Morgunblaðið - 01.12.1971, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.12.1971, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1971 17 Svend-Aage Malmberg, haffræðingur; Hver á Rockall? Upphaf þessa máls er frétt, sem birtist í Morgunblaðinu 20. nóvember s.l. Þar sagði, „að Lávarðadeild brezka þingsins hefði samþylkkt mótatkvæða- laust, að stækka Bretland með þvi að innlima í lándið kletta- drang nokkurn, sem skagar upp úr Atlantshafinu um 200 sjómíl- um vestan við Suðureyjar (Hebrides). Klettadrangur þessi heitir Rockall og er óbyggður, en talið er, að þar megi finna gas í j'örðu. Talið er víst, að Neðri málstofa brezka þingsins muni einnig samþykkja þetta frumvarp.“ Það getur verið fróðlegt að skoða þennan klettadrang nán- ar, einkum nú, þegar áhugi margra snýst svo mjög um rétt- indi þjóða á nálægum hafsvæð- um. Þetta mál kann einnig að snerta hagsmuni annarra þjóða en Breta. Klettadrangurinn Rockall er á 57°36’ n. br. og 13°42’ v. 1. eða um 350 sjómílur fyrir sunn- an Ísland en dýpi á milli er allt upp í 2500 m. Frá Rockall til Færeyja eru um 300 sjómilur og sjávardýpi þar á milli er mjög bréytilegt, en mest um 1800 m. Til Suðureyja eru tæplega 200 sjómilur og sjávardýpi þar á milli meir en 2000 m, og til Irska lýðveldisins eru rúmllega 200 sjómilur og sjávardýpi allt að 3000 m. Kletturinn er því um- lukinn talsverðu dýpi á alla vegu. Hæð Rockall yfir sjó er 21 m og ummál hans er aðeins um 90 m, en kletturinn stendur á sam- nefndum banka — Rockall banka — sem er, miðað við 200 m dýpi, um 30 sjómílur á einn veg og 60 sjómílur á ann an. Þessi banki er svo aftur hluti af viðáttumeiri stöpli — Rockall plötunni — og er bank- inn einn áf mörgum allt frá Fær eyjum — Færeyjabanki, Bill- Bailey banki, George Bligh banki, Hatton banki og svo Rock all banki. Það er einkum milli hinna tveggja Síðast nefndu banka, sem talið er að megi finna jarðgas eða olíu. All- ir þessir bankar eru í framhaldi Norðauðstu-Atlantshaf. — Skyggðu fletirnir á myndinni sýna svæði, þar seni sjávardýpi er minna en 200 m, en brotnu Iínurnar afmarka 1000 m dýpi og jafnframt þau hafsvæði þar sem þjóðir Vestur-Evrópu nú þegar telja sig eiga hagsmuna að gæta á sjávarbotni. Tii samanburð- ar er lögð áherzla á að 50 sjómilna fiskveiðilögsaga við Island samsvarar í grófum dráttum skyggðu svæðunum við fsland, en mynni Faxaflóa er u.þ.b. 50sjómilur á breidd. — Krossarnir á myndinni sýna þá staði sem ætlunin var að dæla eiturefnum í sjóinn frá „Stella Maris“. — Kletturinn Rockail er merktur R. Rockali, 21 m hár klettur, sem skagar upp úr Atlantshafi um 200 sjómílur vestur af Bretlandseyjum. af meginlaindi Evrópu, en allmikið dýpi er þó á milli. Þeir geta samt ekki talist til botn- myndunar úthafanna. Þá vaknar sú spurning, hver á þessa banka? Bretar gera nú á þingi tilkall til Rockall, en til- einkun með „Union Jack“ og öðr um tilheyrandi venjum mun hafa farið fram 1955. Þá voru það hernaðarleg sjónarmið sem réðu. Yfirleitt virðast viðhorf ein- stakra rikja til réttinda á haf- inu mótast af sérhagsmunum á sviði öryggismála og efnahags- mála, ef ekki hreinna stjórn- mála. Viðhorf Breta til Rookali nú eru efnahagslegs eðlis, og hníga sjálifsagt mörg rök að brezkum ítökum þ£ir. Samkvæmt heimildum er það þó ekki ein- hlitt, enda virðist frumvarpið í brezka þinginu nú bera vott um það. Varla verður í þessu sambandi stuðst við iandfræði- leg eða jarðfræðileg rök. Það liggur í hlutarins eðli, að sjón- armið Breta snúast ekM einung- is um þennain einstaka klett, heldur mikiu fremur um liaf- svæðin umhverfis hann. Þannig var á hafréttarráðstefnu Samein uðu þjóðanna í Genf 1958 skýrt kveðið á um, að réttindi strand- rikis til hafsbotnsins nái eins langt út og tæknin leyfir hagnýtingu og að sama gildi út frá eyjum. Lög ýmsisa landa, þ.á.m. islenzk lög frá 24. 3. 1969 taka í sama streng. Eigi því Bretar Rockall, þá eiga þeir einnig einkarétt til könnunar og hagnýtingar á hafsbotni út frá klettinum eins og þeir bezt geta, þ.e.a.s. ef litið er á klettinn sem eyju, sem er engan veginn ein- hlítt sjónarmið. Hér kemur að kjarna þessa máls. Kletturinn og umhverfi hans eru landfræðilega ekki tengdari Bretlandi fremur en öðrum löndum nema síður sé, t.d. ef afstaðan til Færeyja er athuguð. Jafnframt vaknar spurningin hvað verði um nær- liggjandi banka, sem engan hafa klettinn ofansjávar eins og Rockall. Falla þeir undir ákvæði jafnfjarlægðarreglna og miðast reglurnar þá við Rockall eða móðurlandið? 1 þessu sam- bandi kemur til kasta íra, Fær- eyinga og Islendinga auk Breta. Auk áðurnefndra staða við Rockall, þá eiga þau sjónarmið, sem þar ráða, við um víðáttu- mikil hafsvæði önnur umhverfis Island eins og yfir neðansjávar hryggj'unum milli Grænlands, íslands, Jan Mayen og Færeyja og út af Reykjanesi á Mið-Atl- antshafshryggnum. íslendingar hafa með fyrr nefndum lögum frá 24. 3. 1969 áskilið sér allan rétt á hafsbotn inum umhverfis landið eins langt út og unnt reynist að nýta auðævi hans. Fyrr nefndir neð- ansjávarhryggir eru allir innan þeirra marka, og í rýmstu túlk- un iaganna, hafsbotninn aHl- ur umhverfis landið út að jafn- fjarlægðarlínum milli fslands og annarra landa. í þessum anda hafa ríkin við Norðursjó — Bret land, Þýzkaland, Belgia, Hol- land, Danmörk og Noregur — dregið þar landamerki á milli sín á sjávarbotni; Norð- menn hafa haslað sér völl á víð- áttumiklum landigrunnspalli sín- um í vesturátt og norður til Svalbarða; og eins og hér var getið á undan líta Bretar nú til vesturs og norðurs út í Atlants- haf. fslendingar hljóta að fylgjast vel með í þessum málum og standa vörð um hagsmuni sína t.d. gagnvart Efnahagsbandalagi Framh. á bls. 21 Þorvaldur Garðar Kristjánsson: „Vísir að áætlunarbúskap“ 1 GREINARGERÐ með stjómar- frumvarpi um Framkvæmda- sbofnun ríkisins, sem nú liggur fyrir Alþingi, er talað um áætl- anagerð, sem sé ætlað að auð- velda mótun og framkvæmd efnahagsstefnu, sem tryggi þjóð- félaginu sem örastar framfarir og sem mesta hagsæld öllum þjóðfélagsstéttum. Allir geta tek- ið undir þetta markmið og áætl- anagerð er í sjálfu sér ekki ágreiningsefni i íslenzkum stjóm- málum. En ágreiningur er um það, hvers eðlis þjóðhags- og framkvæmdaáætlunin á að vera og með hverjum ráðum á að framkvæma áætlunina. Kommúnistar telja sér til gild- is að vera miklir áætlunarmenn og þeir tala um „áætlunarbu- skap“, þar sem þeir ráða ríkjum. Þetta er eðlilegt viðhorf, þar aem búið er við kommúnistiskt hagkerfi. Þar eru ákvarðanir um allia framleiðslu teknar af ríkis- valdinu. Ríkið ákveður, hvað er framleitt og hve mikið i hverri framleiðslugrein. Ríkið ákveður, hvaða fyrirtæki skuli stofnuð og rekin. Ríkið ákveður, hvernig hagnýta skuli hráefni og aðrar auðlindir. Ríkið ákveður, verð- ið í hverri grein framleiðslunnar. í kommúnízku þjóðfélagi er hvorki spurt um vilja forstöðu- manna fyrirtækja, verksmiðja eða annarra framleiðslueininga um þessi efni. Það er heldur ékki spurt um vilja neytendanna. Þeir verða að sætta sig við það, sem ríkið ákveður að hafa á boð- stólum Þeir hafa ekki í önnur hús að venda, því að öll fram- leiðslan er í höndum ríkisins. Bæði framleiðendur og neytend- ur eru því undir strangri stjórn. Ríkisvaldið kemur vilja sínum fram með ýmsu móti. En fyrir- ætlunum sínum í efnahagsmál- um kemur kommúnistisk ríkis- stjórn fram í formi þjóðhags- og framkvæmdaáætlana. Slíkar þjóðhags- og framkvæmdaáætl- anir þekkjum við frá Au3tur- Evrópulöndum. f Vestur-Evrópu og öðrum löndum með frjálst hagkerfi gegnir öðru máli með þjóðhags- og framkvæmdaáætlanir. Þetta leiðir af eðli hagkerfisins, sem samrýmist ekki því að vera stjómað í einu og öllu af ríkis- valdinu. í frjálsu hagkerfi er valdinu skipt. Eigendur atvinnu- tækjanna og forstjórar fyrirtækj anna ákveða, hvaða vörur þeir framleiða og hversu mikið af hverri þeirra. Þeir ákveða sjálfir, hvaða hráefni og orku þeir nota. Þeir ákveða, hvaða framkvæmd- ir þeir ráðast í og hvernig þeir afla fjár ti] framkvæmdanna. Þeir ráða söluverði framleiðslu sinnar. En þetta vald eigenda framleiðslutækjanna og forstjóra fyrirtækjanna lýtur vilja neyt- endanna. Það er neytandinn sjálf ur, sem ræður, hvaða vöru hann kaupir. Frjálst vöruval tryggir, að neytandinn fær komið fram vilja sínum. Þetta er það hag- kerfi, sem við búum við. Kommúnistar telja, að þjóð- hags- og framkvæmdaáætlanir séu gagnslausar í frjálsu hag- kerfi. Þeir telja, að ekki sé hægt að framkvæma slíkar áætlanir, nema ríkið eigi framleiðslutæk- in eða geti ráðið ákvörðunum stjórnenda fyrirtækjanna. Þetta hefir verið afsannað rækilega. Eftir heimsstyrjöldina síðari var farið að taka upp þjóðhags- og framkvæmdaáætlanir I hinum vestræna heimi. Þetta hefir ver- ið gert með góðum árangri í lönd um, sem búa við hagberfi frjáls markaðar og frjáisrar verðmynd- unar. Þar hafa þættir atvinnu- veganna í þjóðhags- og fram- kvæmdaáætlunum verið byggðir upp fyrst og fremst af upplýs- ingum og áætlanagerðum sam- taka atvinnuveganna sjálfra og einstakra fyrirtækja. Gerð þjóð- hags- og framkvæmdaáætlana hefir þannig ýtt undir áætlana- gerð fyrirtækjamna sjálfra og stutt að skipulögðum vinnubrögð um þeirra. Þannig hafa í senn verið efldar framleiðslueining- arnar og varazt að skerða frelsi þeirra. Um leið hefir verið tryggt, að heildaráætlunin verði eins raunhæf og kostur er á. Með al- mennri stefnu rikisvaldsins í efna hagsmálum, einkum peninga- málum og fjármálum er síðan stutt að framkvæmd þjóðhags- og framkvæmdaáætlunar. Við fslendingar vorum heldur síðbúnir með þjóðhags- og fram- kvæmdaáætlanir. Var raunar Þorvaldur Garðar Kristjánsson ekki grundvöllur fyrir slikrl áætlunargerð, fyrr en lokið var gerð þjóðhagsreikninga, sem hag deild Framkvæmdabankans gerði fyrir tímabilið 1945—1960. En Efnahagsstofnunin tók síðan upp þráðinn og lagði Viðreisnar- stjórnin fram á Alþingi 1963 fyrstu þjóðhags- og fram- kvæmdaáætlunina, sem var fyrir tímabilið 1963—1966. Þegar ríkisstjórnin leggur nú tii við Alþingi að breyta skipan þeirra máia, er varða þjóðhags- Framh. á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.