Morgunblaðið - 14.03.1973, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.03.1973, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14, MARZ 1973 í *tuttu máli Goshávaði til lands Hvolsvelli, 13. marz. Héðan er allt það bezta að frétta og blessuð blíðan. Það er farið að síga talsvert úr vegum og útjörðum, en þó er fremur dökkleitt yfir að líita vegna ösk'unnar sieim hefur borizt frá gosinu í Eyj- um. Það ber talsvert mikið á ösku í Landeyjum og V- Eyjafjöllum. Mosinn verður svartur og landið fremur leið inlegt að sjá. Fólk hefur stundum vaknað hér upp um nætur vegna hávaða og loft- þrýstings frá gosinu og það hefur hrikt hér í rúðum og húsum. —- Ottó. Allt á kafi í fiski Súgandafirði, 13. marz HÉR er allt á kafi i fiski og i gær komu 100 tonn hér á 'land. Bátarnir voru með 14— 20 tonn eftir róðurinn. Mjög mikil vinna er hér og unnið 2—3.kvöld í viku, en alls eru hér um 60 aðkomnir sem vinna við fiskinn. Þó vantar ennþá karlmenn. Nýja frysti húsið hefur reynzt vel og af- köstin eru góð því það er létt að vinma þrátt fyrir mikinn afla. — Halldór. Fínt fínt til himinsins Grenivík, 13. marz ÞAÐ er komið vor hér eða svo gott sem, 10 stiga hiti, glaða sólskin og fínt, fínt til himins ins. Aliur snjór er að fara, en fiskiríið er tregt. Það hefur gefið fremur illa á sjóinn, en vinnureytingur hefur nú ver ið samt sem áður og i gær- kvöldi var unnið til kl. 11. Þetta fer sjálfsagt að lagast. — Björn. Loðnan búin að fylla á Bolungarvík Bolungarvík, 13. marz HÉR er allt orðið fullt af loðnu og í þró bræðslunnar eru 2400 tonn, en hún tekur ekki meira. Annað eins, eða 2400 tonn, er búið að bræða hér. Reykjaborgin kom hér til hafnar í kvöld og ætlaði að landa einhverju af loðnu í beitu, en hvað verður um af- ganginn veit ég ekki ennþá. Verksmiiðjan hér vinnur 180— 200 tonn á sólarhring. Afli bolfiskbátanma hefur verið sæmiliegur þegar það hefur gefið, en það er ekki mikill steinbítur i aflanuim ennþá. — Hallur. Loðnuþróin sprakk Tálknafirði, 13. marz. Héðan er heldur slæmt að frétta, við vorum að basla við loðnuna eins og aðrir, en þróin hjá okkur sprakk í dag. i 200 tonn af 300, sem voru í þrónni, fóru aftur í sjóinn þegar loðnan rann niður í fjör una úr sprunginni þrónni. Við vorum búnir að bræða j> um 400 tonn af loðnunni, en S fyrr hefur loðna ekki verið | brædd hér. Geysilegt fiskiri er hér hjá bolfiskbátunum og hafa þeir komizt upp í 20 tonn á línu. Aflinn er svo til allur þorsk- ur, en einnig talsvert af stein- bít. Bátarnir héðan verða að landa á öðrum fjörðum, þvi við ráðum ekki við allan þenn an afla. Hér er unnið dag og nótt á meðan fólkið stendur á löppunum. — Jón. Hásetar heimta herskipavernd Togararnir sigla á hver annan og áfram klippa varðskipin VAKÐSKIPIÐ Þór skar í fyrra- kvöld um klukkan 22.30 á ann- an togvír brezka togarans Irv- ana FD 141. Togarinn var að veiðum 34 sjómílur fyrir innan fiskveiðitakmörkin suður af Sel vogsvita eða á Selvogsbanka. í fyrrakvöld rákust einnig á á miðunum fyrir Norðausturlandi tveir brezkir togarar, Arsenal GY 48 og Aldeshot GY 612. Báð- ir togararnir skemmdust, en engin slys urðu á mönnum. Þá heimtuðu hásetar á brezka tog- araflotanum í gær herskipa- vernd og talsmaður þeirra sagði í skeyti til ráðuneytisins, að brezkir togarasjómenn hefðu aldrei verið eins svartsýnir og einmitt nú. 1 einkaskeyti til Morgunblaðs- ins frá Associated Press er skýrt frá því, að togararnir Ar- senal og Aldershot hafi rekizt á hvor arnrnan, er þeiir átltu í við- ureign við varðskipið Ægi. Tals maður Sambands brezkra tog- Morgunblaðið bar þessa frétt undir talsmann Landhelgisgæzl- unnar, Hafstein Hafsteinsson í gær. Hafsteinn sagði að frétt þessi, þ.e. um aðild Ægis að árekstrinum væri álíka ábyggi- leg og frétt höfð eftir yfirmanni á Englishman, er hann var spurður um það hvort dráttar- báturinn hefði gert tilraun til þess að sigla á Ægi. Sagði yf- irmaðurinn þá að Englishman hefði ekki komið nær Ægi en hálfa sjómílu — en samkvæmt sjónvarpsmyndum frá í gær- kvöldi voru skipin mjög nálægt hvor öðru þennan umrædda dag. Togarinn Aldershot kom áður við sögu L fréttum hinn 18. októ- ber. Þá lenti skipið einnig í á- rekstri — þá við varðskipið Ægi og skemmdi þá lunningu varðskipsins aftarlega á stjórn- borða. Bæði Aldershot og Ar- senal voru i gær á leið til Fær- Framhald á bls. 20 I gær var iinnið við að taka ís um borð í Bjama Benediktsson, en fieiri togarar voru ísaðir um helgina, til þess að hafa allt klárt ef togaraverkfallið leystist skyndilega. — Ljósmyndari Mbl. Ól.K.M. araeigenda sagði i gær, að á- reksturinn hefði orðið, þegar togararnir hafi verið að fram- kvæma varúðarráðstafanir vegna Ægis, sem hefði verið í vígahug. Talsmaðurinn sagði um aðgerðir Ægis i þessu sam- bandi: „Þessi aðferð varðskips- ins er ný og hættuleg og það er heppni að enginn skuli hafa farizt í þessum aðgerðum." 1 skeytinu segir ennfremur að -gott hiaifi veirið í sjó, þegar árekstuairtin vanð og bre^ka eft- irlitsskipið Miranda hafi verið í nálægð. Orða- bókum stolið 1 FYRRINÓTT var brotizt inn í fornbókaverzlunina Bókina á Skólavörðustíg 6. Einhverju var stolið af bókum, en við fyrstu sýn var ekki að sjá að það hefði verið mikið. Meðal þeirra bóka, sem saknað var, voru dönsk-ís- lenzk og þýzk íslenzk orðabók. Eyjar: Kyrrt bæjarmegin, hreyfing til austurs Flakkarinn sveigir til austurs Einar Sveinsson, húsameistari Reykjavíkur. Vestmannaeyjum í gærkvöldi frá Sigurgeir Jónassyni. M.IÖG óverulegar breytingar eru hér á eldstöðvunum dag frá degi. Þó er heldur minni loft- þrýstingur hér í dag en í gær. Þó hefur verið austanátt í allan dag. Öskufall hefur verið mjög óverulegt. f.ítil sem engin breyt ing er á hraunkantinum bæjar- megin, nema þá helzt á sama stað og undanfarið við Leiðar- vörðuna, en þar hefur jaðarinn færzt uni einn metra síðan í gær. Ekki er hægt að tala um rennsli, heldur hrun af þrýst- ingi. Iæiðarvarðan stendur enn- þá þrátt fyrir að hraunranar eru komnir beggja megin við hana að austan og sunnan, en u.þ.b. 15 metra geil er i kringum Vörð- una. Flakkarinn fór rúma 20 metra síðasta sólarhring og er stefnan nú aðeins austan við norður, en fram til þessa hefur stefnan ver ið á norðnorð-vestur. Mesta rennslið er á sama stað og i gær, til suðausturs austur af Urðunum og þar á fremsta rana er rennslið nær 1 m á klukkustund á 200 metra breiðu belti. Hæsti punktur Foldu var Skoðunartíma bifreiða breytt? 1 FRÉTTABRÉFI frá Bílgreina- sambandinu kemur það fram að áformað er að lengja skoðunar- tímabilið um einn mánuð, þann- ig að það standi frá 1. marz og til 1. desember, en þá er jafn- framt í athugun að fella niður skoðun í júlímánuði. í gær nær 220 metrar, en Foldu nafnið er nú orðið nokkuð fast í tali manna hér. Túnin, sem eld keilan kom upp úr voru ræktuð á landi, sem áður fyrr hét Fold- ir. Það hefur komið i ljós að eldri mælingar á austurkanti hraunsins voru 70 metrum of langar. Gasmælingar frá i dag sýna allverulega aukningu, sem kann eitthvað að stafa frá vind áttinni. Á öllum mælistöðvum er aukning vel fyrir ofan meðal- lag. 1 dag liggja hér 7 loðnubátar og bíða löndunar, en á morgun munu þeir geta byrjað að landa aftur eftir tveggja sólarhringa löndunarstopp þegar 3500 tonna þró losnar og tveimur dögum sið ar mun önnur eins losna. Bræðsla gengur mjög vel og meðálafköst á sólarhring eru yfir 1000 lestir. Frétzt hefur af allgóðum neta afla Eyjabáta hér rétt fyrir aust Allt meinlítið Ólafsvík, 13. marz HÉÐAN er allt meinlítið. Afl inn er eitthvað að glæðast, en allir bátamir eru á netum. Þeir hafa fengið upp í 19 tonn, nær eingöngu þorsk og það er fyrst síðustu dagana, sem eitt hvað er i netin. Héðan róa 20 stærr1 bátar, en það hefur ver ið tregt hjá mdnni bátunum á Mnuna. — Hinrik. Mjaðmar- grindar- brotnaði UNG kona mjaðmargrindarbrotn aði og hlaut fleiri meiðsli, er fólksbifreið, sem hún ók, lenti í mjög hörðum árekstri á mót- um Rauðarárstígs og Hverfis- götu um kl. 20.45 í fyrrakvöld. Ók hún bifreið sinni norður Rauðarárstíg og ætlaði yfir Hverfisgötuna, en ók þá í veg fyrir jeppabifreið, sem ók aust- ur Hverfisgötu. Kastaðist fólks- bifreiðin á vegg hússins þar á horninu og skemmdist mikið. Einar Sveinsson látinn EINAR Sveinsson húsameistari Reykjavíkurborgar lézt í Borg- arspítalanum 12. þ.m. Hann tók próf í húsagerðarlist frá TH i Darmstadt í Þýzkalandi árið 1932, en frá árinu 1934 hefur hann verið húsameistari Reykja víkur. Einar hefur ásamt starfsmönnum sínum gert upp- drætti að íbúðarhúsum Reykja- víkur við Lönguhlíð, Skúlagötu og á Melunum, Laugarnesskólan um, Melaskólanum, Langholts- skólanum, Heilsuverndarstöð Reykjavíkur og Borgarspítalan- um í Fossvogi. Hann hefur einn ig unnið ýmíss konar sböirf varð- andi skipulagsmál bygginga í Reykjavík. Einar var kvæntur Vigdísi Reykdal, sem lifir mann Fengu að hringja — og stálu á meðan UM HÁDEGISBILIÐ í gær börðu skötuhjú nokkur að dyrum í húsi einu í Vestur- bænum og háðu um að fá að nota síma. Húsráðendur voru aiveg grandalausir og leyfðu þeim það. Skömmu síðar komust húsráðendur að raun um, að hjúin voru farin og höfðu tekið með sér loðkápu og upphá loðstígvél. Var lög- reglunni tilkynnt um þjófn- aðinn og gefin góð lýsing á hjúunum og innan tíðar fann lögreglan þau á gangi í nær- liggjamii götu. Kom i Ijós, að hjúin voru drukkin mjög og tók iögreglan þau því til gist- ingar í fangageymslum, þar til víman væri af þeim farin. Loðkápunni og loðstígvélun- um var skilað aftur til eigend anna, en nú situr lögreglan hins vegar uppi með nokkra danska tertubotna, sem hjú- in hafa á engan hátt getað skýrt út, Iivar þau fengu. Lézt af voðaskoti Raufanhöfn, 13. marz. AÐFARARNÓTT s'. sunmuidiaigs varð dauðasilys hér þeigar 16 ára pilít'Uir, E.'nar Pálsson, varð fyrir voðaLSikoti úr riflfli. ELniar hafði veirið að miunda byssumia i her- beingi síiniu þegar slkot hljóip úr henini og i brjóstið á honuim. — Fólk vaknaði við hýivaðann og þegar það ikoim að herbergi Eta- 'airs koim hiann út um dynniar þar aem hanm hmé niðiur. — Ólafur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.