með fram- komu sinni olli hún foreldrum sínum og unnusta sorg og hneykslaði íbúa þorpsins, sem voru að búa sig undir brúðkaup hennar. Ef hún var eins og þið hafið lýst henni fyrir mér, hefur eitthvað fleira komið til. Vilja- sterk, heiðarleg, áreiðanleg. Kona, sem aldrei gerði neitt í fljótfærni, heldur að yfirveguðu ráði og hafði jafnan stjórn á skapi sinu. Svo gerist það allt f einu, að hún hegðar sér á þann hátt, að þið segið, að ÞAÐ SÉ ALLS EKKI LlKT HENNI ANNELI! Hún virðist sjálf hafa gert sér fulla grein fyrir því. „Mér þykir ákaf- lega leitt að svona skyldi þurfa að fara,“ sagði hún við Lars Ove. En hún sagði honum hún hefði ekki átt annarra kosta völ. Það hljómar í mínum eyru sem hún hafi gert þetta af yfirlögðu ráði og verið sér algerlega meðvitandi um hvaða afleiðingar framkoma hennar myndi hafa. Því spyrjum við um skýringu á Gamli garðyrkjumaðurinn getur látið allt vaxa nema hárið á höfði sér. _______________ I þvf hvers vegna hún allt í einu ■ þegar hún er orðin tuttugu og * fimm ára, þverbrýtur allar reglur, I sem fram að þeim tfma höfðu | verið ákveðandi fyrir hegðun . hennar. Hún sagði Lars Ove, að eitthvað | voðalegt hefði gerzt. Hún upp- . götvaði eitthvað, sem olli henni ' þvflíku hugarangri, að hún sá | ekki annan kost vænni en leita | skjóls í faðma Mats Norrgárd. • „Hefur þú nokkurn tíma orðið ' fyrir þvf, að manneskja hafi | brugðizt þér. Ekki hver sem er, 1 heldur manneskja, sem þér þótti J ákáflega vænt um?“ sagði hún við I Lars Ove. Christer þagnaði andartak, eins I og til að koma fullri reiðu á . hugsanir sínar og kveikja í pípu I sinni. Snarkandi hljóðið var það | eina, sem heyrðist í stofunni... — Áður en ég vík að vandamál- ’ inu — þar á ég við þau svik, sem I hún taldi sig hafa verið beitt, og | hver stóð fyrir þeim, ætla ég að | dvelja um hríð við aðra hlið máls- I ins. Hvenær og hvernig upp- | götvaði hún þessi svik? Það hlýt- ■ ur að hafa gerzt á föstudaginn. ' Þrátt fyrir bréfið, sem hún fékk | frá Mats virðist hún hafa verið í I bærilegu góðu skapi við morgun- verðarborðið. Því næst á hún að • fara og máta brúðarkjólinn og | fara f hárlagningu.... Segðu mér . Leo, hefurðu haft samband við * saumakonuna? — Já, sagði | Bergren. — Hún segir, að Anneli j — Slagsíðan Framhald af bls 10 og þeir tala ekki um þaS, að Willy sé á villigötum. Raunar er verkið enginn stórkostlegur skðldskapur — enda IftiS rúm fyrir slfkt innan sannsögulega rammans — en þaS hittir engu aS sfSur í mark, þaS snertir áhorfendur. f raun og veru er vart hægt aS lýsa verkinu nákvæmlega. Allir þekkja sögu Bftlanna, þ.e. muna eftir hinum ýmsu merkisatburSum ferils þeirra. En samhengiS vantar kannski — og þvf samhengi er erfitt aS lýsa meS orSum f stuttri blaSagrein. Nægir aS segja, aS Willy Russell tekst aS draga upp skýra mynd af þeirri óbærilegu pressu, sem frægS og frami hafa f för meS sér fyrir einstaklingana, þeirri pressu, sem ð endanum sligar þá svo mjög, aS þeir vilja allt til vinna aS sleppa út úr sýn- ingarsölunum, út úr sviSsljósinu, vilja hætta aS vera útstillingar, lifandi brúSur, vilja vera mann- eskjur á ný. John Lennon er f upphafi sýndur sem ruddalegur, sjálfsánægður hljómlistarmaSur — en undir niðri þjakar hann vanmáttarkenndin, tilfinningin um getuleysi f samkeppninni miklu og kapphlaupinu upp á frægðar- tindinn. John veit, aS f honum býr eitthvað merkilegt, en hann er hræddur um aS það komist aldrei á framfæri. Hinir Bftlamir eru ekki dregnir eins skýrum dráttum; það er eins og þeir láti stjómast af John. — svo kemur frægSin, sem þá dreymdi um, og allt er Ijómandi gott til að byrja með — þar til þeir finna hverju þeir eru aS tapa, sjálf- stæði sfnu sem einstaklingar. Og þá er fyrst leitað á náSir ffkniefn- anna, sem aðeins veita stundar- frið, en sfSan er samstarfinu slitið. Velvakandi svarar í sima 10-100 kl. 1 0.30 — 11.30, frá mánudegi til föstudags. 0 Ásta Hallgríms- son söng ekki þjóðsönginn í Dómkirkjunni 1874 Elfsabet Arnadóttir Aragötu 15 skrifar: „Miðvikudaginn 28. ág. s.l. er grein i Velvakanda með yfir- skriftinni „Ásta Hallgrímsson söng þjóðsönginn í Dómkirkjunni 1874.“ Þar segir svo: „Nýlega kom fram fyrirspurn frá frú Jóhönnu Rokstad hér í dálkunum um það, hver hefði sungið þjóðsönginn við frum- flutning hans í Dómkirkjunni árið 1874. Ragnheiður Jónsdóttir hafði samband við okkur og sagði hún Ástu Hallgrímsson hafa sungið þjóðsönginn við þetta tækifæri. Þegar frumflutningur- inn fór fram, var Ásta kornung. Hún var fædd 1857, þannig að hún hefur ekki verið nema 17 ára, þegar þetta var. En þegar hún stóð á tvítugu, giftist hún Tómasi Hallgrímssyni, lækni.“ Þar sem hér er um misminni að ræða, sem enn hefur ekki verið leiðrétt, vil ég fara um það nokkr- um orðum. Frú Ásta Hallgríms- son var stödd í Kaupmannahöfn 2. ág. 1874, sama dag og þjóðsöng- Frú Asta Hallgrfmsson urinn var fluttur í Dómkirkjunni, og vík ég nánar að því siðar. En athugum fyrst, hvað Brynleifur Tobíasson segir I bók sinni, „Þjóð- hátíðin 1874“, en þar segir svo: „Söngurinn í kirkjunni undir stjórn Péturs Guðjohnsen organ- leikara þótti áhrifamikill. Sálmar, sem Helgi Hálfdánarson, sfðar lektor, hafði ort við þetta tæki- færi, voru sungnir. Og nú var i fyrsta sinn sunginn sálmur sr. Matthiasar Jochumssonar, er síðarvar þjóðsöngur vor, „Ö, Guð vors lands“, undir hinu fagra lagi Sveinbjarnar Sveinbjörnssonar, tónskálds. Hafði lofsöngur þessi djúp áhrif á marga þá, er hlýddu." Ekki er það nefndur eingöngu á nafn, en vafalítið hefði það verið gert, ef um einsöng hefði verið að ræða. Ég hafði fyrir mörgum árum lesið viðtal, sem Valtýr Stefáns- son ritstjóri átti við frú Ástu Hall- grímsson. Þar var m.a. sagt frá heimili Jóns Sigurðssonar forseta í Kaupmannahöfn og útför þeirra hjóna hér heima. Viðtal þetta er birt í bókinni „Myndir úr þjóðlíf- inu. 50 viðtöl“, útg. 1958. Þar sem ég þekkti fjölskyldu frú Ástu nokkuð, var mér þetta viðtal minnisstætt, og þegar ég svo las greinina í Velvakanda varð mér ljóst, að þar gætti misskilnings. I áðurnefndu viðtali segir frú Ásta sjálf, að hún hafi sungið einsöng við útför Jóns Sigurðssonar og frú Ingibjargar Einarsdóttur, konu hans, er fór fram í Dómkirkjunni 4. maí 1880. (Viðtalið fór fram 13. febr. 1938). 0 Á heimili for- seta árið 1874 Gef ég nú frú Ástu orðið: „Ég var 7 ára, er ég kom fyrst á heimili forsetans við Östervold í Höfn. Þá voru foreldrar mínir vetrarlangt i Kaupmannahöfn með okkur öll börnin. Bauð Lefolii kaupmaður okkur að vera þar. Mér er öll sú ferð minnis- stæð, farþegarnir og viðkomu- staðirnir. Tfu árum seinna, árið 1874, kom ég oft á heimili for- seta,“ segir frú Asta enn fremur. „Þjóðhátíðardáginn 2. ág. 1874 var ég boðin i miðdegisveizlu til forseta. Aðalveizla Islendinga í Höfn þennan dag var, sem kunn- ugt er, á „Skydebanen". En ein- hvern veginn fór það svo, að allt kvenfólk var útilokað frá veizlu þeirri. Edwald Jónsson, læknir, hafði boðið mér þangað, áður en sú ákvörðun var tekin. Má nærri geta, að mér þótti súrt í broti að fá ekki að vera með. Ég fékk þó þessa uppbót, að ég var boðin til forseta til matar kl. 4 e.h. Höfðu þau hjónin þá boðið nokkrum is- lenzkum konum. Karlmenn voru þar engir gestkomandi. Jón Sigurðsson sat til borðs með okkur og var hinn reifasti. Ekki hélt hann ræðu, en skál íslands var drukkin. Svo fór hann að borðhaldinu loknu til þess að vera kominn á „Skydebanen", er veizl- an skyldi byrja þar kl. 6. Hann kvaddi okkur allar með kossi, er hann fór. Hann hafði þann ís- lenzka sið, Forsetinn, að kveðja með kossi. En frú Ingibjörg sat heima þennan þjóðhátíðardag með gestum sínum.“ 0 Fyrsti einsöngur á íslandi? „Mig óraði ekki fyrir þvi þá,“ segir frú Asta Hallgrímsson, að lokum, „að ég skyldi verða til þess að syngja yfir þeim hjónum látn- um, en tildrögin voru þessi: Landshöfðingjafrúin, Olufa Fin- sen, f. Bojesen, var mjög „músik- ölsk“ kona. Þegar Friðrik kon- ungur VII dó, var Finsen búsett- ur í Sönderborg. Þá samdi frúin útfarakantötu eða sorgarlag fyrir einsöng og kór. Þegar farið var að undirbúa útför forseta- hjónanna hér var ákveðið að nota þetta tónverk landshöfðingjafrú- arinnar og orti Matthías Jochums- son við það saknaðarljóð, sem sungið var I Dómkirkjunni, en siðar æfði frúin sjálf sönginn." Úr ljóðaflokki þessum set ég hér þessi áhrifamiklu erindi: Solo (sopran): Fjallkonan hefur sitt harmalag, hjartað stynur af mæði: „Börn mín ég faðma fast I dag — faðma þau látin bæði.“ Solo (bassi); Fjallkonan syngur sorgarlag: „Sárt er mitt hjarta tostið, skjöld minn og sverð ég sé I dag, sundur í miðju brostið." Kór: Nei, stilltu harm þinn: Vjð hverju er hætt? Er herrann ei sjálfur í stafni? Vér trúum á Guð. — Ó, sofið sætt í signuðu Frelsarans nafni! (M.J. Ljóðm. 1936, bls. 13). „Ég lét tilleiðast að syngja sópr- an-einsönginn“, segir frú Ásta enn fremur. „Mér liður aldrei úr minni það augnablik, er ég hóf sönginn upp við orgelið í Dóm- kirkjunni. En hver maður i kirkj- unni sneri sér við, svo að mann- söfnuðurinn, sem ég hafði áður séð aftan frá, varð eintóm hvit andlit. Ég veit ekki betur en þetta hafi verið i fyrsta sinn, sem opin- berlega var sunginn einsöngur á íslandi. Ég var 23 ára gömul. Ég kveið svo fyrir, að einn úr kórn- um, Ásgeir Blöndal, sótti handa mér hoffmannsdropa út í apótek til að hafa við höndina, ef á þyrfti að halda, en þeirra þurfti ekki með sem betur fór. Þegar við gengum frá kirkjunni sagði ég við manninn minn, að þetta gerði ég aldrei aftur, að syngja einsöng opinberlega, og það efndi ég.‘ Dr. Jón Helgason, biskup segir í bók sinni: „Þeir, sem settu svip á bæinn“ (útg. 1941): „Þessi ágæta kantata heyrðist hér í fyrsta skipti við útför Jóns Sigurðssonar og vakti ekki hvað minnsta at hygli fyrir einsöng þeirra frú Ástu Hallgrímsson og Steingrims Johnsen, en einsöngur við útför hafði þá ekki heyrzt hér á landi áður.“ Það er vissulega þess vert að halda þessu atviki a lofti, ekki sízt ef þetta hefur verið í fyrsta sinn, sem einsöngur hefur verið sung- inn hér á landi. Ekki þarf að furða sig á þvi, þó að karlmennirnir I kirkjunni hafi snúið sér við, þegar frú Ásta byrj- aði að syngja, þá 23 ára gömul, svo glæsileg var hún og röddin lika. Konurnar sátu allar uppi á lofti, þær, sem fengu að vera viðstadd- ar. Frú Ásta andaðist 29. marz 1942; mjög hlýleg minningargrein um hana, er i Morgunblaðinu 8. apríl 1942 eftir Valtý Stefánsson ritstjóra. Elisabet Arnadóttir." Þeir félagar vita, að þeir geta ekki haldið áfram að vera Bítlamir og einnig lifað sínu eigin llfi; annað hvort verður að vtkja. Þeir reyna að skapa sér sjálfstæðan feril, hver upp á eigin spýtur, en árangurinn verður misjafn, fyrst og fremst vegna þess, að heimur- inn vill ekki hætta að líta á þá sem Bftlana. Það er litlu auðveldara að vera fyrrverandi Bttili en Bftill. í upphafi verksins er Bert að segja frá þvf, að Bftlarnir ætli sér að koma saman eitt kvöld og spila á hljómleikum f Liverpool án þess að láta nokkurn vita. Hljómsveit Pauls, Wings, á að halda þar hljómleika, en Bftlarnir ætla að hlaupa f skarðið á sfðustu stundu. En enginn má frétta af þessu fyrr en allt er um garð gengið. En flýgur fiskisagan. Nokkrum stundum áður en hljómleikarnir eiga að hefjast. kemst blaðamaður f málið og á svipstundu fyllast búningsherbergi hljómleikahúss- ins af sjónvarpsmönnum, eigin- handaráritanasöfnurum — og fjáraflamönnum, sem ætla að græða á þessari endurkomu Bftl- anna. Og þá verður Bftlunum það Ijóst, að draumur þeirra um hfjóm- leikana fær ekki að rætast — og getur aldrei rætzt. Þeir yrðu ekki meðteknir sem menn, heldur sem söluvara. Það er þvf Ringo, sem kemur með lokasvarið; hann býð- ur sjónvarpsfólkinu, blaðamönn- unum, fjármálabröskurunum, að- dáendunum upp á nýja stjörnu, sem hæfir tfmanum: Bert, gamli vinurinn, er dubbaður upp f glitr- andi galla og gerður að stjörnu á svipstundu, á meðan Bitlarnir læð- ast út um bakdyrnar. -sh. i : i i i i i i »«. IRorgunWaþjíi margfnldor markað uðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.